Vísir - 03.05.1975, Síða 4
4
Vísir. Laugardagur 3. mai 1975.
GOÐ RAÐ ÞEGAR
FYRSTA ÚRIÐ ER KEYPT
Hafið þetta i huga þeg-
ar þið kaupið úr handa
barni:
Úrið þarf að hafa greinilegar
tölur sem er auðvelt að lesa.
Það getur lika verið gott að hafa
IIMIU
IM
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Áður fyrr var úr
nokkuð sem tilheyrði
fermingargjöfum. Nú
tiðkast það að gefa úr i
afmælis- og jólagjafir,
og fæstir þurfa að bíða
fram að fermingu eftir
úrinu. Sum börn fá t.d.
úr um leið og þau byrja
i skóla.
Það er ýmislegt sem við vit-
um ekki þegar við förum út i það
að kaupa úr. Hvernig úr á að
kaupa, hvað á það að kosta,
hvar er bezt að kaupa það
o.s.frv. Ýmsar spurningar
vakna. Við ætlum ekki að svara
þvi hvað úrið á að kosta eða
hvar bezt er að kaupa það. Hins
vegar getum við gefið nokkur
góð ráð um það hvað beri að at-
huga, og hvað ýmsar staðreynd-
ir merkja.
„Waterresistent eða Water-
proofþýðir að úrið er vatnsþétt
og þolir vatn að vissu marki.
Maður getur dýft hendinni með
úrinu á I vatn, án þess að það
skaði. Hins vegar þýðir það ekki
að við getum farið með úrið i
bað. Bezt er því að taka úrið af
sér þegar þvegið er upp og ann-
að slikt.
„Kafaraklukkur” eru ekki
alltaf þær réttu sem hægt er að
synda með í vatni. Oft lita úr
þannig út, en hafa samt ekki
sama eiginleika til að bera og
ekta kafaraúr.
Hringlaga úr er auðveldara
að fá þétt heldur en t.d. ferkant-
að eða kantað. Auðveldara er að
festa glerið. Það er haft aðeins
oft stórt og siðan þrýst niður i
kassann, sem umlykur úrverk-
iö. Bakhliðin er skrúfuð föst.
Erfiöara er hins vegar að gera
köntuð úr eins þétt.
Stainless steel backmerkir að
bakhliðin er úr ryðfriu stáli.
Framhliðin er hins vegar oftast
úr mýkri málmi, húðuðum með
nikkel eða öðru.
Það verður að gæta þess að úr
það sem keypt er hafi sterkan
kassa, sérstaklega þegar keypt
er barnaúr. Það er nefnilega
kassinn sem á að vernda úrið
gegn höggum. Þess vegna er
dýrt gullúr ekki alltaf heppilegt
til daglegrar notkunar. Kassinn
getur verið svo þunnur og við-
kvæmur, að það má helzt ekki
snerta hann um of.
Glerið á klukkunni er nú oft-
ast plast. Það getur rispazt en
endist betur en glerið.
Antimagnetic merkir að
sekúnduvlsa sem eru þá
kannski I öðrum lit.
Engin nauðsyn .er að úrið
trekki sig sjálft. Það er ódýrara
að fá úr sem þarf að trekkja og
þaö er llka skemmtilegra fyrir
bamið. En gætið þess að það sé
ekki erfitt að trekkja það.
Fyrsta úrið ætti að endast I
5—6 ár, siðan getur verið ágætt
að fá úr sem trekkir sig sjálft.
Sjálflýsandi tölur og vlsar eru
skemmtilegir en alls ekki nauð-
synlegir. Gætið þess svo að á-
byrgö fylgi úrinu og týnið ekki
ábyrgðarseðlinum!
Það eru mörg atriði sem okkur láist kannski aö gæta að þegar kaupa á úr. Við gefum nokkur góð ráð hér
á siðunni.... (ljósm.: BG)
gangur úrsins á ekki að truflast
þrátt fyrir segulmagn heldur
halda áfram að ganga á sinn
rétta hátt.
Shockprotected er sama og
höggvarið eða höggöruggt. óró-
inn I úrverkinu er byggður I
fjaðrandi legur svo að hann þol-
ir vissan fjölda högga eða
árekstra, án þess að skaðast.
Börn ættu að hafa höggvarin úr.
17 jewels eða einhver önnur
tala stendur oft á úrum. Og hvað
þýðir það nú? Jú, í úrverki er
fjöldi af hlutum sem hreyfast á
móti hvor öðrum. Á 17 af þess-
um stöðum er það sérstaklega
mikilvægt að legurnar eyðist
ekki og byrji að losna þvl að þá
fer úrið að ganga vitlaust.
Þessir 17 staðir eru oft byggð-
ir I gervisteina, oftast rúblna,
sem eru svo harðir að þeir eyð-
ast ekki þrátt fyrir stöðugan
gang úrsins. Hafi klukkan fleiri
en 17 steina er það auðvitað
ágætt, en það er oft ekki nauð-
synlegt.
Incabloc er sérstök tegund af
legum og er um leið merki fyrir-
tækis.
Þegar lítið
er hœgt
að gera....
Þegar rignir eða blæs og veðr-
ið gefur ekki mikla möguleika á
leikjum úti fyrir, kunna krakk-
arnir sjálfsagt að meta þaö að
hafa eitthvað fyrir stafni inni.
Sjálfsagt er hugmyndaflugið
nóg til þess að þau hafi það, en
ef til vandræða kemur og ekkert
viröist skemmtilegt, þá komum
við hér með nokkrar uppástung-
ur.
Rella
Sllka getur
verið gaman að
búa til. A mynd-
unum má sjá
nákvæmiega
hvernig hún er
búin til. Málið
hana skemmti-
lega.
Eigið bió
Til þess að búa til bló þarf
einn pappakassa. Skerið glugga
á eina hlið hans og slðan tvær
skorur á langhliðarnar eins og
myndin sýnir. Dragið „film-
una”, sem er papplrsræma sem
búið er að teikna á I gegn. Ljós
má svo fá með þvl að koma
vasaljósi fyrir eins og sýnt er.
Að vera einhver
annar......
Að þykjast vera einhver ann-
1 ar eða leika persónu I leikriti er
vinsælt. Nýtt andiit er hæglega
hægt að gera á nokkrum mlnút-
um með gerviefni, pappirs-
skeggi, papplrsgleraugum eöa
jafnvel nýtt höfuð með einum
bréfpoka. Svo má búa til kórónu
og ýmislegt annað.
Hvert barn sem ætlar að taka þátt I leiknum teiknar skjald-
böku eða eitthvert annað dýr. Gæta verður þess að afturfæt-
urnir standi aftur eins og við sjáum hér á myndinni. Llmið
dýrið slöan á þykkari papplr, t.d. karton. Gerið gat I gegnum
dýrið eins og sýnt er á myndinni. Hæfileg stærð myndast viö
að stinga blýanti eða penna I gegn.
Þræðið langa snúru I gegn og bindið annan endann við stól-
fót, borðfót eða annað. Haldið hinum endanum I hendinni og
reyniö slðan að fá dýrið til þess að mjakast fram á við með
þvl að hreyfa þráðinn á tilheyrandi hátt. Sá sigrar sem fyrst-
ur nær dýrinu yfir til sln. Bezt er að vera við leikinn þar sem
teppi eða motta er á gólfinu. Annars verður of sleipt.