Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 6
6 Vtsir. Þriðjudagur 22. aprll 1975. vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúia 14: Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innaniands. t lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Sykursorg haftasinna Nokkrum kaupmönnum hefur tekizt að rjúfa sykureinokun hinna hefðbundnu innflutnings- aðila á þessu sviði. Þeir hafa náð hagkvæmum innkaupum á sykri, sem þeir hafa til sölu á um það bil 240 krónur kilóið, i stað um það bil 410 króna kilóið i öðrum búðum. Þetta sykurmál varpar skýru ljósi á viðskipta- og verðlagskerfi okkar og sýnir, hvar spillingu þess er að finna. Þegar alþjóðlegt sykurverð var sem hæst siðari hluta árs i fyrra, keyptu hinir hefðbundnu innflutningsaðilar okkar mikið magn af sykri, sem átti að endast fram yfir mitt þetta ár. Þetta gerðu þeir, þótt þeir vissu, að sykurverðið væri i þann veginn að hrapa. Slikar verðbreytingar eiga sér langan aðdrag- anda, sem rakinn er i sérgreinatimaritum og öðrum upplýsingum, er nær daglega berast stór- kaupmönnum á þessu sviði sem öðrum. Og verðhrunið á sykrinum þótti svo sjálfsagt, að al- menn fréttarit voru búin að spá þvi fyrir næstum heilu ári. Fráleitt er að telja islenzka sykurinnflytjendur einhverja undrabjálfa, sem viti ekkert, hvað er að gerast umhverfis þá. Ástæðan fyrir hinum dýra innflutningi er væntanlega allt önnur. Fyrst og fremst hafa þeir séð eftir þeirri lækkun álagningar i krónutölu, sem hefði fylgt ódýrari innkaupum á sykri. Og hver þeirra fyrir sig hefur treyst þvi, að enginn hinna mundi hlaupa út undan sér i þessu máli. En þeir vanmátu möguleikana á utanað- komandi samkeppni. Kaupmennskan er nefni- lega enn til með íslendingum, þrátt fyrir niður- drepandi áhrif kerfisins. Nokkrir kaupmenn tóku á sig að fá færri krónur i sinn hlut i álagningu á hvert sykurkiló til þess að laða til sin fleiri viðskiptavim. Þannig hrundi spilaborg sykur- verðsins, islenzkum neytendum til mikilla hags- bóta. Hinir hefðbundnu sykurinnflytjendur eru ekki sökudólgarnir i málinu. Meinið á rót sina að rekja til verðlagskerfisins, sem skammtar kaupmönn- um ákveðna prósentutölu ofan á innkaupsverð vörunnar. Þetta hvetur kaupmenn til að kaupa sem ódýrastar vörur i hverjum vöruflokki og hafa samstarf sin i milli um innkaupin. Verðlagshöftin eru löngu aflögð i öðrum lönd- um, einnig á Norðurlöndum, þar sem jafnaðar- menn hafa lengst af verið við völd. Stjórnvöld i þessum löndum hafa áttað sig á, að verðlags- höftin gera illt verra. Þau hafa reynslu af þvi, að óbeint eftirlit, neytendafræðsla, einokunareftirlit og betri samkeppnisjarðvegur er vænlegri til árangurs en höftin. Viðreisnarstjórnin var á sinum tima komin á fremsta hlunn með að breyta okkar spillta kerfi eftir norrænni fyrirmynd og leggja niður beinu höftin. Þvi miður stöðvaði Alþýðuflokkurinn málið á siðustu stundu. Núverandi stjórn hefur svo tekið málið upp að nýju. Vonandi verður sykurmálið til þess að flýta frágangi laga um óbeint verðlagseftirlit, neytendafræðslu og einokunareftirlit i stað haftanna. En það er dæmigert fyrir spillingu núverandi haftakerfis, að einn sykurinnflytjandinn, Sam- band islenzkra samvinnufélaga, hefur beðið viðskiptaráðuneytið um að banna innflutninginn á ódýra sykrinum og telur sig hafa fengið hálf- gildings vilyrði fyrir sliku banni! -JK. Titó: Varar fyrirtæki, sem stjórnaö er af launþegum við að taka meira en þeim ber af þjóðartekjunum, með þvi að hækka framleiðsluvörur slnar of ört. ÞAR SEM LAUNÞEGARN- IR RÁÐA SJÁLFIR VERÐLAGNINGUNNI ER LÍKA ÓÐAVERÐBÓLGA Júgóslavia stendur nú frammi fyrir þeim vanda að þurfa að finna leiðir til að vinna gegn óðaverðbólgu, sem tröllríður efnahagslifi iandsins. Þetta er vandamál, sem hefur svo sem viða þótt erfitt úrlausnar, en er þó ekki hvað