Tíminn - 03.08.1966, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 1966
TÍMINN
11
MINNING
Framhald af bls. 7.
tir tekið frá okkur og ekkert fær
grandað. Með Gíslínu Magnúsdótt-
ur er hnigin í valin merk kona,
sterkur ógleymanlegur persónu-
leiki, og stærst er hún í minningu
þeirra, sem þekktu hana bezt og
voru svo gæfusamir að eiga sam-
leið með henni lengri eða skemmri
leið.
Ég kann ekki að greina frá ætt-
um Gíslínu Magnúsdóttur enda er
það ekki hlutverk þessarar stuttu
kveðju, en hitt efa ég ekki, að
hún var af góðu fólki komin. Slík
kona getur ekki átt nema til góðra
að telja.
Ég vil færa eftirlifandi manni
hennar, börnum hennar og barna
bömum og öðrum ættingjum mín-
ar alúðarfyllstu samúðarkveðjur
við fráfall þessarar ágætu konu.
Ingvar Björnsson.
MINNING
Framhald af bls. 7.
Hinn síðasta áratug, sem þau
bjuggu á Skriðuklaustri, hafði
heilsa Sigríðar oft verið á völtum
fæti. Dapraðist heilsa hennar enn
á Arnheiðarstöðum, og rak að því,
að þau hjón töldu sig nauðbeygð
að bregða búi. Fluttust þau þá
fyrst til Akraness, þar sem þau
dvöldust nokkur misseri, og síðan
til Reykjavíkur.
Eftir að til Reykjavíkur kom,
var heilsa Sigríðar mjög á hverf-
anda hveli, og hin síðustu ár varð
hún hvað eftir annað að liggja
langtímum saman í sjúkrahúsum.
Þó bráði af henni á milli, og fyrir
nokkrum árum gat hún farið með
bónda sínum í skemmtiferð til
Danmerkur.
Þau Sigríður og Sigmar unnust
hugástum og enginn mótbyr fékk
slegið fölskva á þann eld.
Það létti Sigríði stórum heilsu-
leysi hennar. Er rómuð umhyggja
og natni Sigmars í veikindum konu
sinnar, og aldrei mun svo hafa
liðið dagur, er hún lá í sjúkrahús-
um, að hann vitjaði hennar ekki
og sæti við heð hennar heimsókn-
artímann á enda. Svo gerði hann,
þar til yfir lauk og hún gaf upp
öndina I sjúkrahúsinu Sólheimum.
Sigríður var höfðingleg gerðar-
kona, há vexti og að öllu hin
skörulegasta. Öll framganga henn-
ar bar vitni um menningu og mann
dóm, sem bæði hefur verið þeginn
að erfðum og þroskaður við gott
uppeldi og vilja til þess að vera
verðugur kvistur í meiði ættar
sinnar. Félagslynd var hún og við-
ræðugóð jafnan, er hún megnaði,
fjölfróð um menn og málefni, eink
um austan lands, þar sem hún
átti rætur sínar, einörð og fálm
laus. Rausn þeirri, sem hún hafði
alizt upp, við, hélt hún í búskap
sínum, þótt þá væri öldin önnur
en verið hafði um verkahjú til létt-
is húsbændum á sveitaheimilum,
enda mun bónda hennar jafnan
hafa legið laust í hendi, hvað það
sem hún óskaði, ef hann mátti
það veita.
Synir þeirra Sigríðar og Sigmars
eru fjórir, allir búsettir í Reykja
vík. Elztur þeirra er Halldór bif
reiðastjóri og heitir að sjálfsögðu
eftir afa sínum, sveitarhöfðingj-
anum og búforkinum á Klaustri.
Hann er kvæntur Unni Eiríksdótt-
ur Kérúlf frá Hamborg í Fljótsdal.
Næstur honum að aldrí er Sigurð-
ur verkfræðingur, ókvæntur, þá
Atli, fulltrúi hjá póst- og síma-
málastjórninni, kvæntur Maríu
Nielsen frá Seyðisfirði, og yngstur
Valgeir bifreiðastjóri, kvæntur Sig
urlaugu Pétursdóttir frá Galtará
í Kollafirði vestra.
Allt fleygist áfram með hraða.
Ár koma og fara, og kynslóðir
rísa á legg og hníga í valinn. Og
í dae verður Sigríður frá Klaustri
borin til moldar í kirkjugarðin-
am i Fossvogi. Við hin förum þang
að síðar. Megi sól verma leiði hann
ar eg mannheill fylgja kyni henn-
*r. J.H.
