Tíminn - 03.08.1966, Page 16

Tíminn - 03.08.1966, Page 16
I 173. tbl. — Miðvikudagur 3. ágúst 1966 — 50. árg. rram Fáheyrður atburður á tveimur bæium í Holtum: 16 KINDUR FUNDUST SITNAR TIL BANA! EI-Rauðalæk, þriðjudag. Sá fáheyrði atburður hefur gerzt hér í Holtum, að fundizt hafa 16 kindur bitnar til bana, og er talið að hundar hafi verið að vcrki. Margnús Gunnlaugsson bóndi í Stúfholti hefur fundið 12 kindur dauðar í högum lands síns og Magnús Gíslason, Akbraut, hefur VARÐ FYRIR m BÍL OG BEIÐ «r BANA fundið 4 kindur í högunum og auk þess tvö lömb bitin. Bændurnir vita ekki hvaða dýr hafa verið hér að verki, en mað- ur, sem er kunnugur háttferli dýr- bíts, segir að verksummerki bendi ekki til að tófa hafi verið þarna að verki. Kindurnar virðast hafa verið bitnar fyrst í lærið og síðan bitn- ar fram eftir síðu en tófa byrjar að bíta framantil. Magnús Gunnlaugsson í Stúf- holti hefur vakað undanfarnar næt ur yfir ánum, en ekki séð neitt til ferða hunda. Um helgina voru allir önnum kafnir við heyskapinn og var miklu bjargað af heyi. Nú er mik- ið betra útlit hjá bændum eftir svo góðan þerrir. HZ-Reykjavík, þriðjudag. Á laugardaginn varð færeyskur sjómaður fyrir bifreið í Stykkis- hólmi og lézt hann skömmu síðar. Hann hét Niels Pauli Winthereig, 24 ára að aldri, skipstjóri á Straum nesi. Aðdragandinn var þannig, að langferðabíll var að færa sig til og börn og unglingar biðu þess að komast inn í hann. Eins og barna er vandi ruddust þau að bílnum og mun Niels hafa bor- ist með stramnum og hrasað til. Lenti hann undir hægra framhjól bifreiðarinnar, sem var á mjög hægri ferð, en fór þó yfir hann. Bílstjórinn kveðst ekki hafa séð um fiski. Niels. | Hann kvað fimm báta frá Horna Niels var þegar fluttur á sjúkra-1 firði stunda humarveiðar og hafa húsið í Stykkishólmi, þar sem hann aflað vel, og væri Ver þeirra lézt skömmu síðar. Líkið var sent hæstur. Hásetahluturinn á Ver er til Reykjavíkur í dag. orðinn um 80 þús. krónur og þar Niels Pauli Winthereig hafði sem kokkar eru upp á IV* hlut, stundað sjómennsku frá Stykkis- hefur Garðar þénað um 100 þús. hólmi í tæpt ár. krónur á tveim mánuðum. HUMARVEIÐ! ORÐIN GÓÐ HZ—Reykjavík, þriðjudag. Um helgina hitti blaðamaður Timans að máli matsveininn á vélbátnum Ver frá Hornafirði, Garðar Garðarsson. Kvaðst hann hafa verið á humarveiðum frá því í maílok og væri humarafþnn orð inn rúm 20 tonn, en auk þess hefðu fengizt um 30 tonn af öðr- Strokuhermaðurinn hefur sótt um íslenzkan ríkisborgararétt HZ-Reykjavík, þriðjudag. Frú Margrét Jónsdóttir í Innri-Njarðvík, bauð í fyrra- dag á sinn fund blaðamönnum dagblaðanna í Reykjavík í því skyni að leiðrétta villandi og rangar fréttir í nokkrum þeirra um son hennar, Michael Burt, en það var ungi pilturinn, sem mætti ekki á réttum tíma til herskyldu suður á Keflavíkur- velli að afloknu fríi og stakk síðan af frá lögreglumönnum þegar hann var sendur frá Vestmannaeyjum til Reykjavík- ur. Margrét skýrði frá því, að hún og maður hennar, faðir Michaels, hefðu verið gift í 20 ár og hefði maður hann unn- ið á vegum hersins öll hjóna- bandsárin. Starfs hans vegna, hefðu þau verið búsett í Banda- ríkjunum, Þýzkalandi og á ís- landi. Þegar sonur þeirra hjóna fæddist fyrir 19 árum síðan, voru þau stödd í Bandaríkj- unum og þar voru þau og í Þýzkalandi til ársins 1959, þeg- ar þau fluttust til íslands. Michael, sonur þeirra hefur alla sína skólatíð stundað nám í skólum á vegum hersins og tók hann lokapróf sitt frá skólan- um á Keflavíkurvelli. Að próf- um loknum. stundaði Michael ýmsa vinnu, var á vertíð í Eyj- um, var á togara um skeið o.fl. Síðastliðið sumar hefði hann ráðið sig á Kronprins Olav og farið á honum til Kaupmanna- hafnar. Þaðan hefði leið hans legið til Hamborgar, þar sem hann hafði samband við banda- ríska sendiráðið. Þar var hon- um tjáð að hann yrði að ganga í herinn, af því að hann væn bandarískur ríkisborgari á her- Mynd þessi var tekin af Michael Burt, þegar hann var í sérstökum herbúðum í Bandaríkjunum. skyldualdri og ekki við háskóla nám, Varð það