Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 24. júni 1975. 3 NOGUR EKKERT „Engin æð hefur opnazt ennþá, þrátt fyrir að við séum komnir i 850 metra,” sagði Rögnvaldur Finnbogason hjá Jarðborunum rikisins. Nú hefur risaborinn, sem kallaður hefur verið Jötunn, verið að verki frá þvi i byrjun júni. Bor- að hefur verið skammt frá Hliða- dalsskóla i ölfusi. Hitinn þarna niðri er um hundrað gráður á Celsius. HITI - VATN Er Rögnvaldur var inntur eftir kostnaði, sagði hann, að aðeins borleigan væri 2000 þúsund krón- ur á dag, miðað við 10 stunda vinnudag. Þá mætti örugglega reikna með öðru eins i vinnulaun. Þetta getur þvi orðið mjög dýrt fyrirtæki, ef bora þarf tvö þúsund metra niður i jörðina eins og ætl- unin er, ef þörf krefur. —BA Enn er þingað um olíuna gömlu Við rifjuðum þarna upp gamlar syndir ef svo má segja”, sagði Páll Ásgeir Tryggvason hjá Varnarmáladeild Utanrikisráðu- neytisins. Hann sat i gær fund með sveitarstjórum úr Njarðvik, Sandgerði, Gerðum og Höfnum. Þar var og mættur bæjarstjórinn i Keflavik og nokkrir sveitar- stjórnarmenn aðrir. „Við viidum fá upplýsingar hjá þeim og heyra viðhorf þeirra”, sagði Páll. Þarna var aðallega fjallað um mengunarmál. En á Suðurnesj- um óttast menn sem frægt er orð- ið að vatnsból kunni að mengast af völdum oliu, sem sigið hefur niður i jarðveginn. „Aðalumræð- an var um það tvennt, hvernig ætti að ganga úr skugga um það, hvort jarðvegur hefði spillzt og þá ekki siður hvernig ætti að fjár- magna athugun”. Páll taldi, að skýrt hefði komið i ljós að sveitarstjornarmenn álitu, að rikið ætti að eiga frumkvæði að slikri athugun og kosta hana. — BA Hús aldraðra verður þar sem til stóð „Allmargir ibúar svonefnds Stóragerðissvæðis mæltust til þess, að tilteknu húsi með Ibúðum fyrir aldraða, yrði ætlaður staður annars staðar en við Furugerði”, sagði Jón Tómasson, skrifstofu- stjóri hjá borgarstjóra, í viðtali við biaðið. Hann sagði ennfremur, að rökin fyrir þessu væru sú, að það vant- aði aukin útivistarsvæði eða leik- svæði I hverfinu. Borgarráð hefur hafnað þessu erindi ibúanna og bent á, að þessu húsi hafi verið ætlaður staður i Furugerði frá þvi að hverfið var skipulagt. Hafi einstaklingum, sem fengu lóð á svæðinu, verið kunnugt um það. Þar við bætist, •að húsið er fullhannað og bygg- ingin er i útboði. U.þ.b. 70 litlar ibýðir verða i húsinu, ætlaðar einstaklingum aðallega, en nokkrar hjónaibúðir verða þar einnig. —EVI— Þótt vélar séu góðar og fullkomnar, þarf þó að leggja hönd að verki lika og hafa konur allajafna verið drjúgur vinnukraftur viö það. —Minni myndin sýnir hráefnið, sem er hin myndarlegasta rækja eins og Nú eigo Dolvíkingar rœkjuverksmiðju „Það er unnið á einni vakt hér i rækjuverksmiðjunni á Dalvik, en við reiknum með, að um vaktavinnu veröi að ræða á þeim tima ársins, þegar veiöin er mest, á haustin og fyrripart vetrar,” sagði Jóhann Antons- son, f r a m k v æ m da s t j ór i Söltunarfélags Dalvikur, er Visir ræddi við hanni morgun um hina nýju rækjuverksmiðju á Palvik. i fyrri tið var þarna sildar- söltunarstöð, meðan sildin var og hét, en sú stöð hefur ekki verið rekin. Arið 19'71hófust byggingaframkvæmdir vegna fyrirhugaðrar lagmetisiðju, en þegar rækjan fór að veiðast fyrir norðan var ákveðið að fara i rækjufrystingu en hinu slegið á frest, þótt stefnt sé að lagmetis- iðju siöar. „Snorri Snorrason frumkvöðull að veiðum á rækju norðanlands og varð hann stór hluthafi i félaginu, þega ákveöið var með rækjuverk- smiðju,” sagði Jóhann. Rækjan á miðunum við Kolbeinsey og Grimsey, þangað sem