Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 9
8 Visir. Þriðjudagur 24. júni 1975. Vlsir. Þriðjudagur 24. júni 1975. 9 Það var oft mikið um að vera uppi við mark Færeyinga i iandsleiknum á Laugardalsvell- inum i gærkvöldi. Hér er( fimmta mark Islands i uppsigl- ingu — Matthias Hallgrimssoni er með boltann og fjörir menn' liggja i valnum fyrir framam hann — þrir Færeyingar og einn' lslendingur — Guðgeir Leifsson.i Ljósmynd Bj. Bj. " Við vildum ekki leika varnarleik ,,Ég held, að þetta sé það sterkasta islenzka landslið, sem við höfum leikið við um dagana”, sagði formaður fær- eyska knattspyrnusambandsins, Paul Michalsen, er við ræddum við hann eftir leikinn I gær. „Við hefðum að visu ekki þurft að tapa svona stórt fyrir þvi, en við vild- um heldur leika sóknarleik en að leggjast I vörn, og þess vegna fengum við svona mörg mörk á okkur. Ef við hefðum pakkað i vörnina og bara sparkað frá, hefðu mörkin aldrei orðið sex, en við vildum það ekki — bæði okkar vegna og áhorfendanna. Þetta var mjög erfiður leikur — völlurinn þungur, og sumir okkar manna léku þarna i fyrsta sinn á gras- velli og á grasskóm. Ég er ánægður með mina pilta. Þeir náðu oft ágætum samleik, en vantaði broddinn i sóknina og endahnútinn þar á, það sjaldan þeir komust I færi”. — klp — Knapp notaði spari- Formaður Knattspyrnusambands Færeyja, Paul Michalsen, afhenti KSt þetta fallega veggteppi aö gjöf til minningar um landsleikinn i gær — á teppinu er mynd af færeyskum kútter, sem sóttu mikið tslandsmið hér áður fyrr. Ljósmynd Bj.Bj. lék ó Mörg „útsölumörk er ísland vann Fœreyjar Eins og við var búizt fór is- lenzka landsliðið i knattspyrnu létt með að sigra það færeyska I landsleik þjóðanna á Laugardals- vellinum I gærkvöldi. Sex sinnum skoruðu Islendingarnir iieiknum, og fengu ekki eitt einasta mark á sig. Þetta var þriðji landsleikur Is- lands á árinu — og enn hefur eng- inn tapazt. Markatalan er 8:1 og eru ár og dagar siðan islenzka landsliðið hefur séð annan eins plús i markatölunni hjá sér — hvað þá heldur eftir þrjá leiki, þar af tvo við atvinnumannalið. En leikurinn hjá liðinu i gær var ekkert til að hrópa neitt húrra fyrir. Mótstaðan, sem liðið fékk, var litil og átti liðið að geta skor- Það var Ása sem sló metið Ruglingur varð i grein hjá okk- ur i gær um meistaramót tslands i fimmtarþraut kvenna. Þar stóð, að Ema Guðmundsdóttir, KR, hefði sett meyjamet i fimmtar- þraut með 3403 stigum. Það er ekki rétt. Það var Ása Halldórsdóttir, Ármanni, er varð önnur i þrautinni, sem bætti sitt fyrra meyjamet úr 3135 stigum i 3329 stig. Ása er 15ára gömul, en Erna er 17 ára og þvi komin yfir aldurs- takmörkin i meyjaflokki i frjáls- um iþróttum. —klp— að enn fleiri mörk og leikið betur en þaö gerði. Að skora sex mörk i leik er að visu gott, en með allri virðingu fyrir frændum okkar frá Færeyj- um, áttu mörkin að vera betri og fleiri. Segja má, að fimm af þess- um sex mörkum hafi verið ,,út- sölumörk” — komu eftir mistök varnarmanna Færeyinga, eða eftir að þeir höfðu misreiknað sig á þvi, hvernig boltinn hoppaði i drullusvaðinu á Laugardalsvell- inum. Fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur hjá islenzka liðinu, en sá slðari skömminni skárri, þótt hann hafi samt ekki verið góður. Það var eins og allir ætluðu sér að skora og það upp á eigin spýtur. Þess á milli snerust