Vísir


Vísir - 21.05.1975, Qupperneq 20

Vísir - 21.05.1975, Qupperneq 20
vísm Miövikudagur 21. mai 1975 Hvernig er staðan í gjaldeyrisyfirfœrslum? Enn slakað ó þótt illa standi „Enn er haldiö niöri gjaldeyris- yfirfærslum fyrir duldar greíösl- ur, en slakaö hefur veriö til á öör- um sviöum, svo sem á ýmsum hlutum, sem taldir hafa verið til- tölulega lftiö nauðsynlcgir.” Eitthvað á þessa leið svaraði Björgvin Guðmundsson, deild- arstjóri i viðskiptaráðuneytinu, spurningu Visis um, hvernig staö- an væri. • „Sömu reglurnar hafa nú verið itrekaðar með auglýsingu i blöð- um, einkum er lögð áherzla á, að ekki sé veitt yfirfærsla fyrir ferð- um með erlendum ferðaskrifstof- um meiri en veitt er fyrir Islenzk- ar ferðaskrifstofur,” sagði Björg- vin. „Þaö er enn mikill minus I nettógjaldeyrisstöðunni, þótt staðan hafi lagaztnokkuð að und- anförnu,” sagði hann ennfremur. Björgvin sagði, að i vetur hefði um skeið verið haldið niðri yfir- færsluleyfum fyrir bifreiðum, og allt niður i sigarettukveikjara og kattarsand og annað slíkt. Þetta heföi nú mikið lagazt. —HH FÆST EKKI KEYPT, - EN HÆKKAR SAMT — sementið hœkkar um 15% lðnaðarráðuneytið tilkynnti Sementsverksmiöju rikisins fyrir helgina, aö samþykkt heföi veriö að hækka sementsverð um 15%. Tonn af sementi án söluskatts hækkar þannig úr 7340 i 8460 krón- ur tonniö. Meö söluskatti veröur veröið á tonninu eftir hækkunina 10.160 krónur. Þetta gerist á sama tima og verkfall stendur yfir hjá verka- tnönnum i sementsverksmiöjunni og öörum rikisverksmiðjum og fæst þvi ekkert sement afgreitt hvað svo sem fyrir þaö er borgað. —JB American Express lánaði Hafskip 220 milljónirnar — og nú er Laxá loksins komin heim 2 mánuðum á eftir áœtlun sér úti um lán hjá öðrum banka i London, American Express, rétt i þann mund, er fresturinn sem Þjóðverjar gáfu, var að renna út. „Laxá er 2030 lesta skip og er orðið sjö ára gamalt,” sagði Halldór. „Skipið gengur beint inn i okkar áætlanasiglingar og fer sina fyrstu ferð i kringum næstu helgi og þá til Skandi- naviu.” —ÞJM _______„J „Maöur mátti náttúrlega aldrei trúa ööru en aö þaö tækist aö fá skipiö til landsins, þó aö illa áraöi um hriö,” sagöi Hali- dór S. Friðriksson hjá Hafskip hf. En Hafskip hefur nú tekið á móti sinu fimmta skipi og hefur þvi veriö gefið nafniö Laxá. Afhending skipsins var liðlega tveim mánuðum á eftir áætlun. 1 lok febrúar s.l. virtist allt vera klappað og klárt: Hafskip hafði heimild islenzka gjaldeyrisyfir- valda til lántöku erlendis, skipið var tilbúið til afhendingar og á- höfn hafði verið send til Þýzka- lands til að taka við skipinu. Þá skeði það, að bankastofnun sú i London, sem hafði ætlað að veita Hafskip lán fyrir skipinu kippti skyndilega að sér hend- inni. Þeim leizt ekki betur en svo á ástandið i efnahagsmálum íslendinga þá stundina. „Við urðum að kalla áhöfnina heim aftur, á meðan unnið var að þvf að útvega lán fyrir skip- inu hjá öðrum banka,” sagði Halldór. „Þetta voru 3,3 milljónir marka, sem okkur vantaði, en það er sem svarar 220 milljónum fslenzkra króna. Þýzka skipafélagið, sem átti skipið veitti okkur tveggja mán- aða frest til að útvega lánið og á meðan gátu Þjóðverjarnir notað skipið áfram.” Það var loks fyrir rétt rúmri viku, að Hafskip tókst að verða lÉÉ n sil ‘f; t r Bf f g jy Í K; l % 1 ' *** Myndin var tekin I morgun, þegar háskólamenn komu til fjármálaráöherra og afhentu honum mótmælaskjaliö. (Ljósmynd Vfsis Bj.Bj.) Sprenging í íslenzkum poppheimi: PÉTUR REKINN ÚR PEUCAN — Herberf úr Eik tekur sœti hans PÉTUR, — honum var sparkaö. Sá dvænti atburður geröist fyrir helgina, aö Pétri Kristjánssyni söngvara var fyrirvaralaust sagt upp störfum hjá hljómsveitinni Pelican. Stuttu seinna kvisaðist svo, aö Herbert Guðmundssyni söngv- ara