Vísir - 03.05.1975, Síða 9
Vísir. Laugardagur 3. mai 1975.
■■■
LANDSLEIKIR VIÐ SVISS A HOTEL LOFTLEIÐUM
SVISS VANN SÍÐAST
- SÖFNUM LIÐI OG...
Einn mesti bridgeviðburður á
islandi hefst i dag i Vikinga-
sainum á Hótel Loftleiðum, en
þá leiða saman hesta sina sviss-
neska landsliðið undir forystu J.
Ortiz-Patino og meistarar
Bridgefélags Reykjavikur, sveit
Hjalta Eliassonar. Hefst leikur-
inn kl. 13,30. Um kvöldið kl. 20
spila Svisslendingarnir við sveit
Þóris Sigurðssonar, tslands-
meistarana. A sunnudaginn
verða siðan tveir landsleikir og
spila fyrir tsland eftirtalin fjög-
ur pör:
Asmundur Pálsson — Hjalti
Eliasson
Hallur Simonarson — Þórir
Sigurðsson
Jakob R. Möller — Jón Baldurs-
son
Stefán Guðjohnsen — Simon
Simonarson
Fyrirliði landsliðsins verður
Rikarður Steinbergsson.
Landsleikirnir hefjast kl.
13,30 og kl. 20. Á mánudags-
kvöldið kl. 20 verður siðasti leik-
ur Svisslendinganna og spila
þeir við Urvalslið Bridgefélags
Reykjavikur undir stjórn Guð-
laugs R. Jóhannssonar.
Að lokum taka Sviss-
lendingarnir þátt i stórri
Barometerkeppni, sem spiluð
verður i Domus Medica á mið-
vikudagskvöld og allan fimmtu-
daginn. Verða há verðlaun i boði
fyrir þá sem hreppa efstu sætin.
Siðustu viðskipti okkar við
Svisslendinga voru i Tel Aviv i
fyrra og lauk þeim leik með
stórsigri Svisslendinga, eða 20
gegn minus 3. Fyrri hálfleikur
var nokkuð jafn, eða 49-42 fyrir
Sviss, en seinni hálfleikur var
algjör einstefna Svisslending-
anna og endaði sá hálfleikur 77-
4. Þann hálfleik spiluðu fyrir
Sviss, Besse — Bernasconi og
Trad — Fenwick, en Island, As-
mundur — Hjalti og Guðlaugur
— örn. Þeir félagar fá fyrsta
Evrópumótið i Aþenu 1971 1-19
Evrópumótið f Ostend 1973 10-10
Evrópumótið i Tel Aviv 1974 4-
3-20
Ef til vill eru ofangreindar
tölur táknrænar og lýsa þeirri
þróun, sem átt hefur sér stað
varðandi frammistöðu okkar á
Fyrirliði svissnesku sveitarinn-
ar er Jaime Ortiz-Patino.
tækifærið til þess að hefna
harma sinna og verður fróðlegt
að fylgjast með þvi.
Annars hefur landsliðum okk-
ar yfirleitt gengið mjög vel á
móti Sviss og hér eru nokkrar
tölur til staðfestingar þvi:
Evrópumótið i Torqay 1961 6-0
Evrópumótið i Baden-Baden
1963 6-0
Evrópumótið i Dublin 1967 4-4
ólympiumótið i Frakklandi 1968
13-7
Evrópumótið i Oslo 1969 7-1
Evrópumótið i Estoril 1970 + 4-
20.
GUÐMUNDUR OG KARL
„BEZTA PAR BR 1975"
Karl Sigurhjartarson og Guð-
mundur Pétursson, sem urðu
nr. 1 i Butler-keppninni og nr. 3 i
meistarakeppninni.
erlendum mótum. Seinni árin
hefur frammistaðan verið lak-
ari en áður og hverju sem um er
að kenna, þá er mál að linni.
Núverandi stjórn BSI hefur full-
an hug á þvi að snúa þessari
þróun við, en til þess þarf hún
bæði fjárhagslegan og félags-
legan stuðning. Við skulum
vona að hún fái hvort tveggja.
Nýlega lauk Butler-tvfmenn-
ingskeppni Bridgefélags
Reykjavikur og sigruðu Karl
Sigurhjartarson og Guðmundur
Pétursson.
