Vísir


Vísir - 30.04.1975, Qupperneq 2

Vísir - 30.04.1975, Qupperneq 2
2 Vísir. Miðvikudagur 30. april 1975. visntsm; — Eftir hverju stillið þér úrið yðar? Einar Matthiasson, verkamaður: — Ég stilli úrið mitt svona annan hvem sólarhring að jafnaði og þá eftir simanum — 04 á ég við. Friðrik Þorbjörnsson, nemi: — Yfirleitt eftir klukkunni i sjón- varpinu. Ef ekki sjónvarpinu, þá útvarpinu. Ég treysti fjölmiðlun- um allavega nógu vel til að segja mér rétt til um klukkuna. Jón Jónasson, kennari: — Það er svona einu sinni i mánuði, sem ég stilli úrið mitt og þá geri ég þaö eftir sjónvarpsklukkunni. Guðmundur Sveinsson, kennari: — Eftir skólaklukkunni. Hún blasir við mér, ef ég horfi út um gluggann frá kennaraborðinu. A sumrin, þegar ég er fjarri skólan- um, stilli ég klukkuna ekki eins oft. Tíminn skiptir þá ekki eins miklu máli og þegar fylgja þarf stundatöflu. Richard Már Jónsson, 10 ára: — Ég fer eftir útvarpinu. Þar er alltaf verið að segja af og til hvað klukkan er. Annars þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af úrinu mlnu. Þaðernýttog gengur alltaf rétt — ennþá. Jóhanna Eiriksdóttir, húsmóðir: — Ég stilli úriö mitt og eldhús- klukkuna eftir útvarpinu. Nú, og siðan stilla hinir i fjölskyldunni úrin sín eftir eldhúsklukk- unni...... — En hugsum okkur ef mœður þessara ógœtu manna og margra ótalinna hefðu kosið að ala þó ekki, heldur losna við fóstrið úr móðurlífinu........... Ég veit, að flestar islenzkar mæður nú á timum eru sama sinnis og formæður þeirra voru, og það mun bjarga þjóðinni. Ég vil minna alþingismenn okkar á, að þeir mega ekki, með því að samþykkja þetta frumvarp, þótt það sé dálitið endurbætt, gera alþingi Islands þann ævarandi vansa að samþykkja það, enda tel ég lögin frá 1935 og 1938 fullnægjandi. Raunar tel ég engan skaða, þótt sá hópur, sem heimtar frjálsar fóstureyöing- ar, fjölgi sér ekki. Að síðustu vil ég fara þess á leit við alþingismennina okkar, að þeir taki eitt kvöld i að lesa siðari hluta Rómverja sögu. Þar munu þeir finna ástæðurnar, sem meðal annars voru sterk- asti þáttur i falli Rómaveldis. Það var einmitt spillingin, sem af þessum málum leiddi. Svo mun fara um öll þjóðfélög, ef valdhafar þeirra feta I fótspor Kalíkúla og Nerós. Guð forði okkur frá slikum ör- lögum”. Á HELJARSLÓÐ „Hef ekki haft skemmtilegri Þarna er verið aö búa til ávaxtasalat og þvo upp. <---------------------m. ,,Ég hef aldrei haft skemmtilegri nemendur”, sagði einn kennaranna á matreiðslu- námskeiðinu sem haldið var fyrir blinda. Ljósm: Bragi. St. D. hringdi: „Litill er ég listamaður, en langar þó til að festa litla mynd á sfður Visis. Islendingar eiga mikið að þakka fornskáldunum, sem ortu Höfuðlausn, Sonar- torrek og mörg fleiri. Þeim ber og að þakka öllum snillingun- um, sem rituðu fornaldarsög- urnar, og þar með taldar Islend- ingasögurnar, þótt viö vitum ekki nöfn höfundanna. Þá ber að þakka vitunum, sem vörpuðu geislum út i myrk- ur miðaldanna, svo þjóðin missti aldrei sjónar á æðsta tak- markinu. Þá komu vormenn Is- lands, Eggert, Skúli og Baldvin, þá skáldahópur 19. aldarinnar með Jónas og Bjarna i broddi fylkingar, svo og skáld alda- mótanna. Þá man þjóðin mikla