Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 24. júni 1975. vísir Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. i lausasöiu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Yfirstétt Islands Óhætt er að segja, að menn eru almennt hneykslaðir á nýgerðum kjarasamningum flug- manna og flugfélaga. Þessir samningar eru köld vatnsgusa i andlit þjóðar, sem býr við lækkandi þjóðartekjur og óvenjulega efnahagserfiðleika. Einkum eru samningarnir þó hnefahögg i and- lit láglaunafólks i landinu. Fulltrúar þess hafa setið á löngum fundum með vinnuveitendum, þar sem rætt hefur verið og reiknað af sanngirni og ábyrgð um afkomu þjóðarbúsins og greiðslugetu atvinnuveganna. Þegar láglaunafólk hefur náð samningum, sem fara bil beggja og taka bæði tillit til rekstrar- erfiðleika heimilanna og fyrirtækjanna, koma flugmenn og ná kjarabótum, sem nema meiru en launum láglaunafólks, og i sumum tilvikum rúm- lega tvöföldum launum þess. Flugleiðir hafa verið reknar með halla að undanförnu og hafa fengið mjög háa rikisábyrgð til þotukaupa. Sú aðstoð var mjög umdeildi vor, þegar alþingi hafði hana til meðferðar. Menn gagnrýna þvi Flugleiðir harðlega eftir samninga, sem kosta fyrirtækið allt að 200 milljónum króna á ári, og segja: Á þessu þykist þið hafa efni. Forystumenn Flugleiða verja sig og segja samningana hreina nauðungarsamninga. Stétt- arfélög flugliða, einkum flugmannafélagið, hafi algert kverkatak á fyrirtækinu. Fyrirtækið mundi ramba á barmi gjaldþrots og glata markaðsað- stöðu, ef flugliðar færu i verkfall. Jafnvel hægagangsaðgerðir geta sett allan rekstur Flugleiða úr skorðum, svo sem reynslan sýnir. Ekki bætir úr skák, að félög flugliða semja hvert i sinu lagi, þannig að fyrirtækið getur fengið á sig tvö eða fleiri verkföll i einni samn- ingahrinu. Það hefur engin áhrif á þetta kverkatak, þótt mikil offramleiðsla sé á lærðum atvinnuflug- mönnum. Flugleiðir verða að festa stórfé i námi flugmanna þess á hverri flugvélartegund fyrir sig. Þessi kostnaður leiðir til þess, að fjárfesting- in i hverjum flugmanni er orðin svo gifurleg, að ódýrara er að ganga að kröfum hans en að missa hann til erlendra flugfélaga. Samkvæmt nýju samningunum eru byrjunar- laun flugstjóra 215.000 — 260.000 krónur eftir flug- vélartegund og 348.000 — 420.000 eftir fullan starfsaldur. Byrjunarlaun aðstoðarflugmanna eru 159.000 krónur. Þessar gifurlegu tölur slá ekki einungis út ráð- herra og hæstaréttardómara, heldur einnig þá lækna, sem vinna nótt sem nýtan dag. Þessi laun eru gersamlega úr sambandi við önnur laun i þjóðfélaginu. Hækkunin ein nemur 70.000 —100.000 krónum á mánuði. Hún er meiri en mánaðarlaun láglauna- fólks og i sumum tilvikum meiri en tvöföld laun þess. í prósentum nemur hækkunin 24,4%, auk 5%, sem áður hafði verið samið um. Þessir samningar hafa þegar komið illu af stað i þjóðfélaginu. Almenningur sér, hvilikum árangri einstefnumenn geta náð, ef þeir svifast einskis i eiginhagsmunastefnu sinni. Þessir samningar eru vægast sagt hörmulegir, enda hefur Alþýðusambandið fordæmt þá harðlega. —JK öryggisráöiö á fundi. ÞriÖji heimurinn er aö taka af þvi völd- in. Þrjátíu ár í þjónustu friðaríns? Á fimmtudaginn eru liðin þrjátiu ár frá þvi stofnskrá Sameinuðu þjóðanna sá dagsins ljós. Á þessum þrem áratugum hafa aðild- arrikin orðið þrefalt fleiri en þau voru i upp- hafi. Það hafa orðið miklar breytingar á pólitiskri stefnumótun á þessu timabUi. Margir ibúar glerhússins i New York hafa kastað grjóti næsta kæruleysislega og margir óttast, að áframhaldandi þróun i þá átt.semnú stefnir, kunni að leiða til þess, að Sameinuðu þjóöirnar renni út i sandinn eins og Þjóðabandalagið á sinum tima. Draumar rætast sjaldan I dag eiga 138 riki aðild að Sameinuðu þjóðunum. Mörg þeirra eru fátæk smáriki, sem hafa færri ibúa en meðalstórt þorp I Bandaríkjunum. Samein- uðu þjóðirnar eru ekki það, sem þeim var ætlað að vera, fremur en Þjóðabandalagið var það. Kannske er það vegna þess, hve sjaldan draumar rætast. Debit og kredit Þrlr órólegir áratugir hafa liðið án heimsstyrjaldar. Kjarn- orkujafnvægið kann að vera aðalvaldurinn að þvi. En Sam- einuðu þjóðirnar hafa marg- sinnis sannað, að þær eru betra en ekkert. Hermenn þeirra hafaoft, t.d. i Miðausturlöndum, verið eins og eldvarnahurö, trygging fyrir þvi, að ekki fari allt I bál og band á svipstundu, þótt það hafi þvi miður einnig komið i ljós, að þeir megna ekki að hindra elds- voða, ef nægu bensini er hellt á bálið. Blokkir og biokkir innan þeirra . Þaö er mikill baggi á samtök- unum, aö þau skiptast i blokkir eöa hópa og það eru jafnvel blokkir innan þeirra. Um það bil 75 lönd vilja telja sig óháö bæði Vesturlöndum og Sovétrikjun- um og telja sig þvi til þriðja heimsins. 