Vísir - 24.05.1975, Side 3

Vísir - 24.05.1975, Side 3
3 Vísir. Lau^ardagur 24. mai 1975_ PÉTUR SNERÍ SÉR BEINT TIL FRAMLEIÐENDA — þegar samningurinn við Cebere fór út um þúfur Eftir að ljóst var að Cebere fyrirtækið i Englandi hafði engin tök á að standa við þá stóru samninga er það hafði gert við Pétur Einarsson hjá Sjávarvörum h.f., sneri hann sér beint ti! fram- leiðenda um áburðarkaup, tjáði Pétur Visi i gær. Hina miklu áburðarsamninga, sem Visir hefur ritað um að undanförnu, átti upphaflega að gera við fyrirtækið Cebere i Eng- landi. Cebere skyldi sjá um að út- vega allt það magn af áburði, sem kaupendur vestan hafs höfðu hug á að kaupa i gegnum fyrirtækið Icelandic Products i Kanada. Ljóst varð hins vegar að samningurinn við Cebere var marklaus og hafði pappirsfyrir- tækið engin tök á að útvega það magn áburðar, sem það skuldbatt sig til i samningnum. Sneri Pétur Einarsson sér til framleiðendanna sjálfra, og nú eru samningar við þá langt á veg komnir um kaup á gifurlegu magni áburðar, sem flutt verður til landa i Evrópu og Ameriku á vegum bandariskra fyrirtækja, sagði Pétur. Pétur sagði, að samningurinn við Cebere hefði valdið fyrirtæki hans töluverðu tjóni og væri nú i athugun hvort það borgaði sig að fara i mál við eignalaust fyrir- tækið. Að sögn Pétursvar það ætl- un Cebere að kaupa áburðar- magnið og selja það siðan aftur i stað þess að vera umboðsmaður og reið það fyrirtækinu að fullu, þótt horfur hefðu verið á þvi i upphafi að þetta tækist. — JB „ENN EIMIR EFTIR AF MJÖG NEIKVÆÐRI AFSTÖÐU" — athugasemd fró Guðmundi H. Garðarssyni Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður hefur beðið blað- ið að greina orðrétt frá ummæl- um hans á viðskiptaþingi um af- stöðu launþega til frjálsrar verzlunar. „Varðandi afstöðu islenzkrar verkalýðshreyfingar til frjáls markaðsbúskapar held ég, að hinn almenni launþegi, fólkið i félögunum, hafi meiri trú á þessu efnahagskerfi en ýmsir forystumenn hreyfingarinnar. Dugnaður og atorka, samfara ákveðnum lifsvenjum, ber þess greinilega vott,” sagði Guð- mundur. „Hins vegar er ekki þvi að leyna,að enn eimir eftir af mjög neikvæðri afstöðu til veigamik- illa þátta frjáls markaðs- búskapar eins og til dæmis til verðmyndunarkerfisins og verzlunar og viðskipta almennt. Kemur þar bæði til pólitisk fjandsamleg afstaða til þessar- ar tegundar atvinnustarfsemi og kreppusjónarmið gamalla verkalýðsleiðtoga. Ég hef trú á þvi, að ef kommúnistum tekst ekki að sölsa undir sig islenzku verkalýðshreyfinguna muni skilningur hennar á stöðu allra greina atvinnulifsins i frjálsu efnahagskerfi aukast.” — HH Spílverk þjóðanna á hljómleikum í kvöld Spilverki þjóðanna hefur nú snögglega skotið upp á stjörnu- himininn, eftir að hljómsveitin hefur um langt skeið verið eins konar inna nhússhljóm sveit Menntaskólans við Hamrahlíð. En það hlaut svo að fara að ágæti hljómsveitarinnar spyrðist út og nú er hljómplata i upp- siglingu og alheimsfrægð handan við hornið. Hljómplatan hefur hlotið einróma lof, enda ekki komin út ennþá, og til að gefa áhugamönnum færi á að fleyta rjómann ofan af list sinni hyggst hljómsveitin koma fram á opin- berum tónleikum i kvöld klukkan hálfniu i' Norræna húsinu. Spilverkið skipa Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla. Umboðsmaður Spilverks- ins er jafnframt umboðsmaður hinna geysivinsælu Stuðmanna og tjáði hann blaðinu i stuttu viðtali I gær, að nú væri ráðgert að Stuð- menn kæmu fram i fyrsta sinn á hljómleikum i Háskólabiói i næsta mánuði. Þar kemur Spil- verkið einnig fram, svo og is- lenzki músikantinn Jakob Magnússon, sem að undanförnu hefur starfað i