Vísir - 24.05.1975, Page 6

Vísir - 24.05.1975, Page 6
6 Vlsir. Laugardagur 24. mai 1975 vísir (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:. Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf. Heilög kýr númer tvö Mikil gróska hefur að undanförnu hlaupið i gömul og veraldleg trúarbrögð, sem fyrr á árum sigldu undir fána jafnvægis i byggð landsins. Nú er kjörorð þeirra „byggðastefna”, sem er jafn- áhrifamikið slagorð og það er innantómt. Undir þessu merki safnast ráðamenn allra kjördæma landsins nema Reykjavikur og Reykjaneskjördæmis. Markmið þeirra er að mjólka sem mest ibúa Suðvesturlands i þágu annarra landsmanna. Hinir tveir þriðju hlutar þjóðarinnar, sem búa i Reykjavik og Reykjaneskjördæmi, kjósa aðeins rúmlega þriðjung alþingismanna þjóðarinnar. Byggðastefnan ræður þvi algerlega ferðinni á alþingi. Við þetta bætist, að enginn þorir að vera á móti byggðastefnu, af þvi að það er svo fallegt orð. * Það liggur i hlutarins eðli, að einungis vondir menn geti verið á móti svo fallegu orði. Þrýstihópur landsbyggðarinnar er orðinn svo vel skipulagður, að hann minnir helzt á þrýstihóp landbúnaðarins, sem hingað til hefur borið ægis- hjálm yfir aðra slika. Svo er nú komið, að byggðastefna er komin i flokk hinna heilögu kúa, sem menn skulu trúa á i blindni og ekki mæla með neinum tölum. Enda virðist ekki nokkur maður gera sér grein fyrir, hvað byggðastefnan kosti og hvað hún megi kosta. Ákveðin prósenta á fjárlögum til byggðasjóðs segir ekki alla söguna um byggðastefnuna. Hún kemur lika fram i meiri greiðslum rikisins á hvern ibúa til skóla, vega, brúa, flugvalla og hafna úti á landi, svo að dæmi séu nefnd. Hún kemur lika fram i verðjöfnun á rafmagni, olium, sementi og ýmsum öðrum vörum og þjón- ustu. Einnig kemur hún fram i hinum gifurlegu for- réttindum landbúnaðarins umfram aðra atvinnu- vegi i landinu. Mjög viða má finna byggðastefnu i rekstri þjóðfélags okkar, án þess að nokkur sérfræðingur, stjórnmálamaður né almennur borgari hafi hug- mynd um heildarmagnið. Hvert einstakt tilfelli er réttlætt með þvi, að um sanngirnismál sé að ræða. Sú fullyrðing er oftast réttmæt að vissu marki, en hitt er lika jafnrétt, að allar tekjur þjóðarinnar duga skammt til að fullnægja öllu réttlæti. Verulegur hluti byggðastefnufjárins fer i litt arðbæra eða óarðbæra hluti, svo sem landbúnað og ýmsan atvinnubótaiðnað eða i opinbera þjón- ustu, sem þjóðfélaginu er ofviða að halda uppi á þeim stöðum, þar sem fólkið er fæst. Að vissu marki er nauðsynlegt að verja fjár- munum úr sameiginlegum sjóðum til að draga úr aðstöðumun fólks eftir búsetu. Og að vissu marki er nauðsynlegt að draga eftir föngum úr óhæfi- lega hraðri samþjöppun byggðar á einu horni landsins. í sumum tilvikum stuðlar byggðastefnan að eflingu arðbærrar starfsemi, svo sem sjávarút- vegs og fiskiðnaðar við sjávarsiðuna. En hitt er vafalaust meira, sem ekki nær tilgangi sinum og fer i súginn. Við höfum ekki efni á sjálfvirku stjórnleysi á sviði byggðastefnu fremur en á öðrum sviðum. En hinn öflugi þrýstihópur landsbyggðarinnar sér um að knýja stjórnmálamenn þjóðarinnar af sivaxandi hraða út á þennan hála is. -JK Ford flýtur á öldu nýrr- ar virðingar og álits Ford hittir þá alla aö máli: Sadat, Leone og Franco. Ford forseti flýgur til Brussel á miðvikudaginn mikilvægra erinda: Annars vegar tii að hitta að máli bandamenn sina innan NATO og reyna að smiða i þá bresti, sem virðast ætla að myndast inn- an bandalagsins. Og svo hins vegar til þess að halda áfram viðleitni stjórnvitringa tii að sætta deiluaðil- ana i Austurlöndum nær. Bandarikjaforseti notfærir sér um leið til hins ýtrasta þá nýju virðingu, sem