1 rauninni eru fimm eða sex „heimar” innan samtakanna og það kemur oft til árekstra milli þeirra. Það eru 42 þjóðir i Afriku- blokk, 201 Araba-blokk og svo er Asiu-blokk, Suður-Ameriku- blokk, rússnesk-blokk og vest- ræn-blokk. Meirihluti þriðja heimsins Riki, sem hafa samanlagt um 10 prósent af ibúafjölda heims- ins og sem eru skrifuð fyrir að- eins örlitlu broti af heimsfram- leiðslunni, hafa meirihluta á Allsherjarþinginu. Þriðji heim- urinn getur þvi, og gerir, keyrt i gegn hvaða mál, sem hann vill, jafnvel þótt það brjóti i bága við Umsjón: Óli Tynes stofnskrána, eins og gerðist á siðasta þingi, þegar Suður- Afrika var rekin úr samtökun- um. Það er réttur, sem aðeins á að heyra undir öryggisráðið. Bandaríkin aðalskotmarkið Bandarikin, sem eru auðug- asta og voldugasta aðildarrikið, hafa orðið aðalskotmark þessa háværa meirihluta. Ábyrgir bandariskir stjórnmálamenn kalla 29. þingið, sem lauk i desember, hreina hörmung. Það einkenndist af hrokafullri framkomu þriðja heims rikj- anna, sem kommúnistar ýttu dyggilega fram. Getur svo far- ið, að Bandarikin þrjóti þolin- mæði einn góðan veðurdag? Bandarikjamenn virðast eiga töluvert eftir af þolinmæði, en bæði þeir og aðrir hafa áhyggjur af þvi, sem er að gerast. Milljónir orða en ekkert vald Gagnrýnendur segja, að Sam- einuðu þjóðirnar séu sameinað- ar aðeins að nafninu til. Sam- tökin séu klunnaleg og ósveigj- anleg og megni ekki að beita sér fyrir öðru en bráðabirgðaúrbót- um, sem oft séu neikvæðar. En sameinuðu þjóðirnar hafa ekki löggjafarvald og gagnsemi þeirra er komin undir aðildar- rikjunum sjálfum. Tugir af til- lögum eru samþykktar á hverju þingi, en margar þeirra eru ná- kvæmlega einskis verðar og að- eins teknar upp vegna þrýstings frá einhverri blokkinni. Menn heyra milljónir orða, en þeim fylgir ekkert vald. Óöryggi i öryggisráðinu Það vald, sem þó er fyrir hendi, er að finna i öryggisráð- inu. Upphaflega áttu 11 lönd sæti I þvi, en nú eru þau 15. En þau fimm riki, sem eiga þar fastafulltrúa, geta öll beitt neit- unarvaldi til að koma I veg fyrir hverjar þær aðgerðir, sem þeim hentar ekki. A þrjátiu árum hef- ur neitunarvaldinu verið beitt 134 sinnum. Þar af hafa Rússar beitt þvi 110 sinnum. Stórveldin afgreiða stórmálin Ef stórmál eru tekin fyrir, eins og t.d. afvopnun, fara stór- veldin sinu fram og sneiða al- gerlega hjá Sameinuðu þjóðun- um. Þá eru það aðeins þeirra raddir, sem heyrast. Upp á siðkastið hafa margir velt þvi fyrir sér, hvort Sþ. verði þess megnugar að fást við þau vándamál,sem framundan eru. Meðan Bandarikin og banda- menn þeirra höfðu meirihluta á þinginu, var þó farið eftir regl- um stofnskrárinnar. Riki þriðja heimsins hugsa hinsvegar ekk- ert um þær og skeyta ekkert um mótmæli, þegar þau þröngva tillögum sinum i gegnum þingið. Stjórnmálamenn argir Margir bandariskir stjórn- málamenn eru að vonum argir vegna þessa. Þeir leggja að visu ekki til, að Bandarikin segi sig úr samtökunum, en þeir hafa krafizt þess, að stjórnin geri gagngera endurskoðun á stöðu sinni innan þeirra. Þeir vilja lika, að ákveðið verði, hversu langt eigi að leyfa rikjum þriðja heimsina að ganga, áður en Bandarikin segi, að nú sé nóg komið, og hætti öll- um afskiptum. Nefnt hefur ver- iðsem dæmi, að Bandarikin eigi ekki að liða, að Israel verði rek- iö úr samtökunum. Og án Bandarikjanna væri varla hægt að tala um Sþ. sem alþjóðasam- tök. Ekki alveg gagnslaus Sameinuðu þjóðunum er i mörgu ábótavant og allir eru sammála um, að engin stór- breyting til batnaðar sé á næstu grösum. Það er þó langt frá þvi, að samtökin geri ekkert gagn. Það eitt, að þau skuli vera til, hefur oft verið huggun á hörm- ungartlmum. Þau voru til 1946, þegar þau með aðstoð almenn- ingsálits i heiminum neyddu Sovétrikin til að hætta við að leggja undir sig Azerbaidjan héraðið I Iran. Þau hafa oft skorizt I leikinn i Miðaustur- löndum, á Kýpur og i Kongó. Þau hafa lagt til ramma utan um alþjóðlegt samstarf á sviði menningarmála, tækni og vis- inda,heilbrigðismála, barna-og flóttamannahjálpar, matvæla- framleiðslu og skyldra mála. Þvi yrði það ómetanlegt tjón fyrir heiminn, ef svo illa færi, að þeirra nyti ekki við næstu þrjátiu árin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.