Vísir - 21.05.1975, Side 9

Vísir - 21.05.1975, Side 9
Vísir. Miövikudagur 21. mai 1975 9 cTMenningarmál Kunna illa við sig a grasinu KVIKMYNDIR Sjónvarp Lénharður fógeti. Framleiðandi: RUV Leikstjóri: Baidvin Halldórsson Upptaka: Tage Ammendrup Kvikmyndun:HaraIdur Friðriksson Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfs- son, Sunna Borg, Kvikmyndin um Lén- harð fógeta hafði kvik- myndasögulegt gildi áður en farið var svo mikið sem skipa leikurunum i hlutverk- in. Þetta er stærsta leikna kvikmynda- verkið, sem tslending- ar hafa ráðizt i á eigin spýtur án allrar er- lendrar aðstoðar. Sem slikt markar verkið spor i fáskrúðuga sögu þessarar list- greinar á Islandi og er vonandi að myndin um Lénharð fógeta verði ekki bæði upphafið og endirinn á þeirri sögu, heldur fylgi aðrar myndir i kjölfarið. En að myndin um Lénharð marki spor i menningarsögu ís- lands á annan hátt en þennan dreg ég i efa. Nú er alltaf svo að brautryðjendastörf fela i sér óskaplegt magn illleysanlegra Curt (Richard Dreyfuss) hefur nælt sér I óþægilegan kunningsskap siðasta kvöldið. Til að koma i veg fyrir alvarleg vandræði fær hann eiganda leiktækjahússins til að trúa að meðiimir þjófaflokksins séu vinir hans. Útþynntur Drullu-Harry Hamingjan mœld í hestöflum Lénharðsmenn á yfirreið. vandamála, vandamála, sem aðeins reynslan getur leyst. Ýmis þessara vandamála hafa verið yfirstigin i Lénharði fógeta, önnur ekki. En eftir að Lénharður fógeti er kominn á filmu eigum við þó allténd við- miðun, sem vonandi verður gripið til sem oftast og lengst er önnur islenzk kvikmyndaverk taka að fæðast. Hvers vegna Lénharður fógeti var valinn sem efniviður i sjón- varpskvikmynd var mér óljóst og er mér enn eftir að ég sá kvikmyndina. Ur þvi ráðizt var i gerð stórr- ar sjónvarpsmyndar hefði átt að stiga sporið út af leiksviðinu til fulls og láta leiksviðsverk liggja á milli hluta. A meðan enn er verið með annan fótinn á sviði er hætt við að þátttakendurnir i leiknum losni ekki fullkomlega úr viðjum þess. Þjóðrembings- islenzkan er annar þráður, sem bindur leikendur við leiksviðið. Til að auðvelda leikendunum þetta stökk yfir i kvikmyndir hefði verið nær að gripa til máls, sem er okkur nærtækara. Islenzk sjónvarpsleikrit hafa stundum borið keim af leikrita- gerð, sem nýtir sér ferðahæfni Austurbæjarbió -k-k „Magnum Force” Aðalhlutverk: Clint Eastwood Leikstjóri: Ted Post Herra Ricca hefur verið sýknaður af ákæru um morð á verkalýðsforingja og fjölskyldu hans vegna skorts á sönnunum. Hann ekur i Kádil- jáknum sinum frá dómshúsinu þar sem æstur múgurinn gerir aðsúg að manninum, sem allir eru sann- færðir um að eigi hvergi heima annars staðar en i gáiganum. Kádiljákurinn heldur eftir hraðbraut á leið út úr San Francisco er lögreglumótorhjól birtist snögglega i baksýnis- speglinum Lögregluþjónn falinn á bak við sólgleraugu og sólskyggni gefur bilstjóranum bendingu um að aka út fyrir veginn. Lögregluþjónninn gengur að bilstjóranum sem opnar gluggannn og plaff! plaff! plaff! Lögregluþjónninn hefur gripið i Magnum 44 byssuna sina og þurrkað út farþega bilsins. Það vantar ekki að opnunin i þessum misyndismyndum sé glæsileg. Oft hefur höfundum slikra mynda þó tekizt betur, það er að segja hryllilegar upp en