Vísir - 03.05.1975, Síða 6

Vísir - 03.05.1975, Síða 6
6 Vísir. Laugardagur 3. mai 1975. visir ÍJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: y Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúia 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuOi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakiO. BlaOaprent hf. Útgerðar-ólánið Þráskák þrýstihópanna i efnahagslifinu er einna stórbrotnust umhverfis aðalþræl þjóðfé- lagsins, sjávarútveginn. Efnahagsbjargráð alþingis á undanförnum vetri eru ljóst dæmi um ölduhæðina i þessum sviptingum. Þrýstihópur sjávarútvegsins ræður að vissu marki öllu, sem hann vill ráða. Hann getur látið stjórnmálamennina tryggja sjávarútveginum að meðaltali núllrekstur i greininni sem heild. En meira getur hann ekki, þvi að þá er öðrum þrýstihópum að mæta, sem eru lika voldugir. Þrýstihópur sjávarútvegsins hefur ekki mátt til að knýja fram raunhæf hlutaskipti á flotanum né rétta skráningu gengis krónunnar. Núverandi hlutaskiptareglur taka hvorki tillit til aukinnar þátttöku rándýrs tækja- og veiðar- færabúnaðar i kostnaðinum við að ná inn aflan- um, né til aukinnar þátttöku oliuverðsins i þess- um kostnaði. Ólán sjávarútvegsins er, að viðsemjandinn um hlutaskiptin kann ekki að beita spjótum sinum gegn réttum atriðum. Forsvarsmenn sjómanna- félaganna eru sifellt að berjast við útvegsmenn um hlutaskiptin og sjá ekki lengra en nef þeirra nær. Ef þrýstihópar útgerðar og sjómanna hefðu betri sýn yfir hagsmuni sina, sneru þeir saman bökum til að knýja upp fiskverðið. Jafnframt mundu þeir gera bandalag við þrýstihóp fiskiðn- aðarins um að fá gengi krónunnar lækkað, svo að fiskiðnaðurinn geti greitt hærra fiskverð. Of há gengisskráning er meginástæðan fyrir þvi, að sjávarútvegurinn nýtur ekki afkasta sinna. Árlega eru milljarðar fluttir frá fiskiðju, útgerð og sjómönnum út i aðra þætti þjóðlifsins með rangri skráningu gengis krónunnar. Hér á landi er aflamagnið á hvern sjómann þrisvar. sinnum hærra en hjá Vestur-Þjóðverjum, sem næstir koma, og tiu sinnum hærra en hjá fjölda þjóða. íslenzkur sjávarútvegur ætti þvi að vera mjög arðbær, meðan sjávarútvegur ann- arra þjóða lifir á styrkjum. En samt berst islenzkur sjávarútvegur i bökk- um, Of há gengisskráning skyldar hann til að halda uppi flottheita-lifskjörum i landi, svo og til að halda uppi efnahagslegum ómögum á borð við landbúnaðinn. Alþýðusamtökin i landinu sjá nefnilega til þess, að stjórnmálamennirnir þora aldrei að lækka gengið niður i raunverulegt verðgildi krónunn- ar. Gengi hennar er þvi jafnan of hátt skráð, einnig strax eftir gengislækkanir. Áhrif þrýstihóps sjávarútvegsins renna þannig út i sandinn, þegar þau mæta áhrifum þrýstihóps alþýðusamtakanna. Þetta hefur freistað sjávarútvegsins til að leita i vaxandi mæli á náðir rikisvaldsins. Stjórnmálamenn og hagfræðingar sitja þess vegna með sveittan skallann við að byggja spila- borgir millifærslusjóða, sem greiða niður oliu, af- borganir og vexti, svo og tryggingar fiskiskipa — allt til að bæta sjávarútveginum upp rangt gengi og röng hlutaskipti. Það eru sérkennileg örlög undirstöðu efnahags- lifsins, sjávarútvegsins, að vera i miðjum vita- hring þráskákar þrýstihópakerfisins og búa þess vegna við skipulagðan núllrekstur eins og hag- fræðingar stjórnmálamannanna meta hann á hverjum tima. — JK Þriðjungur Þjóðverja kýs í dag Nær þriöjungur kjósenda I Vestur-Þýzkalandi gengur til at- kvæöa i þýöingarmiklum sveita* stjórnar- og heimaþingskosning- um. Úrslit þeirra eru likleg til þess aö hafa mikil áhrif á þá átján mánuöi, sem eftir eru af kjör- timabili sambandsstjórnarinnar. Um tólf milljónir kjósenda eru á kjörskrá i Norður-Rin og West- pfalen en til þess heyra stórborg- ir eins og Köln, Bonn og svo Ruhr. Enda er það stærst tiu rikja Vest- ur-Þýzkalands. Allir flokkar búast við þvi að úrslitin verði naum i kosningun- um um þingsætin i Diisseldorf. Þeir, sem bjóða fram, eru sósial- demókratar Helmuts Schmidts kanslara og samstarfsflokkur þeirra i sambandsstjórninni, frjálslyndir demókratar. í and- stöðu er flokkur kristilegra demókrata. Sömu flokkar, sem standa að sambandsstjórninni, fara með stjórn i Norður-Rin og West Pfa'.en — Hins vegar fara kristi- legir demókratar með stjórn i Saarlandi, sem er næst minnsta riki V-Þýzkalands, en þar er einn- ig gengið til kosninga á morgun. Kosningabaráttan