Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Þriðjudagur 24. júni 1975. vfeusm: Kaupið þér mörg dag- blöð? Sesselja Guðjónsdóttir, kennari: Ég kaupi eitt dagblað, en siöan er ég áskrifandi að nokkrum timaritum. Þetta eru mest fræðirit. Ingi Sigurjónsson, múrari: Ég kaupi tvö dagblöð. Hins vegar er ég ekki áskrifandi aö einu einasta timariti. Gústav Ingibergsson, sjómaður: Morgunblaðið og Visir eru keypt á minu heimili. Við kaupum hins vegar engin timarit. Það er miklu frekar, að keyptar séu bækur. Þorsteinn Guðbrandsson, for- stjóri: Ég kaupi Morgunblaðið og Timann, en er hættur að kaupa Visi nema i lausasölu. Það eru vist ein tvö timarit, sem ég er áskrifandi að. Kristinn Guðjónsson, bllamálari: Viðkaupum eitt dagblað. Siðan kaupir konan vist einhver tima- rit, sem fjalla um húshald og þess háttar. # Guðjón A ð a 1 b j ör n s s o n , slökkviliðsmaður: Það koma f jögur dagblöð á mitt heimili. Siðan eru það barnablöð eins og Æskan. Þá er það hin ómissandi Eldhúsbókog fleiri rit, sem fjalla um ýmislegt viðvikjandi „maganum.” LESENDUR HAFA ORÐIÐ Landeigendur í Mosfellssveit VIUA GVENDAR- BRUNNA FEIGA! — Formaður Landeigendafélagsins gerir athugasemdir við bréf Sigurðar Jónssonar, sem birtist hér ó síðunni sl. föstudag Grlmur Nordal, formaöur land- eigendafélags Mosfellssveitar, skrifar: „Nokkrar spurningar til Sigurðar og smá upplýsingar: Jæja, Sigurður, aldrei hefði ég trúað þvi á þig, að þú drykkir óblandað Gvendarbrunnavatn, jafn mikill kjarnorkumaður og þú ert og ég veit, að þú munt eigi gera það, eftir að þú ert búinn að kynna þér málið betur: 1. Eru saur-(koli)gerlar i vatni frá Grendarbrunnum, vegna litillar siunargetu hraunsins og yfirborðsvatns, sem i þá fer? 2. Er ekki algerlega vonlaust að losna við saur-(koli)gerlana, sem eru i yfirborði jarövegs- ins eftir 1100 ára sauðabeit og annarra skepna á landinu i kringum brunnana, eða viltu láta skipta um jarðveg, eins og I Miklubrautinni? 3. Hvert er geymsluþol Gvendarbrunnavatnsins? Verður það ekki fúlt mjög fljótlega og þvi illa falliö til ölgerðar, gosdrykkja og ann- arrar framleiðslu úr vatni, er geymsluþol þarf að hafa, eða ert þú á móti þvi að bjór geymist? 4. Hvert hefir áframhald orðið á þeim tilraunum, sem gerð- ar hafa verið með útflutning á okkar góða Gvendabrunna- vatni, af Rolf Johansen, Olgerðinni Agli Skallagrims- syni o.fl.? Fór það ekki allt út um þúfur vegna þess, að vatnið stóð sig ekki, er sem sé ekki nógu góð vara? Annars, Sigurður, þér til upplýsingar og jafnvel öðr- um, þá er heilmikil vatns- verndun i gildi I kringum Gvendarbrunna og þvi miður viðar, en þessi vatnsverndun er dæmigerð að sinu leyti, þar sem • hún sýnir, hversu menn geta látið glepjast til að gera hluti að litt hugsuðu máli: En leyfum vatnsveitu- stjóra Reykjavikur að hafa orðið um það mál: „Hvért er geymsluþol Gvendarbrunnavatnsins? Veröur það ekki fúlt mjög fljótlega og þvi illa faliið til ölgerðar, gosdrykkja og annarrar framleiðslu úr vatni, er geyms’uþol þarf að hafa. Eða ert þú á móti þvi, að bjór geymist” spyr Grlmur Nordal Sigurð Jónsson. . í frumtillögum vatnsbóla- nefndar, sem starfaði á vegum Samvinnunefndar um skipulagsmál fyrir höfuð- borgarsvæðið, og Jóns Jóns- sonar jarðfræðings, sem var jarðfræðilegur ráðgjafi nefndarinnar, var gert ráð fyrir að mjög óverulegt landssvæði i Mosfellshreppi yrði ákveðið sem 3ja flokks verndarsvæði. Aðallega var lögð á það áherzla að mynda vernd fyrir dalverpið norð- austan við Geitháls, milli Hólmskeiðar og Kotáss. I dalverpi þessu er mikið sprungusvæði og ef það væri ekki, myndi þar vera stöðu- vatn. Fyrrnefndar aðstæður gera mengun 1 dalverpinu mjög óæskilega, þar sem sú mengun kæmist hindrunar- laust niður I grunnvatnið I næsta nágrenni við vatnsbil- inn við Gvendarbrunna og nokkru fjær vatnsbólið við Bullaugu. 2. Utan þess svæðis, sem nefnt er ilið 1 hér á undan var ekki talin ástæða til þess að óska eftir frekari verndaraðgerð- um i landi Mosfellssveitar vegna vatnsbóla Reykja- vikurborgar. Rétt er að geta þess, að tæpur helmingur umrædds dalverpis er i landi Reykjavikur. 