Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR G. ágúst 1966
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Markaðsmálin
Fregnir berast af því, að nú sé farið að halla undan
fæti fyrir íslenzkum afurðum á erlendum mörkuðum.
Virðist nú stöðvuð a.m.k. í bili hin hagkvæma þróun
verðlags á afurðunum, sem verið hefur undanfarin ár.
Undanfarin ár hefur 7—10% meðaltalshækkun á útflutn-
ingsafurðunum bjargað útvegi og fiskiðnaði á íslandi
frá algeru hruni vegna verðbólgunnar innanlands.
Þegar málefni útflutningsiðnaðarins eru rædd, virðast
því miður markaðsmálin oft gleymast, en sé markaðurinn
ekki fyrir hendi, er allt annað unnið fyrir gýg og sé hann
ekki góður, skilar fjárfestingin ekki nógum arði. Hér höf-
um við aðeins rétt hafið plægingu akursins, en mikið og
afar mikilvægt verkefni bíður, en það þarf að fella með
skynsamlegum hætti saman við heildaráætlanir um sjáv-
arútveg og fiskiðnað.
Aukið framleiðslumagn og fjölbreyttari framleiðsluteg-
undir krefjast þess, að beitt sé vísindalegum aðferðum
1 markaðsleit qg í auglýsinga- og kynningarstarfsemi.
Stöðugt vaxandi samkeppni um kaupmátt neytendanna
og háþróuð tækni í vörukynningarstarfsemi hinna vold-
ugu verzlunarhringa á erlendum mörkuðum gerir að-
stöðu þeirra, sem ekki hafa bolmagn eða þekkingu til að
fylgjast með þróuninni stöðugt erfiðari. fslendingar verða
að nýta nýjustu sölutækni fyrir afurðir sínar og stofnun
nýrra fyrirtækja og endurnýjun annarra á að grundvall-
ast meira en verið hefur á ítarlegum markaðsrannsó'kn-
um. Stærstu útflutningsgreinar fiskiðnaðarins hafa unn-
ið mjög gott starf á þessu sviði á einstökum mörkuðum,
en aðstaða smærri framleiðenda er mjög erfið og þyrfti
að sameina átakið með því að sameina aðila alla undir
eitt gæðamerki, eitt vörumerki, sem ríkisvaldið aðstoðaði
við að kynna. Það er kynning merkisins ein, sem oft ræð-
ur algerum úrslitum á hinum stóru mörkuðum.
Þá má það ekki dragast lengur úr hömlu, að komið
verði upp sameiginlegri þjónustu fyrir útflutningsiðnað-
inn í markaðsrannsóknum, markaðsleit og auglýsinga-
starfsemi. Hið opinbera getur veitt mikla og dýrmæta að-
stoð í þessum efnum. Við sendiráð flestra ríkja eru starf-
andi verzlunarfulltrúar sérmenntaðir um markaðsmálefni
og alþjóðaviðskipti, er vinna að öflun og útbreiðslu alls
konar upplýsinga — um framleiðslu eigin lands og einn-
ig að flytja heim til framleiðenda heimalandsins alls
konar upplýsingar um nýjungar í atvinnugreinunum. —
Sendiráðin okkar, sem eru þó allmörg, miðað
við smæð þjóðarinnar, gera lítið sem ekkert af
þessu tagi. Hér þarf að taka til hendinni. Skipulegar
markaðsrannsóknir og starfsemi til að vinna nýja mark-
aði og betri nýtingu hinna eldri, fulkomin kynningar- og
upplýsingaþjónusta eru beinlínis forsendur arðbærari
framleiðslu útflutningsafurðanna í framtíðinni og undir-
staða þess, að hún sé í sem fyllstu samræmi við kröfur
markaðanna — í samræmi við kröfur neytendanna. Slík
starfsemi er hins vegar e kki á færi einstakra smærri út-
flytjenda og reyndar ekki heldur nema að takmörkuðu
leyti hinna stærri og þarf að kanna, hvernig veita má
þeim þessa nauðsynlegu þjónustu og aðstoð. Hér eiga all-
ir þjóðfélagsþegnar mikið í húfi, að vel takist til og rétt
sé á spilunum haldið.
TÍMINN
5
StríSið í Vietnam IV:
Oryggi landsmanna veltur að
mestu á eflingu lögreglunnar
Bandarískir menn starfa aðeins eiít ár í landinu, og kemur starf þeirra
að minni notum vega ókunnugieika. — Norður Vietnamar sagðir hafa
gert ýmislegt til að draga úr tjóni af loftárásunum.
Bandarískir flngmenn leiddir um götur Hanoi.
SÝNT ER í vinnuplöggum
bandarísku aðstoðarinnar og á
veggspjöldum bandarísku lög-
regluráðgjafanna, hvernig lög-
reglunni er ætlað að starfa. Hug
myndin er óneitanlega góð.
Áætlunin gérir ráð fyrir, að
af '70 þúsund manns verði 15
þúsund í hreyfanlegum baráttu
sveitum, sem sendar verði jafn
óðum til þeirra svæða, sem
meginher Vietcong hefur verið
hrakinn frá. Fastaher stjórnar-
innar á svo að élta aðalsveitir
óvinanna hveft sem er, en bar-
§ áttusveitir lögreglunnar eigá að
Ihreinsa til og fjarlægja þá Viet-
congmenn, sem eftir hafa orð-
ið, og njóta við það aðstoðar
heimahersveita héraðsins eða
byggðarlagsins.
