Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Miövikudagur 23. aoril 1975.
7
cTVLenningarmál
Leikhúsið og fromtíðin
Þjóðleikhúsið heldur
þessa dagana upp á 25
ára afmæli sitt. En
leikhúsið á sem
kunnugt er tvo af-
mælisdaga, formlega
opnað til afnota á
sumardaginn fyrsta 20.
april 1950. Afmælisins
var lika minnst á
sunnudag með af-
mælis-samkvæmi og
hátiðasamkomu fyrir
vildarmenn leikhúss-
ins. En hin eiginlega
hátiðasýning sem að
almenningi snýr verð-
ur á morgun: þá verður
frumsýnt Silfurtunglið
lengi i ráðum. Þess mun að
vænta að frumvörp þessi verði
að lögum á þinginu, sem nú sit-
ur, og munu þau þá móta i
meginatriðum stefnu leiklistar-
mála á næstu árum og áratug-
um. Það er ekki ónýt afmælis-
gjöf.
Inúk-maðurinn
Gaman var að sjá á dögunum
sýningu á grænlendingaþætti
Þjóðleikhússins, Inúk, sem
mikið orð hefur farið af að
undanförnu, einkum vegna
sýninga leiksins erlendis. Mun
nú standa til að sýna leikinn oft-
ar á aðalsviði leikhússins,
a.m.k. er sýning auglýst i kvöld.
Það er gamla sagan: að
upphefðin kemur að utan.
Leikhúsmönnum okkar finnst
vist oftast fátt um innlenda
gagnrýni en fjarska þykir
þeim notalegt að sjá sin að góðu
getið i útlendum blöðum, ef svo
ber undir, og er þvi þá jafnan á
heilmikil vigorð i leikhúsmálum
aðundanfömu, en sumpart hafa
aðeins fáar sýningar af sliku
tagi sést hér hjá okkur, og
sumpart hafa vinnubrögð
reynst dræm og hikandi að þvi
leyti sem til þeirra hefur komið.
t þessu efni fannst mér stórt
spor stigið fram á viö með
sýningu Inúks, sýningin bjó að
sjónrænum skýrleik og skerpu,
einbeitingu að aðalatriðum
máls sem væntanlega stafar af
eitt eða fleiri viðfangsefni sér-
staklega handa börnum. Þá er
gert ráð fyrir aukinni starfsemi
leikhússins i þágu lands-
byggðarinnar, sumpart með
auknum leikferðum frá þvi sem
verið hefur og sumpart með
stofnun leikmunasafns og
aukinni samvinnu við leikfélög
áhugamanna úti um land.
Sú starfsemi sem rakin er i
frumvarpinu hefur að visu
mestöll verið rækt i Þjóð-
INÚK verður á aukasýningu á stóra sviöinu I Þjóöleikhúsinu i kvöld
kl. 20. Slöan liggur leiðin til Frakklands, þar sem INÚK veröur sýnt
i Nancy. Þar veröa leikarar frá fjölmörgum löndum, hvaöanæva aö
úr heiminum. Myndin var tekin af hópnum i Stokkhólmi nú nýlega.
Frá vinstri eru Sveinn Einarsson, leikhússtjóri, Brynja Benedikts-
dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Ketill Larsen, Kristbjörg Kjeld, Helga
Jónsdóttir og Þorlákur Þóröarson. Leikritiö um INÚK er tekiö
saman i hópvinnu leikenda undir leiösögn Haraids Ólafssonar, en
Brynja leikstýrir.
eftir Halldór Laxness,
endurskoðuð og breytt
gerð frá þeirri, sem
leikhúsið sýndi fyrir 20
árum.
Það á ekki illa við að minnast
þessara timamóta i leikhúsinu
með þvi einmitt að flytja verk
eftir Halldór Laxness. íslands-
klukkan sem frumsýnd var við
opnun leikhússins varð eitthvert
vinsælasta leikhúsverk sem hér
hefur komið fram, þegar al-
menningseign eins og skáld-
sagan, og hefur tvisvar verið
tekið upp á ný á þeim 25 árum
sem siðan eru liðin. Og aðra is-
lenzka höfunda hefur ekki borið
hærra i leikhúsinu á starfstima
þess: þar hafa verið frumsýnd
þrjú ný leikrit eftir Halldór á
þessu skeiði, auk leikgerða
Sjálfstæðs fólks. Verður nú
fróðlegt að sjá á morgun hvort
þá auðnast að ná einhverjum
nýjum tökum, skilningi á Silfur-
tunglinu, frábreytt þeim, sem
áður hafa tiðkast við leikrit
Halldórs Laxness i Þjóð-
leikhúsinu.