3. Akvörðun um þau mörk verndarsvæðisins I Mosfells- sveit, sem endanlega voru ákveðin, var tekin sam- kvæmt kröfu fulltrúa Mos- fellssveitar I nefndinni og lega markanna ákvörðuð af honum einum................ (Leturbreying bréfritara). Sem sé, þetta er svar vatns- veitustjóra til eins félaga okkar i landeigandafélaginu, vegna hinnar gifurlega miklu vatns- verndunar sem smellt var á okkur landeigendur i Mosfells- sveitinni. Skyldu vinnubrögðin hafa verið skipuð annars stað- ar? Væri fróðlegt að fá upplýs- ingar um, hverjar voru hinar upprunalegu tillögur þeirra Þórodds Th. og Jóns Jónssonar um vemdunarsvæði. Sem sé, það vom friðaðir i Mosfellssveit einni mörg þúsund hektarar, og ekki vantaði áróðurinn fyrir nauðsyn verndarinnar og var jafnvel vísindum slegið fram óspart, en það allt er efni í margar greinar og er bezt að sleppa þvi hér. Já, Sigurður, við mennirnir gerum oft stórar vitleysur, en af þeim eigum við að læra og nú er timi til kominn að fara að sinna þessu máli af festu og fyrir- hyggju, þvi að gott ómengað vatn með góöu geymsluþoli verðum við að fá, en það fáum við aldrei nema úr góðum bor- holum i jarðvegi með mikla siunargetu. Um Lækjarbotna er mjög hæpið að hugsa lengur vegna tilkomu austurvegarins, svo að mestu likurnar til að finna gott vatn eru frá minum bæjardyrum séð i heiðar- kvosinni norð-austur af Lækjar- botnum. Hvað myndi vinnast með að fá nýog góð vatnsból fyrir Reykja- vik? Bláfjallasvæðið gæti þá orðið án allra takmarkana, öll þau landsvæði, sem'nú eru undir vatnsverndun væri hægt að nýta vatnsverndun væri hægt að nýta til þeirra hluta, sem henta bezt og hefir Reykjavikurborg gæta, þar sem borgin á stór landsvæði á þvi svæði. Nýjar at- vinnugreinar t.d. útflutningur vatns, eða ölframleiðsla (hver veit?) og öll framleiðsla mat- væla verður að hafa gott og ómengað vatn, en þessi vatns- ból, sem við höfum nú, eru að minu áliti alltof viðkvæm til þess að öruggt sé orðið. Fyrir- byggja verður algerlega, að yfirborðsvatn komist nokkurn tima I neyzluvatniö. En þar er siunarhæfileiki jarðvegsins for- senda og hann ætti að vera fyrir hendi i heiðinni að austan, og ætti þvi mjög takmörkuð friðun þar að vera nægileg. Að lokum, það eru einlæg tilmæli min til hreppsnefndar Mosfellshrepps, að hún láti nú verða af að aflýsa hinni marg- umtöluðu vatnsverndun, sem er henni til skammar og öllum hlutaðeigandi til ama og bölvunar, að ég tali nú ekki um tjón, sem af getur hlotizt. Eru þvi einlæg tilmæli min til hr. Hallgrims Dalberg, ráðuneytisstjóra, sem er vel kunnugur þessu „leiðindamáli” svo og félagsmálaráðherra, hr. Gunnars Thoroddsen, að þeir aðstoði hreppsnefndina i hreinsunarmáli þessu. Ég þakka Sigurði fyrir hans mörgu og skemmtilegu greinar I Visi, en við erum allir mannlegir og öllum verða okkur mistök á, enda ekki nema eðli- legt, þar sem alltaf eru i það minnsta tvær hliðar á hverju máli og jafnvel fleiri, sér i lagi þegar nefndir fara að fjalla um þau.” Enginn lifir ctf innlagsnótum Einstæð liúsmóðir, 5764-7248 að nafni, hringdi I dálkinn: „Elzta dóttir min vinnur nú úti hálfan daginn og þegar hún fékk útborgað um daginn, vildi hún gleðja mig með þvi að kaupa á mig peysu i Karnabæ. Hún kostaði 1990 krónur. Þegar ég fór að skoða peysuna sá ég, hversu litil og ómerkileg hún var fyrir þennan pening og bað þvi dóttur mina að fara óg skila henni. Hún þorði ekki nema ég hringdi fyrst. Ég gerði það en afgreiðslustúlkan vildi þá ekk- ert við mig tala og mér tókst ekki að ná i forstjórann. Það endaði með þvi, að dóttir min fór með peysuna, en fékk hana ekki endurgreidda. Hún gat fengið innlagsnótu, en enginn lifir af þeim, svo að hún gekk bara út og skildi peysuna eftir. Mér finnst svo mikið óréttlæti felast I slikum verzlunarhátt- um, að ekki skuli vera hægt að fá vöru endurgreidda, þegar komið er með hana til baka nokkrum minútum eftir að hún er keypt. Þegar dóttir mín keypti peysuna, spurði hún, hvort ekki mætti skila peysunni, ef hún passaði ekki, og var afgreiðslu- stúlkan þá hin ljúfasta. R'aunin varð bara önnur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.