Vísir


Vísir - 21.05.1975, Qupperneq 13

Vísir - 21.05.1975, Qupperneq 13
Vísir. Miðvikudagur 21. mai 1975 13 Hluti virkisins, sem Siegfried frá Ardenne byggði I Luxemborg árið 963. máttu landsmenn þola það að vera teknir hernámi i tvigang af Þjóðverjum, fyrst i fyrri heims- styrjöldinni, er þeir réðu þar rikjum allt til striðsloka 1918, og fór það hernám fram án stór- áfalla fyrir landsmenn. í seinni heimsstyrjöldinni fór hernámið nokkuð á annan veg. Landið var innlimað i Þýzka- land, og landsmenn hófu mikla andspyrnu.Fluttu Þjóðverjar 30 þúsund manns frá landinu og um 13 þúsund ungir menn voru teknir i þýzka herinn og sendir til austurvigstöðvanna. Herir bandamanna frelsuðu landið undan yfirráðum Þjóð- verja i september 1944, en land- ið lenti aftur i miðpunkti átak- anna i jólasókn von Rungstedt i desember ’44 til jan. 1945, er herir Pattons gerðu gagnsókn og frelsuðu landið öðru sinni. Þessi hernaðarátök kostuðu mörg mannslif og má sjá merki þess enn þann dag i dag i Luxemborg, þar sem eru graf- reitir hermanna hinna striðandi þjóða. Bandariski grafreiturinn er sá þekktasti, þar hvila i dag 5076 bandariskir hermenn, en i striðslok voru þar grafir 8411 hermanna, margir þeirra fengu siðar hinztu hvilu heima i Bandarikjunum. Grafreiturinn er þó sennilega þekktastur fyrir það að þar var bandariski hers- höfðinginn George Patton lagð- ur til hinztu hvilu meðal her- manna sinna i desember 1945, eftir að hann lézt af völdum um ferðarslyss i Þýzkalandi. Yfir, að þvi er manni virðist, ótölu- legum fjölda hvitra krossa, gnæfir fagurt minnismerki, kapella sem reist var til minningar um þá sem þarna liggja grafnir. Ekki allfjarri bandariska grafreitnum er annar legstaður hermanna, þeirra Þjóðverja, sem féllu i bardögunum um Luxemborg og nágrenni. Þar liggja grafnir 10885 þýzkir her- mann, þar af 4829 i fjöldagröf- um. Þýzki grafreiturinn er, ef svo má að orði komast, algjör andstæða við hinn bandariska. Þar sem gefur að lita breiðu af hvitum krossum i bandariska garðinum, er yfir grænar grasflatir að lita i þeim þýzka, og eru nafnplötur felldar i röð- um i grasið. Með jöfnu millibili eru svo krossar saman á milli raðanna. Yfir fjöldagröfinni er há steinhleðsla þar sem hár steinkross gnæfir yfir grafreit- inn. /,Skráargat Evrópu" 1 dag hefur smárikið Luxem- borg unnið sér fastan og virðu- legan sess meðal sér miklu stærririkja i Evrópu. Þetta litla land með aðeins rúmlega 352 þúsund ibúa er i dag vegna legu sinnar nokkurs konar „Evrópa i hnotskurn”. Ibúarnir tala að jafnaði þrjú tungumál, Luxembourgois er daglega mál- ið, furðulega samsett mállýzka, sem hljómar i okkar eyrum ekki ósvipað og hollenzka, en þar að auki tala allir frönsku og þýzku. Franskan er opinbera málið. Þar að aukí tala svo allmargir ensku. tbúarnir eru að meirihluta rómversk-kaþólskir, en mót- mælendur og Gyðingar eru einnig allfjölmennir. Fram til ársins 1921 var land- ið i efnahagssamvinnu við Þýzkaland, en eftir fyrri heims- styrjöldina var þeirri samvinnu rift og samningur gerður við Belgiu árið 1921 til 50 ára um efnahagssamvinnu landanna. Er gjaldmiðill Luxemborgar, frankinn, jafn að verðgildi og sá belgiski, enda eru báðir jafn- gildir i viðskiptum innan lands- ins. Efnahagskerfi landsins hvilir á málmiðnaði, námagreftri og stálbræðslum sem eru i