Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 23. april 1975. RFUTER AP/NTB UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND Umsjón Guðmundur Péturssoti Kommúnistar herðo sóknino kommiinista, eftir að fulltrúar Vfetcong hafa farið undan i flæmingi við tilmælum um samningaumleitanir, síðan Nguyen Van Thieu forseti sagði af sér. Þeir segja það ekki nóg, að Thie viki frá. Hin nýja stjórn Tran Van Houng, arftaka Thieus, hefur lýst þvf yfir, að hún sé reiðubúin til samningaviðræðna við kommúnista. En frá Hanoi-* stjórn hefur ekkert heyrzt, og fulltrúar Vietcong, sem áður hafa fjálglega lýst þvi yfir, að þeir séu reiðubúnir til viðræðna við hverja þá stjórn Suður-Viet- nam, sem vill i einlægni frið og lýðræði, taka öllum slikum samningabeiðnum núna með tómlæti. Þetta hefur valdið vonbrigðum ýmsum andstæðingum Viet- namstriðsins, sem hölluðust á sveif með kommúnistum vegna yfirlýsts friðarvilja þeirra, og töldu sig hafa fundið sönnur þess,þegar kommúnistar gengu til friðarsamninganna i Paris — sem urðu svo ekki annað en dauður bókstafur. Hinir, sem voru talsmenn aðildar Bandarikjamanna i Vietnamstriðinu, hafa látið i ljós beizkju vegna þess hve Parisarsamningarnir hafa blekkt umheiminn. — Grafin hafa verið upp gömul ummæli McArthurs hershöfðingja Bandarikjanna I Kóreustrlðinu, sem hélt þvi fram, að kommún- Hinn nýi forseti S-VIetnams, Tran Van Huong. istar virtu aldrei annað en mátt þess sterkari. — Vilja þeir von- sviknustu heimfæra þau upp á afstöðu kommúnista I Vietnam, sem setzt hafi nauðugir að samningaborðinu i Paris, meðan svo voldugur bógur ýtti á með Saigonstjórninni sem Bandarikjamenn og flugher þeirra. En um leið og búið var að semja um, að Bandarikja- menn yrðu á brott úr S-Vietnam — og sá siðasti þeirra farinn þaðan — voru friðarskilmálarn- ir troðnir i svaðið og kommún- istar hófu sókn á ný. Tran Van Houg, forseti S- Vietnam, er einn þeirra, sem righeldur i þá von, að afsögn Thieus fyrirrennara hans geti opnað leiðina til samninga. Hann hefur leitað á náðir iFrakka um milligöngu i viðræð- um við Vietcong, sem hefur skrifstofur og fulltrúa i Paris. Hersveitir kommúnista náðu á sitt vald I morgun strandbæn- um Ham Tan með áhlaupi. Jafnframt tókst þeim I morgun- sárið að sprengja upp skotfæra- birgðir á Bien Hoa-flugvellin- um. Ham Tan var austasti bærinn á valdi Saigonhersins. En Bien Hoa flugvölluiinn er . aðeins 28 km frá Saigon. Var haldið uppi stórskotahrlð á flugvöllinn I morgun. Taka Ham Tan gæti opnað kommúnistum leið til sóknar suður á við að hafnarbæ Saigon, Vung Tau, sem er i aðeins 65 km fjarlægð suðaustur af höfuð- borginni. Fréttir berast jafnframt þessu af þvi, að bærinn Xuan Loc (70 km austur af Saigon) hafi nú verið yfirgefinn eftir tveggja vikna umsátur kommúnista. Jafnvel hinir mest auðtrúa eru að missa trúna á friðartal Þyrlur Saigonhersins sjást hér á myndinni flytja flóttafólk burt frá bænum Xuan Loc, sem hefur nú ver- ið yfirgefinn eftir umsátur kommúnista. Flotaœfingun- um að Ijúka? CAMPORA VIKIÐ ÚR FLOKKI PERÓNISTA Flokkur Perönista i Argentinu kunngerði i morgun, að dr. Hector Campora hefði verið vikið úr flokknum, manninum, sem vann forsetakosningarnar þar i landi 1973 og innleiddi perónismann á nýjan leik eftir 18 ára útlegð leiðtoga þeirra. I tilkynningunni var sagt, að aganefnd flokksins hefði tekið þessa