menn um sjálfa sig og hvorki gekk né rak. Að visu brá fyrir ágætis köflum — en þeir voru allt of fáir og stutt- ir, miðað við mótstöðuna. Færey- ingarnir léku sóknarleik allan timann, og af og til náðu þeir upp skemmtilegu samspili. En þegar að markinu kom, var allur vindur úr þeim. Aðeins einu sinni áttu þeir almennilegt skot á mark — Johannes Nielsen — en þá tókst Arna Stefánssyni að verja meist- aralega i horn. Hann lék þarna sinn fyrsta landsleik og hafði litið að gera. Árni Sveinsson lék einnig sinn fyrsta landsleik i gær og slapp vel frá honum — yfirvegaður og ró- legur leikmaður, sem erfitt verð- ur að ganga framhjá i næsta vali. Aðrir leikmenn léku ekki neitt sérlega vel, nema þá helzt Gisli Torfason — fyrirliði liðsins — og Jón Gunnlaugsson, sem þó lenti oft i vandræðum oftast vegna mistaka annarra varnar- og miðjumanna. 1 framlinunni var kraftur i Teiti Þórðarsyni og Matthiasi Hall- grimssyni, en eins og fyrr vildu þeir gera allt sjálfir. örn öskars- son kom inn á i slðari hálfleik og gerði margt gott — m.a. að reyna að senda á næsta mann og halda spili gangandi, en vanalega tók þá sá strikið i átt að marki til að reyna að skora sjálfur. Teitur Þórðarson skoraði þrjú af þessum sex mörkum Islend- inga, Matthias Hallgrimsson tvö og Hörður Hilmarsson eitt mark. Matthias skoraði fyrsta markið á 6. minútu en Teitur annað á 21. min. Þannig var staðan I hálfleik.. 1 siðari hálfleik skoraði Teitur eftir tveggja minútna leik, en Matthias skoraði siðan fallegasta markið — 4:0 — sjö minútum sið- ar. Hörður Hilmarsson skoraði fimmta mark íslands og Teitur það sjötta 6 min. fyrir leikslok. —klp— Meistaramót Reykja- víkur í frjólsum Meistaramót Reykjavikur fer fram dagana 10. og 11. júli. Greinar fyrri dag: Karlar. 400 m grindahlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup, 5000 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, kúluvarp, spjótkast, langstökk og hástökk. Konur: 100 m grindahlaup, 200 m hlaup, 800 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, kúlu- varp, spjótkast og hástökk. Seinni dagur: Karlar. 110 m grindahlaup, 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m boð- hlaup, stangarstökk, þristökk, kringlukast, sleggjukast. Konur: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 4x400 m hlaup, langstökk og kringlukast. Þátttökutilkynningar ásamt þáttökugjaldi kr. 50 fyrir hverja grein og 100 krónur fyrir boð- hlaupssveit, berist til Jóhanns Jó- hannessonar Blönduhlið 12 fyrir 2. júli. Þátttökutilkynningar, sem berast eftir þann tima, verða ekki teknar gildar. Lou Lou Graham — 37 ára gamall Bandarikjamaður, sem verið hef- ur atvinnumaður I golfi i ellefu ár, sigraði I sinu fyrsta stórmóti á ævinni, er hann vann landa sinn John Mahaffey, sem er 10 árum yngri, i úrslitakeppninni um bandaríska meistaratitilinn — US Open — I gær. Báðir þessir kylfingar hafa ver- ið svo til óþekktir i hinum lit- skrúðugahópiatvinnumannanna I golfi þar til nú. Þeirvoru jafnir eft- Þeir nafnarnir Arni Stefánsson Fram — til vinstri — og Arni Sveinsson, Akranesi, léku sinn fyrsta landsleik i gær á móti Færeyjum. Þeir fengu landsliðsnælu KSt eftir leikinn eins og allir aðrir, sem hafa leikiö I Is- lenzka landsliðinu i knattspyrnu. Ljósmynd Bj.Bj. Hœtt við mót þeirra yngstu! Reykjavikurmótinu í yngri flokkunum i frjálsum iþróttum, sem