suður- hluta landsins, meðfram frönsku landamærunum. Vinrækt og landbúnaður i Moseliedalnum eru einnig mikilvægar atvinnugreinar. Halda sjálfstæði sínu og þjóðerni Þrátt fyrir volduga nágranna, sem skammt eru undan, þá vek- ur það athygli að landsmönnum hefur tekizt vel að halda sérkennum þjóðarinnar, og þeim hefur lika tekizt að vera sjálfum sér nógir um flest. Eitt sérkenni er á bæjum i Luxemborg, en það er að smáverzlanir virðast vera þar i fyrirrúmi, enda kemur það i ljós, er málið er kannað, að stórverzlanir eru bannaðar með lögum, i hverri verzlun má að- eins selja eina vörutegund, svo sem matvörur i einni fatnað i annarri og svo fram eftir götun- um. Luxemborg er virkur þátttak- andi i samstarfi Evrópuþjóða, Úr þýzka hermannagrafreitn- um i Luxemborg. Hér er það leiði Pattons, sem er fremst á myndinni, i bandariska hermannakirkjugarðinum I Luxemborg. og hafa nokkrar stofnanir Efna- hagsbandalags Evrópu aðsetur sitt þar. Miðað við önnur Evrópulönd er hlutfall útlendinga á vinnumarkaðinum hátt, þvi af 352 þúsundum, sem i landinu búa, eru 77 þúsund af erlendu bergi brotin, þar ef eru Italir og Portúgálir fjölmennastir. Er þetta fólk helzt i erfiðari störf- um þjóðfélagsins, svo sem byggingarvinnu og stál- bræðslunum. Lifskjör eru góð i landinu, sé miðað við okkar aðstæður, og það vekur athygli, þegar þang- að kemur, að mengunin, sá ill- ræmdi óvættur, ræður þar litt rikjum miðað við iðnaðarhéruð nágrannalandanna nema þá einna helzt i suðurhluta landsins i kringum stáliðjuverin. — JR AÐ GANGA Á VIT MANNKYNSSÖGUNNAR t augum þess fjölda ferða- manna, sem um Findel-flugvöll i Luxemborg fara, er landið að- eins viðkomustaður á lengri leið. Ferðinni er oftast heitið til einhvers af þéttbýliskjörnum Evrópu. Þessari þróun vilja ferða- málayfirvöld landsins snúa við og leggja kapp á að fá ferðamenn til að gera stuttan, eöa lengri, stanz í landinu áður en þeirhalda áfram. í samvinnu við Loftleiöir hafa þeir auglýst áningardvöl, svipaöa þeirri sem Loftleiðir hafa boðið upp á hér á landi. Merkar fornminjar og fagurt landslag 1 höfuðborginni Luxemborg, og viða um landið, gefur að lita fomar og fagrar byggingar, sem staðið hafa allt frá þvi er rikið var stofnað. Kastalavirkið I höfuðborginni, sem á sinum tima var kallaö „Gibraltar norðursins” nær yfir mestan hluta gömlu miðborgarinnar, og þar má sjá enn I dag stofninn að kastala þeim, er Siegfried frá Ardenne byggði árið 963. Höfuðborgin, en þar eru íbúar álika margir og I Reykjavik, er frekar dreifð, og fyrir utan verzlunarhverfið i miðborginni fær maður ekki þá tilfinningu að vera i stórri borg, öllu fremur i stóru sveitaþorpi. Vegna þess hve sunnarlega við erum komin i Evrópu, er loftslag milt, og okkur, sem komum ofan af þvi stormasama Islandi, kynni að bregða við, þvi staövindar eru þar tiðir og blása aðeins frá tveimur áttum, suðvestri og norðvestri, og rok er þar fátitt. Júli og ágúst eru heitustu mánuðirnir en mai og júnl þeir sólrikustu. Hitinn yfir sumarmánuðina er oft um 30 stig, þegar hlýjast er. Landið vel i sveit sett Frá Luxemborg er stutt til næstu stórborga, til dæmis er aöeins um fimm tima akstur i hjarta Parisar. Fyrir þá, sem dvelja um kyrrt i landinu er tilvalið að bregða sér dagsferðir til nágrannalandanna, Þýzka- lands, Belgiu og Frakklands. Ain Mosel hefur frá