Tíminn - 11.08.1966, Side 12
12
TIMINN
The Newgate Calender. Höf-
undur: George Theodore Wilk
inson, I—m. Útgáfa: ■ Panther
Baoks 1965. Verð: 15/— (þrjú
bin<fin).
Eins og stendur á titilblaði
gamallar útgáfu þessa rits, þá
er þetta „endurbætt skrá og
frásagnir um alræmda karakt
era, sem gerzt hafa brotlegir
við lög Englands á sautjándu
öld og siðar . . . glæpum þeirra
er lýst, dómsrannsókn og refs
ingu og síðustu viðbrögð-
um þeirra." Newgate var lengi
eitt alræmdasta fangelsi Eng-
lands, einkum ætlað föntum og
bófum, morðingjum og skúrk
um verstu tegundar, það var
talið byggt á 12. öld, en auð
vitað bætt við síðar. Þarna fóru
fram opinberar aftökur brota
manna utan múranna allt til
1868. Byggingar þessar voru
rifnar 1902. f þessum húsa
kynnum varð mannleg niður-
læging og grimmd hvað mest
í ríkjum Bretakonunga, þarna
gerðust margir óheyrilegir at-
burðir og þarna herbergjuðu
ýmsir alræmdustu karakterar i
glæpamannastétt Englend-
inga. Og hér er frásögn af
nokkrum þeirra. Þetta er hin
óhugnanlegasta lesning, euda
sparar höfundur ekki útmálan
ir og móralskar hugleiðingar
jafnframt. Þetta eru sannkall-
aðar hryllingsbókmenntir Und
irheimar 18. aldar birtast hér
í hárri birtu og eru ekki geðs
legir.
City of Night. Höfund
ur: John Rechy. Útgáfa: Pant-
her Books 1965. Verð: 7/6.
Höfundurinn fæddist í E1
Paso í Texas. Að aflok-
inni skólagöngu gekk hann í
herinn og dvaldist lengst af á
Þýzkalandi sem hermaður.
Hann fór vítt um Bandaríkin
eftir að herþjónustu lauk, sett
ist síðan að í fæðingarborg
sinni. Bókin kom fyrst út í
Bandaríkjunum 1963 og er nú
endurprentuð í þessari útgáfu.
Hún vakti feikna athygli og
varð strax mjög umdeild. Sag
an gerist í vissum hverfuin
New York borgar, undirheim-
unum, einnig lýsir höfundur
ur svipuðum slóðum í New Orl
eans og Los Angeles. Höfund
ur lýsir lífi þessa undirheima
lýðs og hinna síhungruðu. Þetta
er efni, sem menn kjamsa
gjarnan á, en höfundur ségir,
frá þessu á hiutlausan og
fjarrænan hátt, sem eykur ekki
lítið áhrif sögunnar. Kynvilling
ar eru víða litnir hornauga og
eiga formælendur fáa, þessi
saga fjallar um þá manntegund
og eymd þeirra og niðurlæg-
ingu í þjóðfélagi, sem er þeim
fjandsamlegt. Bókin hefur
fengið þokkalega dóma í Eng-
landi í blöðum eins og Sunday
Times og Guardian.
Coleridge: Poetry and Prose.
Edited with an Introduction by
Charlos Baker. Útgáfa: Bantam
Books 1965. Verð: 12/6.
Þessi bók er ætluð að vera
kynningarrit á þessu afkasta-
mikla skáldi og rithöfundi,
heildarverk hans fylla nær því
tólf þéttprentuð bindi. Hér
gefst sýnishorn af skáldskap
hans, gagnrýni, bréfum og öðr-
um greinum. Höfundurinn fædd
ist 1772 og deyr 1934. Hann
var einn forvígismanna Róm
antísku stefnunnar á Englandi.
1798 gaf hann út ásamt Words
worth „Lyrical Ballads", sem
varð það rit sem átti hvað mest
an þátt í að ryðja rómantísku
stefnunni til rúms þar í landi,
þar birtist „Rime of the Anci-
ent Mariner" meðal annarra
kvæða. Bréf hans gefa bezta
lýsingu á skáldinu, þar birtist
hann vinum sínum afdráttar-
laus og án allar sýndar
mennsku. Útgefandi hefur val-
ið fimmtíu og eitt bréf í þetta
safn. Áhrifa hans gætti strax
á honum yngri skálduin og skoð
ana hans sem gagnrýnanda
gætti ekki síður meðal sam-
tíðarmanna hans og síðari
tíma. Hartley sonur hans var
einnig skáld og dóttir hans
Sara, gaf út verk föður síns.
Þessi bók er gott sýnishorn
af verkum Coleridge og er
smekklega útgefin.
Karl der Grosse. Höfundur:
Josef Fleckenstein. Útgáfa:
Musterchmith Verlag 1962.
Verð: DM 3.90.
Karlamagnús var við ríkis-
stjórn í fjörutíu og sex ár og
er einn frægasti landstjórn
armaður Evrópu. Áhrif hans
urðu víðtæk og langvarandi og
hann er sá maður, scm lagði
grundvöllinn að mótun Evrópu.