átti að vera á Laugardals- vellinum i kvöld hefur verið frestað um óákveðinn tima. Völlurinn cr illa farinn eftir sið- ustu rigningar og landsleikinn i gær og þarf að laga hann til áður en hægt er að halda fjölmennt mót á honum eins og þetla átti að vera. -klp- Hörð barótta í öðrum Austfiarðariðlinum — en Þróttur Neskaupstað stendur vel að vígi í hinum Allt útlit er fyrir hörku spenn- andi keppni i G-riðlinum I 3. deild Islandsmótsins I knattspymu eft- ir leikina um helgina. Þar sigraði Höttur Val 2:1 og Einherji, sigraði Austra 5:3. 1 þeim leik skoraði Skarphéðinn Óskarsson, handknattleikskappi úr Vikingi, tvö af mörkum Vopn- firðinganna, en Bjarni Kristjáns- son skoraði öll þrjú mörk Austra. 1 hinum Austfjarðariðlinum léku KSH og Huginn og fóru leik- ar svo, að Huginn sigraði 3:2. Staðan I Austfjarðariðlunum er nú þessi: F-RIÐILL: Þróttur 3 3 0 0 16:0 6 Leiknir 2 10 1 2:2 2 Huginn 3 1 0 2 4:7 2 KSH 2 0 0 2 2:15 0 G-RIÐILL Einherji Höttur Austri Valur 1 1 0 0 5:3 2 1100 2:1 2 2101 6:7 2 2002 3:5 0 Austri, Eskifirði, er að koma upp með mjög skemmtilega yngri flokka og um helgina sigruðu þeir Hött I 5. flokki 10:0 og i 3. flokki 7:0. —klp — Reykjavíkurmótið í sundi: Gamla stórveldið KR fékk sex stig Fyrri dagur Reykjavikurmeist- aramótsins I sundi, sem átti að fara fram á laugardaginn I fyrri viku, fór fram á Laugardalslaug- inni á föstudagskvöldið. Þar var sett eitt nýtt drengja- met — Brynjólfur Björnsson — sem synti 800 metra skriðsund á 9:30,2 min. 1 1500 metra skrið- sundi kvenna sigraði Þórunn Alfreðsdóttir, Ægi, á 19:32,5 min. og i 200 metra bringusundi karla sigraði Guðmundur Ólafsson á 2:41,0 min. Guðmundur er úr Hafnarfirði og gat þvi ekki orðið Reykjavik- urmeistari i þessari grein — það varð Guðmundur Rúnarsson Ægi, sem kom þriðji i mark á 2:50,9 min. 1 100 metra bringusundi kvenna sigraði Sonja Heiðars- dóttir, Njarðvikum, á 1:26,03 min., en þar varð Reykjavikur- meistari Bára Ölafsdóttir Ar- manni á 1:29,6 min. Ægir sigraði i stigakeppninni — I fimmta sinni i röð — Armann varð i öðru sæti, en KR i' þriðja og hlaut aðeins 6 stig (?).. —klp— Seinna ’Hannnær sér, aðeins rotaður pari og sigraði vinnumaður — hitt var litið og ómerkilegt mót. Fyrir sigurinn i þessu móti fékk hann 40 þúsund dollara en Mahaffey 20 þúsund fyrir annað sætið. Mahaffey lék mjög vel — en „púttaði” illa og missti hvað eftir annað örstutt „pútt”.... —klp— ir 72 holur i þessari miklu keppni, sem talin er vera ein af fjórum stærstu golfkeppnum heims, og urðu að leika 18 holu aukakeppni i gær. Þeir voru jafnir fjórar fyrstu holurnar, en þá náði Lou einu höggi af Mahaffey. Hann fór einn- ig næstu holu á einu höggi undir pari og náði Mahaffey aldrei að vinna þessi tvö högg af honum aftur. Á siðustu holunum var þó nokk- ur spenningur, er Lou lenti úti i skógi með boltann sinn, en hannbjargaði sér meistaralega út úr þvi og kom inn á 71 höggi — eða á pari vallarins I Medinah, þar sem leikið var. Þetta er annað golfmótið, sem Lou Graham sigrar i á þeim 11 árum, sem hann hefur verið at- Eigið þér tóm gashylki? . Viö vekjum athygli viöskipta- manna okkar á aö tilfinnanlega skortir á aö tæmd gashylki berist okkur til baka að notkun lokinni. Félagiö hvetur viöskiptamenn sína til aö skila inn ónotuðum hylkjum, en þau eru endurkeypt hæsta verði. SKILAGJALD GASHYLKJA 11 kg. hylki kr. 