fornu fari verið mikilvæg samgöngu- og flutningaleið, þvi fljótprammar sem sigla um Rin og Mosel sigla um Luxemborg á leið sinni allt upp til Sviss, og er landið þvi i sambandi við hafnarborgirnar á strönd meginlands Evrópu. Gengið á vit mannkynssögunnar Sem dæmi um slika ferö mætti benda til Þýzkalands, nánar tiltekið borgarinnar Trier, sem stendur við ána Mosel og á sögu sina að rekja allt aftur til tima Rómverja. Ferð til Trier tekur innan við klukkustund, frá höfuðborginni Luxemborg, og er farið um fög- ur vinræktarhéruðin við Mosel- ána, en Trier er aðeins 13 kiló- metra innan þýzku landamær- anna. Af þvi er heimildir herma, var borgin fyrst reist af Rómverjum áriö 15 fyrir fæðingu Krists og kölluö Augusta Treverorum. Borgin varð árið 117 e. Kr. að höfuðborg rómverska riksins Belgica Prima, skattheimtu- borg og síðar aðsetur keisarans. A þeim tima er rómversku keisararnir höfðu þar aðsetur bjuggu þar um 80 þúsund ibúar, en slikur fjöldi hefur ekki búiö þar siðan, fyrr en nú á vorum dögum. Gullöld Trier stóð i tvö hundruö ár, og meðal keisara, sem þar sátu má nefna Konstantin mikla, sem gerði borgina að höfuðborg alls rómverska rikisins og sat þar árin 306 til 316, þau ár var Trier önnur Róm, norðan Alpafjalla. Þrátt fyrir að Konstantin flyttist frá Trier og til Konstantinópel, stóð blómaskeið Trier enn i 50 ár, en þá fór að halla undan fæti. Frá timum Rómverja má sjá margar og miklar fornminjar i borginni, þar á meðal má nefna Basiliku Konstantins mikla, sem er risastór bygging er verið hefur stór hluti af hinni miklu höll hans. Byggingin er risastór, jafnvel á okkar mælikvarða, hún er 67 metrar á lengd, 27 metrar á breidd og 30 metrar á hæð. I byrjun 17. aldar var hluti byggingarinnar rifinn, en endurbyggður á árunum 1846 til 56, og þar hefur veriö kirkja mótmælenda siðan. Eftir að veldi Rómverja hnignaði, var það kirkjan, sem varð alls ráðandi I borginni, og hélt áfram, hvað kirkjuna varöaði, að vera „Róm noröursins”. Þar sátu erkibiskupar og urðu þeir ekki aöeins leiðtogar kirkjunnar, heldur einnig þjóðhöfðingjar kjörrikisins Trier, og tóku þeir þátt I kjöri þýzku keisaranna. A þessum öldum gekk á ýmsu I sögu Trier, og svo var komiö að árið 1700 bjuggu þar aðeins um þrjú þúsund manns. En upp frá þvi má segja að uþpgangur Trier hafi byrjað á ný. Borgin — dvöl í Luxemborg hefur upp ó margt að bjóða þar ó meðal mó heimsœkja Trier, borg i Þýzkalandi, sem ó sögu sína að rekja aftur til daga Krists lenti undir yfirráðum Frakka, en 1815 verður hún hluti Rinar- lands undir stjórn Prússa. Um fyrri heimsstyrjöldina er ibúafjöldinn orðinn um 55 þúsund. A árunum 1860-80 er Trier gerð að miðstöð járn- brautasamgangnanna i þessum hluta Þýzkalands við ná- grannaríkin og er siöan mikilvæg samgöngumiöstöð. 1 seinni heimsstyrjöldinni varö miðborgin fyrir nokkrum skemmdum og margar miðaldabyggingar fóru þá for- görðum. -JR ■Í-V.1 Rústir baðhúss frá dögum Rómverja I Trler. Þtta hefur verið geysi- stór bygging, með heitum og köldum böðum, svo og sundlaug og iþrótta velli. Ekki langt frá baðhúsinu eru rústir af stóru hringleik- húsi frá sama tima. Erkibiskuparnir sátu i þessari höll, sem byggð var á 17. öld, en á bak við höliina gnæfir Konstantins-basilikan, sem byggð var um 310 e.Kr.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.