Dalvikurbátar sækja, er óvenju stór. Finntán manns vinna núna i verksmiðjunni, 11 konur og 4 karla. Sagði Jóhann, að sæmileg at- vinna væri á Dalvik. Ekki bæri á atvinnuleysi. en vinna væri stopul i hraðfrystihúsinu. Stafaði það af þvi, að annar skuttogari Dalvikinga væri af stærri gerðinni og þar af leiðandi i verkfalli. -EVI- Skortur ó leiðbeín- endum — sveitarstjórnar- menn þinga um œskulýðsmól „Vonandi verður þessi ráð- stefna til að ýta við hinum fjórð- ungunum,” sagði Reynir G. Karisson, æskulýðsfulltrúi rikis- ins, nýkominn af fundi, sem hald- inn var að Laugum i Suður-Þing- eyjarsvslu. „Þetta var fyrsta ráðstefnan, sem sveitarstjórnarmenn sitja með iþrótta- og æskulýðsmönnum til að fjalla um æskulýðsmál”. Reynir sagði, að áður en þessi ráðstefna hefði verið haldin, hefði fariðfram könnun i fjórðungnum, þar sem könnuð var aðstaðan í héraðinu. Mestur hefði verið skorturinn á leiðbeinendum og væri greinilega mjög brýnt að halda námsskeið, þar sem menn væru þjálfaðir til forystustarfa. BA MIÐARNIR SELDUST UPP Á SÓLARHRING Frú Maria Markan óperu- söngkona á sjötugs afmæli um þessar mundir. t tilefni af þvi ætla vinir hennar og aðdáendur að halda hljómleika, henni til heiðurs. Verða þeir I Austur- bæjarbiói á morgun 25. júni. Fjölbreytt dagskrá veröur fluít og munu margir okkar fremstu söngvara koma þar fram. Byrjað var að selja aögöngu- miða aö tónleikunum á sunnu- daginn og seldust miðarnir upp i gær. Dagblaðiö Visir óskar lista- konunni til hamingju. HEIÐURSHLJÓMLEIKAR I Auiturb»jarbí6i miSviltudaginn 25. júni 1975 kl. 19.00 ttundviilega EFNISSKRÁ FYRIR HLÉ 1. R- Strauii............ Zuoignung Insm Haria Kyjólfadóttir. A. L. 2. W. A. Mozart.......... Aría úr óp. Töfraflautan Jin Viglunduon. ö. V. A. 8. C. M. Weber........... Duett úr óp, Der FrcischUtz Nanna RJömaaon — Dóra Reyndal. K. G. 4. G. F■ Húndel..............Defcnd her, Hcaven" GuSmundur Jóniaon. ö. V. A. 6. W. A. Moiart.......... Duett úr óp. Cosi Fan Tutte 8i(urvtig HJaltaated — Snabj. Sncbj.d. Ö. V. A. 6. V. Giordano........... Aría úr óp. Fedora Hrelnn Llndal. ö. V. A. 7. J. Brahmi............. Von ewiger Liebe Sólveig Björlin*. G. J. 8. E. German............. Duett úr óp. Merrie England Öiöf Harðardóttlr — GarSar Cortaa. K. C. HLÉ I TlU MlNOTUR EFTIR HLÉ 9. Jón Asgeinson ......... Vfsur Vatnsenda-Rósu SigriSur E. Magnúedóttir. ó. V. A'. 10. lelenikt þjóblag i út- tetn. Jórunnar ViBar .. Burnagælur GuSrún Timaedöttir. ö. V. A. 11. R.A. Schumann.......... Die beiden Grenadiere Þoreteinn Hanneuon. K. C. 12. E. Humperdinck......... Duett úr óp. Hans og Gróta Elln Sigurvinad. — Ragnh. Guðmunded. ö. V. A. 18. G. Vrrdi............... Aría úr óp. Macbeth Jin Sigurbjöms«on. ö. V. A. 14. W. A. Mozart........... Duett úr óp. Don Giovanni Svala Nielsen — Kriatinn HalUaon. L. R. 15. F. Bridge.............. Love went a riding Rut L. Magnúuon. ó. V. A. 16. G. Verdi............... Duett úr óp. La Traviata Ingveldur Hjelteeted — Magnúi Jinnon. K. C- Uudirltiknrur: Agnea Löve — Gúitaf Jihanneaton — Kryatyna Cortea — Lira Rafnadittir — ólafur Vignlr Albertaaon Marla Markan I hlutverki greifafrúarinnar I Figaro, sem fært var upp I Glyndabourne. Þessi mynd birtist fyrst f ensku blöðunum. — Fyrir ofan er efnisskrá hljómleikanna, sem er fjölþætt eins og sjá má. Þar koma fram 22 söngvarar og fimm undirleikarar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 139. Tölublað (24.06.1975)
https://timarit.is/issue/239118

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

139. Tölublað (24.06.1975)

Aðgerðir: