Vísir


Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 10

Vísir - 28.06.1975, Qupperneq 10
10 Vísir. Laugardagur 28. júni 1975. „Kæra Tónhorn. Viitu ekki segja eitthvað frá hljómsveitinni Haukum? Mer finnst þeir æðislega fin hljóm- sveit, en ég hef aldrei séð neitt skrifað um þá f blöðunum. Get- urðu sagt mér, hvað þeir eru gamlir, hvort þeir eru giftir og hvernig augun i sæta gítar- leikaranum eru lit? Kær kveðja. Gunna fyrir austan.” Þarna hittirðu naglann beint á þumalputtann, Gunna fyrir austan, þvi að það var nefnilega skrifað um Hauka á fram- kvæmdastjórastuttsiðu Morgunblaðsins fyrir stuttu sið- an. En hvað um það, hér fer á eftir viðtal við Hauka, sem tekið var nú f vikunni. Reyndar vildu þeir ekkert tjá sig um aldur sinn og giftingar, og sannast að segja steingleymdi ég að tékka á augnalitinn i Sven gitarleikara, en samt vona ég, að þú, Gunna, og aðrir lesendur hafi einhvern fróöleik og gaman af þessu við- tali. HAUKAR í (TÓN)HORNI — "I Có" I I-I-IH drekkur og tekur okkur eins og viö erum, en er ekki með ein- hver merkilegheit.” Gulli: „Annars er fólkið oft ótrúlega erfitt. Það lætur aldrei heyra i sér, hvort þvi likar vel eöa illa við það, sem við erum að gera. Við yrðum alveg stein- hissa, ef það tæki upp á þvf að klappa að loknu lagi, sem þvi finnst vel gert.” Rabbi: „eða púaði, ef þvi lik- aði illa.” Gulli: „Blessaður láttekki- sona, það kæmi aldrei til.” — Ég heyri að þið eruð fullir af sjálfsáíiti. Þið eruð vist áreiðanlega ánægðir með hljómsveitina, eins og hún er i dag? Gulli (strax): „Æi, neei.” Rabbi: „Engan veginn, enginn af okkur.” Kiddi: „Við bötnum nú reynd- ar með hverjum deginum, but nóboddý is perfect.” Gulli: „Heyriði annars. Við skulum taka spurninguna upp aftur, og þú, blaðasnápur, strik- ar út það, sem þú varst búinn að skrifa.” Þetta er samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Rabbi: „Persónulega finnst mér grúppan góð eins og hún er („Þrælgóð,” skýtur Sven inni, og svo sagði hann ekki meira þann daginn), og við erum áreiðanlega á réttri leið.” Kiddi: „Viðæfum helzt3daga i viku, og spilum svo hina fjóra. TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen HAUKAR, laukar, sparibaukar: Frá vinstri: Sven Arve Hovland, Gunniaugur Melsteð, Kristján Guð- mundsson og Rafn Haraldsson. Fyrri hálfleikur Ég var ekki fyrr búinn að hringja dyrabjöllunni að hibýlum Haukanna en tveir skeggjaðir náungar réðust að mér blásaklausum og tóku að gramsa f vösum minum. Gekk svo nokkra stund, unz annar þeirra leit upp og spurði grát- klökkum rómi: „Attu virkilega engar eldspýtur?” — Þá kvikn- aði skyndilega á perunni hjá mér: þetta voru sem sagt eld- spýtnalausir Haukameðlimir, þeir Rabbi og Kiddi, og nennti hvorugur þeirra að labba sig yfir götuna og kaupa stokk. Þrátt fyrir vonbrigðin, sem ég olli með eldspýtnaþurrð minni, var mér boðið til stofu, og þó að Sven Arveværiekki mættur, þá hófum við spjallið: — Hvað segið þið um siðustu verðhækkanir ATVR? Gulli: „Þetta var sterk spurn- iug.” Siðan verður löng þögn. Kiddi horfir sultarlegum augum á eldlausa sigarettuna og Rabbi virðir fyrir sér málninguna á stofuloftinu. En að lokum er eins og það verði þegjandi sam- komulag um að trúa mér fyrir leyndarmáli: „Sko, við mættum þessari hækkun með þvi að skera niður fóðrið, þangað til það var kominn ballans á þetta.” Og Rabbi bætir við: „Og ef helvftin hækka einu sinni enn, án þess að kaupið okkar hækki, þá verðum við að fara að selja matinn úr frystikistunum hjá konunum okkar.” — En svo að við snúum okkur aö Haukunum sjálfum. Hvað er hljómsveitin eiginlega orðin gömul? Gulli: „Hundgömul. Sam- kvæmt útreikningum Helga Steingrimssonar, sem var i hljómsveitinni frá upphafi og fram ídes. sl., þá er hljómsveit- in 11 ára og Helgi lýgur aldrei.” Kiddi: „Og þess má geta, að ég er meðlimur no. 53 i grúpp- unni.” Þetta þykja mér merkilegar upplýsingar og ég fer fram á að sjá meðlimaskrá Haukanna frá upphafi. En i Ijós kemur, að ekkert slikt er til — Helgi Steingrims hefur þetta allt I hausnum. Það er engin furöa, þótt maðurinn sé svolitið viðut- an á stundum, fyrst hann þarf að muna alla sögu Hauka frá upphafi. En áfram meö smjörið. — Hvenær urðu Haukarnir