Tíminn - 06.08.1966, Blaðsíða 7
LACWJARDAGCR e. ágést 1966
TÍMINN
MINNING
Jón Jónsson. Hofi
Harni lézt á annao hvjtastmnu-
dag Binn 30. maí sl.
Jón var fæddur í Valadal í
SkörSum 29. dag aprílmán. 1894.
Stóðu a‘5 honum traustar ættir mik
ilhæfra atgervismanna. Var faðir
hans Jón bóndi á Nautalbúi (lengst
um við þann bæ kenndur) og
Eyhildarholti, víðkunnur gáfumað
ur, hagyrðmgur og hestamaður,
Pétursson, bónda í Valadal, Pálma
sonar bónda í Syðra- Vallholti,
Magnússonar, bónda þar, Péturs
sonar. Kona Jóns á Nautaibúi og
móðir Jóns á Hofi var Solveig Egg
ertsdóttir, Jónssonar prests á Mæli
felli, Sveinssonar læknis Pálsson-
ar En anióðir Solveigar, kona séra
Jóns á Mælifelli, var Hólmfríður
Jónsdóttir prests Þorsteinssonar,
stúdents í Reykjahlíð.
Jón ólst upp með foreldrum sín
um og systkinum á Nautabúi. Voru
börnin mörg, 7 bræður og 5 syst
ur. Var það fríður hópur. ÖIl voru
þau systkini ágætlega gerð og gef
in. En skarð hefur verið höggvið
í þann föngulega ættargarð, því að
uppi standa aðeins 2 bræður og 4
systur, hin féllu flest frá á bezta
skeiði aldurs og þroska.
Jón laufc búfræðinámi á Hivann
eyri 1915. Stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum veturinn 1918—19.
Árið 1921 reisti hann bú á höfuð
bólinu Hofi á Höfðaströnd, er
hann þá hafði keypt, eignalaus
maðurinn, ásamt með svokallaðri
Hofstorfu (þar með talið kaup-
túnið Hofsós). Á Hofi bjó hann
allt til loika, en leigði þó jörð og bú
að mestu hin allra síðustu árin.Hon
um fór vel úr hendi búsýslan, efn
aðist skjótt, enda fósýslumaður í
bezta lagi, bœtti jörðina mjög að
ræktun og húsakosti.
Hinn 3. júní 1921 gekk Jón að
eiga Sigurlínu Björnsdóttur,
bónda í Brekku o.v. Bjarnasonar,
og seinni konu hans, Stefaníu Ól-
afsdóttur, sem enn lifir.í hárrí eli.
Er Sigurlín eim hinna kunmi
systkina, Andrésar eldra og yngra
Sigurbjargar í Deildartungu o. fl.
Lifir hún mann sinn ásamt tveim
börnum þeirra hjóna: Solveigu
sýslumannsfrú á Patreksfirði og
Pálma, lögfræðingi og kaupsýslu-
manni í Reykjavík.
Eigi hafði Jón lengi búið á Hofi
er á hann tóku að hlaðast opinber
störf, er hann siðan gegndi flest-
um meðan dagur entist. Hrepps-
nefndanmaður var hann frá 1931
og oddvili frá 1934, sýslunefndar
maður frá 1938. í stjórn Kaupfé
lags Auistur-Skagfirðinga og for-
maður þess frá 1957. í stjórn Bún
aðarsamb. Skagf. frá 1947 og for
maður frá 1961. Fulltrúi á aðal-
fundum Stéttarsamb. bænda frá
stofnun þess 1945. Fulltrúi Norð
lendingafjórðungs í fulltrúa-
ráði Samb. ísl. sveitarfélaga frá
upphafi. Skipaður formaður fast
eignamatsnefndar Skagafjarðar-
sýslu 1938 og átti sæti í nefndinni
er hann lézt. Fúlltrúi á kirkju-
þingi 1957 og út það kjörtímabil.