FEliSN TIL
VALPARAISO
EFTIR NICHOLAS FREELING
14
efni til þess. Hér létu menn ekki
blekkjast af stærilæti og náð. Hún
tók af sér hattinn. Allra augu
hvíldu á henni. Hárið. Hún brosti
til frúarínnar. Yfir drykkjuborðið-
Frúin stóð með flösku í hendinni,
eins og veldissprota.
—-Góðan daginn öll saman. Þús
und þakkir frú. Eitt glas Carpano.
Ég fékk mér ágætan göngutúr og
naut lífsins niður við höfnina.
— Oha, sagði frúin og hellti í
glasið hjá Raymond. — herrra
Captain að koma bátnum sínum
á flot með aðstoð Admiral Christ-
opehr.
Christopher ætlaði einmitt að
fara að segja eitthvað, en Ray-
mond varð fyrri til.
— Við höfum sézt áður — en
yfir 50 metra vatn.
Allir vitust verða undrandi. Nata
lie fannst gaman.
— Og nú höfum við minnkað
bilið.
— Já, í eina borðbreídd. ■
— Eins og þér viljið. Hún sett-
ist Hann tók glösin og flutti þau
á borðið.
— Skál fyrir Örkinni hans Nóa.
— Og einnig fyrir öðrum bát-
um. Frúin hafði gefið honum picon
í staðinn fyrir niandarin — annars
hugar. Hann skemmti sér. Nú
þurfti enginn að efast um það
lengur að hann var upplagður
lukku riddari.
Framkoma hans ákvarðaðist af
hégómaskap, framar nokkru öðru.
Það var gaman að geta nú einu
sinni gengið fram af þeim hér í
Porkuerolles. Honum var ljóst, að
hún var gáfuð. Framkoma hans
hafði glatt hana.
— Þetta var nú ekki nógu fínt
hjá yður, sagði hún á ensku.
Hann var hrifinn, því að hann var
sjálfur montinn af sinni ensku,
og svo var þetta eins og samsæri
milli þeirra tveggja.
— Hvers vegna eiga þeir hér að
vera alltaf einir um gleðskapinn?
Mér fannst alveg syndlaust að taka
af þeim ómakið, svona í eitt skipti.
Eg held, að þeir héma séu klárir
á því, hverjir þér eruð, en það er
ég ekki. Einhver frægð? Þér eruð
neyddar til að segja mér það, ann
ars hrósið J)ér sigri yfir fáfræði
minni. Eg skammaðist mín
um daginn. Venjulegur strákur
kom siglandi á skemmtisnekkju,
og ég vissi ekki einu sinni, að
hann var prímó. Ég fylgist ekki
sérlega vel með i blöðunuj. Máske
emð þér prinsessa?
Hún hló, ánægð með gullhamr
ana og fyndnina. Hann hafði stað
ið sig ágætlega Hann var ekki svo
sveitalegur. Þessi ungi maður.
— Það er orðið langt síðan ég
var á forsíðunni í Match. En það
er samt sem áður indælt að menn
kannast við mig. Ég er kvik-
myndaleikkona, skoðaðist sem hæf
en er ekki sérlega eftirsótt.
— Svo að mér ber að skammast
mín þrátt fyrir allt.
— Alls ekki. Það er indælt þeg
ar einhver veifar til manns hendi.
Það kann ég betur við heldur en
þegar fólk lætur sem það þekki
ég
mann og segir: Mér finnst
kannast við andlit yðar.
— Svo það er þá fullnægjandi,
hvort maður þekkist aftur eða
ekki?
— Að sjálfsögðu.
— Aha, seint um síðir hef ég
komizt svolitið fram úr þeim hér.
Hún virtist hafa gaman af þessu.
sem hann sagði.
— Nú verðið þér að segja mér
dálítið. Þetta er í fyrsta skipti,
sem ég stíg fæti á þessa strönd
— ég tel ekki Cannes og Antibes
með. Ég get ekki látið vera að
undrast að ég skuli ekki hafa tek
ið eftir öðru eins fyrr. Hvernig
má það vera, að þeir hérfla skuli
alltaf og allir ganga í peysum
og flókaskóm?
Nú var það hann, sem skemmti
sér konunglega.
— Venjulega er hér kalt
á kvöldin og einnig snemma á
morgnana — sérstaklega úti á
sjónum. En morgunskórnir — þeir
trufla mig líka. Kannski hafa þeir
þá á fótunum ti) þess að fiskarn
ir heyri ekki til þeirra.
