Tíminn - 03.08.1966, Blaðsíða 13
MIÐVIÍTÍJDAGUR 3. ágúst 1966
TÍMINW
ÍÞRÓTTIR
13
þýzku sóknarmennina. En svo
skeði það á síðustu mínútu leiks-
ins, að dæmd var frekar vafasöm
aukaspyrna á .lacke Charlton.
Enska vörnin raðaði sér upp stað-
ráðin í að verjast síðustu sókn-
inni. Held skaut í varnarvegginn
—, og þaðan hrökk knötturinn til
Weger, sem skoraði af stuttu færi
framhjá Banks, sem kom engum
vörnum við, 2:2. Spennan hafði
náð hámarki, framlenging, 2x15
mínútur, var óumflýjanleg. Var
hægt að hugsa sér meira spenn-
andi úrslitaleik í heimsmeistara-
keppni?
í framlengingunni skoraði Eng-
land 2 mörk, en V-Þjóðverjar ekk-
eri, eins og fyrr er skýrt frá. Biðs-
menn beggja voru auðsjáanlega
þreyttir og gætti þess nokkuð í
spilinu. Eftir að dómarinn flaut-
aði af, brutust út geysileg fagn-
aðarlæti á Wembley — og ensku
liðsmennirnir voru hylltir ákaf-
lega. Bobby Moore tók við sigur-
laununum úr hendi Elísabetar
drottningar og var það í þriðja
skipti á skömmum tíma, sem hann
tók við meiriháttar sigurlaunum
úr hendi drottningar, fyrst, er
West Ham varð enskur bikarmeist-
ari, þá er West Ham varð Evrópu-
bikarmeistari bikarhafa, og loks
nú, er hann tók við hinni eftir-
sóttu Jules Rimet styttu fyrir
Englands hönd. Við það tækifæri
sagði drottningin:- „Ég er stolt af
ykkur.“
í ensku blöðunum er sagt, að
Bobby Moore hafi verið bezti mað-
ur vallarins. Þá er bakvörðunum,
Wilson og Cohen hrósað. í fram-
línunni mæddi mest á þeim Pet-
ers og Ball, sem sýndu mjög góð-
an leik, barðist eins og ljón all-
an leikinn og gaf aldrei eftir. Hurst
var mjög vakandi fyrir tækifærum,
sem sköpuðust og nýtti þau vel.
Bobby Charlton hvarf að mestu í
skuggann, en það var Beckenvau-
er, sem gætti hans. Annars virðist
sem svo, að þessir tveir snjöllu
leikmenn hafi haldið hvor öðrum
niðri. f þýzka liðinu var Overrath
beztur og einnig voru Schultz og
Weber góðir. Það kom mjög á
óvart, hve illa Schnellinger gekk
að gæta Ball.
Svissneski dómarinn fær ekki I
hrós fyrir frammistöðu sína, greini I
lega taugaóstyrkur, og of mikið
fyrir það gefinn að láta bera á
sjálfum sér.
FH og Fram í úrslit
í gær fóru fram tveir leikir í
Útihandknattleiksmótinu. FH sigr
aði KR 24:11 og Fram sigraði Ai-
mann 20:12. Fram og FH eru nú
efst og jöfn með 8 stig og leika
til úrslita í mótinu 14. ágúst.
Heimsmet
Bandaríski sundmaðurinn Schol
lander setti á laugardaginn nýtt
heimsmet í 200 m skriðsundi,
synti vegalengdina á 1:57,2 mín-
útuní, sem er 4/10 sek. betra en
eldra metið, en hann átti það
sjálfur.
Þá setti 16 ára stúlka, P. Wat-
son, heimsmet í sömu grein
kvenna á 2:11,6 mín.
..
-
ÞriSja markið — hið umdeilda mark. Knötturinn hefur hafnað í slá og er á
peysunni, en Hurst sést ekki á myndinni.
leið niður. Þýzki markvörðurinn fylgist með — og einnig Hunt
í dakku
Karl Guðmundsson, landsliðsþjálfari:
„Ekki sannfærður um, að 3ja
markið hafi verið löglegt“
Alf-Reykjavík. — Meðal þcirra
, sem sáu úrslitaleikinn á Wembley
á laugardaginn, var Karl Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari. Við
! hittum Karl að máli og spurðum
i hann fyrst álits á hinu umdeilda
j 3ja marki Englands:
Karl sagði: „Ég var í ágætri að-
stöðu til að fylgjast með, og eftir
I því, sem ég sá bezt, fór knöttur-
inn aldrei inn fyrir marklínuna.