ákvörðun 25. marz. Var i henni ráðizt harkalega á þennan 66 ára gamla fyrrverandi tann- lækni og þingmann, sem hingað tilhefur verið þekktur að fádæma tryggð við Peron heitinn. Allan timann, sem Peron var i útlegð, vann Campora að þvi heima i Argentinu, að „II Lider” fengi að snúa heim. Þegar herfor- ingjastjórnin leyfði flokki perónista að bjóða fram til kosn- inganna 1973, fór Campora fram og náði kjöri, en var allan timann staðráðinn i þvi að vikja fyrir Peron. Eitt af hans fyrstu verkum sem forseti Argentinu var að búa svo um hnútana, að Peron gæti snúið heim úr útlegð sinni á Spáni, og siöan að segja af sér strax til þess að efna til nýrra kosninga, þar sem Peron gæti tekið við. Flokksráðið hefur ráðizt á Campora fyrir að sýna ekki Mariu Estela Peron, ekkju forset- ans og núverandi forseta Argen- tinu, tilhlýðilega tryggð og fyrir að standa I tygjum við sundrung- aröfl innan flokksins. stærstu, sem þeir hafa nokkurn tima haldið (um 220 herskip taka þátt i þeim á nær öllum höfum heims), séu senn á enda. Skip og flugvélar frá NATO- rikjunum hafa fylgzt með æfing- unum, sem byrjuðu fyrir viku. Ber öllum saman um, að mjög hafi dregið úr umsvifum sovézku skipanna siðasta sólarhring og mörg hafa tekið stefnu til heima- hafna. Hernaðarsérfræðingum ber ekki saman um, hvers konar æf- ingar hér hafi verið um að ræða. En margir hallast að þeirri skoð- un, að æfingarnar hafi tekið mið af kafbátaófriði. Campora: Fékk litlar þakkir fyrir tryggð slna við hinn látna leiðtoga, Juan Peron. Bendir flokksráðið á, að eitt siðustu embættisverka Perons, meðan hann var lifs, var að taka gilda afsögn Campora, sem verið hafði sendiherra Argentinu I Mexikó. Brezkir flotasérfræð- ingar telja, að flotaæf- ingar Sovétmanna, þær Nóðu því upp Eins og sagt var frá I blað- inu eftir heigi, var strax hafizt handa við að ná upp skemmti- siglingaskipinu „Irenu prin- sessu”, sem sökk við bryggjur I Köln, eftir að eldur kom upp I þvi. Með skipinu ferðaðist fjöldi aldraðra og fatlaðra Hollendinga. — En eins og myndin hér að neðan ber með sér, tókst kranapramma að ná skininu unn. . * »■ .................. Fú frekar lón ef þœr taka „pilluna" Seðlabanki þeirra I Banda- rikjunum (U.S. Central Bank) hefur skýrt frá áætlun- um, sem hann hefur á prjón- unum, til að fyrirbyggja mis- munun i sambandi við lánveit- ingar banka — eftir þvf hvort um er að ræða karl eða konu. í nýrri reglugerð, sem senn tekur gildi, er bönkum bannað krefjast I lánaumsóknum upp- lýsinga á borð við: Hvort umsækjandi ástundi getnaðarvarnir eða ætli að eiga börn? Hvort umsækjandi sé gift kona (sem þykja traustari skuldunautar)? Það hefur þótt brenna við, að þær konur, sem segjast taka pilluna og ætla ekki að eignast börn, fái frekar lán. Komu sam- tímis - og fóru líka samtímis John og Arthur Mowforth, eineggja tvfburar, sem höfðu nákvæmlega sömu áhugamál og lifðu nær alveg hliðstæðu lifi, önduðust sömu nóttina, eftir að hvor um sig hafði fengið hjartaslag. , Systir þeirra segir, að sem idrengir hafi þeir verið óað- skiljanlegir og gert alla hluti i sameiningu. Tviburarnir, sem náðu 66 ára aldri, voru i konunglega flughernum brezka og náðu hvor um sig sveitaforingja- tign. Jim Mowforth lézt á sjúkra- húsi í Bristol, en Arthur á sjúkrahúsi I Windsor, vestur af London.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.