ELDHLS
í dag
FRAMKÖLLUN
KOPIERING
STÆKKUN
GEVAFOTO
AUSTURSTRÆTI 6
Stærsta sýning á fyrsta
flokks eldhúsinnréttingum
hér á landi
Flestir munu því geta valið sér inréttingu á sann-
gjörnu verði.
Sýningin og sala er í Kópavogi, að Hraunbraut 10
og er opin virka daga frá kl. 9 til 6, nema laugar-
daga frá kl. 9 til 12.
Einkaumboð á íslandi:
SKORRI H.F.
Sölustjóri: Ólafur Gunnarsson,
Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58.
Einmitt það. Það gæti farið
svo, að ég rannsakaði hlutina hér
dálítið gaumgæfilega. Það verður
gaman. —
— Viljið þér eítt glas til?
— Nei, takk. Nú ætla ég að fá
mér bað. En ég er yður skuld-
bundin fyrir kurteisi yðar. Ég
er hér alein, þér verðið að segja
mér meira frá þessari eyju. Vilj
ið þér borða með mér, til dæmig
annað kvöld?
Þetta kom alveg flatt upp á
Raymond. Hann var þægi-
lega undrandi.
— Það vil ég mjög gjarnan.
— i?á segjum við það.
Hún rétti honum höndina.
— Sælir á meðan — við sjáumst
siðar herra.
Kapitan, Reymond, kapitaa.
Hún var horfin. Herra minn trúr.
Það var langt siðan honum hafði
verið boðið til miðdags.
★
Natalie hló með sjálfri sér með
an hún þurrkaði sér á handklæð-
inu. Allt í lagi. Ég kom hingað
án þess að hafa svo mikið sem
náttklæði með mér. Bíllinn var í
Toulon. Og það fyrsta, sem hún
gerði var að bjóða bráðókunnugum
manni til miðdags. Rétt eftir Nat
alie.
En hvað var hún að fara? Jú,
maður fer til einhverrar eyjar
til þess að gera hitt og þetta.
Hvaða eiindi á maður ar.nað’
ÚTVARPIÐ
Miðvikudagur 3. ágiist
7.00 Morgunútvarp 12.00 Uádeg
isútvarp 13.00 Við vinnuna. 15.
00 Miðdegísútvarp 1630 Síð-
degisútvarp
18.00 Lög
á nikkuna
18.45 Tilkynningar 19.20 Veður
fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Dag
legt mál Árni Böðvarsson flyt
ur þáttinn. 20 05 Efst á baugi
Björgvin Guðmundsson og
Björn Jóhannsson tala um
erlend málefni. 20.35 Dansar
fyrir hörpu og strengjasveit ett
ir Debussy 20.45 Ljóð Óskar
Halldórsson cand. mag les úr
finnska hetjukvæðinu Kale-
vala 21.00 Lög unga fólksins
Bergur Guðnason kynnir. 22.
00 Fréttir og veðurfregnir. 22.
15 Kvöldsagan: .,Andromeda“
Tryggvi Gjslason les (6) 22.35
Á sumarkvöldi Guðni Guð-
mundsson kynnir ýmis lög og
smærri tónverk 23.35 Dagskrár
lok.
Fimmtudagur 4. ágúst
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
iegisútvarp 13.00 Á frívaktinni
Kristin Sveinbjörnsdöttir
stjórnar óskalagaþætti fyrir
sjómenn. 15.00 Miðrlegisútvarp
15.00 Mið-
degisútvarp.
16.30 Sið-
degisútvarp. 18.00 Lög úr
kvikmyndum og söngleik.]um
18.45 Tilkynningar. 19.20 Veð
urfregnir 1930 Fréttir. 20.00
Daglegt mál Árni Böðvarsson
flytur þáttinn 20.05 Romanza
nr 1 ) G-dúr op. 40 eftir Beet
hoven Yehudi Menuhin og
hljómsveitin Fílharmonia ieika
20.15 Ungt fólk i útvarpi Bald
ur Guðlaugsson stj. þætti með
blönduðu efni 2100 Pianótón
leikar Artur Rubinstein leikur
þrjár Pólónesur eftir Chopin
21.20 Laxveiði við Grænland,
Þór Guðjónsson veiðimala.
stjóri flytur erindi 21 45
Hljómsveitartríó i B-dúr op 1
nr. 5 eftir Jan Stamitz 22 00
Éréttir og veðurfregnir 22 15
Kvöldsagan: ..Andromeda** eft
ir Fred Hoyle og John Elliot
(7) 22 35 Diassþáttur Ól. Step
hensen kynnir. 23.05 Dagskrár
lok.