Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.08.1966, Blaðsíða 2
TÍMSNN MIÐVIKUDAGUR 17. ágúst 1966 Góð veiði en mikið fer í síldarflutningaskipin SJ-Reykjavík, þriöjutlag. f gaerkvöldi var ágæt veiði um 180—190 mílur ASA og SA að anstri frá Daltanga og tilkynntu 33 skip um afla, samtals 5.976 lestir. Þegar Tíminn hafði sam- band við síldarleitina á Dalatanga í dag höfðu engar fréttir borizt um frekari veiði. Talsmaður síldarsöltunarstöðvar innar Ströndin á Seyðisfirði sagði að allmikið hefði verið saltað á ' Seyðisfirði fyrir helgina, en nú kæmi inn bátur og bátur með sölt- unarsíld og væri nýting frekar lé leg, langbezt hjá þeim bátum, sem gætu ísað síldina. Það er staðreynd, að margir skipstjórar vilja heldur landa í síldarflutningaskipin en koma til lands með síldina, þó að þeir geti losnað við einhvern hluta aflans í salt. Til síldarsöltunarstöðvanna koma einkum bátar, sem eru í eigu þeirra eða sem eru á samningi við þær. Tveir bátar voru væntalegir í kvöld og í nótt til Strandarinnar, sem hefur saltað í um 2000 tunnur, en ekki er gert'ráð fyrir að mikið verði hægt að salta af þeim bátum. Eftirfarandi skip fengu veiði í gærkvöldi: Dslstsnsí* I Garðar GK 160 lestir, Stapafell SH 50 lestir, Sigurfari AK 160 lestir, Lómur KE 280 lestir, Kefl- víkingur KE 320 lestir, Reykjanes GK 170 lestir, Haraldur AK 190 lestir, Huginn II VE 250 lestir, Krossanes SU 245 lestir, Héðinn ÞH 200 lestir, Bára SU 120 lestir, Unnið að nýrri brú yfir Hólsá Krjúl-Bolungavík, þriðjudag. Hingað er kominn vinnuflokkur frá vegamálastjórn og á að byggja nýja brú á Hólsá. Gamla brúin er orðin yfir 30 ára gömul og full- nægir ekki lengur síaukinni um- ferð og flutningaþunga stórra flutningatækja. Hin nýja brú er nokkurt nýmæli í brúarsmíði, að því er Sigfús Kristjánsson, yfirverkstjóri sagði mér. Brúin er 16 metra löng með miðstólpa og 10.7 metra breið með handriðum og gangstéttum beggja vegna. Önnur gangstéttin er 105 sm. en hin 265 sm. með rennu niðurbyggðri fyrir rafmagns- og símakapla. Yfir rennunni eru laus ar hellur. Er þetta nýjung í brúar- smíði hér á landi. Önnur nýjung er það, að brúin er í beygju boga myndaðri með 2.5% hliðarhalla og fylgir boginn boganum á veginum. Sérstök nýmæli er handriðið, en það er pípuhandrið, svipað svaiar handriði á húsum og er það til mikillar prýði. Brúarsmiðin á að taka 4—6 vik- ur og er áætlað að 84 tonn af sem- enti þurfi til verksins og 10.3 tonn af járni. Sagði yfirverk- stjórinn, að þetta væri mesta brú sem byggð hefur verið í kaup- stað hér á landi. Brúin er byggð fyrir þéttbýlisfé. Hplri Arngrímsson verkfræðing- ur l’f'f'ir teiknað brúna, en yfir- verkfræðingur er Árni Pálsson. Gullfaxi NK 230 lestir, Bjarmi II EA 386 lestir, Húni II HU 82 lestir, Elliði GK 110 lestir, Gunnar SU 150 lestir, Siglfirðingur SI 210 testir, Árni Magnúss. GK 21() lestir, Sig. Jónsson SU 212 lestir, Sveinbjörn Jakobsson SH 140 lest> ir, Halldór Jónsson SH 160 lestir, Kristján Valgeir GK 340 lestir, Auðunn GK 160 lestir, Þrymur BA 150 lestir, Súlan EA 260 lestir, Ól. Friðbertsson ÍS 140 lestir, Helga Björg HU 86 lestir Ólafur bekkur OF 145 lestir, Ingvar Guð- jónsson SK 180 lestir, Skálaberg NS 60 lestir, Vigri GK 150 lestir, Óskar Halldórsson RE 170 lestir, Sólrún IS 100 lestir. Tveim of mikið a.m.k. Þessi Land-Rover bíll ók aft- ur og fram norður í Mývatns sveit á laugardaginn með 10 farþega, og þar af voru þessir tveir á toppnum, ungt sænskt par, sem bundið hafði fyrir vit sín vegna ryksins. Vakti