Það er aldrei hægt að fullyrða
neitt í svona tilvikum, en ég
sannfærðist ekki heldur um lög-
mæti marksins, þegar ég svo síð-
sá þetta sama atriði sýnt tví-
vegis í sjónvarpinu. Dómarinn
hefði ítt að sjá atvikið vel, en
hann þorifi enga afstöðu að taka
— og lét rússneska iThuvorðinn
um það. Ég þori að fullyrða það,
að þetta mark réði úrslitum leiks-
ins. Það hafði mjög neikvæð áhrif
á Þjóðverjana, sem annars sót.tu
þó meira það sem eftir var, þar
sem Englendingar lögðu meiri
áherzlu á vörnina. Englendingar
áttu tvö skyndiupphlaup á síðustu
mínútunúm og skoruðu úr öðru
þeirra.“
— Var enska liðið betra að þínu
áliti?
—- Nei, liðin voru mjög jófn og
sigurinn gat lent hvoru megin sem
var. T.d. hefðu Þjóðverjar alveg
eins getað jafnað 3:3 eins og Eng-
lcndingar að skora 4. markið.
— Þetta hefur verið skemmti-
legur leikur?
— Já, spennandi frá fyrstu min-
útu og vel leikinn. Stemningin á
Wembley var mikil og myndaði
sérkennilegan ramma um þennan
stórkostlega leik, sem er minnis- ingarnir", sagði þýzki þjálfarinn
stæðasti leikur, er ég hef nokk j Schön eftir leikinn á laugardag-
urn tíma séð. Fólkið á áhorfenda- ] °g hann bætti við:
pöllunum söng og veifaði fánum;
án afláts. Nokkuð margir Þjóðverj- j -,Við erum mjög sárir þessum
ar voru meðal þeirra og stundum i rússneska línuvorði. Hvernig í ó-
fannst manni sem þeir væru ekki sköpunum getur hann dæmt mark,
íihsri en Englendingarnir. Fögnuð-
urinn e*iir leikinn var mikill og
fylgdi fólkið sigurvegurunum eftir, I Engum knattspyrnusigri hefur ver-
þar sem þeir óku í „bus“ að hótel- ið fagnað eins gífurlega í London
inu, þar sem lokaveizla var haldin. I fyrr né síðar.
„Það var línuvörður-
inn, sem sigraði okkur
„Það var línuvörðurinn, sem
sigraði okkur fremur en Englend-
þegar knötturinn tcr ekki inn fyr
ir línu? Eftir þetta ómark var sem
allan mátt drægi úr liðinu. Og
við urðum að taka meiri áhættu
en annars, því að við urðum að
reyna að jafna. Hegðun línuvarð
arins var á þann veg, að liann
liefur ekki getað lengið nokkurn
mann til að trúa því. að hanti
hafi fylgzt nákvæmiega með atvik
um, m.a. henti hann ekki a miði '
eftir að knötturinn hafði tarið i
slána — og lyfti fánanum aldrei ‘
ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM
Athugið, að merki
þetta sé á
húsgögnum, sem
óbyrgðarskírteini
fylgir.
Kaupið
vönduð húsgögn.
025
NO
FELAGI REVKJAVIKUR
HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
B&l
Urðu að kaupa miða á
svörtum markaðí1'
99
Alf-Reykjavík. — Allmargir
íslendingar voru viðstaddir
heimsmeistarakeppnina í Eng-
landi, fiestir á vegum ferða-
skrifstofunnar „Lönd og Leið-
ir.“ Svo virðist sem umrædd
ferðaskrifstofa hafi ekki veitt
nægilega góða þjónustu, og
hafa þeir, sem ferðuðust é veg-
um hennar kvartað yfir alls
konar óþægilegum „mistökum.“
Verstu mistökin voru þau, að
menn fengu stæðismiða í efstn
röð fyrir aftan annað markið
— versti staður á vellinum —
í staðinn fyrir sætismiða, sem
menn höfðu keypt í góðri trú
og talið sig hafa borgað fyrir
mörgum mánuðum. Gripu ís-
lenzku gestirnir á IIM til þess
ráðs að kaupa sætismiða á
„svörtum markaði“ á upp-
sprcngdu verði.
Þá mun íslendingttnum ekki
hafa líkað alls kostar við hótel-
ið. sein átti að bjóða þehn upp
á í fyrstu, en það var staðsett
a.m.k. 70 km. fyrir utan Lond
on og hið óvistlegasta — með
5-manna herbergjum. Brugðo
fararstjórarnir fljótt og vel við
og útveguðu annað hótel i
London.
Nokkrir þeirra, sem fóru i
ferðina á vegum ferðaskrifstof
unnar, hafa komið að máli við
íþróttasíðuna og lýst sárri
gremju yfir ilia skipulagðri
ferð.