þetta. Það eina nýja við upphafs- atriðið i „Magnum Force” er að þarna er bifhjólalögreglan ekki skotin heldur skýtur hún farþega bilsins. „Magnum Force” er fram- hald af myndinni „Dirty Harry” og hér þýðir framhald þvi' miður útþynningu eins og i flestum svipuðum tilvikum. Dirty Harry Callahan hefur verið rekinn frá morðdeild San Francisco lögreglunnar vegna ruddaskapar, en er kallaður þangað aftur er morðalda riður yfir. Nú tiðkast ekki lengur að bjóöa upp á „hver gerði það?” spennu i óþokkamyndum og þvi vita áhorfendurnir frá upphafi að menn innan lögreglunnar eru þarna að verki, einhverjir enn ruddalegri en Harry. Hér er þvi kominn sami efni- viðurinn og hvað vinsælastur er I ofbeldismyndunum i dag, sagan um lögreglumennina, sem semja sin eigin lög til að brjóta þá glæpamenn á bak aftur, sem önnur lög ná ekki yfir. Af þessum flokki mynda hefur nýjasta mynd Charles Bronson,„Death Wish”, hlotiö bezta dóma. En Harry, þótt drullugur sé, lizt ekkert á þessa nýju pólitik, eða eins og hann sjálfur segir: „Það nær engri átt að gera dómstólana verkefnalausa á þennan hátt, ef lögreglan á að fara að halda uppi sfnum eigin lögum, endar það með þvi að fariö verður að skjóta niður vegfarendur fyrir það eitt að ganga yfir á rauðu.” Hann leggur þvf til atlögu við sina eigin yfirmenn. Leikstjóranum, Ted Post, bregzt það gjörsamlega að tengja atburði kvikmynd- arinnar saman i spennandi heild fyrr en i lokauppgjörinu, þegar nokkrir bilar eru eyðilagðir og mótorhjól fá að fljúga. Skemmtilegar svipmyndir fyrir þá sem áhuga hafa á þessum farartækjum, en heldur ódýr aðferð til að gera kvikmynd eftirsóknarverða. Laugarásbió -k-K-k-k „American Graffiti” Leikstjóri: George Lucas Frábært! Stórkost- legt! Ó, þeim tekst svo yndislega upp, þegar þeir gera góðlátlegt grin að sjálfum sér. Og hér eru amerikanarnir einmitt að lýsa hinum ameriska táningi eins og hann var árið 1962 og eins og hann er að mörgu leyti enn þann dag i dag. En grinið er engin uppgerð, engir gálgahæðnisfrasar frá grjóthörðum ofur- mennum, sem kvik- myndaframleiðendur hafa reynt að telja al- heimi trú um að væri hinn einkennandi amerikumaður. Nei, grinið hér felst aðeins i raunhæfri lýsingu. Þótt sumt i daglegu lifi amerisks unglings sé okkur framandi, drive-in matsölur og átrúnaðarplötusnúðar, hefur Amerika rutt sér það rækilega inn i lif okkar allra að við getum notið lýsingarinnar til fulls. Svo þyrpumst við auðvitað öll til að hlæja að þessum einkenni- legu nágrönnum okkar, sem mæla hamingjuna i hestöflum, en sjáum vitanlega ekki gálg- ann I okkar eigin auga. Gifur- lega vantar okkur svipaða kvik- mynd, um islenzka unglinga. Sennilega yrði sú mynd þó fáum hlátursefni. Myndin American Graffiti lýsir siðasta kvöldi skólafélaga i smábæ i Kaliforniu, siðasta kvöldinu þar eð menntaskólinn er úti og á morgun skilja leiðir. Nú er siðasta tækifærið til að ná sér I kvenmann, fara á fast áður en haldið er i háskólann i stór- borginni eða segja upp kærust- unni áður en flogið er burt til heimsmenningarinnar. Allt á einu kvöldi. Það er svo sem ekkert sem gerist. Fáeinar nýjar ástir blossa, aðrir lenda i ástarsorg, einum bil er velt (án tækni- brellna og sló mósjón, billinn einfaldlega veltur, takið eftir þvi) og annað slikt