þetta tiltæki mikla furðu þar nyrðra og sérstaklega þegar að því var gætt, hve bílnum var hratt ekið með tvo á toppnum, á krókótt um og holóttum vegi. Bifreiðar- stjórinn mun hafa verið fransk ur eftir því sem næst varð kom- izt, og allt voru það útlending- ar, sem í og á bílnum voru, auk mikils farangurs. Þetta mun vera bílaleigubíll úr R- vík, en það mun brenna við við að útlendingar séu nokknð margir í slíkum bflum á vegum Iandsins, eins og þetta dæmi sýnir og eins var einum of mik ið í Land-Rover bflaleigubfl, sem fór út af veginum við Engi mýri í Öxnadal á mánudaginn. Undirbúa maibikun á Bolungavík. Krjúl, Bolungavík, þriðjudag. Hafinn er undirbúningur að mal bikun 300 metra langs kafla af Hafnargötu í Bolungavík. Undir- búningur hófst 22. júlí s.l. og er verkið svo vel á veg komið, að malbikun getur hafizt á þessum kafla götunnar innan tíðar. Það verk, sem felst í þessum undirbúningi, er lögn nýrrar skolp leiðslu, 400 metra langrar. Steyptir hafa verið rennusteinar beggja vegna götunnar, þar sem hús eru ekki fyrir, en sá tálmi er enn á nokkrum stöðum, en þó ekki svo, að það tefji malbikunarfram- kvæmdir á þessu svæði. í götu- rennunum eru steypt niðurföll með járnristum yfir. Eftir á að jafna götu undir gangstéttir, en það er hægt að gera hvenær sem er, jafn- vel eftir að malbikun hefur farið fram. Malbikun h.f. í Reykjavík hefur annazt þennan hluta verksins ásamt trésmíðaverkstæði Jóns Fr. Einarssonar, sem lagt hefur til vinnuvélar. Verkstjóri hefur verið Guðni Bjarnason. Aflabrögð í Skaga- firði -að glæðast. GÓ, Sauðárkróki, þriðjudag. Tíðarfar í Skagafirði hefur ver- ið allerfitt í sumar. í síðustu viku brá til þurrka og hirtu þá bændur upp töður sínar, svo víða er hey- skapur vel á veg kominn. Aflabrögð hafa verið rýr í Skaga firði í sumar, en eru nú heldur að glæðaát. Kartöflurækt hefur gengið frem ur erfiðlega og má búast við lít- illi uppskeru í haust. Grös skemmd ust víða í óveðrinu í júlí. - Páll Þorleifsson hættir prestsskap. KS, Hólsfjöllum, þriðjudag. Hér hafa verið góðir þurrkar í nokkra daga og liafa menn náð talsverðu af heyjum inn. Lítur því allvel út með heyskapinn, þó enn sé mikið eftir. ■ Sunnudaginn 6. þessa mánaðar flutti séra Páll Þorleifsson á Skinnastað sína síðustu messu í Víðihólskirkju. Séra Páll hefur þjónað hér í 40 ár, en hættir nú prestsskap. Mikið fjölmenni var við messuna. Meðal kirkjugesta var séra Örn Friðriksson á Skútu stöðum, en hann mun taka við kirkjunni, sem þar með færist und ir Skútustaði í stað Skinnastaðar áður. Séra Páll hefur notið hér virð- ingar og vinsælda og er okkur því mikil eftirsjá að honum. Ný síldarbræðsla á Þórshöfn. ÓH-Þórshöfn, þriðjudag. Nýlega tók til starfa hér á Þórs höfn ný síldarverksmiðja og er það Framhald á bls. 14. f Þriðjudaginn, 16. ágúst. Listaverkum fyrir hátt á aðra milljón stolið NTB-Stokkhólmi. — Lista- verkum fyrir 200.00 sænskra króna (tæpl. 1.7 millj. ísl.) var stolið úr safni frú Anna Ejves í Bromma, Svíþjóð. Er hér um að ræða listaverk eft ir þekkta sænska listamenn. Þjófnaðurinn var framinn 6. ágúst síðastliðinn, er frú Ejv es var fjarverandi. Morðingi handtekinn. NTB-Stokkhólmi. — Lögrelgan í Gautaborg handtók í dag ann an þeirra tveggja ungu manna, sem myrtu lögrelgumann í Ny- köbing fyrir þrem vikum, og sem síðar áttu þátt að banka ráni í Stokkhólmi. Sagt er, að hinn pilturinn hafi einnig sézt í Gautaborg. Sovézkur hershöfðingi fær uppreisn æru NTB-Moskvu. — Sovézkur hershöfðingi, sem lenti í hreins unum