Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 6
6
Visir. Laugardagur 28. júni 1975.
vism
(Jtgefandi:'
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:.
Auglýsingastjóri:
Augíýsingar:
Afgreiösla:
Ritstjórn:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Haukur Helgason
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
Sföumúla 14. Simi 86611. 7 iinur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasöiu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf.
H/n kúgaða stéft
í baráttu þrýstihópanna um aðstöðu i þjóðfé-
laginu er einn fjölmennur hópur, sem oftast verð-
ur útundan og nær sjaldnast rétti sinum. Þetta
eru neytendur, — kúgaðasta stétt á íslandi.
Hingað til hafa neytendur fremur litinn stuðn-
ing haft af Neytendasamtökunum, sem hafa ein-
beitt sér að kvartanaþjónustu og ekki náð neinum
teljandi árangri i grundvallaratriðum neytenda-
stefnu.
Neytendur verða enn að þola lélegar og ó-
fullnægjandi upplýsingar á umbúðum vöru um
innihald hennar, meðferð og endingartima. Und-
antekning er, að upplýsingar sjáist um fjölda
hitaeininga, magn kolvetna, tegundir og magn
rotvarnarefna, svo að dæmi séu nefnd.
Neytendur verða enn að þola, að opinberar
stofnanir liti á þá sem þegna en ekki borgara.
Yfirvöld telja sér enn heimilt að umgangast við-
skiptamenn sina með takmarkaðri virðingu. Með
vaxandi stuðningi þingmanna gera þau meiri
kröfur til greiðsluhraða af hálfu viðskiptavina en
tiðkast i einkarekstri.
Neytendur verða enn að þola einokunaraðstöðu
framleiðenda i smásölu mjólkur og ýmissa
mjólkurafurða. Á Reykjavikursvæðinu verða
þeir viðast hvar að verja sérstökum tima til að
fara i sérverzlanir til að afla þessara afurða.
Neytendur verða enn að sæta þvi, að fulltrúar
launþegasamtaka sitji i sexmannanefnd sem
fulltrúar neytenda og láti það hvað eftir annað
viðgangast, að búvöruverð hækkar úr hófi fram.
Neytendur verða enn að sæta úreltu fyrirkomu-
lagi verðlagseftirlits, sem er til þess fallið að
svæfa tilfinningu neytenda fyrir verði og gæðum.
Höftin á þessu sviði valda þvi einnig, að til lands-
ins er keypt óhæfilega dýr vara, aðeins til þess að
verzlunin geti fengið nógu margar krónur úr of >■
lágri prósentuálagningu.
Neýtendur verða enn að sæta þvi, að lög um
varnir gegn einokun og hringamyndun hafa ekki
verið sett, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir i þá átt.
Neytendur verða enn að sæta þvi, að lög um
rannsóknir á sviði neytendaverndar hafa ekki
verið sett, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir. Neyt-
endur hafa þvi ekki aðgang að haldgóðum og
hlutlausum upplýsingum um verð og gæði vöru
þeirrar, sem á boðstólum er.
Þá sjaldan sem húsmæður risa upp gegn ein-
hverjum þætti þessarar kúgunar, eru þær ataðar
auri i Timanum og Þjóðviljanum. Timinn er á
móti hagsmunum neytenda, af þvi að þeir rekast
stundum á hagsmuni bænda. Og Þjóðviljinn er á
’ móti hagsmunum neytenda, af þvi að neytenda-
stefna mótast oftast af sjálfstæðri, borgaralegri
hugsun, andstæðri kúgun af hálfu hins opinbera,
sem hefur tilhneigingu til að lita á borgarana sem
þegna.
Hagsmunir neytenda eru almenns eðlis og
sjaldnast mjög áþreifanlegir, þegar valdamenn
þurfa að taka ákvarðanir. Stjórnmálamenn
hlaupa gjarnan á eftir háværum sérhagsmuna-
hópum og láta allt eftir þeim. Landbúnaðurinn er
gott dæmi um velgengni slikra sérhagsmuna-
hópa, sem eru vel skipulagðir, óprúttnir og harðir
i horn að taka.
Og reynslan sýnir, að áhugi stjórnmálamanna
á hagsmunum neytenda er að miklu leyti sýndar-
mennska. Neytendur verða að vakna til vitundar
um mátt sinn og gerast harðir i horn að taka, ef
þeir vilja fá stjórnmálamennina til að vinna fyrir
sig. —JK
Indira Gandhi ásamt hermönnum sinum. Herinn hefur alitaf veriö trúr, en tekur hann þátt f aö berja
niöur mótmælaaðgeröir núna?
Hvers vegna
afnam hún
lýðrœðið?
Hinar harkalegu að-
gerðir Indiru Gandhi,
gegn stjórnarandstöð-
unni og öðrum gagnrýn-
endurn sinum eiga sér
ekkert fordæmi. Ind-
verjar hafa hingað til,
stoltir, talið sig til
stærsta lýðræðisrikis i
heiminum. Þeir virðast
nú i bili að minnsta kosti
verða að telja sig til
stærsta einræðisrikisins.
Jafnvel þótt mikill pólitiskur
þrýstingur hafi verið á Indiru
Gandhi siöan hún var fundin sek
um kosningasvik, var ekkert sem
benti til að hún myndi gripa til
svona gerræðislegra mótaðgerða,
og þær komu eins og þruma úr
heiðskiru lofti.
