Tíminn - 19.08.1966, Page 8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 1966
Ekki þýddi að sofa langt
fram á dag, Þorsteinn var
uppi eins og eldibrandur að
áliðnum morgni, og næst var
ferðinni heitið til Seyðisfjarð
ar, megnið af vörunum í þess
um stóra bíl átti að fara þang-
að og afhendast þar við dyr
nærri tuttugu viðtakenda,
margs konar vörur, bæði fast
ar og fljótandi.
Það var hellirigning á Hér-
aði, og ekki var mikið hægt að
litast um á Fjarðarheiði, sem
ég fór nú í fyrsta sinn. En út
Kranabíllinn lyftir jarðbornum við Lagarfljót og gerir margar atrennur til að skutla honum í skottiS á
kojubílnum stóra. Tímamynd-GB
eiginlegt, en láta aðra íbúð-
ina og aðra heimavistaráihiune
bíða.
— Það verður mikill munur.
þegar þetta fallega hús er full
smíðað, hver hefur teiknað
það?
— Já, þetta verður fallegt
hús, teikninguna gerði Þor
valdur Þorvaldsson arkitekt.
Og hún er líka miðuð við stækk
un með viðbyggingum. Þetta
verður skóli fyrir nokkra
hreppa, sem sameinazt hafa
um byggingu heimavistarskola
fyrir börn og unglinga, og það
er ólíkt meira vit í slíku fyrir
komulagi en að hver hreppur
sé að baksa við skólahald út
af fyrir sig, sem er bæði kostn
aðarsamara og erfiðara um út-
vegun kennara og sitthvað
fleira. Og það breytist líka
viðhorfið, þegar svona skóli er
kominn eða honum vex fiskur
um hrygg, unga fólkið fer að
alast upp saman, þ4 stækka
'hrepparnir og aukast mögu-
Lagarfljótsormurinn dauður?
- Ónei. Hann lifir góðu lifi”
sýn opnaðist, er halla tók und-
an, sólin stafaði Seyðisfjörð,
sem nú blasti við. Vegurínn
bugðast niður brattar brekkur,
sumstaðar eru beygjur svo
krappar, að bíllinn nær naum-
ast beygjunni. Til hægri hand
ar eru margir undurfallegir
fossar í ánni, sem fellur af
heiðinni út í fjörðinn, einkum
er Systrafoss sérkennilegur,,
klofnar á stalli og fellur í
tveim fossum, sem stefna hvor
á móti öðrum.
Það var engin síld á Seyðis
firði þennan dag, ekkert að-
hafzt á söltunarplönunum, tunn
urnar stóðu í piramídastöflum
og biðu. Það leyndi sér ekki,
að rignt hafði í kaupstaðnum
um nóttina, ekki var önnur
skýring á forinni, sem þakti
þetta eina stræti, sem virðist
vera í kaupstaðnum og liggur
eftir honum endilöngum. Það
kann að þykja skrítið, að
Kópavogsbúi láti sér bregða við
for á götum, en ég held drull
an sé enn skítugri á strætinu
þar eystra en syðra, og er þá
mikið sagt. Maður öfundaði þá,
sem voru á vaðstígvélum að
Þannig hugsa'ði listamaðurinn Tryggvi Magnússon sér Lagarfljóts-
orminn. Hann hefur komið mönnum ýmislega fyrir sjónir, og hér fer
á eftir aldargömul lýsing á honum: Árið 1861 sá Arnbjörn á Skjögra-
stöðu meitthvað svart úti á fljóti, undir klöpp milli Hallormsstaðar
og Buðtungavíkur. Arnbjörn gekk nlður á klöppina. Honum sýndist
þetta fyrst vera l|kt jaka með sandi eða sandflæktum viðarhrislum,
en það kom að landi, og sá Arnbjörn þá glöggt sköpulag á því.
Er það svam að landi, var a8 sjá sem dökkleitt, breitt hestbak, fax-
laust, mjórra að framan. Hausinn lítill og stuttur, eyrun stór og
breið. Hvorki sá Arnbjörn augu né kjaft. 'Honum sýndust fætur eða
uggar skaga út úr skrokknum, þar sem framfætur eiga að vera,
og urðu bárur af. Þá varð Arnbjörn hræddur og hljóp burt, segir
í sögunni.
spásséra eftir þessu borgar
stræti.
