Vísir - 23.04.1975, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 23. april 1975.
3
Þar tekur þoð eino mínútu
að slíto sambúðinni!
— rœtt við Omar Almobarak frá Saudi-Arabíu sem er sonur olíusjejks
,,í Saudi-Arabiu vita menn
ekkert um ykkur á lslandi. Ég
vissi ekki neitt fyrr en ég kom til
London. t>á heyrði ég um fiski-
striðið ykkar, og i lögfræðinámi
minu var mér sagt frá Þingvöll-
um. Þið megið samt ekki ásaka
fólkið fyrir að vita litið um ykk-
ur. Ef ekki væri fyrir oliuna
vissuð þið sjálfsagt mjög lítið
um okkur. En þegar ég fer
heim, er ég að hugsa um að
skrifa bók um ísland og iifið
hér.”
Omar Almobarak heitir sá,
sem þetta segir. Hann er frá
Saudi-Arabiu og faðir hans var
„oliusjeik”, — eins og við segj-
um. Nú er faðir hans látinn, en
eldri bróðir Omars tók við af
honum. Omar hefur hins vegar
verið við lögfræðinám i London i
5 ár, og nú er hann staddur hér á
landi i heimsókn. Hvenær hann
fer hefur hann ekki ákveðið.
Við hittum hann á Hótel Sögu,
þar sem hann býr og spjölluðum
við hann.
Omar hefur verið hér siðan á
laugardag. „Mér lizt vel á mig
hér.Hinsvegarleiðistmér þessi
rigning. Ég er liklega búinn að
fá nóg af henni i London.
Ég hef séð talsvert siðan ég
kom, t.d. Þingvöll og Skálholt.
Miðbæinn hér og sitthvað af
borginni á ég eftir að sjá, og ég
er aðhugsa um að lita á hana 1
dag.
Það eru miklar andstæður i
landi og þjóð finnst mér eftir
þessa þrjá daga”, segir hann.
„Sumir eru vingjarnlegir, aðrir
leiðinlegri. En ef ekki væru and-
stæður væri sjálfsagt leiðin-
legt”.
Omar var mjög undrandi á
þvi, að hann þurfti að biða i tvo
daga eftir þvi að geta náð i móð-
ur sina i Saudi-Arabiu i sima.
Hins vegar tók það hálftima að
biða eftir simtali frá London.
Hann er undrandi á ýmsu
fleiru, t.d. þvi að við skulum
kaupa oliu frá Rússlandi, en hér
sitji svo amerfskur her og þar
fram eftir götunum. Hann er
lika hissa á sviðaáti okkar.
Hann kveðst hafa borðað hálfan
kjamma en ekki meir. „Annars
finnst mér maturinn ykkar
góður.”
Vin og tóbak er bannvara i
heimalandi hans. „Þegar ég
kom 19 ára til London hafði ég
aldrei reykt eða drukkið. Nú
geri ég hvorutveggja, það
verður þvi erfitt fyrir mig að
vera heima, enda býst ég ekki
við að setjast þar alveg að.”
— Er ekki leyfilegt fyrir einn
mann að eiga fjórar konur i
Saudi-Arabíu?
„Jú. Og ef maðurinn vill
skilja við þær, þá tekur það ekki
nema eina minútu! Hér tekur
það vist miklu lengri tima.
Annars veit ég bara um einn
mann, sem á þrjár konur. Að
eiga fjórar konur finnst manni
kannski óréttlátt. En það er
kannski ekkert óréttlátara
heldur en að maðurinn eigi eina
konu og fari svo eitthvað út og
nái sér i hjákonu. Ef hann á
fjórar konur, þá vita þær, að
hann fer til hinna þriggja.”
Okkur finnst þeir vist margir
undarlegir siðirnir hjá þeim
þarna suður frá. Omar segir frá
þvi, að ef maður gerist sekur
um þjófnað þrisvar sinnum sé
hönd hans höggvin af. „Annars
hef ég aldrei séð mann, sem
vantar höndina á. Ef til vill er
svona litið um þjófnaði eða þá
að þeir höggva hendurnar helzt
ekki af..”
Þegar við spyrjum hann að
þvi, hvort faðir hans hafi ekki
verið rikur, segir hann: „ekki
rikur og ekki fátækur.” Og hann
fræðir okkur á þvi, að þegar
hann hafi látizt i fyrra, hafi
hvorki meira né minna en 15
þúsund manns komið til þess að
vera viðstaddir útför hans.
„Það var ekki vegna þess að
hann væri rikur, heldur vegna
þess að hann var góður maður
með stórt hjarta, þar sem rúm
var fyrir alla.
Og skáld var hann lfka,” bætir
hann við.
— Og þú?
„Mini-skáld!”
Hann segir okkur, að I fjöl-
skyldu sinni, Almobarakfjöl-
skyldunni séu 300 manns. „1
húsinu þar sem ég bý búa þó
aðeins 7. En við erum hrifnir af
stórum fjölskyldum og viljum
hafa þær stórar.”
Og hann getur þess, að hann
,,Æ, þarftu endilega að taka
myndina i rigningunni......”
sagði Omar Almobarak. Hann
er litið gefinn fyrir rigningu, en
hafði samt hugsað sér að skoða
borgina þrátt fyrir það. Ljósm:
Bragi.
vildi mjög gjarnan fá aö búa hjá
islenzkri fjölskyldu eitthvað af
þeim tima, sem hann dvelur
hér, þvi hann vill kynnast hinu
daglega lifi okkar.
Býður einhver sig fram?
