Vísir - 24.05.1975, Qupperneq 8
8
Vísir. Laugardagur 24. mai 1975
fyrir börn úr sinum sóknum.
1 öðrum landsfjórðungum er
kirkjan með sumarbúðir á þess-
um stöðum: Við Vestmannsvatn
i Aðaldal (þar verða lika ung-
lingaflokkar), i Holti i önundar-
firði og á Eiðum á Fljótsdals-
héraði.
Kirkjusiðan biður öllum börn-
um og unglingum, sem i sumar-
búðirnar fara nú i ár, blessunar
Guðs og rifjar i þvi sambandi
upp eftirfarandi ljóð hins kunna
æskulýðsleiðtoga sr. Fr.Fr., er
hann lagði unglingunum á
tungu:
Ó, þú, sem elskar æsku mina
og yfir hana lætur skina
þitt auglit bjart, lát aldrei
dvina
þá ást, sem leiðir, annast mig
um ævi minnar stig.
Ó, þú, sem leiðir lifsins
strauma
ég legg i hönd þér viljans
tauma
og alla mina æsku drauma.
Ég hlusta i djúpri þögn á þig,
er þú vilt fræða mig.
Ó, gjör mitt hjarta að hörpu
þinni
svo hægt sem fljótt i sálu
minni
ég heyri leikið leik þar inni
af iþrótt lög sem einn þú n
er ást þin strengi slær.
Sumarbúðirnar I Skálholti.
KIRKJAN O
UMFRAM ALLT
Það er ckki oft — en þó kemur
þaö fyrir — aö pistiii dagsins er
tekinn úr bréfum Péturs i N.T.
Samt eru þau bæöi uppbyggileg
og lærdómsrik, og athygli- og
umhugsunarvert er margt oröiö
sem þar er að finna.
Svo er t.d. um þau vers úr 4.
kap. fyrra Pétursbréfsins, sem
hér að ofan er visað til. bar er
bréfritari að minna á það, að nú
séu að nálgast hinir siðustu tim-
ar. Endir allra hluta sé i nánd og
við þvi eigi kristnir menn að
búasteftir föngum. f hverju á sá
viðbúnaður að vera fólginn?
Þar nefnir bréfritarinn tvennt
fyrst og fremst.
Annað er betta — að vera gæt-
inn og aigáöur til bæna. —Hitt
er þó enn meira áriðandi. Um
það kemst hann svo að orði:
Umfram allt hafið brennandi
kærleika hver til annars.
Langt er siðan þetta var ritað
oghvaða hugmyndir, sem menn
gera sér um það, hvort endir
allra hluta sé nú i nánd eða ekki,
þá er hitt alveg vist, að hvor
tveggja þessi áminning tjl les-
enda Pétursbréfsins um bænina
og brennandi kærleika, þær eru
enn i sinu fulla gildi. Þau orö
eiga enn i dag erindi til allra
kristinna manna. Sérhver mað-
ur, sem vill varðveita sálarfrið
sinn ogverai samræmi við til-
gang sinn og takmark með lif-
inu, hann verður að vera i bæn-
arsamfélagi við Guð, halda op-
inni þeirri lind trúar, öryggis og
bjartsýnnar vonar, sem bænin
veitir hverjum og einum, sem
iðkar hana af einlægni og gerir
hana að daglegri venju. Hann
mun lika taka undir hina al-
kunnu bæn sálmaskáldsins, sem
við flest kunnum:
Gef yndi mitt og iðja
það alla daga sé
með bljúgum hug að biðja
sem barn við föður kné.
Þrátt fyrir öll visindi, alla
þekkingu, allar framfarirnar á
hinu verklega sviði, efnalega
velmegun og afþreyingariðju,
þá gengur manninum ekkert
betur en áður að ná þeim tökum
á lifinu eða notfæra gæði þess
sér til sannra heilla og andlegr-
ar farsældar heldur en áður var.
Og þannig er þetta vegna þess,
að maðurinn er viðskila við upp-
sprettu lffsins: Kærleikann, —
kærleika Guðs — eins og hann
birtist i eingetnum syni hans
Jesú Kristi, frelsara vorum og
drottni.
Þetta leiðir beint yfir til þess,
sem er tekið fram i upphafi
þessara orða og lögð er megin-
áherzla á i hinum tilfærða kafla
Pétursbréfsins: En umfram allt
— hafiö brennandi kærleika
hver til annars. —Þetta boðorð,
þessa áriðandi áminningu, er
okkur nauðsynlegt að hafa i
huga og halda, bæöi vegna okk-
ar sjálfra og samferðamann-
anna. Guðs orð segir, að kær-
leikurinn sé þess megnugur að
hylja fjölda synda. öll vitum við
og viðurkennum, að margar eru
okkar yfirsjónir og daglega
brjótum við móti vilja Guðs i
orði og verki. Þess vegna meg-
um við ekki láta ónotuð nein þau
tækifæri, sem lifið gefur okkur
til að iðka hið góða, auðsýna
öðrum kærleika, láta kærleika
Krists knýja okkur til að opna
hjartað fyrir náðaráhrifum
Guðs svo að þau veki i brjóst-
um okkar elskuna til náungans
og alra samferðamanna og
verði okkur hvatning til góðra
verka og farsælla áhrifa á allt
umhverfið. —■ Hér á vel v.ið bæn i
kunnum sálmi eftir Valdimar
Briem:
Kærleikans andi hér kom
með.þinn sólaryl bliða
kveik þú upp eld þann er
hjartnanna frostmegi þiða
breið yfir byggð,
bræðralag vinskap og tryggð.