Lýðræðið
úr sögunni
Hvað sem verður þegar fram
liöa stundir, hver sem úrslit þess-
arar baráttu verða, þá er lýðræð-
iö nú úr sögunni i bili. Með þvi að
lýsa yfir neyðarástandi hefur for-
sætisráðherrann afnumið bæði
málfrelsi og ritfrelsi sem hafa
verið stór þáttur i indversku
st]órnmálalifi. Framtið þingsins
er einnig i vafa.
Það er alveg vist að þessar að-
gerðir munu hafa viðtækar afleið-
ingar og það er vafasamt hvort
forsætisráðherranum tekst að
hafa hemil á andstöðunni við sig,
jafnvel innan sins eigin Kon-
gressflokks úr þvi sem komið er.
Uppreisn
innan flokksins?
Flokkur Indiru skipaði sér um
hana, eftir að dómurinn um kosn-
ingasvikin féll henni I óhag. En
það var gert i þeirri trú aö hún
hygöist fara alveg löglegar leiöir
til að fá honum hnekkt.
Þegar hún nú hefur ákveðið að
llllllllllll
Umsjón:
Óli Tynes
beita hörku sem vafasamt er að
hún geti réttlætt, aukast likurnar
á uppreisn innan flokksins.
Ný skotfæri
Þeir sem héldu þvi fram að for-
sætisráðherrann stefndi að ein-
ræði hafa nú fengið ný skotfæri i
hendurnar og þau ekki af minni
gerðinni.
Jayaprakash Narayan var
einn þeirra sem oftast varaði við
fyrirætlunum Indiru Gandhi.
Hann var lika einn þeirra fyrstu
sem voru handteknir. En þeir
andstæðingar sem enn eru utan
fangelsismúranna munu áreiðan-
lega ekki taka þessu þegjandi.
Hvers vegna
gerði hún þetta?
Það furðulegasta við þetta allt
saman er, hvers vegna i ósköpun-
um hún taldi sig þurfa að gripa til
aðgerða sem þessara. Fullyrð-
ingar hennar um viðtækt samsæri
eru i rauninni ekkert ósvipaðar
ásökunum sem hún hefur borið
á stjórnarandstöðuna um langt
skeið.
En þrátt fyrir erfiðleika hennar
út af kosningamálinu þá er hún
samt ennþá langvaldamesti leið-
toginn á Indlandi. Hvorki i stjórn-
arandstööunni né innan hennar
eigin flokks var að finna alvarleg-
an keppinaut, jafnvel eftir niu ár i
valdastólnum.
Sýndi þinginu
litilsvirðingu
Frú Gandhi hefur aldrei reynt
að dylja það að hún hefur óþokka
á frjálsum fjölmiðlum. Það leit þó
út fyrir að hún hefði sætt sig við
að þeir væru ein af illum nauð-
synjum lýðræðísþjóðfélags.
Hún hefur svo mikinn meiri-
hluta á þingi að hún hefur um-
gengizt það með litt dulinni fyrir-
litningu. Það hefur meðal annars
komið fram i þvi að hún hefur
iðulega' gefið út tilskipanir sem
hún svo hefur sent þinginu til
samþykktar.
Minnkandi vinsældir
Nýafstaðnar kosningar i
Guarajat voru mikill sigur fyrir
stjórnarandstöðuna og sýndu
jafnframt hve vinsældir Indiru
Gandhi hafa minnkað siðan 1971,
þegar þær voru hvað mestar.
Kongressflokkurinn átti fyrir
höndum harða baráttu í kosning-
unum i marz á næsta ári.
Það er nokkuð vist að hann
hefði misst nokkur þingsæti, en
það er jafn vist að hann hefði
samt haldið stjórntaumunum
áfram. Það er einfaldlega vegna
þess að enginn annar flokkur nýt-
ur jafn almenns stuðnings i jafn-
vel fjarlægustu héruðum lands-
ins.
Fara þær fram?
Það virðist nú óvist hvort þess-
ar kosningar fara nú yfirleitt
fram. Það má telja öruggt að
stjórnarandstaðan mun ekki taka
þátt I þeim ef ekki verður búið að
sleppa leiðtogum hennar úr fang-
elsi og ritskoðun hætt.
Engin
fyrirmynd lengur
Kannski greip frú Gandhi til
þessara örþrifaráða af ótta við að
hæstiréttur hreinsaði hana ekki,
og hún neyddist til að segja af sér
embætti forsætisráðherra og
verða útlæg af þingi. Hver sem
ástæðan var er Indland ekki leng-
ur nein fyrirmynd i stjórnmála-
legu jafnvægi.
Herinn tryggur
Indira Gandhi heldur þvi fram
að reynt hafi verið að spilla her og
lögreglu landsins, en án árang-
urs. Herforingjar Indlands hafa
jafnan haldið sig fyrir utan
stjórnmál og það hefur verið álit-
iðaö hann myndi þvi aðeins gripa
1 taumana ef efnahagskerfi lands-
ins færi gersamlega i rúst og
skálmöld fylgdi i kjölfarið.
Ekki er vitað hvaða álit herfor-
ingjarnir hafa á þessum aðgerð-
um forsætisráðherrans. Það gæti
komið i ljós ef hernum yrði skipað
að stöðva mótmælaaðgerðir gegn
henni.
Nokkrir næstu dagar munu
leiða i ljós hvort Indiru Gandhi
tekst að fá þjóðina á sitt band, eða
hvort ferill hennar er senn á enda.