Tíminn - 19.08.1966, Page 16
187. tbl. — Föstudagur 19. ágúst 1966 — 50. árg.
KALDAL SYNIR
72LJ0SM YNDIR
Héraðsmót
Framsóknarmanna um þessa helej
Freyvangi, Eyjafirði, laugardag.
Dalvík, sunnudag
Sauðárkróki, laugardag.
Sindrabæ, Hornafirði, laugardag
Brún, Bæjarsveit, sunnudag (stjórnmálafundur kl. 3
á sama stað.
Öll mótin hefjast kl. 9 síðdegis. Fluttar verða ræður og ávörp. Fjöl-
mörg skemmtiatriði koma fram.
Fyrsta skóflu-
stungan verður
geymdíhúsiriu!
KJ-Reykjavík, fimmtudag.
Með nýja skóflu undir vinstri
hendinni, plastdúk í þeirri
hægri, í ljósa síða frakkanum
sínum ng mcð gamla góða hatt-
inn á höfðinu mætti mcistari
Kjarval til leiks á Miklatúni í
morgun, er frainkvæmdir hóf-
ust við myndlistarhúsin, sem
þar eiga að rísa. Hann stakk
óneitanlega dálítið í stúf við
aðra, sem þarna voru komnir í
rigningunni til að vera viðstadd
ir þessa athöfn, og andi hans
sveif yfir túninu.
IJann tók utan af blaðinu á
skóflunni, sem hafði verið vand
lega inhpakkað í Verðanda,
breiddi plastdúkinn á jörðina,
gerði sig líklegan til að stinga
fyrstu skóflustunguna, en staldr
aði við, þegar einn ljósmynd-
arinn datt kylliflatur í mold-
Framhald n bls 15
Efsta myndin hér til hliSar sýnir hvar Kjarval kemur á vettvang
í fylgd borgarstjóra og heldur á nýju skóflunni. Næsta mynd er
af listamanninum að moka moldinni á plastið og að þvi búnu réttir
han nborgarstjóra moldarpokann til varðveizlu.
(Ljósmynd Thomserd.
■ GÞE-Reykjavík, fimmtudag.
Næstkomandi laugardag opnar
: Jón Kaldal Ijósmyndasýningu í ný-
byggingu Menntaskólans. Sýnir
Kaldal þar 72 ljósmypdir mest-
megnis mannamyndir og má þar
Kaldal
þekkja mörg góðkunn andlit, svo
sem Kjarval. Kiljan, Davíð Stefáns-
son og ýmsa fleiri. Ljósmyndirnar
eru allt frá árinu 1923. Þau hjón,
Guðrún og Jón Kaldal hafa að
mestu unnið ein að sýningunni, en
finnski útstillingamaðurinn Annio
hefur aðstoðað við niðurröðun
mynda.
Kaldal hefur rekið ljósmynda-
stofu að Laugavegi 11 allt frá ár-
inu 1925, en hafði þá starfað í
Kaupmannahöfn um nokkurra ára
skeið. Hann hefur getið sér sér-
lega góðan orðstír fyrir listræn
vinnubrögð, og bera myndirnar á
sýningunni þess óræk merki. Þetta
er fyrsta sjálfstæða sýningin, sem
hann heldur, en hann hefur tekið
þátt í nokkrum erlendum samsýn-
ingum og hafa myndir hans hvar-
vetna hlotið mjög góða dóma.
Kona Kaldals, frú Guðrún, hefur
unnið á ljósmyndastofunni í tæp
þrjátíu ár. Hún á talsverðan hlut
í þessari ljósmyndasýningu, hefur
til að mynda reducerað nærri því
allar myndirnar. Sýningin opnar
kl. 16 n. k. laugardag og stendur
í tæplega hálfan mánuð.