Og það er fleira á döfinni á
þessum timamótum i sögu
leikhússins en hátiðasýningar
og afmælis-tilstand. Loksins er
nú fram komið frumvarp til
nýrralaga um Þjóðleikhús, sem
beðið hefur afgreiðslu i fjögur
ár, og fylgir þvi frumvarp til
laga um Leiklistarskóla Is-
lands, sem einnig hefur verið
loft haldið. En ástæðulaust held
ég sé, hvað sem liður frama
Inúks utanlands, að vanmeta
fyrir það gildi leiksins á sinum
innlenda markaði, i skólum og
annars staðar sem leikurinn
hefur verið sýndur i ár og i
fyrra, og að ég hygg allstaðar
mælst vel fyrir. Stóri styrkur
Inúks liggur i hreinu og beinu
notagildi leiksins, beinlinis i
sambandi við kennslu, ef svo
ber undir, og sem hugvekja um
málefni nágranna okkar i
Grænlandi. Og sá háttur að fara
með leikinn á fund nemenda,
inn f kennslustofur og sam-
komusali skólanna og efna i
framhaldi sýningar til umræðna
milli nemenda, kennara og leik-
enda um efni hans stuðlar sjálf-
sagt ennfremur að notum hans.
Þess þarf ekki að vænta að i leik
eins og Inúk sé miðlað svo sem
neinni vitneskju, sem ekki má
jafnvel koma á framfæri i
kennslubók og kennslustund.
Það sem mestu skiptir er að vit-
neskjan, vandamálin eru með
þessu móti gerð ljós með allt
öðrum hætti en unnt væri i
venjulegri kennslu: leidd fyrir
sjónir sem lifandi veruleiki, og
að því skapi liklegra að efnið
veki áhuga.
Þessir starfshættir að færa
leiklistina ut úr leikhúsinu á vit
áhorfenda hygg ég að séu nýir I
Þjóðleikhúsinu. Og jafnframt er
að sýningunni veruleg listræn
nýbreytni. Hópvinna, úrvinnsla
heimilda hafa að visu verið
þekkingu og valdi á viðfangs-
efninu, þvi sem leikelídur vildu
sagt hafa með sýningunni. Þessi
listræni myndugleiki, ögun og
einbeitni sem sýningin ber með
sér er kannski það sem mest
var um vert i Inúk.
Og ljóst er að með slikum
vinnubrögðum er til verulegra
nývirkja að vinna i leikhúsinu —
með leiklist til uppeldis,
umræðu og áróðurs, pólitiskri
leiklist á vettvangi dagsins,
leiklist, sem gerist á torgum og
gatnamótum.
Leikhús
fyrh- alla?
Þess er kannski ekki að vænta
að i' frumvarpi til laga um Þjóð-
leikhús sé aö finna ákvæði
beinlinis um starfsemi af þvi
tagi, sem fitjað er upp á með
Inúk: innan þess ramma sem
slik löggjöf markar má þó ætla
að verði svigrúm fyrir frekari
starfsemi leikhússins í þágu
skóla og aðra leikstarfsemi utan
leikhússins sjálfs.
I frumvarpinu eru sumpart
almenn ákvæði um verksvið og
hlutverk Þjóðleikhúss, að ýmsu
leyti skýrari en áður var, og
sumpart ýtarleg ákvæði um
stjórn leikhússins sem verulega
er breytt frá þvi sem verið hef-
ur. Nú er gert ráð fyrir þvi að
auk islenskra og erlendra sjón-
leikja skuli leikhúsið árlega
sýna óperu og listdans og ætla
leikhúsinu i einhverjum mæli á
undanförnum árum. Og ljóst er
að það verður undir fjár-
veitingavaldi á hverjum tima
komið hvort ákvæði
frumvarpsins verða að veru-
leika umfram það sem þegar er
orðið. Frumvarpið kveður svo
á, að við leikhúsiö skuli starfa
svo margir leikarar, söngvarar
og listdansarar sem til þurfi að
rækja verkefni leikhússins
samkvæmt lögunum. En ekkert
er um það sagt t.d. hvort starf-
rækja skuli sérstaka óperu- og
ballettflokka við leikhúsið, eins
og oft hefur verið talið nauðsyn-
legt til að ópera og ballett
kæmust hér til nokkurs þroska.
Ef það yrði samt úr er hætt við
að til þyrftu að koma fleiri verk-
efni en ein eða tvær sýningar á
ári — og yrði þá brátt þröngt
fyrir dyrum i Þjóðleikhúsinu.
Raunar má spyrja hvort ekki
sé þegar áskipað i húsið eins og
mest má verða ef gert er ráð
fyrir árlegri óperu og e.t.v.
einnig öðrum söngleik, reglu-
legum ballettsýningum, einu
eða fleiri barnaleikrtum á ári,
auk hinna reglulegu sjónleikja.