úr, að hann var sendur vestur um haf á her- skipi og var skráður í herinn í ágústmánuði í fyrra. Hefði hann verið þar vestra unz hann kom til íslands í maí og hóf þá að gegna herþjónustu hér- lendis. Hann hefði skömmu eft ir komuna til landsins sótt um íslenzkan ríkisborgararétt, en þá hefði þinginu verið slitið og umsókn hans bíður umsagn- ar fram í október, þegar AI- þingi kemur saman. Þá sagði Margrét, að Michael hefði unað lífinu í hernum illa, sérstaklega hefði kunnað illa við vistina í sérstökum æfinga- búðum í Bandaríkjunum, þar hefði einn pilturinn reynt að svipta sig lífi vegna hins stranga heraga. Hún kvaðst ekki vita hvar Michael væri niður kominn núna, síðast hefði hún frétt af honum fimm dögum eftir að hann stakk af frá lögreglunni. Þá hefði hann reynt að sækja farangur sinn út á Reykjavík- urflugvöll en orðið frá að hverfa, þegar einn starfsmað- urinn gerði sig líklegan tíl þess að hringja á lögregluna. Hún tók það einnig fram, að hann væri með almennt bandarískt vegabréf, sem væri í gildi í tvö ár í viðbót. í júlílok var aðeins búið að salta í 22.890 tunnur t mnasai MEIRI AFLI NÚ EN í FYRRA, SÖLTUN MIKLU MINNI SJ-Reykjavík, þriðjudag. Samkvæmt síldarskýrslu Fiski- félags íslands er nær til 30. júlí hafa borizt á land 183.092 Iestir af síld, á móti 148,915 lestum á sama tíma í fyrra. Aftur á móti Var á sundi í tvær stundir GÞE—Reykjavík, þriðjudag. Um hálfellefuleytið í gær- morgun urðu menn á Álftanesi varir við að hestur nokkur hafði lagzt til sunds frá nesinu og stefndi í suðurátt. Hrintu þeir báti á flot, reru á eftir hestinum og reyndu að hrekja hann til lands, en allt kom fyr ir ekki. Var þá gerður út hrað bátur frá Hafnarfirði og náði ha»n hrossinu, en það var þá komið alla leið suður að Hclga skersbauju. Seint um siðir var hægt að snúa því viö og sigldi liraðbáturinn á eftir því til lands. Um tólfieytið kom það til Iands skammt undan Garða- kirkju og telja menn, að það hafi verið allt að tvær klukku- stundir á sundi. Hreppstjórinn i Garðahreppi tók hestinn í sína vörzlu og var síðan auglýst eftir eiganda. Um hálfáttaleytið gaf Reynir Markússon sig fram. Hann hafði fyrir skömmu tekið hest- inn til að selja hann en eigandi hans er Hörður Kjartansson á Krarnhalri hls ih er söltun nú mun minni en á sama tíma í fyrra, saltaðar hafa verið 22.890 tunnur, en í fyrra 76.366 tunnur. Víst er um það að síldarsalt- endur eystra eru orðnir óþolin- móðir, en hafa ber í huga, að að- alsöltunin í fyrra var í ágúst og september. Virðist sem sama sag- an muni endurtaka sig núna, að síl in komi ekki nálægt landi fyrr en líða tekur á haustið. Síldarskýrslan fyirr vikuna 24. til 30. júlí hljóðar svo: í vikubyrjun var stormur á mið- unum og engin veiði. Á þriðju- dag var veður orðið sæmilega gott, en veiði fremur treg. Fimmtudag og aðfararnótt föstudags fékkst mesta sólarhringsveiði vikunnar og tilkynntu 34 skip 3.605 lesta afla og var mikið af því söltunarsíld. laugardag var NA kaldi og vciði sama og engin. Aflinn sem barst á land í vik- unni nam 12.368 lestum. Saltað var í 11.106 tunnur, í frystingu fóru 58 lestir og 10.689 lestir í bræðslu. Heildarmagn komið á land á mið- nætti laugardagskvölds var 183.092 lestir og skiptist þannig eftir verk- unaraðferðum: í salt 3.3442 lestir (22.890 t.) í frystingu 82 lestir, í bræðslu 179. 665 lestir. Auk þess hafa síldarverksmiðj- urnar tekið á móti 1.449 lestum í bræðslu frá erlendum veiðiskip- um. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn sem hér segir: í salt 76.366 upps. tn. (11.149 1.) í frystingu 5.290 uppm. tn. (571 1.) í bræðslu 1.016.260 mál (137.195 1). Samtals nemur þetta 148.915 Aðalveiðisvæðið var um 100 sjó-; lestum. mílur S af SSV af Jan Mayen j Helztu löndunarstaðir eru þess- og einnig fékkst nokkur síld 70-j- ir: 90 sjómílur A af Langanesi. Á Framhald á bls. 15. BLAÐBURÐARFÓLK ÓSKAST í Nökkvavog, Framnesveg og Stórhott. Upp- lýsingar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti 7, sími 1-23-23.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.