Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 16
visir Miðvikudagur 23. april 1975. Sumri fagnað með sýningum og skrúð- göngum — óvenjuleg leiksýning í Austurbœjarbíói Aö vanda er það Barnavina- féiagið Sumargjöf sem á mest- an heiöur af sumarfagnaði i borginni. Það efnir til dæmis til barnaskemmtunar i Austurbæj- arbiói á morgun. Það er þó al- veg óhætt að segja að þar sé eitthvaö á ferðinni sem hæfir fullorönum jafnt. Þarna er um að ræða leik- sýningu með söngvum og er það annar bekkur SÁL (Samtaka áhugamanna um leiklistarnám) sem hefur unnið aö henni i hóp- vinnu i kennslustundum, með aðstoð kennara sins, Sigurðar Pálssonar. Fleiri mætir menn koma þarna við sögu. Gylfi Gislason hefur aðstoðað við leikmynd, og Ólafur Haukur Simonarson hef- ur samið lög við texta. Leikurinn cr m.a. byggður á þekktu ævintýri eftir Kipling, siberisku ævintýri og ýmsu frumsömdu efni. Sýningar verða tvær á morg- un. Hin fyrri verður klukkan tvö og sú siðari klukkan hálffjögur. Sala aðgöngumiða hefst i Austurbæjarbíói i dag kl. 4. Meðal annarra atriða á morg- un má nefna skemmtun fóstru- nema i Árbæjar- og Breiðholts- skóla og sýningu Leikbrúðu- lands i Réttarholtsskóla. Þá verður efnt til skrúð- gangna með lúðrablæstri og öllu tilheyrandi. Verða þær i Árbæjarhverfi, Breiðholts- hverfi, Bústaðahverfi, Háa- leitishverfi, Vogahverfi og i vesturbænum. Merki Sumargjafar verða svo seld á morgun og afhent sölu- börnum i ýmsum skólum frá kl. 10-12 i fyrramálið. —EA Einkaskeyti fró AP í morgun — lýsing ó öllum skókum Guðmundar — margar fróbœrar skókir Hrapar eftir 2 tapskákir Guðmundur Sigurjónsson hefur tapað tveimur siðustu skákunum á mótinu I Lone I Kaliforniu, segir i einkaskeyti Associated Press fréttastof- unnar I morgun. Nú eru aðeins tvær umferðir eftir, og virðist Guðmundur hafa misst af topp- sæti. Guðmundur hefur 4 1/2 vinn- ing. Af skákmönnunum I mótinu er helmingurinn stórmeistarar, segir AP, sem lýsir ýtarlega einstökum skákum hans. Guðmundur haföi I áttundu umferðinni, sem var tefld i gær, svart gegn sovézka stórmeist- aranum Vladimir Liberzon, sem býr nú I Israel. Sovétmað- urinn hóf öfluga sókn þar sem framrás kóngspeðs var megin uppistaða, og Guðmundur gaf sig. 1 næstu umferð þar á undan lék Guðmundur gegn núverandi Bandarikjameistara, Walter Browne. Guðmundur hafði svart og beitti afbrigði af Sikil- eyjarvörn og lenti i örðugri varnarstöðu. Browne jók þrýst- inginn jafnt og þétt, og þegar skákin fór I bið hafði hann skiptamun og peð fram yfir Guðmund. Biðleikur Banda- rikjamannsins var hins vegar slæmur og Guðmundur fékk jafnteflismöguleika. Svo illa tókst til, að Guðmundur lék af sér með þvi að færa kóng sinn, og Browne malaði hann eftir aö skáin hafði alls staðiö I sjö klukkustundir. Bandarikjamað- urinn lék endataflið með af- brigðum vel, segir AP. 1,8 milljónir i verðlaun Teflt er samkvæmt sviss- neska kerfinu á þessu móti, og er mótið talið hið sterkasta, sem teflt hefur verið samkvæmt þvi kerfi. Þvi eru umferöirnar að- eins 10 segir AP og lýkur mótinu á morgun. Heildarverðlaunin nema 1,8 milljón krónum og fær sigurvegarinn 600 þúsund krón- ur. Louis Statham, sem stendur fyrir mótinu, er uppfinninga- maður, sem veit ekki aura sinna tal. Guðmundur átti I fyrstu um- ferð erfiða skák við David Levy frá Skotlandi, alþjóðlegan meistara. Levy lék drekaaf- brigði af Sikileyjarvörn og kom með snjalla nýjung