Þetta er þurr upptalning og eigi
stutt — og þó hvergi nœrri tæm
andi. En þessi upptalning hefur
sína sögu að segja. Hún sýnir,
hversu víða Jón á Hofi kom við
og hvílíkt traust var til hans bor
ið. Og vel mátti það. Hann var
umfram allt traustur maður, skap
gerðin heil og laus við alla þver
bresti. Honum gat yfirsézt sem öðr
um. Hann gat oft verið ósveigjan
legur, átti torvelt með að taka
gild og meta önnur rök en þau,
sem honum voru sjálfum tiltæk,
svo að stundum þótti jafnvel
kenna þverlyndis En heilindi
hans og drengskap þurfti enginn
að draga í efa. Sannleikurinn er
sá, að hann tók aldrei fastmótaða
afstöðu fyrr en að þaulhugsuðu
máli. En þá varð ekki hvikað.
Hann var hreinskilinn og fyrirleit
alla undirhyggju. Skoðanir hans
■voru ef ÖI vill á stundnwn nokkuð
mótaðar af persónuiegum sjónar-
miðuim, jafnvel metnaði. En oftast
voru þær studdar rökhyggju hins
gáfaða bónda og hugsjónamanns.
Það voru heribrigðar skoðanir. Og
Jón var hverjum manni ýtnari
að hrínda áleiðin þeim málum, er
hann bar fyrir brjósti. Hann var
iþungur á bárunni og munaði um
hann, þegar hann beitti í gráðið.
Við Jón á Hofi vorum samstarfs
menn á ýmsum sviðum m. a. lengi
í sýslunefnd, enn lengur í stjórn
Framsóknarfélags Skagfirðinga. Á
samstarf okkar bar aldrei skugga.
Það var gott að eiga svo tnaustan
mann, heilsteyptan, bygginn og
vitran, að vini og samstarfsmanni.
Nú er skarð fyrir skildi.
Jón á Hofi var þrekinn meðal
maður á vöxt, vel á sig kominn,
burðamaður ágætur sem þeir
frændur fleiri. Hann var fríður
sýnum, svipurinn heiður og
hreinn. Alvörumaður að eðlisfari,
kunui þó manna bezt að gleðjast
með glöðum hnyttinn í tilsvör-
um, haigorður vel hafði yndi af
hestum, enda frábærlega laginn
hestamaður svo som var faðir hans
og bræður
Eigí kaus Jón ávallt alfaraleiðir
og hlaut því stundum andibyr eigi
lítinn, hirti lítt um að aika seglum
eftir vindi. En það ætla ég sann
ast, að þeir, sean þekktu hann
bezt, hafi og metið hann mest. í
sýslunefnd Skagafjarðarsýslu naut
hann óslkiptrar virðingar og
trausts. Ég þakka honum störf
hans þar í nálega þrjá áratugi og
veit fyrir víst, að ég mæli fyrir
munn okkar allra, sýslunefndar-
manna.
Jón á Hofi var um marga hluti
eftirminnilegur maður. Við and-
lát hans verður fátæklegra um-
horfs en áður var, svo að miklu
munar. En eitt sinn skal hver
deyja.
Við hjónin vottum Sigurlínu
og börnum þeirra hjóna djúpa
og einlæga samúð.
G-ísli Magnússon.
(Grein þessi hefur beðið alllengi
birtingar).
Sfötugur í dag;
Gísli Þorsteinsson
Geirshlíð
Einn af þeim er fremst hafa
staðið í félags- og framfaramálum
Suður-Dala 3—4 síðustu áratugina
Gísli Þorsteinsson í Geirshlíð er
sjötugur í dag.
Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka honum langt og ánægju-
legt samstarf og þeim hjónum báð-
um fyrir ágæt kynni fyrr og síðar.
Gísli er fæddur að Ytri-Hrafna-
björgum í Hörðudal 6. ágúst 1896.