Röð og stig efstu para var
þannig:
1. Guðmundur Pétursson —
Karl Sigurhjartarson 486
2. Jakob Ármannsson —
Páll Hjaltason 454
3. Hörður Arnþórsson —
Þórarinn Sigþórsson 442
4. Guðlaugur R. Jóhannsson —
Örn Arnþórsson 421
5. Magnús Aspelund —
Steingrimur Jónasson 415
6. Lárus Hermannsson —
Ólafur Lárusson 414
7. Sigurður Sverrisson —
Valur Sigurðsson 403
8. Einar Þorfinnsson —
Ásmundur Pálsson 388
9. Gylfi Baldursson —
Sveinn Helgason 380
10. Kjartan Jónsson —
Viðar Jónsson 380
Þeir félagar, Karl og Guð-
mundur, hlutu einnig titilinn
„Besta par BR 1975” en þeir
urðu i þriðja sæti i meistara-
keppni félagsins i tvimenning.
Starfsári Bridgefélags
Reykjavikur lýkur með heim-
sókn svissneska landsliðsins,
sem spilar hér 3.-9. mai.
I sfðustu umferð Butler-
keppninnar hélt ég á þessum
spilum:
4 K-G-10-4
V G-8-5-3
♦ A-G-9
* 10-3
Staðan var allir utan hættu og
vestur gaf. Vestur, félagi minn,
opnaði á þremur tiglum, norður
sagði þrjá spaða, suður fjögur
lauf, norður fjóra tigla, suður
fjóra spaða, norður fimm
hjörtu, suður sex lauf, norður
sex spaða og nú freistaðist ég til
þess að dobla. Suður sagði þá
sex grönd og norður sjö lauf,
sem ég doblaði einnig. Hin
undarlega sagnseria er þvi
þessi:
Vestur Norður Austur Suður
34 34 P * 1 2 3 4 5 6 7*
P 4a P 44
P c y P 6 4
P 6 4 D 6 G
P 7 4 D Allir pass.
Meðan beðið var eftir útspili
vesturs, höfðu n-s orð á þvi að
eitthvað hefði vist farið úr-
skeiðis I sögnunum, en þvi mið-
ur var ég ekki eins viss um það
og þeir. Grunur minn varð að
vissu þegar blindur lagði upp:
4 A-9-8-7-6-5-3
♦ A-K-4
♦ enginn
4 D-8-2
4 D 4 K-G-10-4
V10-9-7-6 VG-8-5-3
♦ K-D-10-8-6-5-3 ♦ A-G-9
4 5 410-3
42
VD-2
♦ 7-4-3
♦ A-K-G-9-7-6-4
Jú, ég átti að fórna i sjö tigla.
RÖNG ERU FLESTÖLL FLETIN MIN
Vorinu virðist fylgja undantekningalitið
þó nokkur vætutið hér á Suðurlandi.
Þannig tið kann að vera góð fyrir gras og
annan plöntugróður, en það má mikið
vera ef hún er ekki beinlinis óholl fyrir
mannskepnuna. Hún er kannski ekki jafn
óholl og að reykja sigarettur eða ganga
fyrir strætisvagn, en ef tii vill fullt eins
óhoil og að lesa dagblöðin eða horfa á 35
ára gamlar kvikmyndir i sjónvarpi 5
laugardaga i röð.
Jóhann Halldórsson yrkir.
Regnið bindur iind við lind,
Ijós og yndi flýja.
Vindar hrinda tind af tind
töframyndum skýja.
Svo kemur uppstytta. Þá er ekið út úr
borginni I langri lest alls konar bifreiða.
Og þeir sem ætluðu að flýja borgarysinn,
eina dagstund, komast að þeirri hryggi-
legu staðreynd, að fólkið hefur flutt þenn-
an ys með sér og finnur jafnframt að það
er ekkert verra en islensk náttúra full af
borgarys. Þá er ekki um annað að gera en
að óska þess heitt og innilega að nú fari
sem skjótast aftur að rigna.
Sigurjón Jónsson yrkir.
Ekki er votra veðra slot,
vætur blota hreysi,
hafa otað öllu á flot
út i notaleysi.