gegn eftir- lætisbragði Guðmundar i stöðu af þessu tagi, segir AP. Guð- mundur var mestalla skákina hætt kominn, en náði jafntefli eftir lélega leiki Skotans undir lokin. Gligoric lá flatur 1 annarri umferð átti Guð- mundur sina beztu skák á mót- inu, gegn Arthur Drake og vann. 1 þriðju umferð varð ljóst, að Guðmundur hugði á toppsæti, segir AP. Júgóslavneski stór- meistarinn Gligoric valdi Njadorfafbrigði af Sikileyjar- vörn. Guðmundur lék svonefnd- um Robert Byrne leik og Gli- goric lék af sér nærri samstund- is. Guðmundur náði þá með sin- um hvitu mönnum forystu, vann siðar skiptamun, og Gligoric átti sér ekki viðreisnar von. Siðan gerði hann jafntefli við kanadiska alþjóðlega meistarann Peter Biyiasas I fjörugri skák, þar sem Guð- mundur beitti lokaðri Sikileyj- arvörn. í fimmtu umferð glimdi hann við Argentinumanninn, Oscar Panno, stórmeistara og átti Argentinumaðurinn aldrei viöreisnar von. Panno fórnaði skiptamun I vonleysi, en fékk ekkert út úr þvi og tapaði. Guðmundur haföi nokkurt forskot I skákinni við banda- riska stórmeistarann Larry Evans en ekki nægilegt. Evans beitti Najdorfafbrigðinu, drottningaskipti urðu, og Guð- mundur sótti i sig veðrið. Þó náði Evans jafntefli án mikilla vandræða, áður en lauk. Eftir þetta var Guðmundur I topp- sæti, sem hann siðan hefur glat- að. — HH Báðir halda áfram — kaupfélagsstjóri K.Á. Kolbeins til baka „Það er ekkert aö þvi að deila, en þegar lausn hefur fengizt á deilumáiinu á miskiiðin að vera gleymd og grafin. Ég mun ekki erfa þetta mál við kaupfélags- stjórann,” sagði Kolbeinn Guðna- son bifvélavirki á verkstæði Kaupfélags Arnesinga. Hann var mættur til starfa I morgun, eftir að kaupfélagsstjórinn hafði dreg- ið uppsögn hans til baka. „Það var ekki fyrr en seint I gærkvöldi, sem við ferigum bréf frá kaupfélagsstjóranum, þar sem hann skýrði frá ákvörðun sinni,” sagði Snorri Sigfinnsson, trúnaðarmaður bifvélavirkjanna á verkstæði K.A., i viðtali við Visi I morgun. „Um miönætti komum viö saman til fundar út af bréfinu, flestir þeir, sem I verkfallinu stóðu, en samtals vorum við 22,” hélt Snorri áfram. „Fundurinn stóð ekki lengi. Við vorum sam- mála um það, að verkfallinu skyldi aflétt, fyrst kaupfélags- ( stjórinn hafði gengið að þeim kröfum okkar að draga uppsögn Kolbeins til baka.” ,,Við vonumst til að eðlileg sambúð takist að nýju við ráða- menn kaupfélagsins og málið hafi( engan eftirmája,” sagði Snorri. Og hann bað Visi að koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra, sem studdu þá i verkfallinu á einn eða annan hátt. , Verkfallið stóð i þrjár vikur, en á þeim tima voru verkfallsmönn- dregur uppsögn um greiddar kr. 16 þúsund hverj- um úr sjóði, sem bæði félög og einstaklingar gáfu i. Mun eiga að greiða úr þeim sjóði einhverja upphæð til viðbótar næstkomandi föstuda^. „Það er ekki þörf fyrir mig ef starfsmennirnir taka við stjórn- inni,” sagði Oddur Sigurbergsson kaupfélagsstóri i upphafi verk- falls starfsmannanna. Dró hann þá enga dul á það, að hann hygð- ist segja upp störfum ef svo færi, að starfsmennirnir hefðu það I gegn, að uppsögn Kolbeins yröi gerð ómerk. I bréfi sinu til starfsmannanna, sem kaupfélagsstjórinn sendi út I gær, segir hann frá þvi, að hann hafi viljað segja upp starfi sinu hjá kaupfélaginu, ef það mætti verða til þess að leysa Kolbeins- málið. Siðan segir orðrétt i bréf- inu: „Kaupfélagsstjórnin hefur neitaö að taka boð