Tíminn - 03.08.1966, Síða 7

Tíminn - 03.08.1966, Síða 7
7 MH>VIKUDAGUR 3. ágóst 1966 TÍMINN SjötuguT í dag: Brynjólfur Jóhannesson leikari Brynjólfur Jóhannesson leikari á sjötugsafmæli í dag. Og hvort sem hann er orðinn leiður á merk- isafmælum eða vill ógjarna horf- ast í augu við þennan aldur, þá verður hann ekki heima í dag, er farinn í ferðalag með konu sinni, Guðnýju Helgadóttur, og munu því hinir mörgu vinir og aðdáendur afmælisbarnsins grípa í tómt, er þeir ætla að sækja hann lfcim til að taka í hönd hans í dag. Sumir hafa haldið því fram, að Brynjólfur sé ísfirðingur, og víst er hann það að þó nokkru leyti, þar ólst hann upp og þar hóf hann leikferil sinn. En samt hefur mér ætíð frá því fyrsta ég sá hann á strætum borgarinnar og á svið- inu í Iðnó, að hann hlyti að vera gamall Reykvíkingur. Og við nán- ari athugun kemur í ljós, að hann er reyndar borinn og barnfæddur í Reykjavík. Þannig geta hvorir- tveggja með rétti gert tilkall til hans, ísfirðingar og Reykvíkingar, en hitt er þó víst eins líklegt, að allir íslendingar vilji gera tilkall til hans, svo víða um land sem hann hefur leikið listir sínar, er jafnt leikir sem lærðir hafa furð- ^ð sig á að til væri okkar á meðal slíkur leikari, skapgerðarleikari, sem og gæti brugðið sér í allra kvikinda líki, ef því væri að skipta. Brynjólfur er sem sé fæddur í Reykjavík, fluttist barnungur með foreldrum sínum til fsafjarðar og var þar fram um tvítugt. Mörgum mun þykja það undarlegt, að mað- ur með slíka hæfileika að hann sktili ekki hafa farið að afla sér menntunar í leiklist, en þá var það ekki talið hlýða hér á landi. Brynj- ólfur gekk á verzlunarskóla, tók próf í þeim fræðum bæði í Reykja- vík og íjá Brödrene Pahlmans í Kaupmannahöfn. Síðan vann hann sem verzlunarmaður hjá Braunf,verzlun á ísafirði og Akur- eyri, í Reykjavík og Hafnarfirði 1910—16, var starfsmaður Islands- banka á ísafirði og í Reykjavík 1917—20. Réðst aftur til Brauns- verzlunar, sem verzlunarstjóri á ísafirði, gegndi því til 1923. Árið eftir flytzt hann til Reykjavíkur í þjónustu íslandsbanka, vann þar unz sú stofnun leið undir lok. En Útvegsbanki íslands, sem stofnað- ur var 1930, erfði bæði húsakynn- in og Brynjólf, sem vann þar til ársins 1961. Bankastörf hafa því verið aðalstarf hans um dagana, og getur því hver maður séð, að hann hefur lengi unnið tvöfalt dag^verk, því að hann hefur varið öllum tómstundum sínum í þágu Þalíu í hálfa öld. Fyrsta hlutverkið lék Brynjólf- ur á leiksviði á ísafirði í marz 1916, og þar lék hann síðan með- an hann var vestra. Og ekki var hann fyrr fluttur búferlum til Reykjavíkur er hann fór að starfa með Leikfélagi Reykjavíkur, sem hann hefur haldið tryggð við síð- an, auk þess sem hann hefur tek- ið að sér nokkur hlutverk í Þjóð- leikhúsinu og mörg í Ríkisútvarp- inu og farið margar leikferðir út um land með Leikfélaginu. Félag íslenzkra leikdómenda veitti hon- um Silfurlampann fyrir hlutverk föðurins í „Allir synir mínir,“ fyr- ir nokkrum árum, og hafði hann þá vitaskuld unnið margfaldlega til slíkra verðlauna. Enginn maður hefur leikið nærri því svo mörg hlutverk á sviðinu í Iðnó sem Brynjólfur, og er hér ekki rúm til að telja upp þótt ekki væri nema hin minnisstæðu hlutverk hans. Ilitt get ég ekki látið hjá líða að minnast á og þakka fyrir sérstaklega, að ég man ekki ljóslifandi neitt annað hlut- verk frá fyrsta skólavetri mínum í Reykjavík nema Séra Sigvalda í „Manni og konu,“ eins og Brynj- ólfur mótaði það, svo eftirminni- lega, að flestum er sáu, ber sam- an um að svona hlyti séra Sig- valdi að vera og gæti ekki verið öðruvísi. Brynjólfur hefur skapað margar ógleymanlegar persónur á leiksviði síðan, Jón bónda í „Gullna hliðinu,“ Jón Hreggviðsson í „ís- landsklukkunni," Jónatan skip- stjóra í „Hart í bak,“ auk gam- anhlutverkanna, en þeirri grein einni var Bryjólfur kominn í fremstu röð og hefði nægt til að halda nafni hans á lofti. Því eins og áður segir, leikur