Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 13
LAUGAKDAGUR 6. ágúst 1966
MMtmiméMwnmi R TÍMINN ÍÞRÓTTIR
Frá leik Vals og ICR í fyrrakvöid. Þarna hefur skapazt mikil hætta viS KR-markið. Hermann Gunnarsson er með knöttinn og býr sig undir að
skjóta og Guðmundur markvörður kemur út á mótí. En skot Hermanns fór framhjá. Það er Óskar Sigurðsson, sem liggur, en hjá honum stendur
Ársæit Kjartansson.
(Tímamynd Bjamleifur)
W
I
Islancfsmót-
skýrast um helgina
Keflvíkingar mæta Akureyri á sunnudag og Valur Akranesi.
Á mánudagskvöl d leika neðstu liðin í deildinni, Þróttur og KR
Alf-Reykjavík. — Fullur skrið-
ur er nú kommn á 1. deildar keppn
ina aftnr. Á sunnudag og mánu-
dag fara fram þrír leikir og ættu
línurnar að skýrast nokkuð eftir
þá. Á Njarðvíkur-vellinum leika á
sunnudag klukkan 16 Keflavík og
Akureyri, og um kvöldið, kl. 20,
leika á Laugardalsvellinum Valur
og Akranes. Á mánudagskvöld
leika svo á Laugard alsvellinum
botnliðin í deildinni, Þróttnr og
KR.
Allir þessir leikir eru þýðingar-
miklir, og kannski ekki sízt Jeikur
Vals og Akraness. Spurningin er,
hvort Skagamönnum tekst að
stöðva Val, sem í svipinn er í efsta
sæti. Takist þehn það ekki' og
hreppi Valur bæði stigin, væri
staða Vals orðin mjög góð, sem
væri þá með 11 stig. Akranes er
með 6 stig eftir 5 leiki — þ.e.
2 leikjum færra en Valur. Fyrir
utan leikinn við Akranes á Valur
eftir að leika gegn Þrótti og Ak-
ureyri. Því er ekki að leyna, að
örlítil heppni hefur fylgt Val í
keppninni til þessa, en þó var
liðið óheppið að tapa báðum stig
unum í Keflavík. Skagamenn eru
harðir í horn að taka og senni-
lega staðráðnari í því en nokkurn
tíma áður að verða sér úti um
íslandsmeistaratign. Liðið er ný-
komið úr keppnisför til Færeyja
— og að sögn í mjög góðri æfingu.
Það verður eflaust mjög gaman
að fylgjast með uppgjöri Vals og
Akranéss og líklega hverfa þeir
ekki báðir með bros á vör af velli
eftir leikinn „harðjaxlarnir" Arni
Njálsson og Ríkharður Jónsson.
Leikinn dæmir Magnús Pétursson.
Leikur Keflavikinga og Akureyr
inga ætti einnig að geta orðið
Framhald á bls 12
Alf-Reykjavík. — Eins og
sagt hefur verið frá á íþrótta
síðunni, fór 1. deildar lið
Akraness í keppnisför til
Færeyja fyrir skemmstu.
Skagamenn eru nú komntr
heim aftur úr keppnisför-
inni, og náðum við tali af
Ríkharði Jónssyni, sem
snöggvast í hléi leiks Vals
og KR í fyrrakvöld. Skýrði
Ríkharður frá því, að ferð-
in hefði verið nijög skemmti
leg í flesta staði. Alls lék
Akranés-liðið þrjá leiki í för
inni, þann fyrsta gegn úr
valsliði Þórshafnar og tap
aðist sá leikur 3:4. Annar
leikurinn var gegn B 36 og
vaun Akranes þann leik með
5:1 Þriðji og síðasti leilcur
inn var svo gegn HB og var
það mikill markaleikur, en
alls voru skoruð 10 mörk í
leiknum, þar af skoruðu
Skagamenn 7, en HB 3.
Vann Akranes því tvo leiki
í förinni og tapaði einum.
Moore áfram
hjá West Ham
Bobby Moore, hinn frægi fyrir-
liði ensku heimsmeistaranna í knatt
spyrnu, hefur undirritað nýjan 3ja
ára samning við félag sitt, West
Ham. Undanfarið hafa menn frek-
ar reiknað með því, að Moore hyrfi
frá West Ham, því á síðasta keppn
istímabili vegnaði honum ekki of
vel hjá félaginu og missti m.a.
fyrirliðastöðuna.
Tver leikir í 3. deild
háðir á morgun
Tveir leikir verða háðir i 3.
deild fslandsmótsins í knattspyrnu
um helgina. f Borgarnesi leika
heimamenn gegn Sauðkræklingum
—• og á Selfossi mæta heimamenn
Ölfusingum. Báðir leikirnir hefjasí
klukkan 16. Borgnesingar og Sel-
fyssingar eru efstir í deildinni með
8 stig.
Á sunnudag fer frain í Rvík leik-
ur í bikarkeppni KSÍ og mætast
Fram a og Breiðablik á Melavell-
ínum kl. 16.
KR og (R í
lokakeppni
Það er í dag, sem einvígi beirra Cassiusar Clay og Bri an London fer fram. Á myndinni hér að ofan
London — ófríður í andliti — ásamt konu sinni og sy ni. Veðmálin í Lundúnum eru 6:1 Clay í hag.
sest
I fyrrakvöld lauk á Melavell-
inum keppni í Reykjavíkur-
riðli í Bikarkeppni FRÍ. Eins
og vænta mátti, hlutu KR og
ÍR flest stig — og taka því
þátt í lokakeppninni, sem háð
verður á Laugardalsvellinum
um miðjan þennan mánuð.
Hlaut KR samtals 166 stig, IR
124 — og Ármann rak lestina
hlaut 75 stig. Sæmilegur árang
ur náðist í nokkrum greinum
en veður var frekar óhagstætt
Ólafur Guðmundsson náði bezts
árangri, 10,8 sek. í 100 m
hlaupi, en hafði meðvind.