Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 2
2
Visir. Miðvikudagur 23. april 1975.
visitsm--
Hafið þér hug á að taka yður ferð
á hendur með færeysku ferjunni
„Smyrli”?
Einar M. Kjartansson, togarasjó-
maður: — Nei, ég kæri mig nú lit-
ið um það. Vil heldur fljúga.
Einar Arnason, skrifstofumaður:
— Já, það vildi ég gjarnan, þó
ekki geti það orðið á þessu sumri.
Það er mikil hagræðing og
sparnaður að geta farið með fjöl-
skylduna og bilinn yfir til Bergen
ogkeyrt þaðan eitthvað suður eft-
ir.
Þorsteinn Jóha nnesson , skrif-
vélavirki: — Já, það hef ég hug-
leitt fyrir alvöru. Það er mjög
freistandi að prófa siglingaleið-
ina. Þessir tveir dagar i Færeyj-
um ættu að nægja manni til að
kynnast Færeyingum, en hins
vegar mundi ég vilja sitja af mér
eina ferð i Bergen og skoða mig
um á Norðurlöndunum þá viku,
sem þannig ynnist. Þannig feng-
ist mjög góð hálfsmánaðarferð.
Viktoria Kristjánsdóttir, skrif-
stofustúlka: — Já, það vona ég
svo sannarlega að ég eigi eftir að
geta gert. Ég er hrædd um að það
geti þó ekki orðiö i sumar,- Það
gerir kreppan!
Jón Sighvatsson, simvirki: — Já,
ég hef velt þvi alvarlega fyrir
mér. Ég vona að við hjónin getum
farið næsta sumar og haft bilinn
með okkur. 1 sumar kemst ég
ekki. Þarf að nota sumarfriið i
annað.
l.árus Einarsson, húsgagnasmiða
nemi:— Það er aldrei að vita. Ég
er ekkert farinn að hugsa út i það,
hvemig ég nota sumarfriið mitt i
ár. Það kemur þó sterklega til
greina að fara með ferjunni. Ég
er búinn að fara til Spánar, ttaliu,
Rúmeniu og nú væri gaman að
skoða nágrannalöndin.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
STORIÐJA PALS HEIÐARS
S.H. sendir:
„Páll Heiðar útvarpsmaður
hefur bryddað upp á ýmsum
nýjungum f hinum mörgu ágætu
útvarpsþáttum sinum á liðnum
vetri. Þættirnir hafa einkennzt
af þvi að fá marga málsmetandi
menn i þvi máli sem rætt er um
hverju sinni og auk þess kallað
til hóp fólks og gefið þvi tækifæri
til að spyrja spurninga.
Með útvarpsþætti sinum um
stóriðju mistókst Páli hins veg-
ar. Páll hafði litla stjórn á
umræðum, málshefjendur
fengu sumir hverjir vart að tjá
sig almennilega um þau mál
sem að þeim sneru, öllum efnis-
þáttum var blandað saman,
virkjunarframkvæmdum, raf-
orkuverði, menguninni, eignar-
hlutfalli Islendinga og erl. aðila,
sem sagt vaðið úr einu i annað.
Ennfremur fengu spyrjendur
lítið tækifæri til að spyrja
spurninga, og þegar reynt var
að svara spurningum gátu við-
komandi vart lokið máli sinu
vegna óþolinmæði Páls Heiðars.
Var þetta einkennandi hvað
mengunarhliðar þáttarins
snerti. Valgarður Egilsson
læknir, er kallaður hafði verið
heim frá London, svaraði ekki
fullyrðingum forstöðumanns
heilbrigðiseftirlitsins, Baldurs
Johnsen, um að Valgarður hefði
beitt hæpnum og mjög óvisinda-
legum aðferðum til að komast
að sem dekkstri niðurstöðu um
aö blýmengun gæti valdið
krabbameini. Ennfremur lét
Valgarður ósvarað ásökunum
forstöðumanns heilbrigðiseftir-
litsins um að hann (Valgarður)
hefði hagrætt heimildum veru-
lega til að komast að ákveðinni
niðurstöðu. Valgarður óskaði
ekki eftir þvi að fá að svara
þessu og Páll Heiðar, stjórnandi
þáttarins, taldi ástæðulaust að
óska eftir svörum frá Valgarði
a.m.k. varð það ekki greint.