Englandi. Hann kemur fram með enskri hljóm- sveit sinni. Allar eru þessar þrjár hljómsveitir tengdar órjúfanleg- um böndum, en hver þau bönd eru kemur ekki í ljós fyrr en á hljóm- leikunum. Þá verður hulunni svipt endanlega af hinum dular- fullu Stuðmönnum. — JB Spilverk þjóðanna, þar sem það æfir sig af kappi fyrir hljómieik- ana i kvöld. Konur löggiltir endurskoðendur „Við vorum tvær, sem iukum prófi sem iöggiitir endurskoð- endur. Ég og Erna Bryndis Halldórsdóttir, sem strax fór ut- an til vinnu,” sagði Guðrfður Kristófersdóttir, þegar við lit- um inn á endurskoðunarskrif- stofu N. Manscher & Co., þar sem hún vinnur. Þar með höfum við eignazt tvo fyrstu iöggiitu kvenendur- skoðendurna okkar, sem hæfir aideilis ágætiega á kvennaári. Guðrfður sagðist vita til þess, að nokkrar konur hefðu byrjaö f þessu námi. Ein hefði veikzt áð- ur en prófin hófust, svo að hún á þau eftir. Aðrar hefðu helzt úr lestinni af ýmsum ástæðum. Ein hefði t.d. snúið dæminu við og gifzt endurskoðanda — en hætt sjálf við námið. Þá eru það lika oft erfiðleikar með börn kvenna i námi. Guðrið ur á son, sem nú er þriggja ára, en hún hefur verið svo heppin að ömmurnar hafa skipzt á að passa hann. Guðrfður Kristófersdóttir að störfum. — Ljósm. Bj. Bj. Nokkrar konur eru nú nýbyrjaðar i námi sem verðandi löggiltir endurskoðendur, enda ætti starfið ekki sfður að henta konum en körlum. — EVI — Leifur Breiðfjörð við eitt verka sinna, ,,'Spegiltré”, f Norræna húsinu. Ljósm. Bj. Bj. Glermyndir þurfa sérstaka birtu — Leifur Breiðfjörð sýnir í Norrœna húsinu og leysir vandann með Ijóskösturum „Það er búin að vera allt að árs undirbúningsvinna undir þessa sýningu,” sagði Leifur Breiðfjörð, þar sem við hittum hann í óða önn að koma fyrir glermyndum sinum, skissum og fleiru. Honum til aðstoðar við verkið var kona hans, Sigriður Jóhannsdóttir vefari. Leifur segir okkur að i fyrstu hafi hann ætlað að hafa sýning- una á Kjarvalsstöðum og var þá búinn að gera módel af tilhögun sýningarinnar. Við sýningu á glermyndum verður að hafa i huga að þær þurfa sérstaka birtu. „Það lá við að ég hætti alveg við sýningu þegar þessi leiðindi byrjuðu á Kjarvalsstöðum,” sagði Leifur. En það varð samt úr að hann fór að leita sér að öðrum sýningarsal. Varö Nor- ræna húsið fyrir valinu. Leysir Leifur erfiðleikana með birtuna með mörgum ljóskösturum, sem kasta birtu á vegginn bak við myndirnar og þær hefur hann svo i nokkurri fjarlægð frá þeim. Er hann ánægður með árangurinn. „Það versta er að sýningartiminn er aðeins ein vika,” segir Leifur. Leifur fékk námsstyrk 1973, sem hann notaði til þess að ferð- ast og dvelja i Englandi hjá Patric Reyntiers, en hjá honum má segja að sé allsherjar sam- komustaður, þar sem hittast allir frægustu glermyndasmiðir heims. Þeir vinna saman að verkefnum, skiptast á skoðun- um og hafa áhrif hver á annan. Sagði Leifur að þetta hefði haft mjög góð áhrif á sig þvf að vissu leyti væri hann einangrað- ur hér i listgrein sinni. Vonaðist hann til að fara til Reyntiers fljótlega aftur. Leifur hélt fyrstu einka- sýningu sina 1969 i Sigtúni, Rvik.en hefur tekið þátt imörg- um samsýningum, bæði utan- lands og innan. Hann á gler- myndir i Listasafni íslands og Arkiv Museum Lundi og hefur m.a. gert glermyndir fyrir Þjóðleikhúskjallarann, Foss- vogskapellu, kapellu NLFt i Hveragerði, kirkju á Flateyri, Landsbankann Húsavik og HótelSögu. Fyrir utan þetta eru margar mynda hans i einka- eign. Sýningin i Norræna húsinu opnar i dag kl. 17. Hún er siðan opin daglega frá kl. 14-22 til 1. júni. Mörg verkanna eru til sölu. — EVl —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.