Áhrifa hans gætir bæði í land
stjórn og listum og bókmennt
um. Smákonungar norður á
hala heimsins taka hann sér til
fyrirmyndar og berjast til víð
lendara ríkis, hann er ágætur
í sögum og kvæðum og frægð
hans berst þangað, sem leiðir
Evrópumanna liggja. Hann
stuðlar mjög að listsköpun í
hinu víðlenda ríki sínu og
berst gegn heiðni af miklum
krafti, fer ekki ófáar ferðir
gegn Söxum, og tekst loks eft
ir langa mæðu að þvinga þá
þrjózku þjóð til réttrar trúar,
einnig tekst honum að hrekja
allar hættulegar villiþjóðir frá
áhrifum í Mið-Evrópu. Allt frá
því að Einihard setti saman sína
bók um Karl mikla, hefur hver
kynslóð skrifað eða endurbætt
fyrri rit um þennan ágæta
keisara og hér er eitt nýtt af
nálinni. Þetta rit er að vísu
ekki stórt, en því greinabetra
og ýtarlegra. Höfundur þess er
dósent í miðaldasögu við há-
skólann í Freiburg í Breisgau.
Hann fæst einkum við stjórn
lagasögu, þjóðfélagsfræði og
menningarsögu miðalda. í þess
ari bók rekur hann sögu keis
ara frá fæðingu og til dánar
dægurs, lýsir herferðum hans
og rekur menningarstarf-
semi hans og landstjórnarmáta.
Hann réð yfir mjög víðlendu
ríki og tókst að halda því sem
heild, en það var ekki á neins
manns færi nema hans, eins
og síðar kom á daginn. Bókin
er liðlega skrifuð og ágætur
inngangur að sögu þessa ágæta
landstjórnarmanns.
The Splendour of Greece.
Höfundur: Robert Payne. Út-
gáfa: Pan Books 1964. Verð:
5/—
Höfundur hefur sett saman
yfir fimmtíu bækur. í þessari
bók ferðast hann með lesand
ann um Grikkland og 'grísku
eyjarnar. Hann fer til Mykene
og Olympíu, Delfí og Aþenu,
Kórintuborgar, Rhódos og
margra annarra frægra staða.
Höfundur lýsir þessum héruð-
um og stöðum og tengir þá sög
unni og goðsögnum. Honum
tekst einkar vel að tengja sam
an sagnfræði, fornminjafræði
goðsögur, þjóðsögur, bókmennt
ir og listasögu á sérstaklega að
gengilegan hátt. Saga Forn
Grikkja hefur frá upphafi ork-
að sterkt á hugi manna í Evr-
ópu, enda nokkur von til þess
þar eð Evrópuþjóðirnar hafa
svo margt þaðan í menningu
sinni og hugsunarmáta. Fjöldi
bóka er stöðugt saman settur
um þessi efni og er þetta ein
þeirra, sem aðgengilegust er,
enda hefur bókin fengið ágæta
dóma sem slík. Nokkrar mynd
ir fylgja ásamt registri.
TREFJAPIAST
PLASTSTEYPA
Húseigendur! Fylgizt me3
tfmanum. Ef svalirnar eða
þakið þarf endurnýjunar
vlð. eða ef þér eruð að
bygrSÍa. þá látið okkur ann-
ast um lagningu trefja-
plasts eða plaststeypu á
þok, svafir, gólf og veggl á
húsum yðar, og þér burfið
ekki að hafa áhyggjur af
þvl í framtíðinni.
Þorsteinn Gísiason,
málarameistari,
sími 17-0-47.
Klæðningar
Tökum að okkur ttlæðninp
ar ag viðgerðir á tréverld
á bólstruðum húsgögnum
Gerum einnig tilboð 1 við-
hald og endurnýjun á sæt-
um t kvikmyndahúsum fé-
lagsheimílum áætlunarbif
reiðum og öðrum bifreið-
um 1 Revkjavík os nær
sveitum
Húsgagnavinnuctofa
Qiarna op Samúels,
Efstasundi 71, Reykjavík
sími 33-6-13.
TRÉSMIÐJAN,
Holtsgötu 37,
framleiðir eldhúss- og
svefnherbergisinnréttingar.
Smíðum svefnherbergis-
og ^idhúsinnréttingar.
SlMI 32 2-52.
3 hraðar, tónn svo af ber
i .i :rK>\
BELLA MUSiCA 1015
Spilari og FM-útvarp
ii :tiív
AIR PRINCE 1013
Langdrægt m. bátabylgju
Radióbúðin
Klapparstig 26, sími 19800
BRIDGESTONE
HJÓLBARÐAR
Síaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi I akstri.
BRIDGESTONE
ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og viðgerðlr.
Simi 17-9-84
Gúmmíbarðinn hi,
Brautarholti 8,
Auglýsið í TIMANliM
FIMMTUDAGUR 11. ágúsl 1966
SPORTFATNAÐUR
i MIKLU ÚRVAU
E L F U R
Laugavegi 38,
Skólavörðustíg 13,
Snorrabraut 38.
NITTO
JAPÖNSKU NITT0
HJÓLBARÐARNIR
(flestum stærð.um fyrirliggjandi
f Tollvörugeymslu.
FLJÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholfi 35 — Sfmi 30 360
BARNALEIKTÆKl
★
ÍÞRÓTTATÆKI
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar,
Suðurlandsbraut 12,
Sími 35810.
I