hann sér að því að skipta um ham, og hon- um lætur svo vel að starfa með ungu fólki, að það eru, sem betur fer, engin líkindi til annars en hann standi í fremstu víglínu með þeim á næstu áratugum. Ilann hef ur margoft setið í stjórn Leikfé- lagsins, ýmist sem ritari, formað- ur cða varaformaður, verið tvíveg- is formaður Bandalags íslenzkra listamanna og einnig formaður Fé- lags íslenzkra leikara. I-Iann hefur verið sæmdur mörgum heiðurs- merkjum, auk Silfurlampans, verð- launum gagnrýnenda fyrir bezta leik ársins, sem áður segir. Skulu honum loks færðar hamingjuóskir á afmælisdaginn, þótt hon- um berist þær ekki fyrr en eftir dúk og disk. GB. . MINNING Gíslína Magnúsdóttir MINNING Sigriður Þormar Kringum síðustu aldamót var vart annað höfuðból nafntogaðra fyrir stórmannlegan búskap og höfðinglega heimilishætti en Skriðuklaustur í Fljótsdal. Hélzt þar flest í hendur. Heimilið var mannmargt, sauðbú afj^ stórt, hey skapur einhver hinn mesti á öllu landinu, umsvif mikil við margháttaðar framkvæmdir og um bætur og rausn í öllum greinum. Húsráðendur á þessu stórbýli voru Halldór Benediktsson, prests í Ey- dölum og Arnbjörg Sigfúsdóttir, bæði barnabörn séra Stefáns Árna sonar á Valþjófsstað. Var Skriðu- klaustur æskuheimili húsmóður- innar, og tók Halldór þar við bús- forráðum við kvonfang árið 1880. Tvær voru dætur þeirra Halldórs og Arnbjargar. Hin yngri þeirra, Sigríður, andaðist síðastliðinn þriðjudag, nær 77 ára að aldri. Hin var Björg, íyrri kona Hall- dórs Stefánssonar alþingismanns, og dó fyrir hálfum fimmta ára- tug. Sigríður fæddist 30. september 1889 og ólst upp í föðurgarði við ást og umönnun og allt það eftir- læti, sem þá þótti skynsamlegt að veita elskaðri dóttur á slíku heimili. Heimilið var glaðvært og mikill menningarbragur á öllu, orgel í stofu og alfræðiorðabækur í hillu, auk margháttaðra rita annarra. Var oft tekið lagið, ekki sízt ef söngvna gesti bar að garði, og stundum slegið upp dansleikj- uim, og engin nýlunda að húsbænd ur og dætur þeirra fylgdu góðum gesturn úr hlaði. Sjálf var Sigriður glaðvær og námfús, enda góðum gáfum gædd. Lærði hún ung að leika á orgel og nam þær hann- yrðir, sem þóttu prýði hinna beztu kvenna, og fékkst við þær alla tíð, þegar heilsa og annir leyfðu. Dönsku lærði hún svo, að hún gat reiprennandi haldið uppi samræð- um á því máli fram á síðasta miss- eri, ensku gat hún bjargað sér í, ef nauðsyn bar til. En Sigríður gekk sjaldnast heil til skógar. Fimmtán ára veiktist hún af sjúkdómi, sem læknar báru ekki kennsl á, og lá sjúk sumar- langt. Þótt hún sigraðist á þessum (sjúkleika, komst hún aldrei upp frá þessu til fullrar heilsu. Lá hún margar stórlegur í sjúkrahúsum, þegar á ævina leið, og var jafnan mjög veil, þótt hún gengi að verk- um á heimili sínu. Einu sinni varð hún að liggja átján mánuði í gipsi tvegna skemmda í baki. F. 1. apríl 1890. d. 25. júlí 1966. Fáein kveðjuorð. Þessi góða kona er dáin, horf in af sviðinu og við sem vorum svo gæfusöm að hafa kynnzt henni og átt hana að vin, sjáum hana aldrei framar. Við finnum aldrei framar hennar hlýja trausta hand 'tak, verðum aldrei framar aðnjót ' andi þeirrrar hlýju, sem ávallt stafaði frá henni. Þessi glæsilega kona, þessi sterki persónuleiki er horfinn okkur og þar er komið stórt skarð sem aldrei verður fullt aftur. Mér er það enn í fersku minni dag einn um Jónsmessuleytið fyrir um það bil 40 árum, er ég sem ungur drengur var sendur til næsta bæjar, Saurbæ, ein hverra erinda, þangað var þá ný flutt fólk, öllum ókunnugt. Þegar ég gekk heim túnið í hlýju vor regninu, sá ég konu heima við bæ inn, sem skolaði tau úr fersku regnvatninu. | Þetta var nýja húsmóðirin í I Saurbæ, Gíslína Magnúsdóttir frá 1 Hraðastöðum í Mosfellssveit. Ég þykist þess fullviss, að ég hafi ver ið feiminn og óframfærinn, en ég man það, að í návist þessarar | ókunnu konu hvarf öll feimni. | Frá henni stafaði þeirri hlýju, að slíkt var óþarft. Eg hafði