sizt erfitt Júgóslövum, þar sem verðlagsmálin eru viðast i höndum hinna vinnandi stétta. í Júgóslaviu hagar þvi nefnilega þannig til, að ýmsar nefndir, þar sem verkalýðs- félögin eiga sina fulltrúa, ákveða verðlagninguna. Þetta er sprottið upp af þvi, sem sum- ir nefna atvinnulýðræði eða sjálfsstjórnarke^fi fyrirtækja. Þrátt fyrir 33% verðhækkan- ir, sem orðið hafa frá þvi i febrúar, hefur rikisstjórnin eng- ar áætlanir á prjónunum um verðfrystingu, eins og viðast hefur verið gripið til i öðrum austantjaldsríkjum. „Við munum ekki gripa til rikisafskipta,” sagði Dusan Anakioski, aðstoðarráðherra, sem fer með verðlagsmálin. „Okkar stefna er sú, að slikar ákvarðanir séu teknar af verka- lýðsfélögunum.” En Titó forseti Júgóslaviu hefur þó séð sig tilneyddan til þess að áminna þau fyrirtæki, sem stjórnað er af launþegun- um. Hann hefur varað þau við þvi, að með örum hækkunum á framleiðsluvöru sinni séu þau að hrifsa til sin meira en það sem þeim ber af þjóðartekjun- um. Stjórnin hafði lagt linurnar fyrir árið 1975, þar sem gert var ráð fyrir, að verðhækkanirnar færu ekki fram úr 19%. En efna- hagssérfræðingar hennar eru orðnir svartsýnir á, að takast megi að halda hækkunum innan þeirra marka. „í hreinskilni sagt eigum við i erfiðleikum með að halda neyzluverðinu i skefjum, vegna þess að afleiðingar hækkana framleiðsluverðs frá þvi i fyrra eru ekki endanlega komnar i ljós,” sagði dr, Anakioski ráð- herra i viðtali við fréttamann Reuters á dögunum. Ofan á þessa örðugleika bæt- ast svo áhyggjur manna af þvi, að verðhækkanirnar séu ekki að fullu og öllu komnar fram. Fleiri eigi hugsanlega eftir að koma. A fyrstu þrem mánuðum þessa árs nam verðbólgan 6.1%, sem samsvarar 26% vöruhækk- un eða 7% meira en stjórnin gerði i hæsta lagi ráð fyrir. En á móti vegur svo það, að hagvöxtur þjóðarinnar hefur verib mikill, og afleiðingar verðbólgunnar þvi ekki eins tilfinnanlegar. Um þriggja ára 'bil hefur þjóðarframleiðsla Júgóslaviu aukizt um nær 6% á sama tíma, sem hún hefur ýmist staðið i' stað eða jafnvel dregizt saman hjá mörgum öðr- um Evrópulöndum. Menn sætta sig við það, þótt framfærslukostnaður hækki, á meðan þeir hafa möguleika á nógri vinnu til þess að auka tekjur sínar á móti. Meðaltekjur á mann I Júgó- slaviu jukust þó ögn minna en sem nam verðhækkunum á ár- inu 1974. Vilja sérfræðingar kenna þvi um, að helmingur þeirra 30% verðhækkana, sem urðu i fyrra, hafi stafað af innfluttri verðbólgu, eins og þeir orða það. Nefnilega hækkun á innflutningi. Þessi hlutföll segja þeir þó að verði mun meiri, þeg- ar tekið er tillit til hækkunar framleiðslukostnaðar á út- flutningsvörum. Þótt verðlagningin sé eins og áður sagði i höndum fyrirtækj- anna sjálfra, þá hafa þau ekki algerlega óbundnar hendur i iiiiiiinm M Mfffi Umsjón: G.P. verðlagsákvörðunum. Mörg fyrirtæki, sem starfa að svipaðri framleiðslugrein og eru háð hráefni eða framleiðslu hvers annars, ákveða i samein- ingu verðið á þeim vörum, sem þau kaupa hvert af öðru. Þær samningaviðræður hafa oft orð- ið langar og erfiðar. Þegar þessar samstarfs- nefndir hafa komið sér saman um verð, ieggja þær tillögur sinar fyrir verðlagsráðið, sem er stofnun, sett i stað sérstaks ráðuneytis. Hafi verðlagsráðið ekkert við nýju verðlagninguna að athuga, er hún auglýstsem hin gildandi verðskrá eftir hálfan mánuð eða svo. Verðlagsráðið hefur ekki völd til þess að breyta verðlagning- unni neitt, en það getur bent fyrirtækjunum á, að verðlags- ákvörðun þeirra stangist á við stefnu rfkisstjórnarinnar. Þau verða þá að. setjast að samningaborðinu á nýjan leik og skoða hug sinn betur, unz komið er niður á verð, sem er innan ramma þess, sem stjórnin hefur ákveðið. —- Þannig hefur hálfpartinn verið farinn heill hringur i kringum grautinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.