mitt I þessum efnum til greina, og m.a. með til- liti til þeirra erfiðu rekstrarskil- yrða, sem nú fara i hönd, hef ég ekki talið mér fært að taka ein- hliða ákvörðun i málinu. Einnig ber á það að lita, að brotthvarf mitt úr starfi er I sjálfu sér engin trygging fyrir lausn málsins.” —ÞJM Kolbeinn var mættur til starfa á bifreiðaverkstæöi K.A. snemma í morgun. Hér vinnur hann að viðgerð á bfl framkvæmdastjóra Kaupfé- lagsins. —Ljósm: Bragi. FRIÐRIK A ENN VEIKA VON UM ANNAÐ SÆTIÐ Tveir af þremur,sem ofar eru en hann, eiga eftir að sitja yfir Friðrik ólafsson á enn von, en mjög veika, um að komast allt upp i annað sæti á skákmótinu á Kanarieyjum. Hann er i 4.-6. sæti, en tveir af þeim þremur, sem eru fyrir ofan hann, eiga eftir að sitja hjá i annarri af umferð- unum tveim, sem eftir eru. Friðrik vann Fernandez, Spáni, I gær. Hann hefur 8 vinninga, ásamt Tal og Andersson. Efstur er Ljubojevic með 10 og annar Mecking með 9 1/2, en sá siðar- nefndi á eftir skák við Friðrik og hjásetu i einni umferð. Ef svo tækist til, að Friðrik ynni Meck- ing og einnig hina skákina, sem hann á eftir, kæmist hann i 10 vinninga og upp fyrir Mecking. í þriðja sæti er Hort með 8 1/2 vinn- ing. Hann á eftir eina skák og hjá- setu I einni umferð. Friðrik gæti þvi komizt upp fyrir hann, án þess að sérstakt lán þyrfti til. Auðvitað geta þeir, sem nú eru jafnir Friðriki.Tal og Andersson, ætt upp f.' rir Friðrik ef hann verður ekki i essinu sinu i siðustu umferðunum. Næstur fyrir neðan þá kappana er Petrosjan með 7 1/2 vinning, og gæti hann auðvit- að ruðzt upp fyrir Friðrik, ef vindurinn blæs á þann veg. — HH Ætla að draga Hvassa- fellið út á vindum Brezka björgunarskipið Life- line liggur nú hjá Hvassafelli á strandstað þess við Flatey á Skjálfanda, og björgunarstarfið er komið i fullan gang. Rafsuðumenn frá Akureyri vinna nú að þvi að sjóða milli- dekk í vélarrúmið, og er siðan ætlunin að blása sjónum úr þvi með þrýstilofti. Horfið var frá þvi ráði að bæta götin utan frá, þar sem það gæti skemmzt þeg- ar farið verður að hnika skipinu. Rafvirkjar frá Akureyri eru einnig að störfum i skipinu, en niður með siðum þess að inn- anverðu liggja rafmagnskaplar, sem verður að aftengja og draga upp svo unnt sé að sjóða millidekkið i. Meiningin er að færa lika þunga til I skipinu, svo sem taka stýrið af og moka til áburðar- graut, sem enn er aftast i skip- inu. Allt á þetta að vera til þess að auðvelda að það náist á flot. Björgunarskipið Lifeline er ekki dráttarbátur og hefur ekki af miklu vélarafli að státa, en það er öflugt vinnuskip og vel út búið. Það hefur mjög kraftmikl- ar vindur og mörg akkeri, og er ætlunin að festa akkerin ramm- lega og taka svo á skipinu með margföldum taliukrafti. Akker- um verður einnig varpað út frá Hvassafelli og tekið á með vind- um þar um borð. Leiðin út grynningarnar er talin 3-400 metrar, en gæti reynzt styttri. Að sögn Sverris Þórs, deildar- stjóra hjá Samvjnnutrygging- um, hafa samningar um björg- un skipsins ekki verið endan- lega undirritaðir og I morgun var ekki alveg ljóst, hvorir myndu undirrita þá, tryggjend- ur skipsins eða eigendur, en það er nánast formsatriði, sagði Sverrir. —SHH Þannig situr Hvassafellið klossfast við Flatey. Eins og mönnum hlýtur að skiljast, þá verður það erfið raun að losa skipið. Ljós- myndina tók Jón Jóhannsson á Húsavlk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.