hljómsveitarinnar Eikar heföi veriö boöin staöa Péturs og hafi hann þáö hana sam- stundis. Þessar fréttir skella vafalaust á flestum eins og „þrumari úr lokuðu bakarfi”, og þess vegna leitaði blm. VIsis þegar nánari upplýsinga hjá öllum aðilum, þ.e. Pétri Kristjánssyni, Ómari Valdimarssyni framkvæmda- stjóra Pelican og Gunnari Jökli framkvæmdastjóra Eikar. Pétur Kristjánsson kvaðst ósköp einfaldlega hafa verið rekinn úr Pelican, en ástæðuna kvað hann ekki liggja alveg á hreinu frá sfnum bæjardyrum séð. Hann sagðist persónulega hafa verið orðinn hundleiður á deyfðinni, sem virtist hafa þjak- aö Pelican eftir heimkomuna frá Bandarfkjunum. Hann hafi viljað auka kraftinn i hljóm- sveitinni með því að æfa hressi- legri lög, en óskum sinum hafi ekki verið sinnt. Um framtfðaráform sin sagði Pétur, að hann væri langt kom- inn með að stofna nýja hljóm- sveit með ungum og efnilegum hljóðfæraleikurum, — hljóm- sveit, sem yrði áreiðanlega betri og hressari stuðhljómsveit en Pelican nokkurn tima. Ómar Valdimarsson fram- kvæmdastjóri Pelican vildi lftið ræða málin, en sagði þó, að ástæðan fyrir brottvikningu Péturs væri tónlistarlegur ágreiningur, sem hefði átt sér langan aðdraganda (!) Aðspurður, hvort hann teldi, að þessar aðgerðir kynnu að draga úr vinsældum Pelican, sagði Ómar, að þær myndu vafalaust dvina nokkuð um tfma, en hins vegar yrði fólki vafalaust fljótt ljóst, að þessi ráðstöfun væri sú bezta fyrir alla aðila. Hljómsveitin Pelican dvelst um þessar mundir f felum ein- hvers staðar úti f sveit og æfir væntanlega af kappi, en föstu- daginn 30. maf kemur hún i fyrsta skipti fram eftir breytinguna og þá f Tónabæ. Þá hafði blm. samband við Gunnar Jökul framkvæmda- stjóra Eikar, og kvaðst hann eiginlega vera bæði sár og glað- ur vegna brotthlaups Herberts. — Sár vegna þess, að það væri alltaf leiðinlegt að sjá það hrynja niður, sem maður hefði eytt miklum tima i að byggja upp. Hinu væri svo ekki að neita, að Herbert hefði aldrei fallið vel inn i hljómsveitina, og það hefði komið til álita fyrir löngu að láta hann hætta og fá annan betri i staðinn. Spurningu, hvort hljómplötu- draumar Eikar væru ekki úr sögunni, svaraði Gunnar, að brotthlaup Herberts hefði engin áhrif þar á. Hljómsveitin færi i stúdíó dagana 26. og 27. mai og hygðist hljóðrita 2ja laga plötu. Það eina, sem breyttist væri, að lag Herberts, „Rocking Colourk”, yrði ekki á plötunni, heldur annað lag eftir meðlimi hljómsveitarinnar. Að lokum sagði Gunnar Jökull, að brottför Herberts væru ekki einu breytingarnar hjá Eik um þessar mundir, en um þær vildi hann sem minnst tala, svo og hver tæki við hlutverki Herberts f hljómsveit- inni. Það er ljóst af orðum Péturs Kristjánssonar, sem hyggst stofna nýja hljómsveit með ein- tómum ungum hljóðfæraleikur- um, að hæringunum i islenzkum hljómsveitum er ekki lokið að þessu sinni. Ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar, verða ekki fyrirvaralaust tindir upp af göt- unni, og hljómsveitarstofnun Péturs hlýtur að hafa i för með sér sundrung annarra hljóm- sveita. Sem sagt, það eru róstur i is- lenzka poppheiminum um þess- ar mundir. _at — Ráðherra fékk mótmœlaplagg ,Ekkert við okkur talað' — segja háskólamenn Háskólamenn tóku á honum stóra sinum og færöu fjármála- ráöherra mótmælaskjal f morgun. „Þaö hefur ekkert ver- iö viö okkur talaö,” sagöi Guö- riöur Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskólamanna, i viötali viö Visi I morgun. Háskólamenn mættu hjá ráö- herra iaust fyrir hádegiö. Guö- riöur sagöi, aö aöeins einn „svo- kallaöur samningafundur”, eins og hún komst aö oröi, heföi veriö haldinn meöráöherra. Þar heföi kröfum háskólamanna veriö tekiö illa og annar fundur ekki veriö boöaöur. — HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.