Fyrst minnzt er sérstalega á
mengunina og Valgarð Egils-
son, þá er kannski rétt að minn-
ast á það hér, að Einar Karl
Haraldsson fréttastjóri Þjóð-
viljans og Elias Jónsson blaða-
maður kölluðu á Valgarð og Vil-
hjálm Lúðviksson i sjónvarpið
sl. föstudag i Kastljósi til að
ræða um hugsanlega mengun
frá járnblendiverksmiðjunni i
Hvalfirði. Valgarður læknir
sagði: ja, mengun hún er hættu-
leg, hvað með hjartasjúkdóma,
já og krabbamein, enginn veit
neitt, fólk bara deyr járnblendi-
verksmiðja i Hvalfirði, ég veit
ekki, þetta er allt svo óklárt,
ætli menn haldi bara ekki áfram
að deyja, já. þá úr hjartveiki,
krabbameini (og járnblendi),en
þetta er allt svo óljóst, ég veit
það ekki einu sinni, þó hefur
verið varið tugmilljónum og
óhemju mannafla i að athuga
þetta. Nei, góðir lesendur, ef
Vilhjálmur Lúðviksson hefði
ekki verið i þessum þætti og rætt
af skynsemi og þekkingu um
þessi mál hefði þáttur þessi orð-
ið að athlægi alþjóðar.
Þaö er ekki hollt i umræðum
um mengunarhættuna að
blanda saman pólitik, visindum
og skætingi. Látum það ógert.
Ræðum málin af skynsemi.”
Vill meiri myndlistarfrœðslu
Sigurþór Sigurðsson Eyland
skrifar:
„Hvers vegna hefur verið gert
svona litið að þvi að fræða ís-
lendinga um nútimalist i
heiminum? Það er fjöldi fólks
hér á landi, sem heldur að ab-
strakt s_é það nýjasta i listinni i
dag. Þetta sama fólk hefur
aldrei heyrt orð eins og DaDa
súrrealista eða popplist ásamt
fjölda annarra myndlistar-
stefna.
Það er nauðsyn öllum, bæði
þeim sem hugsa ekkert um
myndir sem list sem þeirra sem
stunda listmálun, að fá að kynn-
ast þvi sem er að gerast úti i
hinum stóra heimi.
Islendingar eru það langt á
eftir i þessu.að það þarf að færa
þetta efni hingað til lands. Til
dæmis með útgáfu timarits,
sem beitti sér fyrir kynningu
liststefnunnar, og væri þá kynnt
meö greinargóðum skýringum
ásamt fjölda góðra mynda, svo
hægt yrði að fræðast bæði i máli
og myndum.
Svo mætti þessi kynning fara
lika fram i sjónvarpi og væri
ekki of mikið þótt eytt væri svo
sem tveim timum á viku fyrir
þessa kynningu. Og eins er það
með dagblöðin, þau gera of litið
til að kynna liststefnur, bæði er-
lendar og innlendar fyrir utan
lýsingar á sýningum sem fram
hafa farið, og eru þá ekki gert
nógu góð skil efni þvi sem fram
fer, framtið þess og stöðu.
Sjálfur veitég sama og ekkert
um nútimalist, þótt ég hafi mik-
inn áhuga á öllu sem viðkemur
myndlist og lesi hverja grein og
setningu sem ég rek augun i.
Helzt er að leita i erlendar
bækur, en flestar eru þær gaml-
ar og þótt svo væri ekki yrði ég
að láta mér myndirnar nægja,
þvi enskukunnáttan er ekki
nægileg fyrir lesmálið.
Sjálfur hef ég verið að reyna
að mála og hef myndað mér þá
reglu að forðast allar eftirlik-
ingar og skapa mina eigin list.
En það er erfitt þegar ekkert
þekkist nógu vel, nema þá
gömul list eins og
impressionisminn, fauvisminn,
kúbisminn og abstraktlistin.
Ættu þvi einhverjir, einstak-
lingar eða aðrir, aðskapa þetta
timarit, sem ég nefndi, með
hæfilega miklu fræðandi efni, þó
svo að blaðið kæmi ekki út nema
á nokkurra mánaða fresti.
