Vísir - 28.06.1975, Page 8
8
Visir. Laugardagur 28. júni 1975.
Humarveiði takmörkuð
25. júni var bannað að veiða
humar á Breiðamerkurdýpi á
meira dýpi en 100 föðmum. Þetta
var gert vegna þess, að nýleg
könnun Hafrannsóknastofnunar-
innar leiddi i ljós, að óhemju
magn af undirmálshumri var i
Breiðamerkurdýpi á dýpra vatni
en 100 föðmum.
Þingað um menningar-
mál
Dagana 9.-12. þessa mánaðar
var haldinn menntamálaráð-
herrafundur aðildarrikja
Evrópuráðsins og meðal annars
fjallað um fullorðinsfræðslu. 12.
júni var einnig haldinn mennta-
málaráðherrafundur Norður-
landa. Menntamálaráðherra Is-
lands, Vilhjálmur Hjálmarsson,
átti ekki heimangengt þessa daga
vegna heimsóknar Sviakonungs,
svo hans i stað sóttu þeir Birgir
Thorlacius, ráðuneytisstjóri og
Andri tsaksson, prófessor, þessa
fundi, sem haldnir voru i Stokk-
hólmi.
Matur og drykkur
Það korn, sem Bandarikja-
menn nota til áfengisgerðar,
myndi nægja til að brauðfæða 50
milljónir manna, segir i frétt frá
Áfengisvarnaráði. Aðrar þjóðir
nota einnig dýrmætar fæðuteg-
undir til áfengisgerðar. Dr. Jean
Mayer, sem vinnur á vegum
Sameinuðu þjóðanna að rannsókn
á mataræði barna, segir um
þetta: „Það er til nægur matur i
heiminum til að koma i veg fyrir
hungurdauða fólks i Afriku og
Asiu. Bandarikjamenn geta
hlaupið þar verulega undir bagga
með þvi að draga úr áfengis-
neyzlu.” I USA eru nú 9-10 mill-
jónir áfengissjúklinga.
Heimsfriður að lögum
Ariðl963 var komið á fót stofnun,
sem heitir á ensku The World Pe-
ace Through Law, en er kölluð
hér Alþjóðastofnun lögfræðinga
til eflingar friði og virðingu fyrir
lögum. Höfuðmarkmiðið er að
styrkja og styðja lagakerfið i
heiminum og hinar ýmsu alþjóða-
stofnanir i þvi markmiði að efla
frið i heiminum og réttláta skip-
an. Stofnunin er ópólitisk og fél-
agsmenn láta i ljósi skoðanir sin-
ar sem einstaklingar, fremur en
fulltrúar tiltekins lands eða þjóð-
málastefnu. Stofnunin heldur
ráðstefnu á tveggja ára fresti, og
ersú næsta fyrirhuguð i Washing-
ton D.C. dagana 12.-17. október.
Formaður íslandsdeildar sam-
takanna, Páll S. Pálsson hrl. hef-
ur fengið tilkynningu um, að is-
lenzkur þátttakandi eigi kost á
gistingu á einkaheimili og að is-
lenzkur þátttakandi eigi kost á
ókeypis ferðum til borga innan
Bandarikjanna að ráðstefnunni
lokinni, enda flytji hann þá erindi
á félagsfundi gestgjafa. Tilkynn-
ingareyðublöð fást á skrifstofu
Lögmannafélags íslands.
Aðalfundur Hagtrygg-
ingar
Aðalfundur Hagtryggingar var
haldinn fyrir nokkru. Þar kom
fram, að siðastliðið ár voru heild-
artekjur félagsins rúmar 107
milljónir króna brúttó, en rekstr-
artap félagsins að meðtöldum af-
skriftum varð tæpar 13 milljónir
króna, þar af tæplega sex milljón
króna halli á kaskótrvgsingum
bifreiða. Hinn 15. april siðastlið-
inn átti félagið tiu ára afmæli.
Formaður félagsins er dr. Ragn-
ar Ingimarsson, en fram-
kvæmdastjóri er Valdimar
Magnússon.
Veitingar til sölu og
reiðhjól til leigu
Hús Jóns Sigurðssonar i Kaup-
mannahöfn verður opið i sumar,
að minnsta kosti fram i miðjan
ágúst, alla daga frá klukkan 2-10
eftir hádegi, og verður þá sýnt
gestum. Veitingar verða i félags-
heimilinu á neðstu hæð, og auk
þess verður hægt að leigja sér þar
reiöhjól, sem löngum hafa þótt
bærilegt samgöngutæki i Dan-
mörku.
Simrad tuttugu ár á ís-
landi
Frá þvi að fyrstu Simrad dýpt-
armælarnir komu á markað á Is-
landi, hafa Simrad tækin verið i
framsókn hér á landi. Siðan eru
nú komin rösk tuttugu ár. Talið
er, að um 75% islenzka fiskveiði-
flotans noti fiskleitartæki frá
Simrad. í tilefni af afmælinu hafa
verksmiðjurnar nú sent sérstak-
an sýningarbíl til landsins, og
kom sá með Smyrli á dögunum.