4.500.OO 47 kg. hylki kr. 7.500. cin eru móttekin á öllum bensínstöövum félagsins, hjá umboðs- mönnum um land allt, í kynditækjaverzluninni aö Suöurlandsbraut 4 og Olíustöð félagsins í Skerjafiröi. Olíufélagið Skeljungur hf Suðurlandsbraut 4 - Reykjavík Sími 38100 Shell röddina í hólfleik! „Jú, ég neita þvi ekki, að ég hélt mikla skammaræðu yfirstrákununi i hálfleik — einhverja þá mestu sem ég hef haldið yfir þeiin til þessa— það kemur mér á óvart, ef hun hefur ekki heyrzt alla leið upp i stúku”, sagði Tony Knapp, þjálfari islenzka liðsins, eftir leikinn. ,,Ég var óánægður með hvernigþeir léku fyrri hálfleikinn. Það var allt með hangandi hendi og menn gerðu ekki það, sem þeir átíu að gera. En það lagaðist i siðari hálfleik, livort sem það var ræðunni að þakka eða ekki. Ég veit að þetta var erfiður leikur, og við miklu búizt af liðinu eftir leikinn við Austur-Þýzkaland. En það er sama. hvort liðið er frá Austur-Þýzka- landi eða Færeyjum — það verður að spila fótbolta á móti þvi i 90 minútur. Það kom margt athyglisvert fram i þessuin lcik og þar ýmislegt, sem get- ur komið okkur að góðu i Iciknum við Norðmenn i næsta mánuði' -klp Erfiður leikur og enn erfiðari völlur Elzti maðurinn I færeyska liðinu var Sverrir Jacobsen, sem er þritugur. Hann hefur leikið 11 Indsleiki i knatt- spyrnu fyrir Færeyjar, og auk þess alla landsleiki Færeyinga i handknatt- leik — sex að tölu. „Þetta var mjög erfiður leikur”, sagði hann eftir leikinn. VöIIurinn var hræðilegur á að horfa og enn verra að spila á honum. Maður stóð bókstaflega fastur I leðjunni hvað eftir annað, en þvi erum við ekki vanir af malar- völlunum heima. tslenzka liðið var gott I þessum leik, en fékk að skora ódýr mörk, og þau komu flest vegna þess, að við gátum ekki áttað okkur á veilinum né hvernig boltinn hoppaði — ef hann þá gerði það. Við spiluðum samt oft betur en ég átti von á fyrir leikinn, en eigum samt þó nokkuð eftir, til að ná Islendingun- um, sem höfðu jafnara lið og sterkara. — klp — Mörkin voru of ódýr - og allt of mörg Þjálfari færeyska liðsins er Is- lendingurinn Örn Eyjólfsson, sem hef- ur verið þjálfari I Fuglafirði I rúmt ár. „Það er varla hægt að kalla mig landsliðsþjálfara, þvi að við höfum enga samæfingu haft”, sagði hann cft- ir leikinn. Það eina, sem ég gerði, var að aðstoöa við valið og vera mcð liðinu hér. Völlurinn var hörmulegur, og lik- lega sjaldan verið verri né ljótari en nú. Minir menn voru svo þreyttir eftir að hafa hlaupið á honum i 90 minútur, að þeir komust varla inn I búningsklcf- ann á eftir. Vildu margir þeirra fá að fara út af i siðari hálfleik, cn það var ekki hægtað fá aðskipta fleirum inn á. islenzka liðið er i mikilli framför frá þvi að ég sá það siðast — sérstaklega hvað leikskipulag snertir. En i þessum leik fékk það að skora allt of ódýr mörk og allt of mörg þar að auki.”

x

Vísir

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
72
Assigiiaat ilaat:
22953
Saqqummersinneqarpoq:
1910-1981
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
25.11.1981
Saqqummerfia:
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Sponsori:
Ilassut:
Senere udgivet som:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 139. Tölublað (24.06.1975)
https://timarit.is/issue/239118

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

139. Tölublað (24.06.1975)

Aðgerðir: