Vísir - 30.04.1975, Side 1
65. árg. — Miðvikudagur 30. april 1975 — 97. tbl.
Mikið ófall fyrir gróðurinn — segir garðyrkjustjóri
„Þetta er mikið áfall, en hefði
verið enn verra, ef það hefði til
dæmis komið eftir viku”, sagði
Iiafliði Jónsson garðyrkjustjóri,
þegar Visir hafði samband við
hann.
Veðurharkan sem nú hefur
skollið á.hefur mjög slæm áhrif
á allan viðkvæmari gróður, en
þó sagði Hafliði, að ekki væri
alveg hægt að segja til um það,
fyrr en þessi kuldi væri genginn
yfir.
Annað eins hefur komið fyrir
áður i aprilmánuði, en Hafliði
sagði, að stormurinn færi verst
með. Hann sagði þó, að ef færi
að rigna, myndi það geta haft
góð áhrif.
„Það hlýtur að sjá mikið á
viðkvæmum gróðri,” bætti hann
við. „Sumar tegundir voru
alveg að þvi komnar að springa
út” _EA
Saigon-stjórnin gafst upp í nótt
Fyrstu skriðdrekar Víetcong,
skreyttir veifum þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar, renndu inn i
hallargarð forsetahallarinnar i
Saigon I morgun.
Um leið og hermenn innrásar-
liösins stukku af brynvögnunum
til þess að heilsa fagnandi
manngrúa, sem safnazt hafði
umhverfis þá, þóttust menn sjá,
aö lokið væri 35 ára styrjöld Vi-
etnama, sem stundum hefur
verið nefnd „striðið enda-
lausa”.
Duong Van Minh, sem vérið
hefur forseti Suður-Vietnam
tæpa viku, lýsti yfir i útvarpi i
morgun uppgjöf Saigon-
stjórnarinnar. Skoraði hann á
suður-vietnamska hermenn að
leggja niður vopnin og bauðst
til að afsala sér völdum i hendur
þjóðfrelsishreyfingarinnar um
leiö og fulltrúar bráðabirgða-
stjórnar hennar væru til staðar.
Skoraði Minh forseti á Viet-
cong aö forðast frekari blóðsút-
hellingar.
Mótstaöa af hálfu varnarliðs
borgarinnar var litil seœ engin,
þegar kommúnistar hófu loka-
áhlaupið i nótt með eldflauga-
árás og stórskotahrið, eins og i
gærmorgun. Alger ringulreið
rikti á götum Saigon og enginn
skeytti neitt um útgöngubannið.
Gripdeildir og ránmorð voru
framin um hábjartan daginn og
fyrir allra augum.
Seint i gærkvöldi luku Banda-
rikjamenn við skyndibrottflutn-
inga á siðustu bandarisku borg-
urunum, sem eftir voru i
Saigon. Þyrlur fluttu þetta fólk
af þaki sendiráðsbyggingarinn-
ar i Saigon. — Alls voru flutt
burtu um 6.500 manns, þar af
um 5.500 Vietnamar.
Hundruð manna reyndu að
brjótast inn i sendiráðið og
þrábáðu um að fá að fara með.
Urðu landgönguliðar að verja
brottflutningana með táragas-
sprengjum, en vonsviknir Viet-
namar skutu að þyrlum þessara
fyrrverandi bandamanna sinna.,
þegar þeir sáu þær fljúga burt.
Sjá nánar á bls. 5.
Ekkert á því að draga sig í hlé....
Þó að mannfólkið hafi heilsað sumri með pompi og pragt fyrir heilli viku sfðan, þá virðist vetur
konungur ekkert á þeim buxunum að draga sig i hlé strax. Aö minnsta kosti verðum við enn að sætta
okkur við snjó og gadd, þegar flestir hefðu kosið sól og bliðu.
Eins gott er þvi að hafa hlýju fötin til taks og láta sólföt og annað slfkt biða um sinn.