Lát það vorn lifsferil prýða.
Á morgun er trinitatis —
þrenningarhátið. Þá veröur ef-
laust i kirkjum landsins — i ræð-
um prestanna — rifjaður upp
trúarlærdómurinn um þrenn-
inguna, hinn þrieina Guð — föð-
ur, son og heilagan anda. En
hversu vel eöa miður vel, sem
okkur gengur að tileinka okkur
hana, þá skulum við minnast
þess nú að til er önnur þrenning
i kristnum trúar- og siöalær-
dómi — það er trúin og vonin og
kærleikurinn. — Og þá er ekki
úr vegi að rifja þaö upp, sem
Páll segir um þessa þrenningu:
Þeirra er kærleikurinn mestur.
Islenzk þjóð hefur margt og
mikið að þakka Guði fyrir for-
sjónarika varðveizlu hans á
landi og þjóð i aldanna rás. Og
hún þakkar honum velgengni og
velmegun, sem nútima kynslóö-
in nýtur i þessu blessaða landi
sinu. En við megum þá heldur
ekki gleyma þvi að biðja hann
að auðga okkur að kærleika,
sanngirni og skilningi hvers i
annars garð, svo að við getum
búiö hér saman glöð og þakklát
vorum himneska föður fyrir
gjafir hans, sem drjúpa sem
dögg til vor niður.
Fró Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur
Læknamir Guðmundur B. Guðmundsson
og ísak Hallgrimsson hætta störfum sem
heimilislæknar 1. júni 1975.
Samlagsmenn sem hafa haft þá sem
heimilislækna, snúi sér til afgreiðslu sam-
lagsins, hafi með sér samlagsskirteini sin
og velji sér lækni i þeirra stað.
Sjúkrasamlag Reykjavikur
Kapellan i Vatnaskógi.
Sumarbúöir — hvað er nú
það?
Þannig heföu menn spurt fyr-
ir nokkrum áratugum. Þær eru
eitt af þvi, sem þéttbýlið —
kaupstaöirnir — hafa skapaö —
þess vegna hafa þær, eða a.m.k.
þörfin fyrir þær, orðið til með
vaxandi kaupstöðum.
Sumarið kemst nl. ekki fyrir i
þéttbýlinu — þeim mun verr —
sem þéttbýlið er fjölmennara,
byggð þess fullkomnari.
Til þess að þau njóti sumars-
ins, þarf að fara með blessuð
börnin úr þéttbýlinu út i sveit-
ina. — Til þess að þetta sé
mögulegt i nútima þjóðfélagi
þarf sumarbúðir.
Það eru sérstaklega tveir að-
ilar hér á landi, sem reka þessar
búðir. Það er K.F.U.M. og K. Og
það er þjóðkirkjan. — Og þetta
gera raunar fleiri stofnanir og
félög þótt ekki verði þeirra
minnst hér.
Sumarbúðir Kristilegu félag-
anna eru i Vatnaskógi og Vind-
áshlið, Kaldárseli og Olveri
undir Hafnarfjalli hér sunnan-
lands og við Hólavatn i Eyja-
firði.
Þær fyrstnefndu eiga sér
langa sögu, sem Skógarmenn
K.F.U.M. hafa ritað, ekki með
orðum, heldur með dugmiklum
framkvæmdum og fórnfúsu
starfi. Það hefur borið mikinn
og góðan árangur eins og sjá má
á mannvirkjum þar efra og ótal
drengir hafa notið þar gleði i
hópi góðra félaga á björtum
sumardögum i hinni undurfögru
náttúru Vatnaskógar og bless-
unar i samfélagi þeirra um
Guðs orð, sambæn og söng. Hið
sama má segja um starf
K.F.U.K. i Kjósinni þar sem
heitir i Vindáshlið og gamla
kirkjan frá Saurbæ á Hvalfjarð-
arströnd setur helgisvip á stað-
inn.
Allar upplýsingar um sumar-
starf K.F.U.M. og K. fást á
aðalskrifstofunni á Amtmanns-
stig 2 B.
Sumarbúðir þjóðkirkjunnar
eiga sina aðalbækistöð i Skál-
holti, þar sem komin er ágæt að-
staða til slikrar starfsemi og
rekin er á vegum æskulýðs-
starfs kirkjunnar á Biskups-
stofu, Klapparstig 27. Þar eru
aðallega hópar fyrir drengi og
telpur á aldrinum 7—12 ára og
geta söfnuðir fengið sértima
Kirkjan i Vindáshliö.