for- ingjann sinn, Jón Sigurðsson, er eitt skáldið sagði um: „Sonur Islands, sverð og skjöldur, sómi vors og vers, meðan freyða fossar Islands, fyrirmynd þú sért.” Allir þessir menn hafa átt ágætis foreldri. Þó vil ég i þessu tilfelli nefna fyrst og fremst mæður þeirra, sem fögnuðu öllum sfnum börnum, þótt mörg væru oft. Þær höfðu gætt sin til fullorðinsára og ólu sín börn, flest eða öll, er þær voru full- vaxta. Þær fórnuðu kröftum sinum og móðurást til þess að ala þau sem bezt upp, svo að þau yrðu að nýtum þegnum á föðurlandi sinu. En hugsum okkur ef mæður þessara ágætu manna og margra ótalinna hefðu kosið að ala þá ekki, heldur losna við fóstrið úr móðurlifi. Hversu væri þá komið menningu þjóð- arinnar og sjálfstæði? Hversu væri komið sjálfstæði þjóðar- innar, ef þessar sjálfstæðishetj- ur okkar, með Jón Sigurðsson á hæsta tindi, hefðu aldrei fæðzt i þennan heim? Ég hefði viljaö unna lýðræðisflokkunum, sem nú fara með stjórnartaumana, annars betra en þess að taka upp á arma sina kynlifsfrum- varp það, sem Magnús Kjartansson bar fram. Og undarlegt er, að alþingi Islend- inga skuli vera það lágt komið að halda sliku máli fram til streitu, þvi sannleikurinn er, að frumvarpið er litið breytt til batnaöar frá þvi, sem Magnús bar þaö fram. Til viðbótar við næstum frjálsar fóstureyðingar eru ákvæöi i frumvarpinu sem algerlega er óhæft að segja i lög, og þau eru svokallaðar ófrjó- semisaðgerðir, og kynlifs- fræðsla unglinga og barna, allt ofan i óvitaaldur. Ég sem gamall kennari þekki vel,hve viðkvæmt er að fást við þessi mál, og tel að heilsufræðin og likamsræktin, sem kennd hefur verið i skólum, séu full- nægjandi, eins og þær hafa verið ræktar. Og vitað mál, að góðar mæður, skylduræknar eins og formæður þeirra voru, munu bæta þvi við, sem á vantar i þessari fræðslu. Mæðurnar og fósturmæðurnar, eða þær, sem ganga þeim I stað, vonast ég til að séu svo skylduræknar, aö þær gangi inn i þessi störf og leysi þau sómasamlega af hendi. erfið, en annað kom i ljós. Þarna voru margir vanir matargerð og vanir þvi að sjá fyrir matargerð á heimilum sinum. Námskeiðið hefur verið annan hvern laugardag i vetur. Það voru Námsflokkar Reykjavikur, sem gengust fyrir námskeiðinu. Húsnæði og kennarar voru svo fengnir i Húsmæðrakennara- skólanum. Lögð var áherzla á hollan mat og mat, sem þægilegt er að mat- reiða, ofnrétti og annað slikt. Þetta er i fyrsta sinn, sem slikt námskeið er haldið. -EA. Margir af þeim sem á nám- skeiðinu voru, eru vanir þvi að sjá um heimili og matreiða. nemendur" — matreiðslunámskeiði blindra nýlokið „Þetta reyndist mjög sjálf- bjarga fólk, sem getur alveg jafnt bjargaö sér og aðrir. Þetta var lika sérlega ánægjulegt nám- skeið og ég segi fyrir mig, að ég hef ekki haft skemintilegri nemendur. Þeir voru jákvæðir og lifsglaðir og það kemur manni kannski á óvart, þegar maður hefur ekki umgengizt blint fólk áður.” Þannig sagðist einum kennara I Húsmæðrakennaraskóla Islands frá, þegar við höfðum samband þangað, en nú er nýlokið mat- reiðslunámskeiði fyrir blinda. Sumir hefðu kannski haldið, að matreiðsla reyndist blindum LESENDUR HAFA ORÐIÐ

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.