Aldrei fór svo, að eitthvað lœkkaði ekki
Kaffipakkinn úr
140krónumí 115
Kaffipakkinn ætti að fara úr
140 krónum f 115 krónur, fransk-
brauöið úr 72 i 60 eftir að
söluskattur á þessum og fleiri
vörum hefur verið felldur niður.
Rúgbrauðið ætti að fara úr 98 i
80 krónur.
Þá- ætti kiló af hvitkáli að
lækka úr 100 i 83 krónur, kiló af
gúrkum úr 400 i 330, svo að dæmi
séu nefnd um verðlækkun á
grænmeti.
Lækkun verður i svipuðu hlut-
falli á tei og kakói, og Visir hef-
ur áður skýrt itarlega frá
verðlækkun á ávöxtum, sem
verður tiltölulega meiri, af þvi
að tollur á þeim fellur einnig
niöur eins og söluskatturinn.
Magnús Finnsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupmannasam-
takanna, skýrði Visifrá þessum
lækkunum i morgun. Alls er
áætlað, að þessar yaðgerðir
rikisstjórnarinnar lækki mat-
vöruverð um samtals 620
'milljónir á árinu og söluskatts-
tckjur rikisins minnki um 540
milljónir af þessum sökum i ár.
„Þetta ætti að koma öllum til
góða,” sagði Magnús Finnsson.
Hann sagði að kaupmenn gledd-
ust yfir hækkun álagningar,
sem tekur gildi 1. mai eins og
lækkun á framangreindum
vörum, en hins vegar þætti
kaupmönnum hart að innheimta
söluskatt fyrir ríkið með þeim
hætti, sem verið hefur. 1
verzlun, þar sem meöalá-
lagningin i smásölu væri
til dæmis um 20% yrði verzlunin
að innheimta 20% söluskatt
fyrir rikið og bera vinnulaun og
allan kostnað við þá innheimtu,
en sá kostnaður væri mikill. Af
þeim 20% sem kæmu inn i
álagningu, yrði verzlunin að
greiða sinn kostnað en inn-
heimti ókeypis fyrir rikið. Þessu
vilja kaupmenn breyta.
-HH.
Hefðbundin dagskrá 1. mai
II
Rauðliðar"
átt á eftir
í hum-
hinum
„Kauö verkalýðseining”, hin-
ir róttækustu marxistar, verða
utan við eða aftan við hátiða-
höld verkalýðsfélaganna 1. mai.
Meðan allir hinir safnast saman
á Hlemmtorgi, safnast menn
Ilauörar verkalýðseiningar
saman við Búnaðarbankann
steinsnar frá torginu. Aðal-
hreyfingin, sein allir aðrir
standa að, hyggst leggja af stað
i göngu klukkan tvö Fundur
þeirra verður á Lækjartorgi, en
hinir rauöustu halda fund sinn
við Miöbæjarskólann.
Dagskrá 1. mai verður þann-
ig, að gengið verður niður
Laugaveg og Bankastræti.
Lúðrasveitin Svanur og Lúðra-
sveit verkalýðsins munu leika.
Ræður á Lækjartorgi flytja Eð-
varð Sigurðsson formaður
Dagsbrúnar, Vilborg Teitsdóttir
iðnnemi, Kristján Thorlacius
formaður BSRB og Guðmundur
Hallgrimsson frá Sjómanna-
félaginu. Fundarstjóri verður
Sigfús Bjarnason frá Sjómanna-
félaginu. A meðan munu hinir
rauðustu bjóða upp á ræðu-
mennina Guðmund Hallvarðs-
son verkamann, Vilborgu Dag-
bjartsdóttur kennara, Tómas
Einarsson háskólanema, en
fundarstjóri verður Magnús
Einar Sigurðsson prentari.
Siðast en ekki sizt á að verða
þar kominn fulltrúi verka-
manna, sem yfirtóku LlP-úra-
verksmiðjuna i Frakklandi,
sem frægt var, og fulltrúi verk-
fallsmanna i Eyjum mun tala.
Flutt verða og ljóö og baráttu-
söngvar sungnir. — HH
>