Foreldrar hans voru Þorsteinn
Gíslason bóndi þar og kona hans
Finndís Finnsdóttir frá Háafelli í
Miðdölum. Komu þar saman tvær
merkar bændaættir. Gísli Þórðar-
son bóndi á Ytri-Hrafabjörgum afi
hans var búhöldur góður, enda
bróðir hins þjóðkunna bændahöfð-
ingja Bjarna á Reykhólum. Finn-
dís móðir hans var af hinni kunnu
og fjölmennu Háafellsætt alsystir
þeirra Ólafs á Fellsenda, Sveins á
Kolsstöðum og Finnboga á Sauða-
felli, sem allir voru þekktir dugn-
aðar bændur á sinni tíð. Föður
sinn missti Gísli ungur, en átti
gott æskuheimili hjá móður sinni
og stjúpa þar til hann sjálfur
stofnaði heimili. Hann lærði
snemma að spila á orgel og hefur
verið forsöngvari í kirkjum í Suð-
ur-Dölum um fimm áratugi og er
enn. Hefur hann unnið mikið fyr-
ir sönglíf, sem og önnur menn-
ingarmál héraðsins. Annars eru
þau fá umbóta- og félagsmálin er
komið hafa á dagskrá í Suður-
Dölum síðustu áratugina, þar sem
Gísli í Geirshlíð hefur ekki að
einhverju komið við sögu. Hann
hefur verið í hreppsnefnd um 40
ára skeið og oddviti nálega þrjá
áratugi. í sóknarnefnd og formað-
ur Ræktunarsambands Suður-Dala
um skeið svo eitthvað sé nefnt
og alls staðar hefur hann áunn-
ið sér fyllsta traust fyrir drengi-
lega framkomu, ósérplægni og
dugnað við að ráða fram úr vanda-
málunum, enda er maðurinn úr-
ræðagóður og bjartsýni er hon-
um í blóð borin. Margur hefur því
leitað til hans og þeirra hjóna, því
allir finna fljótt að þeim er Ijúft
að leysa hvers manns vanda.
Gísli er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Kristín Jósefsdóttir frá
Fremri-Hrafnabjörgum, sem hann
missti eftir stutta sambúð. Síðari
kona hans er Steinunn Guðniunds-
dóttir, ljósmóðir mikíl dugnaðar og
sæmdar kona. Þau eiga tvö góð
og myndarleg börn og eina fóstur-
dóttyr, sem öll eru gift og nokkur
efnileg barnaböm, sem spá góðu
um framtíðina.
Ég og fjölskylda mín senda Gísla
Þorsteinssyni og fólki hans öllu
beztu hamingjuóskir í tilefni dags-
ins, með þeirri ósk og von að
heilsa hans og starfsorka endist
lengi enn okkar kæru ættarbyggð
til heilla.
FJ.
Lárus Kristjansson
trésmíðameistari, Stykkishólmi
Lárus Kristjánsson trésmíða-
meistari í Stykkishólmi lézt í
sjúkrahúsi kauptúnsins 9. júlí þ.á.
Lárus var Skógstrendingur að
ætt og uppruna, fæddur að
Straumi 2. ágúst 1883, sonur bú
andi hjóna þar á bæ, Kristjans
Björnssonar bónda og gullsmiðs
að Narfeyri og konu hans, Vil-
borgar Jósepsdóttur Hjaltaiín
bónda að Valshamri Jónssonar
prests að Breiðabólsstað.
Lárus vann að trésmíði að segja
má alla ævi, þótt hann á unglings
árum gegndi fleiri störfum, sem
sveitapiltur. Smíðar lærði ftann
hjá Rögnvaldi Lárussyni, þá
bónda að Straumi. Síðar fluttust
þeir til Stykkishólms. Þar kom
Rögnvaldur sér upp húsi til að
smíða báta í og vann að þeirri
smíð jafnan síðan. Lárus vánn þar
oft, einkum á vetrum. Á sumrin
vann hann að húsasmíðum út um
sveitir. Var manna bónþægastur
að vera við kvabbi manna, þótt
ekki væri alltaf um stórt að véla.
Iðni, trúmennska og vönduðheit
í hvívetna voru honum í blóð bor
in.
Lárus Kristjánsson var einn
hinna kyrrlátu í landinu. Dagfars
prúður glaðlyndur og hógvær og
vann traust og vináttu samverka
manna og annarra, sem kynntust
honum. Kona Lárusar var Þórey
Nikurlásdóttir Bjarnasonar bónda
að Hraunhöfn. Hjónaband beirra
Lárusar og Þóreyjar varaði nær
fellt 58 ár. Þórey dó á liðnum
vetri.