skelegg afstaða hans i Mayaguez-málinu i Kambódiu vakti á honum. Hann rennir sér efst á öldufaldinum beint inn I fundarsalina i Brussel. Gleymt er um sinn það álit, sem skapazt hafði á þessum varafor- seta, sem komst i forsetastólinn vegna þess að fyrirrennari hans hrökklaðist frá völdum eftir eitt stærsta hneykslismál siðari ára, Watergatemálið. — Máttvana hafði Ford orðið að lúta i lægra haldi fyrir Bandarikjaþingi i nær flestöllum þeim málum, sem hann hafði viljað koma fram. Illlllllllll Umsjón: G.P. En eftir röggsama framgöngu i Mayaguez-málinu hefur almenn- ingsálitið heima fyrir snúizt við, og hann nýtur nú þess trausts, Sadat Leone sem hverjum leiðtoga er nauð- synlegt, ef hann ætlar að láta að sérkveða i heimsmálunum. Enda er ætlunin að nota ferðina til Evrópu vel að þessu sinni. Auk fundanna i Brussel ætlar Ford að heimsækja Spán og Italiu. Þar á eftir mun hann eiga viðræður við Sadat Egyptalandsforseta i Austurriki. Þessi ferð verður fyrsta fram- lag Fords forseta til málefna Evrópu og Austurlanda nær. Hann sjálfur virðist ekki gera sér of háar hugmyndir um skjótan árangur, en hefur þó látið i ljós vonir um að geta lagt grundvöll að stöðugri jákvæðri þróun fram á við. Trúnaðarmenn hans hafa látið á sér skilja, að á dagskrá fundar NATO-leiðtoganna verði varnar- mál Vesturlanda, Austurlönd nær, eftirmáli Vtetnams, verð- bólga og afturkippur i efnahags- málunum, orkukreppan og Kýpurdeila Grikkja og Tyrkja. Ford forseti mun án vafa leggja sig fram við að sannfæra banda- menn sina um, að þeir geti reitt sig á Bandarikin og þurfi ekki að kviða þvi, að þau bregðist banda- mönnum sinum — þrátt fyrir málalokin i Indókina. Má vera, að honum komi ein- mitt þar til góða ákvörðunin um að beita Kyrrahafsflotanum til að endurheimta flutningaskipið Mayaguez, þegar hann reynir að sannfæra bandamennina um, hvi- likt öryggi þeim sé að slikum samherja. Embættismenn Fords eru sjálf- ir vissir um, að sú ákvörðun hafi haft töluverð áhrif á álit Banda- rikjanna út á við, þótt Henry Kissinger utanrikisráðherra hafi tekið sérstaklega fram, að Bandarikin væru ekki á höttunum eftir vandræðum til að sanna mátt sinn og megin. Við þvi er búizt, að Ford skori á samherja sina á NATO-fundinum i Brussel að Atlantshafsbanda- lagið láti til sin taka ýmis alþjóð- leg vandamál, þótt þau séu á vett- vangi utan Atlantshafssvæðisins. Fundinum i Brussel á að ljúka 29. mai, en þá mun forsetinn fljúga til Madrid og hitta að máli Franco hershöfðingja. Sú heim- sókn undirstrikar þau varnar- bönd, sem tengja Bandaríkin og Spán, þótt Spánn hafi lent utan- garðs við NATO vegna samskipta sinna við nasista i seinni heims- styrjöldinni. , Vafalaust mun Ford ræða möguleika á endurnýjun samn- inga við Spán um flughers- og flotastöðvar þar i landi. Til eru þeir, sem túlka munu heimsókn- ina sem stuðning við Spán gagn- vart vinstrihreyfingunni, sem streymir frá Portúgal, næsta ná- granna Spánar. 1. og 2. júni hittir Ford starfs- bróður sinn, Sadat, i Salsburg til þess að ganga úr skugga um, hvaða horfur séu á þvi, að meðal- ganga Bandarikjamanna i sátta- tilraunum Austurlanda nær beri einhvern árangur. Siðustu til- raunir i þá átt fóru út um þúfur i marzmánuði, þegar Kissinger utanrikisráðherra Fords gaf þær á bátinn. Hann hafði ekki haggað Egyptum i kröfum þeirra til her- numdu svæðanna, né heldur ísraelsmönnum, sem kröfðust i staðinn skriflegrar yfirlýsingar Egypta um, að þeir mundu ekki fara með ófriði á hendur Israel. Heimsókn Fords lýkur siðan i Róm 3. júni, þar sem hann fær áheyrn Páls páfa og mun ræða við Giovanni forseta ttaliu. Franco

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.