Ég furðaði mig nokkuð á
því, hve gekk treglega að
finna viðtakendur varningsins,
sem bíllinn kom með rakleiit
heim að dyrum hvers og eins.
jEn Þorsteinn kvartaði ekki,
honum þótti þetta ganga ó-
venjuvel, og þó var komið fram
á elleftu stundu, þegar öllu
hafði verið komið til skila.
Og það munaði um það,
sem losað hafði verið úr bíln
um, þegar hann lagði af slað
upp hinar bröttu brekkur. Þok
an á heiðinni var enn svartari
,en um daginn, stundum var
eins og bíllinn stefndi fram af
hengiflugi, þegar vegurinn fór
niður af hæðardrögum, ég
var oft með lífið í lúkunum, en
Þorsteinn ók með feikihraða
eins og hann væri að renna
eftir skeiðvelli, virtist þekkja
hverja þúfu á heiðinni og
gæti ekið þetta nærri blind-
andi. En samt er feikilega prey
andi að aka langa fjallvegi i
þoku, og bílstjórinn var reynd
ar feginn, þegar við komum
í náttstað nærri lágnætti.
Það var ýmsu að sinna á
Egilsstöðum morguninn eftir
og ekki til langrar setu boðið.
Síðan leggjum við leið okk-
ar að Hallormsstað, bíllinn hef
ur meðferðis nokkur tonn af
viðarþilplötum, sem 'á að
klæða með ganga og stofur í
heimavistarskólanum, sem þar
er í smíðum og verður mikil
staðarprýði. Hópur manna
vinna af kappi inni í skólanum,
og á meðan piltarnir eru að
bera plöturnar úr bílnum, nota
ég tækifærið ,að leita uppi
Hrafn Sveinbjarnarson til að
spyrja hann frétta, hvernig
væri t. d. að kryfja hann
sagna um afdrif Lagarfljóts-
ormsins? Hrafn er oflast
kenndur við Hallormstað, þótt
hann hafi byggt sér bústað þar
á jörðinni og nefni Hjalla.
Hrafn er annars fæddur og
ruppalinn Reyðfirðingur en
hefur átt heima á Hallorms-
stað í meira en þrjátíu ár.
Hann er oddviti sveitarinnar,
og allir Héraðsbúar og fleiri
þekkja til þess, að hann lætur
fjúka í kviðlingum, þegar sá
gállinn er á honum, og gerir
það skemmtilega. Til allrar ham
ingju var Hrafn heima. Hús
hans er nýtízkulegra innan en
útlit gefur til kynna, stór-
skemmtileg setustofa og ekki
er amalegra um að litast, þeg
leikar til fjölbreytilegra félags
lífs og stærri átaka. Svo stend
ur til að stækka kvennaskói-
ann, svo í framtíðinni verður
hér mikill skólastaður.
— Á svo ekki nýi skólinn að
verða hótel á sumrin?
— Jú, teikningin var miðuð
við það og hann byggður með
Hrafn Sveinbjarnarson og hluti af bókasafni hans að Hjó*!a við
Hallormsstað. Tímamynd-GB.
ar hann hefur teymt mig inn
í skrifstofu, sem er sannköll
uð bókhlaða, því að Hrafn er
bókamaður og á forkunnar fal-
legt og gott bókasafn.
— Eruð þið að keppast við
að ljúka smíði heimavistarskól
ans fyrir veturinn, Hrafn?
— Það leit ekki vel út um
tíma, en svo tókst okkur að
útvega ríkislán til að ljúka v'ð
hluta af byggingunni í haust.
svo hægt yrði að hefja þar
skólahald, það er kennslustof
ur og mötuneyti og annað sam
það fyrir augum, og ekki veit
ir af til að geta veitt móttöku
sumargestum. Það er nú einu
sinni orðið svo, að fólk ræður
ekki að öllu leyti, hvert það
fer, má segja, þvi það eru
ferðaskrifstofurnar, sem er
forsjá fjölda fólks, þær ráð-
stafa ferðalögum alls þorra
fólks. skipuleggja hópferðir
miðað við það, hvar hægt er
að taka á móti fólk' til dvalar
og veita því fyrirgreíðslur, allt
er orðið svo vélrænt. Ferða
Framhald á bls. 12.