Með hækkandi sól eykst lifsgleði
manna, ekki sist þeirra, sem eiga ein-
hverja von um að g'éta tekið sér sumarfri
þetta árið. Nú hefur heyrst i lóunni,
þannig að við höfum ekki alið þær allar
sumarlangt i fyrra til þess eins að lenda á
borðum enskra lorda, og er það vel.
Rósberg G. Snædal yrkir.
Hlýnar vangur, grund og gil,
grænir anga hagar,
okkur fangið fullt af yl
færa langir dagar.
Það er ekki að ástæðulausu sem okkur
er mikið i mun að græða landið. Sumir
geta þetta af hugsjón, aðrir til að geta sið-
ar farið að græða á landinu. Jón Rafnsson
yrkir þegar hann fer um Meyjaskarð á
Reykjanesi.
Oft á minum vegi varð
visin jörð og iitil spretta,
margoft fór ég meyjaskarð
miklu gróðursælla en þetta.
Sumardagurinn fyrsti er liðinn, þó eru
él i lofti og klakaskánir á pollum.
Sumarið heilsar okkur likt og veturinn
kvaddi, eins og það viti ekki, hvort það er
að koma eða fara. Björgúlfur Þorvarðs-
son yrkir.
Vorið kallar veikum róm,
vitt á hjaila letrar:
,,í snjóinn falla foldarblóm
fyrir svalli vetrar.”
Skeggi Skeggjason sendir þættinum
eftirfarandi. I blaðinu 12. april er notast
við „skáldaleyfi” völ fyrir veli og ekkert
hlifst við ofhlaðandann. Þá datt mér i hug
að snúa þessu við:
Hér er flest á vonarveli,
að vandræðum við stefnum.
Þjóðin er að kalda hveli
komin i flestum efnum.
Þegar flest á vonarvöl
virðist óðum stefna,
tæpast þjóðar bætir böl
byrlun fíkniefna.
Okkar mannlif mótandi
margur þingið telur,
fyrst er Rikið fljótandi
fikniefnin selur.
Ef til vill er ástandið ekkert betra hjá
flokkunum á Alþingi, en hjá hjónunum:
Lifið þeirra er langof grátt,
lamað mjög af dauðum vonum.
Eiginlega aldrei sátt
útaf neinu af mistökonum.
Svo er það spurningin, hversu margir
það eru, sem eftir öðrum framburði
sinum, mundu ekki hafa neitt við þessa
visu að athuga?
Hans mun valla á hljóðunum
honum þagnað geta.
Honum er svo hungruðum,
honum þarf að éta.
Og:
Gamansemin lengir lif,
léttir allra göngu.
Einna mætust mannsins hlif
i mörgu hörðu og ströngu.
Sómi þinn og þjóðar er
þú að haldi vökunni.
Hjálpi þér til hendi hver,
að halda lifi i stökunni.
Ég þakka Skeggja bréfið og vona að
hann reynist sannspár i siðustu visunni.
Þá er hér visa eftir L.E. er hann nefnir
Horft á sjónvarp — ort á sjónvarp.
4 lesa fréttirnar,
furðu vekur alls staðar,
spegilmyndin sparnaðar,
spila á kostnað aiþjóðar.
Vegna þess að sjónvarpið hefur oft
verið gagnrýnt undanfarin ár, læt ég
fljóta með vfsu eftir Gisla Ólafsson sem
gæti bæði átt við sjónvarpið og einhverja
þeirra, sem hafa gagnrýnt það.
Röng eru flestöll fetin min
frá þvi sést til spora.
Gleymskan festir fortjöld sin
fyrir bresti vora.
Þá er að lokum önnur visa eftir L.E. og
er hún einnig um sjónvarp. Tilefnið var
þaö, að fyrir nokkrum árum kom hér upp
mikil pest sem herjaði eingöngu á sjón-
varpsmenn, lögðust um 100 manns og allir
sama daginn.
Bara að þeir verði nú veikir sem
lengst
svo að verstu plágunni linni.
Hiö göfuga hundrað, sem þyrmir
ei þjóð
nú þjáist á Hkama og sinni.
A meðan það varir þeir veröskulda
lof
fyrir verulega elskuleg kynni.
Ben.Ax.