í skjölunum er lögð áherzla
á, að þetta verði umfram allt
að vera hreyfanlegar baráttu-
sveitir og megi aldrei temja
sér venjur þeirra, sem hafa
fastar bækistöðvar og orðið
hafa banabiti allt of margra
herja, sem barist hafa gegn
Vietcong og Viet Minh. Bar-
áttusveitirnar eiga að starfa eft
ir strangri, fyrirfram gerðri
áætlun. Þær mega aldei hverfa
á burt fyrr en orðið er alv-
eg öruggt, að venjuleg lögregla
geti tekið við, — eða þar til
að verulegar góðar horfur eru
á að þorpslögreglumenn haldi
lífi. Sé þetta framkvæmt á rétt-
an hátt ætti að vera unnt að
leggja allt landið undir sig á
ný með „mjúku öryggi,“ sem
breiddist yfir það hægt og hægt.
Þetta svarar svo augljóslega
þörfum Suður-Vietnam, að erf-
itt er að skilja, hvers vegna
framkvæmdum er enn hraðað
jafn lítið og raun ber vitni.
L baráttusveitum lögreglunnar
eru enn ekki nema 300 manns.
Fyrsti árangurinn er sagður
mjög uppörvandi, en samt hef-
ur verið gripið til þessara sveita
til allt annarra nota en ætlast
er til, svo sem í baráttunni við
uppreisnarmenn í Da Nang í
maí í vor. Því miður gengu
hryggilegar margir lögreglu-
menn í lið með uppreisnar-
mönnunum.
ENN hafa ekki nema rúm-
lega 1000 lögreglumenn verið
settir til starfa í þorpunum (og
í Suður-Vietnam eru 2560 fjöl
menn þorp og 13650 fámenn),
en árið 1970 eiga þeir að vera
orðnir 20 þúsund að tölu. Lög-
reglan á að vera þjóðlegt afl,
búa við sama aga alls staðar
og geta treyst á þjóðina sér
til fulltingis. Væru lögreglu-
mennirnir ekki sendir til sinna
heimkynna yrði áhrifavald um-
hverfisins • ekki eins áleitið við
þá, en það er einmitt mjög
öflugt í Vietnam. En skipuleggj
endurnir í Saigon virðast ekki
einu sinni hafa viðurkennt þessi
sannindi. Þeir hafa heldur ekki
viðurkennt nauðsyn þess að auð
kenna baráttuhersveitir lögregl
unnar á sama hátt og aðra lög-
reglumenn.
Að láta undir höfuð leggjast
áð bæta úr þörfinni fýrir lög-
reglu í sveitahéruðunum lengir
stríðið að mun og eykur mann-
fallið að óþörfu. Bandaríkja-
menn og Vietnamar vinna vissu
lega marga glæsilega og blóð-
uga sigra með mikilli notkun
þyrla, orrustuflugvéla og al-
mennra skotvopna j’firleitt. En
þar sem öryggið er ekki treyst
á hinum unnu svæðum verður
að vinna þessa sigra á nýjan
leik innan skamms. Flestir veg-
ir landsins hafa verið hreinsaðir
oft og mörgum sinnum síðan
að bardagar við Frakka hófust
1946 og síðan aftur hófust bar-
dagar gegn Diem árið 1959.
Samt sem áður er engin leið
alveg örugg.
Eitt aðalatriðið í baráttu
gegn skæruliðum er að koma
í veg fyrir aðgang óvinarins að
mikilvægum birgðum. Eins og
sakir standa er svo langt frá
að þetta hafi tekist, að í raun
og veru er það Vietcong, sem
ræður yfir vegum og rýfur sam
gönguleiðir á landi að vild sinni
en Bandaríkjamenn og stjórnar
herinn vippa sér frá flugvelli
til flugvallar. Ástandið umhverf
is Saigon sjálfa er alveg ein-
stakt. Þrátt fyrir alla flutning-
ana eftir vegi Ho Chi Minh
um Laos játa Bandaríkjamenn
fúslega, að Vietcong fái mik-
ið af birgðum sínum frá Saigon
þar á meðal bæði skotfæri og
lyf. Af þessum sökum er talið,
að Vietcong beiti jafn lítilli
kúgun og raun ber vitni í Sai-
gon sjálfri, í samanburði við þá
kúgunarmöguleika, sem þeir
eru taldir hafa í borginni.
Samt ráðast Vietcong-menn á
stöðvar lögreglunnar nálega á
hverri nóttu. Engum kemur á
óvart, að stöðvarnar, sem ráð-
ist er á, eru oft í námunda við
brýr, en þær eru í tvennum
skilningi mikilvægur fyrir um-
ferð í landi, þar sem bátgeng-
ar ár liggjá i allar áttir.
BANDARÍSKIR hermenn í
Vietnam eru ávallt reiðubúnir
að segja hverjum sem er frá
einu, eða hvað þeir séu búnir
að dvelja lengi í landinu. —
Ekki nema 349 dagar eftir þar
til ég get farið heim aftur,
segja þeir óhamingjusömu, sem
eru nýkomnir, og brosa dapur-
lega um leið. — Aðeins 37 dag-
ar eftir, segja hinir fagnandi.
Sérlhver maður dvelur eitt ár
í Vietnam, jafnvel ráðunautarn
ir, sem starfa með hersveitum
Vietnama. Þeir mega sækja um
að fá að starfa annað ár, en
eðlilega gera það fæstir. Þetta
táknar, að bandaríski herinn
er óvanur að því er snertir
hernað við skilyrðin í Vietnam
og hann virðist eiga að halda
Framhald á bls. 12.