Vísir - 24.05.1975, Qupperneq 20
vísm
Vlsir. Laugardagur 24. mai 1975
Sólin
felur
sig um
helgina
— hitinn upp í
20 stig í gœr
Veðurguðir virðast hafa
ákveðið að sýna okkur að þeir
liafa fleiri hliðar en bliðar. Að
vísu eigum við ekki von á neinni
hörku, en eftir veðurspám að
dæma felur sólin sig að mestu
bak við ský um helgina.
t gærkvöldi, þegar við höfðum
samband viö Veðurstofuna,
voru horfur á suðlægri átt,
skýjuðu og liklega úrkomu á
Suöur- og Vesturlandi. En við
(og gróðurinn) höfum kannski
bara gott af vætunni eftir allan
þurrkinn.
A Norður- og Austurlandi
verður hins vegar bjart áfram.
Allst staöar á landinu verður
hlýtt.
Dagurinn i gær var vel hlýr.
Hitinn fór allt upp i 20 sig á
Nautabúi i Skagafiröi. Kaldast
var 4 stiga hiti i Skoruvik og
Sandbúðum. 1 Reykjavik fór
hitinn upp i 17 stig.
-EA
„Viltu slá
grjót með
kylfunni
minni?"
Uþpi i Arbæjarhverfi hefur
frétzt af ungum piltum, sem
ganga þar um og bjóða öðrum
að slá smásteina með nýjum
golfkylfum, sem þeir hafa
meðferðis.
Þarna eru liklega komnar
fjórar nýjar trékylfur —
Uniroyal/Arnold Palmer —
sem stolið var úr golfskálan-
um I Grafarholti nú fyrir
stuttu.
Þar sást til tveggja pilta,
sem hlupu frá skálanum i átt
að Arbæjarhverfinu með laus-
ar kylfur I höndunum, en enn
hefur ekki tekizt að hafa hend-
ur á hári þeirra. Þeir, sem
geta gefið einhverjar
upplýsingar um þessi dýru
verkfæri, eru beðnir aö láta
lögregluna vita.
Um 200 stúdentar útskrifuðust frá Menntaskólanum f Reykjavik I gær. Ekki var annaö að sjá en þeir væru harla ánægðir með hvita
kollinn, og haida átti upp á allt saman á Hótel Sögu I gærkvöldi. Ljósm. Bragi.
— 34 „öldungar" útskrifast
Um 200, hvorki meira né
minna, settu upp hvitar húfur i
gær. Svoleiðis nokkuð skreytir
borgarlifið að sjálfsögöu. Ann-
ars er það næstum þvi oröið i
hverri viku sem stúdentar út-
skrifast.
„Þetta er næstum orðið i
hverju hverfi borgarinnar,”
varð einum að orði. Mennta-
skólinn við Hamrahlfð út-
skrifaði i sfðustu viku, Mennta-
skólinn við Tjörnina i fyrradag
og svo Menntaskólinn i Reykja-
vfk I gær.hann útskrifaði um 200
stúdenta.
I dag útskrifast 34 „öldungar”
úr Hamrahliðarskólanum. 1.
júnf útskrifast svo fyrstu
stúdentarnir úr Flensborgar-
skóla i Hafnarfirði, 30 að tölu.
Það er þvi mikið um að vera
hjá námsfólki þessa dagana og
ekki furða þó þeir njóti þess að
skarta húfunni eftir langan og
erfiðan próflestur. — EA
Kvörtunarmíðstöð
fyrir þó grótt leíknu?
Kvörtunarmiðstöö
kann að verða komið á fót
um ágreiningsmál milli
vátryggingaf élaga og
þeirra, sem vátryggja hjá
þeim, til dæmis um tjóna-
uppgjör og bætur eða
túlkun skilmála.
Þetta kemur fram í greinar-
gerð tryggingaeftirlitsins. Bent
er á, að á Norðurlöndum hafi
slik mál meðal annars verið
leyst þannig. Almenningur get-
ur leitað til slikra miðstööva og
borið upp sin mál sér að
kostnaðarlausu. Mjög góð
reynsla er talin hafa verið af
þessu.
Það heyrir ekki beint undir
tryggingaeftirlitið að sinna slik-
um málum, enda hefur það ekki,
aðstöðu til að skera úr
ágreiningsmálum sem þessum.
Eftirlitinu ber hins vegar að
gæta þess, að vátryggingaskil-
málar séu i samræmi við góða
viðskiptaháttu i vátrygginga-
viðskiptum, eins og það er orðað
i lögum, og ágreiningsmál milli
félags og viðskiptamanns koma
eftirlitinu þvi óbeint við.
1 lögum um vátryggingastarf-
semi er ákvæði, sem miðar i
þessa átt. Þar segir, að i vá-
tryggingahlutafélagi skuli einn
stjórnarmanna valinn með það
fyrir augum að gæta hagsmuna
— möguleiki,
sem hefur
gefizt vel á
Norðurlöndum
vátryggingataka og hinna
tryggðu. Ber þessum stjórnar-
manni meðal annars að sinna
umkvörtunum einstakra vá-
tryggingataka og kanna rétt-
mæti slikra kvartana.
Þetta ákvæði er almennt litið
þekkt, en það skiptir miklu máli
fyrir marga. Tvö félög hafa
látið kjörfund, sem eru
fulltrúar, valdir úr hópi vá-
tryggingataka félaganna, velja
mann i stjórn. -HH
Á þriðja hundrað
skáta fara á
Nordiamb 1975
„Það verða á þriðja hundrað
drengja-skáta á aldrinunt 14-18
ára sem taka þátt i Nordjamb
1975, alþjóða skátamóti, sem
haldiö verður nálægt Lille-
hammer i Noregi i sumar,” sagði
okkur skátaforinginn Sigfrid
Ólafsson, er hann leit við hjá Visi
i gær.
Mótið er haldið af Norðurlönd-
unum að þessu sinni, og verða það
um 15 þús. skátar viðsvegar að úr
heiminum, sem taka þátt i þvi.
Mót af þessu tagi eru haldin á
fjögurra ára fresti og var siðast
1971 i Japan. Þangað fóru þá að-
eins þrir skátar héðan.
Áætlað var i haust að kostnaður
við ferðina yrði 27.800 kr„ en sú
tala hefur heldur betur hækkað og
verður 49.000 kr. Auk áhrifa
gengisfellingar á upphæðina hef-
ur bætzt við 5 daga ferð til
Sviþjóðar eftir mótið og 2500 kr.
flugvallargjald.
Skátarnir hafa verið með alls
konar fjáröflunarleiðir til að létta
sér kostnaðinn og i dag, laugar-
dag kl. 2, halda Frónfarar hluta-
veltu i kjallara Bústaðakirkju.
Engin núll, ekkert happdrætti, en
ýmsa góða muni verður þar aö
finna.
-EVI-
Þátttaka Islenzku skátanna I Nordjamb 1975 verður að teljast mjög
góö.