Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur 22. aprll 1975 — 91. tbl. „ATVINNUROGUR" — segia forráðamenn VERKS h.f. - bls. 3 FLUGIÐ STÖÐVAST f NÓTT — flugmenn höfnuðu frestun verkfallsins á sáttafundi, sem stóð til klukkan 5 í nótt Flugmenn höfnuðu i nótt tilmælum f lugfélaganna um að fresta verkfalli, sem á að hefjast á mið- nætti næstkomandi. Sátta- fundur stóð fram undir klukkan fimm. Annar f undur er boðaður klukkan tvö í dag, og munu flugfé- lögin þá enn reyna að ná fram frestun verkfallsins. Verkfall flugmanna á að standa i fjóra sólarhringa, svo að flug hæfist aftur á sunnudag. Sam- kvæmt upplýsingum Sveins Sæ- mundssonar, blaðafulltrúa hjá Flugleiðum i morgun, hefur áætl- un verið breytt verulega vegna yfirvofandi verkfalls. Sveinn sagði, að fólk virtist hafa flýtt ferðum sinum, yfirleitt væri full- bókað i innanlandsflugi i dag og hefði verið siðustu daga, en litið pantað næstu daga. Chicago-flug- ið hefur verið stöðvað. 1 dag verður aukaferð klukkan fjögur til Glasgow og Kaupmannahafn- ar, og á þotan að vera komin hingað aftur fyrir miðnætti. Lundúnaferð verður samkvæmt áætlun i dag. Aukaferð verður til fsafjarðar klukkan sjö i kvöld. Þá verður fyrirhugaðri ferð til Glas- gow og Lundúna, se.m vera átti á laugardag, frestað um 24 klukku- tima, ef til verkfallsins kemur. Farþegum, sem ætla með vélum Loftleiða milli Evrópu og Ame- riku, verður komið i vélar ann- arra flugfélaga, sem samvinna er við. Um hádegi i dag kunna að vera gerðar frekari ráðstafanir, ef ástæða er talin til. Sveinn sagði, að samkvæmt kröfum flugmanna ættu há- markslaun flugmanna á Boeing- þotum til dæmis að hækka úr 169 þúsundum á mánuði i 310 þúsund og hámarkslaun flugmanna á DC- 8 úr 197 þús. á mánuði i 338 þús- und. Hámarkslaun flugstjóra á Boeing mundu hækka úr 278.700 i 470 þús., svo að nokkur dæmi séu nefnd. —HH LETU LOKA SIG INNI OG BRUTUST SVO ÚT Þegar menn komu til starfa i Birgðastöð StS I Geirsgötu I morgun, var slæm aðkoman I kaffistofunni. Þar hafði meðai annars verið brotinn upp fata- skápur og dýrum sykri dreift út um allt. Augljóst var, að þeir sem þarna voru á ferð, höfðu svo látið sig siga út um giugga á rafmagnskapli niður, en kaffi- stofan er á annarri hæð. Starfsmenn stöðvarinnar telja sig muna eftir tveim pilt- um, sem voru að sniglast þarna um lokunartlma I gærkvöldi, og telja, að þeir hafi lokazt — eða látið loka sig — inni. Undir þaö er einnig rennt þeim stoöum, að I birgðageymslunni eru tvö reið- hjól, og er nú beðið eftir þvi, að eigendirnir vitji þeirra. Þá var i nótt ráðizt á litinn sendiferðabll, sem stóö fyrir utan Lágmúla 5, og brotin I hon- um hver einasta rúða. Loks var fariö inn I fyrirtæki i Armúla, fariö um allt húsið, en aðeins stolið um 7 þúsund krón- um i skiptimynt. —SHH Býður lán til brúar yfir Borgarfjörð og Ölfusárósa — baksíða • „Neikvœð" þróun í bú- setumálum — baksíða • Stökk út úr logandi húsi — baksíða Bretta upp Þó að dagurinn I gær hafi veriðeinn sá sólrikasti á þessu vori, var golan óneitanlega köld. Með tilliti tii þess, hversu sólardagar eru fáir hér, þótti ungu stúlkunum nauðsynlegt að nota geislana I gær. Þær brettu upp ermarnar og brutu upp á buxnaskálm- arnar. Þetta er þó alitaf upp- hafið á þeirri viðleitni að ná sér I lit. Það var I Austurstrætinu I hádeginu I gær, sem þessar stúlkur urðu á vegi ljósmynd- arans. Göngugatan var þegar farinaðgefa sumarkomuna tii kynna. Setið var á hverjum bekk og ekki óviða stóðu kunningjarnir á spjalli. Það lá engum á. 1 morgun var svo byrjað að rigna gróðrarskúrir, — vonandi'. ÞJM/Ljósm. Bragi. Tóku vélhjól með ofbeldi 1 gærkvöldi réðust þrlr strák- ar að þeim fjórða I Reykjavik og tóku með valdi af honum vél- hjól. Siðan skiptust þeir á um að haida hjóleigandanum, meðan þeir sjálfir þeystu um á hjólinu. Þeir þrir, sem beittu ofbeldi á þennan hátt, voru fæddir 1958, en hjóleigandinn er ári yngri. —SHH LAXVEIÐI HAFIN í ELLIÐAÁNUM — en að sjálfsögðu ólögleg Laxveiði I Elliðaám er hafin. Það voru nokkrir pjakkar, sem tóku laxinn, þar sem hann lá I pollum, eftir að hleypt hafði verið úr Elliðaárstlflunni. Hins vegar er laxinn ekki sem girni- legastur til átu nú, og þar að auki er þessi veiðiaðferð engan veginn heimil. Laxinn ienti þvl I vörzlu Arbæjarlögreglunnar til bráðabirgða, og piltunum var veitt tiltal. Að sögn Arbæjarlög- reglunnar er töluvert um lax I ánum um þessar mundir og allt upp I Bugðu. —SHH 15 manns í ölvunargeymslu Óvenju mikil ölvun var I mið- borginni I gærkvöidi og nótt, og varð lögreglan að taka 13 manns úr umferð á þessum tlma vegna ölvunar. Tveir voru teknir I gær, svo að á einum sólarhring þurfti miðbæjariögreglan að taka 15 manns I slna vörzlu vegna ölv- unar. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.