Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 1
VISIR Visir. Þriðiudagur 24. júni 1975. EINNI OG HÁLFRI MILLJÓN STOLIÐ f KÓPAVOGI í NÓn Einni og hálfri milljón i pening- Lögreglan vinnur nú að um- blaðið fór i prentun. um var stolið af bæjarskrifstofu fangsmikilli rannsókn og var —JB Kópavogs i nótt. ekki nánari upplýsingar að fá er Sam- iðí nótt — um fastakaup á stóru togur- unum. — Farið í hliðaratriðin í kvöld Togaramenn sátu við samningaborðið fram til klukkan átta i morgun og samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Visi tókst að afia sér, tókst samkomulag um fastakaupið. Tókst blaðinu ekki að ná tali af neinum samningamanna imorgun til að fá þessi tiðindi staðfest. Þegar deiluaðilar skildu i fyrrinótt þótti ekki liklegt, að samkomulag væri i nánd. En fljótlega eftir að fundur hófst I gær með sáttasemjara rofaði skyndilega til og var biiizt við samkomulagi þá og þegar. Gerðu samninganefndar- menn sinum umbjóðendum viðvart og báðu þá að vera viðbUna skyndifundi i gær- kvöldi eða i nótt. Samninga- viðræðurnar drógust þó á langinn og sátu útgerðar- menn og yfirmenn við samn- ingaborðið fram til klukkan átta i morgun, en undirmenn eitthvað skemur. Þegar fundi lauk mun hafa tekizt samkomulag um fastakaup- ið, en ennþá er ósamið um ýmis hliðaratriði samning- anna. Hefur nýr fundurverið boðaður klukkan fimm i dag. Torfi Hjartarson, sátta- semjari, fær ekki langan svefn eftir næturfundinn. Hann hefur boðað blaða- menn og Utgefendur til fund- ar við sig eftir hádegi i dag og sömuleiðis bókagerðar- menn, en þessir aðilar sátu siðast samningafund siðast- liðinn fimmtudag. —ÞJM Dínamít sprakk í vasa manns: Sœrðist í sprengingu í nótt Maður nokkur hringdi til lög- reglunnar i nótt og sagðist hafa heyrt skothvell i Blesugrófinni, þar sem hann býr. Lögreglan hélt á staðinn og sá þá til manns, sem var staddur niður við Elliðaárnar. Þegar nánar var að gætt kom i ljós, að maðurinn var særður á hendi og læri eftir sprengingu. Hann var fluttur á Land- spitalann til aðgerðar. Ekki hef- ur verið hægt að yfirheyra manninn til fulls ennþá, þannig að málsatvik liggja ekki ljós fyrir. Aftur á móti er vitað, að mað- urinn, sem á heima i Blesugróf- inni, var á gangi við Elliðaárnar á þriðja timanum i nótt með dinamit sprengju i vasanum. Slik sprengja eða hvellhetta eins og slikir hlutir eru oftar nefndir þola mjög litið högg eða rafstuð án þess að springa og geta jafnvel sprungið vegna raf- straums, sem myndast i fatnaði. Dinamitið i vasa mannsins hefur orðið fyrir einhverju sliku hnjaski og sprungið. Ekki er ljóst hvaðan dinamitið er komið né hvaðan maðurinn var að vilja með það i vasa sinum. Sjálfur vildi maðurinn halda þvi fram, að hann hafi verið á leið i heimsókn til vinar sins, sem býr skammt frá Elliðaánum. —JB Laun starfsmanna við Sigöldu: hann hálfa leið Nú er hafin öld bilaralls á ís- landi og trúlega liður ekki á gróflega löngu áður en við fá- um hvers konar bilakappakst- ur annan: Hot rod, Dragster og hvað þetta nú heitir allt saman. tslendingurinn ungi á myndinni er greinilega að búa sig undir framtiðina og hefur fundið sér ákjósanlegasta „Dragster” til að æfa sig á. Það skiptir ekki máli f þessu tilfelli þótt ökutækið sé i raun- inni leifarnar af lúinni drátt- arvél — allt er gott ef imynd- unaraflið er róg. Ljósm. B. P- Trésmiðirnir geta náð 200 þús. kr. á mánuði Trésmiður, sem vinn- ur við Sigölduvirkjun, getur náð um og yfir 200 þúsund króna mánaðar- launum og verkamaður um 150þúsund krónum. Er staðaruppbót þá tek- in með i dæmið og miðað við vaktaálag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Visir hefur aflað sér, geta bflstjórar 30 tonna vörubifreiða haft um 180 þúsund krónur á mánuði. Er þá einnig miðað við vaktavinnu og staðaruppbót. Ennfremur má geta þess, að starfsmenn við Sigölduvirkjun eru allirmeð fritt fæði — og hús- næði. Þeir sem vinna við Sigöldu eru ekki beinlinis öfundsverðir, þó kaupið sé að visu dágott. Vinnu- staðurinn er nánast inni i öræfum og litið sem ekkert við að vera i fristundum. Spilamennska og lestur er eina afþreyingin, en flestir starfsmannanna nota sjálfsagt mestan fritimann i svefn, þvi þreyttir eru þeir áreið- anlega eftir langan vinnudag. „Úthaldið”, sem svo er kallað, eru ellefu dagar og vinnudagur- inn tólf stundir. Mætt er til vinnu á sunnudagskvöldi og unnið fram á fimmtudagskvöld vikuna eftir, en siðan gefst fri til sunnudags- kvölds og er það launalaust. Verkamenn og trésmiðir eru i miklum meirihluta starfsmanna viðSigöldu, og þvi eru laun þeirra tekin hér sem dæmi. Unnið er I timavinnu og fær verkamaður kr. 52.941 fyrir út- haldið ef hann stundar dagvinnu, en I vaktavinnu fær hann kr. 73.188 fyrir Uthaldið. Trésmiðir fá i dagvinnu (unnið frá kl. 7 til 19) kr. 72.422, en með vaktaálagi ná þeir kr. 96.733 fyrir úthaldið. Staðaruppbótin, sem greidd er fyrir þessa ellefu daga er kr. 8.774. Skal það tekið fram, að ferðir milli Sigöldu og Reykjavik- ur eru starfsmönnunum að kostnaðarlausu. —ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.