Þegar I vetur hefur verið
talað um, að húsið rúmaði ekki
lengur alla þá starfsemi sem
þar átti að vera með þeirri
aðsókn, sem verið hefur. En i
frumvarpinu er nú fellt niður
ákvæði úr fyrri gerð þess um að
leikhúsið skuli koma sér upp
öðru leiksviði til eflingar starf-
semi sinni þar sem það sé þegar
komið i kring. En hætt er við að
kjallarasviðið, þótt það sé gott,
megni ekki að leysa húsnæðis-
vanda leikhússins, ef þar á að
vinna öll þau verk, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir.
Þetta er rakið til marks um
tviskinnung, sem mér finnst að
gæti milli anda og efnislegra
ákvæða frumvarpsins, milli
hugmyndar þess á milli
ákvæðanna um eiginlegt hlut-
verk Þjóðleikhúss og beinna
fyrirmæla um það, hvernig þvi
hlutverki skuli hrundið i fram-
kvæmd. Sama gildir að sinu
leyti um önnur ákvæði, um
reglulegar leikfarir árið um
kring, samstarf við áhuga-
mannafélög með gistileikurum
og leikstjórum: til að þau verði
meir en orðin tóm þarf að
tryggja leikhúsinu mannskap og
fé til að koma þessum verkum i
kring.
Stjórn og
stefnumótun
í öðru lagi eru í leikhús-
frumvarpinu ýtarleg ákvæði um
nýja stjórnaskipan i leikhúsinu:
það gerir ráð fyrir nýjum
starfskröftum ásamt þjóð-
leikhússtjóra að hinni listrænu
forstjórn hússins, bókmennta-
og leiklistaráðunaut og
tónlistarráðunaut auk listdans-
stjóra, sem allir séu ásamt
leikhússtjóranum ráðnir til
fjögurra ára i senn. 1 stað
núverandi þjóðleikhúsráðs
kemur annars vegar fjölskipað
ráð, 17 manns, kosið af alþingi
og samtökum listamanna, en
hins vegar fámennt fram-
kvæmdaráð, skipað embættis-
mönnum hússins, og fulltrúum
leikara til að annast dagleg
stjórnarstörf ásamt leikhús-
stjóranum.
Likast til eru þessi ákvæði
sprottin af þeirri skynsamlegu
skoðun að i æðstu stjórn Þjóð-
leikhússins skuli koma saman
fulltrúar leikhúsgesta og al
mennings i landinu kosnir af
þingi og stjórnmálaflokkunum,
og hinsvegar fulltrúar þeirra
listgreina sem stundaðar eru i
leikhúsinu, flestir þeirra að
sjálfsögðu leikarar En ákvæði
um verkaskipti og valdahlut-
föll á milli hins fjölskipaða
þjóðleikhúsráðs, framkvæmda-
ráðs og leikhússtjórans eru
næsta óskýr i frumvarpinu, og
vafasamt að óreyndu hvert
gagn gæti orðið að hinu fjöl-
menna ráði, ekki sist með
hliðsjón af þeirri reynslu sem
fengist hefur af pólitiskri
ráðstjórn i menningarmálum.
Það er að visu ljóst að frum-
varpið gerir ráð fyrir þvi að
pólitiskur meirihluti
þjóðleikhúsráðs hafi endanlegt
vald til samþykktar eða
synjunar á starfsáætlun
leikhússins hverju sinni, og
þeirra bieytinga á henni sem
vera vill.ef sá meirihluti kýs að
beita valdi sinu. Óneitanlega
virðist hampaminna að hafa
þjóðleikhúsráð aðeins eitt,
gjarnan skipað bæði fulltrúum
leikhús- og listamanna og svo
leikhúsgesta, en ætla þvi
ákveðið verksvið með skýrum
ákvæðum um valdahutföll milli
leikhúsráðs og leikhússtjórans
og samstarfsmanna hans.
t þessum efnum skiptir aö
visu mestu að með skynsam-
legri lagasetningu takist að
tryggja leikhúsinu sem hæfasta
forustu— og sú forusta kann að
virðast best komin i höndum
leikhúsmanna sjálfra, vegur
leikhússins mestur með auknu
sjálfstæði þess og ábyrgð sem
henni fylgir. Á sama máta
varðar mestu um stefnu þjóð-
leikhúss, sem sett verður með
lögum, að hún miði að þvi að
gera leikhúsið fært um aðrisa i
raun undir nafni sinu: leikhús
fyrir landsmenn alla, miðstöð
fyrir allar greinar sviðslista i
landinu. Slik lagasetning væri
óneitanlega timabær og viöeig-
andi á timamótum, heiöursdegi
i sögu Þjóðleikhússins.