Vísir - 28.06.1975, Page 5

Vísir - 28.06.1975, Page 5
Visir. Laugardagur 28. júni 1975. 5 ERLEND MYNDSJÁ Umsjón ÓT 3 MÖNNUÐ GEIMFÖR Geimfararnir tveir, sem eru á braut um jörðu i rússnesku Salyut geimrannsóknastöðinni munu ekki snúa til jarðar fyrir sameigin- lega geimferð Rússa og Bandarikjamanna, eins og búizt var við. Sú geimferð hefst 15. júli og stendur til 21. júli. Er talið, að Salyut-geimfararnir snúi til jarðar nokkrum dögum eftir það. Þeir verða þá búnir að vera um 2 mánuði á braut. Alexei Leonov, einn af Rússun- um, sem fer i Soyuz-Apollo geimferðina, sagði, að þeir myndu nota tækifærið til að spjalla við þá Klimuk og Sevastianov, sem settu nýtt rússneskt geimferðamet i siðustu viku. Þetta verður i fyrsta skipti, sem þrjú mönnuð geimför verða samtimis á braut umhverfis jörðu. Nýr hattur Við höfum áður birt mynd af frú Gertrud Schiller og höttunum sem hún ber við Ascot veðreið- arnar i Engiandi. Frúin ku sjálf gera sina hatta og þrælar við þá i margar vikur fyrir veðreiðarnar, þvi hún kemur með nýjan á hverjum degi. Hún kailar þennan hatt „Gains- borough”. Ekki vitum við hvað það hefur kostað að gera hann, en einhvern veginn finnst okkur óllk- legt að hann verði tlzkufyrir- brigði. Við vonum það að minnsta kosti innilega. Flugslysið í New York Fiugslysið i New York á dög- unum þegar 110 manns fórust með þotu frá Eastern Airlines, er eitt hið versta I sögu banda- rlskrar flugsögu. Þó hefði getað farið verr þvi þotan hentist yfir hraðbraut þar sem mikil um- ferð var fyrir. I fyrstu var talið að hún hefði sópað með sér fjöl- mörgum bilum, cn það kom I ljós að svo var ekki. Rannsókn stendur yfir á or- sökum slyssins, og hafa bæði eldingar og snöggar breytingar vindáttar verið nefndar i þvi sambandi, en ekkert liggur fyrir ennþá. A efri myndinni eru slökkvi- liðsmenn að leggja til lik þeirra semfórust.Á þeirri neðri má sjá afturhluta vélarinnar. ffil ■V, Ég verð að segja eins og Fred vinur minn Flintstone: Guði sé lof fyrii- að það er ekki nema einn mánudagur i hverri viku. Það er bjarnargreiði að vera að bjóða manni út um helg- ar. Það er alveg klárt. Ahugasamir norskir unglingar þyrptust að til að skoða orrustu- þötuna F-16, sem Noregur hefur ákveðið að kaupa ásamt nokkrum ekki með nærri sama áhuga að öðrum NATO rikjum. Auðvitað þvi er virtist. skoðuðu ráðherrar lika vélina, en

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.