Með öllu kostar sá bill hvorki
meira né minna en 32 milljónir,
enda er hann búinn fjölmörgum
þeim tækjum, sem Simrad fram-
leiðir. Þar eru talst'öðvar, dýptar-
mælar,fisksjá og dýpisteljari, as-
dictæki, sónarskóp, staðar-
ákvörðunartæki og fleira. Umboð
fyrir Simrad hefur Friðrik A.
Jónsson h.f., og meðfylgjandi
mynd er innan úr bilnum góða.
Gestir Flugleiða
Upp úr miðjum júni voru hér á
landi i boði Flugleiða 10 banda-
riskir blaðamenn og ferðamála-
ritstjórar. Bandarikjamennirnir
hittu meðal annars nokkra starfs-
bræður sina á Islandi, heimsóttu
Vestmannaeyjar, fóru um Þing-
velli að Skálholti, Geysi og Gull-
fossi, skoðuðu Reykjavik og fóru i
svifflug á Sandskeiði. Einnig fóru
þeir i dagsferð til Kulusuk á
Grænlandi og heimsóttu forset-
ann á Bessastöðum. Myndin er af
hópnum með fulltrúum gestgjaf-
anna.
Aðalfundur Sjóvá
Aðalfundur Sjóvá var haldinn
um miðjan júni, og kom þar fram,
.að heildariðgjaldatekjur félags-
ins á siðasta ári voru 820 milljónir
króna og höfðu aukizt um 295
milljónir frá árinu áður. Heildar-
tjón félagsins nam 651 milljón
króna og varð mikið tap á bif-
reiðatryggingum og fiskiskipa-
tryggingum, en hagnaður af öðr-
um greinum. Heildarhagnaður á
rekstri félagsins var fjórar mill-
jónir króna og var ákveðið að
greiða 10% arð til hluthafa, alls
um 3 milljónir króna. Fastráðið
starfsfólk félagsins er nú 68
manns. Formaður félagsins er
Sveinn Benediktsson, en fram-
kvæmdastjórar Sigurður Jónsson
og Axel Kaaber.
Kaupa eldsneyti fyrir 2.4
milljarða
Flugleiðir h.f. hafa nýlega
endurnýjað samninga um kaup á
eldsneyti fyrir flugvélar sinar.
Það af þvi sem er afgreitt erlend-
is, er aðallega frá Esso og Shell,
en það sem notað verður hér á
landi, er að hluta til frá Skeljungi
h.f. en að hluta beint frá framleið-
anda, New England Corporation,
sem hefur aðalaðsetur i New
York, og er um að ræða tæplega
50 þús. tonn af þotueldsneyti, sem
Oliuverzlun Islands hefur tekið að
sér að taka á móti, geyma og af-
henda á Keflavikurflugvelli.
Heildareldsneytiskaup félagsins
heima og erlendis nema á þessu
ári um 2,4 milljörðum króna.
Gaf 72 bindi bóka
Bragi Þórðarson, prentari og
bókaútgefandi á Akranesi, og
Elin Þorvaldsdóttir, kona hans,
færðu nýlega húsi Guðmundar
Böðvarssonar á Kirkjubóli veg-
lega bókagjöf, alls 72 bindi. Þar á
meðal er blaðið Akranes i vönd-
uðu bandi, öll blöðin, sem komu
út, en Akranes kom út frá 1942-
1959. Bragi, sem rekur Hörpuút-
gáfuna á Akranesi, var siðasti út-
gefandi Guðmundar og er nú að
gefa út heildarútgáfu af verkum
hans.
Þrir fá 200 þúsund
1 stuttri frétt frá Rithöfunda-
sjóði íslands segir, að stjórn
sjóðsins hafi úthlutað þremur rit-
höfundum 200 þúsund krónur
hverjum. Þessir höfundar eru:
Jón Helgason, Steinar Sigurjóns-
son og Vésteinn Lúðviksson.
Ferða mannatek jur
Beinar og óbeinar gjaldeyris-
tekjur af erlendum ferðamönnum
voru á árinu 1974 7,2% af heildar-
verðmæti landsmanna i vörum,
segir i fréttatilkynningu frá
Ferðamálaráði, og er þá ein-
göngu átt við það, sem kemur til
skila hjá gjaldeyrisbönkunum. A
árinu 1973 voru opinber skil á
gjaldeyri kr. 13.074 á hvern er-
lendan ferðamann, miðað við þá
sem komu með flugvélum, og er
þá ekki reiknað með fargjöldum
eða kaupum i Frihöfn eða hjá ís-
lenzkum markaði á Keflavikur-
flugvelli. Sambærileg tala fyrir
árið 1974 var kr. 20.560,00. Með
flugvélum komu hingað 68.456
ferðamenn það ár, en með
skemmtiferðaskipum 5.758.
Fækkun frá árinu áður var 13.3%.