ekik skilning á því þá hve þarna fór mikill pevsónu j leiki, skynjaði aðeins það viðmót1 og þá hlýju, sem lét mér drengn um, hverfa alla feimni. Milli for-j eldra minna og Gíslínu í Saur : bæ tókst fljótlega góður kunn-j ingsskapur, sem varð að traustri; vináttu, sem entist án þess að1 skugga bæri á til æviloka. Og ég man enn hve við" söknuð um, þín er þú fluttist í burtu, eftir að hafa í þrettán ár verið, að öðrum nágrönnnum ólöstuðum bezti nágranninn. En þótt leiðir lægju sundur og j fátt um ferðir milli heimila okkar, varð það ekki til að slíta þau bönd i sem þegar voru bundin. Því að það j var ekki þinn háttur að gleyma vin um þjnum um leið og þeir voru úr augsýn. Og hjá húsmóðurinni á Hofstöðum var jafngott að vera gestur sem í Sauðbæ fyrrum. Þar ríkti hin sama höfðingslunda gest risni, sem ávallt var einkenni, þar sem þú áttir liúsum að ráða. Síðar er þú fluttist frá Hofstöð- um til Reykjavíkur lágu leiðir okk ar aftur saman og ég naut aftur gestrisni þinnar og vináttu. Það var eíns og að vera aftur kominn austur að Saurbæ. Það var sama höfðingslundin, sama hlýja viðmót ið og ég mætti hjá þér einn vor dag fyrir 40 árum og kom mér til að gleyma allri feimni. Ég skildi aðeins betur en þá, hve stór þú varst, Nú, síðustu vikurnar, er þú dvaldist helsjúk á sjúkrahúsi Akraness kom ég nokkrum sinn- um til þín, Þú vissir vel, að hverju stefndi og tókst því með því þreki og æðruleysi sem þér var eiginlegt, og þú baðst mig fyr ir kveðju til vinafólks þíns fyrir austan og aðeins fáum klu.kku stundum fyrir dauða þinn baðstu fyrir kveðju til mín. Þetta lýsir kannski betur en margt ann að þínum miklu mannkostum, að jafnvel í þínu dauðastríði gleymdir þú ekki vinum þínum, sem þó höfðu svo lítið getað fyrir þig gert. Gíslína mín, ég þakka þér fyrir alla þína tryggð og vináttu við mig og mitt fólk, hún er eitt-af þeim fjársjóðum, sem enginn get- Framhald á bls. 14. Halldór í Skriðuklaustri andað- ist á útmánuðum árið 1918, en ekkjan hélt áfram búskap. Þremur misserum síðar, 10. september 1919 giftist Sigríður frænda sínum og sveitunga og leikbróður, Sigmari Þormar, ' syni Vigfúsar umboðs- manns í Geitagerði. Hafði hann verið í Danmörku oftar en einu sinni við garðyrkjunám og stundað einn vetur nám í landbúnaðarhá- skóla Dana. Tóku þau bráðlega við búsforráðum á Skriðuklaustri, þar sem þau bjuggu síðan til árs- ins 1939, er þau létu Gunnari skáldi Gunnarssyni fala jörðina. Sjálf fluttu þau sig um set að Arnheiðarstöðum, þar sem sameig- inleglr forfeður beggja höfðu fyrr á tímum gert garðinn frægan. Framhald á bls. 15. FIMMTUGUR: Gunnar B. Jónsson Það skeði fyrir 50 árum austur á Brimbergi á Hánefsstaðaeyrum, að Gunnar B. Jónsson fæddist þeim hjónum Sesselju Guðjóns- dóttur og Jóni eBrgmann Guð- mundssyni sjómanni, nánar til tek ið l. ágúst. Einu sinni skeður allt fyrst, og nú er Gunnar búinn að lifa sín 50 ár, og það er margt búið að ske þessi síðustu 50 ár, því samtíðin er oftast viðburða- rík, styrjaldir um allan heiminn við og við, og svo mikil og lang- ur friður á milli, ísland risið upp til viðreisnar og verðbólgu ein- mítt þessi ár. Gaman að lifa. Gunnar hleypti ungur úr hlaði, eins og nýfædtlur guð fyrir austa-.i, fyrst í Eiðar, síðan vestur á land, norður, og svo aftur vestur -— undir Jökul, hefur stundað sjo hjá Lofti, ekið eigin bíl, verið túl.kur í heimsstyrjöld, borið við að vera formaður, auk þess vottað fyrir útgerð, þýtt bækur og gift sig einu sinni, Ebbu, eignast 3 börn, bráð- um uppkomin. Og allt heldur áfram að streyma, því nú er Gunn- ar farinn að sígla og búinn að finna Ameríku á sínum stað. Þetta heitir að sjá heiminn, og sá sem það gerir, veit á eftir að það er ebki allsstaðar borðað hrafnaket. Eg óska honum til hamingju með afmœlið, að hann hafi enn lengi báða fætur jafn langa, og fagni ævinlega sigri, hvort heldur hann á í höggi við l.ión eða flugur. V. G,

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.