Stalíns árið 1937 var í dag hylltur í Moskvu-blaðinu Pravda sem „heittrúaður bolsé vikki og frábær herleiðtogi". Hershöfðinginn, Jona íJakir, hefði orðið sjötugur í dag, ef hann hefði ekki, ásamt sjö hershöfðingjum öðrum, verið tekinn af lífi án dóms og laga, ákærður fyrir landráð. Batinic sleppt NTB-Belgrad. — Dr. Martin Batinic, sem er einn af sam starfsmönnum júgóslavneska rithöfundarins Mihjalo Mihjal ov, hefur verið sleppt úr haldi eftir þriggja daga dvöl í fang elsi í Zadar, að því er til- kynnt var í dag. Mihajlov er sjálfur í fangelsi ennþá. Mál Batinic er enn í rannsókn, seg ir í tilkynningi) lögreglunnar. Mauprer í Danmörku. NTB-Kaupmannahöfn. — For sætisráðherra Rúmeníu, Georg he Maurer, kom í dag til Kaup mannahafnar í opinbera heim sókn í boði dönsku stjórnar innar. Hann lýsti því yfir við komuna, að leysa ætti upp NATO og Varsjárbandalagið, og stofna í staðinn víðtækt evr- ópskt öryggiskerfi. Þetta ætti að gerast stig af stigi og án nokkurs flýtis. Milljóneri dæmdur til dauða í Sovét. NTB-Moskvu. — Margmilljón- .erinn M. Rabinovitsj var dæmd ur til dauða fyrir þátttöku sína í mesta svindlmáli í sögu Sov- étríkjanna. Er hann ákærður fyrir að hafa í rúman áratug svindlað á viðskiptum með álna vörur og grætt á svindlinu tæp- ar 20 milljónir króna. Margir aðir munu blandaðir í málið og hafa ýmsir nánustu samstarfs menn hans fengið þunga fang elsisdóma. USA harmar árásir. NTB-Washington. — Bandarík- in hörmuðu í dag árás, sem bandarískar flugvélar kynnu að hafa gert á þorp í Kambodsja skammt frá landamærum Suður Vietnam. Fulltrúar alþjóðlegu gæzlunefndarinnar voru staddir á umræddu svæði, er árásin var gerð, og þjóðhöfðingi Kam bodsja, Sihanouk, krafðist skil- yrðislausrar afsökunar af hálfu USA.. V • Margir farast í fellibyl. NTB-Tókyó. — Vitað er, að 30 hafa farizt í fellibylnum „Tess“ sem gekk yfir suðurhluta Jap- ans í dag. 16 er saknað. Meðal hinna látnu voru sex skóla- stúlkur sem lágu saman í tjaldi. Lögreglumorðingjarnir nafngreindir. NTB-London. — Leitin að morð ingjunum, sem á föstudaginn myrtu þrjá lögrelgumenn í Lon don, tók' nýja stefnu í dag, þeg ar Scotland Yard sendi út lýsing á tveim nafngreindum mönnum. Var fólk beðið að tilkynna, ef það yrði vart við mennina Harry Maurice Roberts og John Duddy. Fyrr í dag var John Edwards Whitney úrskurðaður í viku gæzluvarðhald. Ilann er grunaður um morðin. Lögregl an segist hafa fengið þýðingar miklar upplýsingar frá „undir- heimi“ Lundúnarborgar, sem sé ekki hrifinn af morðunum á lögreglumönnunum. Spassky sigraði NTB-Santa Monica. — Sovézki stórmeistarinn Boris Spassky sigraði í dag í alþjóðlega skák mótinu í Santa Monica í Kali- forníu. Bobby Fischer varð númer tvö og Bent Larsen í þriðja sæti. Týnd sprengja kostaði 5.3 milljónir dollara. NTB-Washington. — Bandaríski flugherinn hefur greitt flotan- um 5.340.000 dollara fyrir að bjarga , kjarnorkusprengjunni, sem týndist í hafinu fyrir utan Spán í apríl s.l. 13 farast — 20 saknað NTB-Agadir. — Am.k. 13 létu lífið, og um 20 er saknað, þegar fiskibát hvolfdi í dag í Agadir- flóa í Marokko. Hann var í skemmtiferð með rúmlega 50 manns um borð. 18 hefur verið bjargað. Sóvétríkin segja USA hindra afvopnunar- samninga'. NTB-Genf. — \ Sovétríkin ákærðu NATO-ríkih í dag fyrir að auka samstarf sitt á sviði kjarnorkuvopna samtímis sem Bandaríkin kæmu í veg fyrir framgang í sambandi við gerð F.ramhald á bls. 14. ■aggargggnu'njji! mwmp—wne T"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.