Þetta gerði þá starf mitt
langtum auðveldara og jafn-
framt miklum mun skemmti-
legra.”
SEGULSTIGVEL
fyrir sjómenn á skuttogurum
og stálskipum
Viggó Oddsson skrifar:
„Lengi hefur verið rætt og
ritað um hve varasamt sé lifiö
fyrir sjómenn á hinum nýju tog-
urum og skipum með stálþilför.
Reyndar hafa komið fram
margar tillögur, jafnvel að
menn hefðu taliu eða eins konar
teygjuband aftan i sér ef brot-
sjór skylli yfir. Einhver skrifaði
mér að nýju skipin væru mann-
drápsdallar, sem reyndustu sjó-
menn reyndu að forðast.
Segulstígvél
Ég hef verið að velta þessu
fyrir mér lengi, af þvi ég er
mjög hugvitssamur. Ég hef um
árabil notað sérstakan seguldúk
úr plasti eða eins og linoleum
eða gúmmi sem notað er á gólf
og stiga. Zeiss-verksmiðjurnar i
V-Þýzkalandi setja þetta segul-
magnaða yfirborð á borð sem
notuð eru til mælinga og teikn-
unar. Segulplast þetta er svo
magnað að ef maður leggur
stál-reglustriku (réttskeið) á
segulborðið, verður maður að
beita afli til að ná henni af, enda
er borðið notað til að halda
teikningum föstum með
járnþynnum. Ef þetta segul-
plast væri sólað neðan i stigvél
sjómanna, sem vinna á skuttog-
urum og öðrum skipum með
stálþilför gæti þetta sennilega
veitt það öryggi sem vantar.
Segulplastið mun vera mjög'
dýrt.
Fleiri gerðir
Segulstigvél er hægt að fram-
leiða á mismunandi hátt. Ef
seguldúkurinn sem limdur er
neðan á stigvélin er ekki nógu
aflmikill, er hægt að sjóða t.d. 4-
6 segulbúta á sóla stigvélanna
og stórt stykki i hælinn, einnig
væri hægt að búa til rafsegulstig
vél, þvi erfitt mundi að ganga
um á segulstálsólunum þegar
engin hætta er á ferðum.
Rafsegul þennan mætti fram-
leiða sem eins konar mann-
brodda sem smokkað væri yfir
ristina eða ólað eins og skiöa-
bindingar. Segulmagnið kæmi
úr cadmium rafhlöðu sem hægt
er að endurhlaða úr rafkerfi
skipsins. Rafhlöðu þessa má
bera eða festa á belti sjómanns-
ins, og hún endist nokkrar
klukkustundir. Hægt væri að
hafa stillanlegan rofa fyrir mis-
munandi segulkraft og segul
fyrir il, eða hæl, eða bæði. Með
þetta tæki i fullum gangi mættu
stórsjóirnir passa sig lieldur
betur.
Myndu stigvélin eyði-
leggja skipið?
Það sem ég veit og veit ekki
um þessi segulstigvél er þetta:
Yrði allt skipið segulmagnað ef
tugir manna trömpuðu á þilfar-
inu dögum saman? Mundi þetta
ef til vill raska siglingatækjun-
um eða gera skipið ónothæft á
skömmum tima? Um segulstál-
ið og rafsegulinn get ég ekki
sagt, þvf það eru engir togarar i
Jóhannesarborg, 1800 metra
yfir sjó, nema tappatogarar.
Það, sem ég veit, er það að
plastdúkurinn segulmagnaði
sem ég nefndi, og hægt væri að
sóla sjóstigvél með, gcrir ekkert
mein járn- og stálhlutum sem
nuddast um hann. Járn og stál
er jafnósegulmagnað eftir
snertingu og fyrr. Um framleið-
endur þessa segulplasts veit ég
ekki, en Zeiss umboðið gæti
hæglega útvegaö sýnishorn und-
ir nokkur stigvél. Framleiðend-
ur þessa segulplasts gætu einnig
hagað framleiðslu sinni eftir
óskum viðskiptavina til að fá
þann segulkraft sem veitir sjó-
mönnum það öryggi sem þá
vantar, án þess að gera skipin
segulmögnuð eins og ég hef lýst
hér að framan.”