Vísir - 24.05.1975, Síða 1

Vísir - 24.05.1975, Síða 1
65. árg. — Laugardagur 24. mai 1975 —114. tbl. Pétur sneri sér beint til framleiðenda — sjá bls. 3 B ðK Heimsfrœgur listamaður á íslandi Dieter Rot selur eina mynd fyrir 500 þús. „Þaö má segja að ég leggi hönd á margt sem listamaður. Ég skrifa bækur, gef út plötur og mála,” segir Dieter Rot er við hittum hann að máli á Hótel Holti. Hann er nýkominn frá Hamborg, þar sem hann á sinn eigin sýningarsal. Nafn Dieters Rot er þekkt i myndlista- heiminum og hann á myndir á Tate Gallery i London, Museum of Modern Art i New York og viðar. Oft birtast myndir eftir hann i við- lesnum timaritum beggja megin Atlants- hafsins. — og hefur ekki undan að framleiða Hann kom hingað fyrst árið 1957, gifti sig, eignaðist 3 börn og bjó á íslandi meira og minna i 7 ár. Hann vann alls konar störf, en málaði og skrifaði bækur á kvöld- in og á sunnudögum. ,,Ég held samt að ég hafi ekki selt eina ein- ustu mynd hérna og peningarnir voru af skornum skammti,” segir Dieter. Hann fór héðan og var ráðinn prófessor við Yale-háskóla. Grafikmyndir hans seljast nú eins og heitar lummur og hann hefur varla haft undan að fram- leiða. Á hann sina eigin verk- smiðju, sem aðeins prentar hans myndir. „Það hefur að visu kom- iðstöönun i augnablikinu i söluna, vegna oliukreppunnar i heimin- um. Fólk vill núna kaupa mál- verk I fjárfestingarskyni. Svo að þá' mála ég. Ég á málverk á Dieter Rot meöeina af myndum sinum, sem hann gerði Ifélagi með öðrum. Ljósm. Bj. Bj. lager, þvi að ég mála aðallega til þess að hafa peninga, en ritstörf eru mitt aðaláhugamál,” segir Dieter. Hann á lika útgáfufyrirtæki að hálfu með öörum og þar eru aðal- lega gefnar út hans bækur. „Kannski skrifa ég 5, kannski 10 á ári,” segir Dieter og bætir við: „Þær seljast bara ekki nógu vel.” Hann sýnir okkur nokkrar bækur sem eru myndskreyttar af honum sjálfum. Hann skrifar bæöi kvæði og óbundið mál. „Ég gef llka út timarit. Það er fyrir allt, bæði gott og slæmt, og svo er það fjölskylduútgáfan. All- ir ættingjar og vinir geta tekið þátt I henni. Þar eru bæði gefnar út plötur, bækur og blöð. Ég á t.d. eina 14 ára frænku i Sviss. Hún skrifaði nýlega glæpasögu. Fjöl- skylduútgáfan er aðallega til þess að allir geti hrósað sjálfum sér af einhverju. Stundum komum við, svona 4-5 vinir, saman og leigjum okkur hljómleikasal. Við spilum á öll möguleg hljóðfæri og það, sem kemur út úr þvi, gef ég út á plötu. Nei, nei, við erum engir tónlistar- menn, spilum bara eftir eyranu,” segir Dieter. Dieter Rot er að láta innrétta fyrir sig hús uppi I Mosfellssveit og hann á sumarbústað á Snæfellsnesi. Hingaö segist hann koma til þess að hafa ró og næöi og til aö skrifa, en eins og fyrr segir er það hans aöalmetnaðar- mál. Til þess að geta þaö segist hann selja myndir, sem kosta kannski svona 500 þús. kr. stykkið. —EVI - Vófryggingar: Kvörtunar- miðstöð fyrir þá grátt leiknu — sjá baksíðu •• Á þriðja hundrað skáta fara á Nordjamb 1975 — sjá baksiðu •• Draumurinn og gríman — Ólafur Jónsson skrifar um „Hlœðu Magðalena, hlœðu" — sjá bls. 7 Fyrstu spörkin Grasvöllurinn i Kópavogi hef- ur nú loksins verið tekinn i notk- un og urðu þeir félagarnir i Breiðabliki aðsjálfsögðu fyrstir til að bregða á leik á þessum langþráða velli. Næst var það landsliðið, sem fór inn á völlinn, og tók ljós- myndari Visis, Bjarnleifur, þessar myndir i gær þegar liðið mætti þar til æfingar. Á litlu myndinni sést Ásgeir Sigurvinsson, hinn kunni at- vinnumaður, leika sér með bolt- ann. Á stærri myndinni er landsliðið, eins og það mun mæta Frökkunum. Á myndina vantar tvo leikmenn. — Ljósm. Bj. Bj.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.