farartæki eyðilagt fyrir lögreglunni. Bara óvenju fjörugt kvöld, það er allt og sumt. Og i þessu liggur helzti kostur myndarinnar, i óýktri og ólitaðri lýsingu á hversdegin- um. Munið þið eftir myndunum, sem Ameríka framleiddi árið 1962 fyrir ungu kvikmyndahúsa- gestina? Þær voru ýmist um brimbrun, strandparti, skiðaferðir eða skólaferðalög. Sætasta stúlkan i skólanum söng vinsælasta rokk- lagið á meðan hún renndi sér i land á brimbrettinu og um kvöldið fylltist loftið af tónlist og allir fóru að dansa niðri á ströndinni. Svo datt þeim I hug á sjöunda áratugnum að kippa allri væmninni, ofurmennskunni, fullkomnuninni og rómantikinni I burt og gera mynd um lif tán- inganna eins og það raunveru- lega var árið 1962 og árangurinn varð „American Graffiti”. Tón- listin er þó sú sama en að þessu sinni heyrist hún eingöngu úr útvarpinu. Með hjálp tónlistar- innar frekar en nokkurs annars tekst höfundum myndarinnar aö setja áhorfandann nákvæm- lega inn I rétta tiðarandann og þótt ekki væri fyrir neitt annað en tónlistina væri „American Graffiti” vel þess virði að sjá. Buddy Holly, Chuck Berry, Del Shannon og The Beach Boys sjá fyrir þvi. Umsjón: Jón Björgvinsson kvikmyndavélarinnar. Þar hef- ur verið skotið inn útisenum, sem ekki virðast hafa annan til- gang en þann einan að sýna notagildi kvikmyndavélarinnar. Við höfum séð menn á leið úr eða i bílinn sinn eða inn eða út um útidyrnar heima hjá sér. Lýsing I stúdiósenum hefur oft- ast nær markað skýr mörk milli útitöku og stúdíótöku. Fyrri hlutinn af Lénharði fó- geta kann illa við sig utan dyra á svipaðan hátt og áður er lýst. Þar eru sýndar hópreiðar fram og aftur og leikarar, sem snúa andlitinubeintupp i vindinn. Allt þetta undirstrikar að visu að færanleg kvikmyndavél sé að verki, en sifelldar kappreiðar fram og aftur á skerminum höfðu litil dramatisk áhrif. Og þegar mæla á af munni fram ut- andyra er eins og leikararnir kunni ekki við sig i mjúku gras- inu. Undantekning er þó atriðið utan við kirkjuna, sem var skemmtilega liðugt. Þegar komið er á fjalirnar i siðari hluta myndarinnar finna leikararnir sig betur og af þess- um sökum er siðari hlutinn mun hreinni og heilsteyptari en sá fyrri. Þrátt fyrir þetta vissi ég vart um hvað kvikmyndin var eftir að siðari hlutanum lauk, og á sjötiu minútum hafði ég ekki kynnzt neinni af persónum leiksins betur en það að ná kvæmlega sama var af hverjum hausinn var hóggvinn I lokin. Þarna er einhver brestur i handriti myndarinnar og texta, þótt hvort tveggja sé unnið af úrvals mönnum. Kannski voru þeir of margir um verkið. En þrátt fyrir þessa úrvals menn saknaði ég lærðra kvikmynda- gerðarmanna inn i þeirra hóp. Hvernig er með þessa fámennu stétt? Af hverju eru henni aldrei gefin tækifæri sem þessi til að sýna hvað hún hefur varið ævi sinni i að æfa. 1 fljótu bragði telst mér til að einir fimm nýmenntaðir kvik- myndagerðarmenn vinni hjá stofnuninni. Kvikmyndatakan var i höndum eins sliks manns og var hún mjög snyrtilega af höndum leyst. Hinir komu hvergi við sögu i aðalhlutverk- um. Einn kvikmyndagerðarmaður hefur fengið að vinna verk fyrir sjónvarp nýlega, enginn gleymir „Fiski undir steini”. Næst skulum við gefa hinum tækifærið.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.