Mjog voru þau samhent um
heimilishald og uppeldi barna
sinna. Meðal barna þeirra er Bene-
dikt skrifstofustjóri við verzl-
unar og útgerðarrekstur Sigurðar
aiþingismanns Ágústssonar.
Lárus var jarðsunginn frá Stykk
ishólmskirkju 16. júlí við mikið
fjölmenni.
Ekki er það síztur vottur um
vinsemdir Lárusar við menn, sem
einhvern tíma höfðu unnið með
honum eða notið tilsagnar hans
komu frá fjarlægum héruðum að
votta honum virðingu við jarðar-
förina.
Lárus var orðinn þreyttur eftir
langa starfsævi og þurfti hvíldar
við.
Jónas Jóhannsson
Öxney.
Kaupstefnan í Leipzig
stendur 4. -11. sept.
PUSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTUR
Einangrunarplast
Seljum allar qerðir af
pússninaasandi neim
fluttan oo blásinr ’nn
Þurrkaðar vikurplötur
OO einanoriinarole'-l
Sandsalan við Elliðavoq st
Elliðavogi 115 simi 30120
FB-Reykavík, föstudag.
Haustkaupstefnan í Leipzig
hefst 4. septemþer n.k. og stendur
til 11. september. Á haustkaup-
stefnunni verða þátttakendur fram
leiðendur neyzluvarnings í rúm-
lega 60 löndum, en stærst verður
sýning þýzka alþýðulýðveldisins.
Sýningarsvæðið er yfir 100.000 fer
metra.
— Átta alþýðulýðveldi hafa þegar
tilkynnt þátttöku sína í haustsýn
ingunni á kaupstefnunni í Leipzig.
Þau sýna í 70 vöruflokkum og á
5000 fermetra sýningarsvæði.
Tékkneska lýðveldið verður
stærsti þátttakendinn með um
1700 fermetra. Norður-Kórea, vSem
ekki hefur tekið þátt í kaupstefn-
unni í Leipzig í nokkur ár, verður
aftur með að þessu sinni.
Á kaupstefnunni í Leipzig I
haust munu sýna 6500 framleið-
| endur frá 60 löndum og reiknað
| er með heimsókn 250.000 kaup-
I sýslumanna frá 80 löndum. Kaup-
stefnan verður nú haldin undir
kjörorðunum: „Fyrir frjáls heims
iviðskipti og fyrir tæknilegar
framfarir."
Til þess að aðstoða við að ná
tþessu marki, stendur sýningar-
| svæði til afnota í Leipzig, sem nem
ur samtals 130.000 fermetrum.
Auk þess standa til afnota földi
skrifstofa fyrir fárfestingariðnað
, inn, sem sýnir í haust.
i Fyrirtæki frá 20 Evrópulöndum
j hafa tilkynnt þátttöku sína í haust
I sýningunni 1966, auk sósíalista-
1 landanna í Evrópu. Stærst er þátt
taka Frakklands með 1200 ferm.
síðan Austurríki, Holland, Stóra-
Brelanda og Ítalía. Sviss sýnir nú
á mun stærra svæði en áður. Mikil
þátttaka er frá Vestur-Þýzkalandi
og m.a. heimsþekkt firmu eins og
Degussa, Goldpfeil og Farbwerke
Hoechst.
Frá Svíþjóð sýna 6 þekkt fyrir-
irtæki vörur úr timburiðnaðinum.
Önnur sýna matvörur, einkum fisk
og fiskniðursuður, grænmeti,
ávexti, heimilisáhöld, skó og fata-
efni. Meira en 60% af sýningar-
svæði Dana er notað fyrir fisk og
fiskniðursuður, ávexti og græn-
meti. Finnar sýna aðallega mat-
ivæli og er lögð áherzla á sölu
mólkurafurða. Frá afrisku og ara
bisku löndunum er stærsta þátt-
'takan frá Libanon, en síðan sýna
arabiska sambandslýðveldið og
j Marokko.
I Framhald á bls. 15
/