—EA
Leiðrétting
Ó-i ofaukið
Fremur meinleg villa var I
leiðara Visis I gær. Þar átti að
standa: „Meinið á rot sina að
rekja til verðlagskerfisins,
sem skammtar kaupmönnum
ákveðna prósentutölu ofan á
innkaupsverð vörunnar. Þetta
hvetur kaupmenn til að kaupa
sem dýrastar (ekki ódýrastar,
eins og stóð i blaðinu) vörur i
hverjum vöruflokki og hafa
samstarf sin á milli um inn-
kaupin.”
Gúfnamerki?
Fokillur kvenmaöur hringdi i
gærdag og las okkur greinilega
vandlega upphugsaðan pistil:
„Það er gáfnamerki að hugsa áð-
ur en maöur setur eitthvað á blað.
t blaðinu I dag stendur „dætur
Arna Þórarinssonar” i staðinn
fyrir Pálssonar”, sagði frúin og
skelltisíðan á simtólinu að góðum
og gildum, islenzkum sið. Liklega
eru svona áskellingar lika gáfna-
mcrki, eða hvað?
Kiðlingarnir eru farnir að
góna framan i vorið suður i
Sædýrasafninu, — og á næstu
dögum fara fyrstu ærnar að
bera. Það er vor i lofti i safn-
inu ekki siður en annars stað-
ar og gestum fjölgar nú óðum.
Á sunnudaginn var byrjaöi
skriðan, og á góðviðrisdögum
getur orðið margt um mann-
inn.
VOR í SÆDÝRASAFNI
SUMARFAGNAÐUR MEÐ VARÐELDASIÐI
— og skátar í Firðinum halda upp á 50 ára afmœli
Nóg verður um að vera hjá
skátum i Reykjavik á morgun.
Fjórar skátamessur verða I borg-
inni. t Neskirkju klukkan 11 verð-
ur Skátafélagið Ægisbúar. Þeirri
messu verður útvarpað. t Hall-
grimskirkju er'messa kl. 10.30.
Þar veröur Skátafélagið Land-
nemar. t Fellaskóla kl. 10.30
veröur Skátafélagið Hafernir og i
Breiðholtsskóla kl. 10.30 verður
Skátafélagið Urðarkettir.
Kl. 13.30 safnast allir skátar,
ljósálfar og ylfingar saman á
Rauðarárstig milli Hverfisgötu
og Skúlagötu. Þaðan verður
gengið kl. 13.45 I skrúögöngu að
Laugardalshöll. Gengið verður
austur Laugaveg, norður
Kringlumýrarbraut og austur
Sigtún að Laugardalshöllinni.
Þar hefst sumarfagnaður
skáta kl. 14.30, sem verður með
varðeldasniði. öllum er heimill
aðgangur að messunum og
sumarfagnaði, en aðgangseyrir
að Laugardalshöllinni er 50 kr.
Skátafélagið Hraunbúar i Hafn-
arfirði heldur liklega sumardag-
inn fyrsta hátiðlegri en margir
aðrir. Skátafélagið heldur nefni-
lega upp á 50 ára afmæli sitt. Af-
mælisdagurinn va>- að visu I
febrúar, en þar sem sumardagur-
inn fyrsti i Hafnarfirði hefur allt-
af verið áberandi dagur skáta og
skátastarfs var ákveðið að minn-
ast afmælisins frekar þá.
Klukkan 10 mæta Hraunbúar
við skátaheimilið Hraunbyrgi.
Þaðan verður farið i skrúðgöngu
kl. 10.15 og gengið til kirkju. Þar
hefst athöfn kl. 11.
Hraunbyrgi og félagsheimili
Hjálparsveita skáta i Hafnarfirði
verða opin frá kl. 2-4 og geta
menn þá komið og skoðað, og
fengið svarað fyrirspurnum.
Kl. 5 verður skemmtivaka i
Hraunbyrgi fyrir yngri skáta,
ljósálfa og ylfinga. Klukkan 9 um
kvöldið hefst svo afmælisfagnaö-
ur fyrir dróttskáta og eldri Hraun-
búa I Hraunbyrgi.
— EA
Álandseyjavika í Norrœna húsinu
19.-27. apríl 1975
Miðvikud. 23. april kl. 17:00:
Kvikmyndasýning um siglingar á segl-
skipum. HARALD LINDFORS, skipstjóri,
rifjar upp endurminningar frá timum
seglskipaferðanna um öll heimsins höf.
kl. 19:00
Samfelld dagskrá um Álandseyjar: LARS
INGMAR JOHANSSON: Det álándska
náringslivets utveckling.
FOLKE SJÖLUND: Álands turism.
KARL-ERIK BERGMAN: Fiske pá
Áland.
LARS INGMAR JOHANSSON: Álands
sjálvstyrelse och förvaltning.
Til skýringar efni verða sýndar mynd-
ræmur og litskyggnur.
Fimmtud. 24. april kl. 16:00:
Kvikmyndasýning: ÁLAND.
„SPELMANSMUSIK”.
kl. 17:00
KURT WEBER ræðir um álenskt listalif.
Föstud. 25. april kl. 17:00:
Kvikmyndasýning: ÁLAND.
Laugard. 26. april kl. 16:00:
Vikulok: Tónleikar
WALTON GRÖNROSS, óperusöngvari.
Undirleikari: AGNES LÖVE.
Sunnud. 27. april:
Siðasti dagur álensku sýninganna.
Kvikmyndasýningar. , ,Skerma”- sýningin
frá Historiska museet i Stokkhólmi verður
þó látin standa fram eftir vikunni.
NORRÆNA
HUSIÐ