hefur að mestu borið svip af efnahagsmál- unum, en árásin á sendiráð Þjóð- verja i Stokkhólmi i siðustu viku rifjaði upp ránið á Peter Lorenz borgarstjóraefni kristilegra demókrata i Berlin og vakti upp umræður um strangari gæzlu lag- anna og viðurlög við afbrotum. Þótt menn búist við naumum úrslitum og treysti sér ekki til að spá fyrir um þau, þá ala kristileg- ir demókratar með sér vonir um að steypa stjórn sósialdemókrata og frjálslyndra. Hinir siðar- nefndu hafa farið með stjórn Norður-Rin og Westpfalen siðan 1966 undir forystu Heinz Kiihn, sem 63 ára að aldri, þrautreyndur stjórnmálamaður og varafor- maður sósialdemókrata likt og Schmidt. Færi svo, að kristilegir demó- kratar næðu meirihluta I Diissel- dorf og héldu velli i Saarlandi, stæði sambandsstjórnin i Bonn tæpt, það sem hún á eftir af kjör- timabilinu, en það rennur út i nóvember 1976. Þótt stjórn Schmidts hafi öruggan meirihluta i „Bundes- tag” (neðri deild sambandsþings- ins), þá hafa kristilegir demó- kratar eins atkvæðis meirihluta i „Bundesrat” (efri deild), en þar sitja fulltrúar sveitastjórna rikj- ánna tiu. Þetta hefur orðið til þess, að nokkrum slnnum hefur Þýðingarmestu ríkiskosningar Þýzkalands, sem gœtu haft áhrif á þá 18 mánuði, sem eftir eru af kjörfímabili sambands- ctjórnarinnar stjórnarandstöðunni tekizt að seinka stjórnarfrumvörpum og jafnvel stöðva þau alveg með því að fella þau i efri deildinni. Vinni kristilegir demókratar algeran sigur i báðum fylkjunum hafa þeir 26 sæti i „Bundesrat” á móti aðeins 15 hjá sósialdemó- krötum og frjálslyndum. — Það mundi leiða til þess að stjórnar- flokkarnir misstu meirihluta sinn i ýmsum áhrifamiklum þing- nefndum. Ef allt verður hins vegar óbreytt eftir kosningarnar, verður staðan áfram i Bundesrat, 21-20 fyrir stjórnarandstöðuna. En vinni stjórnarflokkarnir Saarland og haldi þeir áfram Norður-Rin og Westpfalen, hreppa þeir 23-18 meirihluta I Bundesrat. Þannig er mikið i húfi i þessum kosningum, beinlinis vegna þing- sætafjöldans i efri deildinni. Þar við bætist svo, að þessar fjöl- mennu kosningar þykja nákvæm skoðanakönnun á fylgi flokkanna meðal kjósenda. Leggja flokk- arnir þvi mjög upp úr þvi, að úr- slitin sýni fylgisaukningu. Leiðtogar landssamtaka flokk- anna hafa þvi látið kosninga- baráttuna mjög til sin taka, og gengið þar fram við hlið forystu- manna flokksdeildanna heima fyrir. Það hefur sett nokkurn svip á kosningaundirbúninginn, að öryggisvarzla flokksleiðtoganna hefur verið hert til mikilla muna eftir sendiráðsárásina i Stokk- hólmi og ránið á Peter Lorenz. Hvar sem þeir hafa komið fram, Schmidt kanslari, Willy Brandt, Hans-Dietrich Genscher, Franz Josef Strauss, eða Helmut Kohl, svo að einhverjir séu nefndir, hafa fylgt vopnaðir lögreglu- menn, sem gæta þeirra á fundum og i húsvitjunum. 1 siðustu kosningum 1970 fengu sósialdemókratar 46,1% atkvæða, frjálslyndir 5,5% og kristilegir demókratar 46,3%. — í Saarlandi fengu kristilegir demókratar 47,8%, sósiaidemókratar 40,8% og frjálslyndir 4,4% (og þvi engan mann kjörinn, þvi að stjórnar- skráin krefst þess, að flokkur fái að minnsta kosti 5% til að koma manni að). Þótt frjálslyndir kæmu ekki manni að siðast i Saarlandi, þá eru flestir þeirrar skoðunar, að þeir komi allt að þrem mönnum að á morgun. En alls sitja 50 full- trúar þingið i Dilsseldorf, svo að slikur sigur frjálslyndra gæti þýtt, aö kristilegir demókratar llllllllllll UMSJÓN: G.P. Ktfhn leiötogi sósialdemókrata i Dusseldorf, sem veriö hefur for- sætisráöherra heimastjórnarinn- ar siöan 1966. yrðu að bæta við fylgi sitt 2,5% eða svo til að halda meirihluta sinum. Leiðtogarnir hafa mjög brýnt fyrir kjósendum að skila at- kvæðum sinum og spá þvi, að úr- slitin geti orðið undir broti úr prósentu komin. Æði margir eru þó fjarri heimilum sinum núna um helg- ina, þvi að þeir tóku sér fri frá störfum til að nota helgina vel og 1. mai fridaginn. Utankjörstaða- atkvæði geta þvi ráðið miklu, þvi að menn ætla að um 1 milljón kjósenda veröi ekki heima til að greiða atkvæði. — Kristilegir demókratar og frjálslyndir telja sig eiga vissa betri þátttöku, þvi að þeirra utankjörstaðaatkvæöi hafa yfirleitt skilað sér betur, en sósialdemókrata. Forystumenn sósialdemókrata krunka saman. — T.v. Schmidt kanslari en t.h. Willy Brandt, formaöur flokksins.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.