fyrst verulega vinsælir? Gulli: „Það var eiginlega árið 1971, sem við vöktum fyrst at- hygli, þegar við byrjuðum að spila á Rööli. Ég kom i grúpp- una tveim árum áður, og þá spiluðum viö tvisvar i viku i Sigtúninu gamla undir nafninu Haukar og Helga......” Kiddi: „Þetta hlýtur að hafa verið áður en ég fæddist, þvi að ég man ekkert eftir þessu.” Rabbi (syngur): „Þúertung- ur enn...” Gulli: „Haldið þið kjafti með- an ég tala. En sem sagt, eitt kvöld komum við fram á Röðli i staðinn fyrir hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, sem hafði dælt menningarlegu and- rúmslofti I sjóarana i áraraðir. Við vorum hins vegar eins ruddalegir og við gátum og það fllaði fólkið. Það fór lika svo, að við spiluðum á Röðli næstu mánuöina stanzlaust.” — Hvað varð svo um klám- kjaftsstefnuna? Gulli: „Hún lognaðist út af af sjálfu sér með timanum, og svo vorum við lika farnir að vekja á okkur athygli með öðru en klámkjafti, surhsé farnir að vanda lagavalið og flutning- inn.” Nú gripur Rabbi skyndilega inn I rabbið: „Blessaðir hættiði nú að rövla um einhverja eld- gamla hljómsveit, sem hét Haukar. Reynum heldur að tala um Hauka i dag.” — ókey. Það eru margir, sem halda þvi fram, að þið séuð hörðustu drykkjumennirnir i hljómsveitabransanum. Er eitt- hvað til i þessu? Haukarnir líta alveg grallara- lausir hver á annan, þessa full- yrðingu hafa þeir greinil. ekki heyrt áöuf. Loks segir Rabbi: „Við erum alls ekki neitt meiri drykkjuhljómsveit en aðrar. Hins vegar erum við ekkert að pukrast með glösin og fela þau bak við magnarann og svoleiðis, þegar við drekkum. Við leyfum nefnilega fólkinu aö sjá okkur einsog viö erum, og okkur er al- veg sama um, hvað þaö heldur um okkur.” Gulli: „Og þess má geta, aö við höfum aldrei klikkaö á balli vegna fylliris, en þaö hafa hins vegar margir aðrir gert.” — Og svo við snúum okkur nú að lagavalinu. Þiö eruð með all- breitt prógram, þ.e. bæði gömul lög og ný, og sækið jafnvel eitt lag aftur I aldir. Hvað ræður lagavalinu hjá ykkur? Rabbi: „Aöallega er það Gulli, sem finnur lögin og sting- ur upp á þeim viö okkur. Hann er helviti naskur á að grafa upp lög, sem ganga i fólkið. Satt að segja höfum við æft lög, sem við hinir vorum skithræddir við að taka, en þau hafa undan- tekningalitið orðið mjög vinsæl hjá áheyrendum.” — Það er þá sem sagt Gulli, sem ræður lagavalinu? Rabbi: „Nei, nei, alls ekki. Hann stingur upp á lögunum og við samþykkjum þau!” — En er það stefna hljóm- sveitarinnar að leika bæði göm- ul lög og ný til að ná til stærri hóps áheyrenda? Kiddi, sem kemur i þessari andrá úr eldhúsinu eftir árangurslausar tilraunir til að kveikja i sigarettunni á brauð- rist, svarar þessari spurningu: „Ekki endiléga. Við hressum yfirleitt upp á gömlu lögin, svo að þau höfða alveg eins til smekks yngra fólks. Og yfirleitt virðist eldra fólki falla við nýju lögin hjá okkur.” Gulli: „T.d. tókum við gamla lagið hans Prella, Return to Sender, fyrst i Tónabæ, og þaö voru krakkar að koma til okkar allt kvöldið og spyrja, með hvaða hljómsveit þetta lag væri. Og svo þegar við spiluðum þarna næst, þá var diskótekið búið að bursta rykið af plötunni og lagið varð vlst mjög vinsælt, þótt það væri næstum þvi 15 ára gamalt.” —• Fyrstþið minnist á Return to Sender, — er það satt, að þið hafið leikið það inn á plötu? Rabbi: ,,Já, við fengum texta viðþað hjá Þorsteini Eggerts og ákváðum að taka það upp. Ann- ars skulum við ekki kalla þetta plötu, heldur visi að plötu, sbr. að einu sinni hét Visir Visir að dagblaði. Við ætlum vist að slaka okkur i stóra plötu núna á árinu og viljum gefa fólki for- smekkinn að þvi, sem það má eiga von á.” — Hvaöa lög verða á plöt- unni? Rabbi leitar að eldspýtum i vösum sinum i 23. skiptið án árangurs og svarar svo mæðu- lega: „Það er eins og ég sagði áðan Return to Sender, sem heitir núna Þrjú tonn af sandi, og svo er þarna rólegt lag eftir Kidda, sem heitir Let’s start again. Aheyrendur okkar kann- ast ábyggilega við þetta lag, þvi að við tökum það alltaf siðast á kvöldin, þegar við nennum ekki að spila Ave Ómariu.” — Og hvort lagið verður á A- hliö? — Gulli: „Það verða engar A og B hliöar hjá okkur, kannski I mesta lagi C og D hlið.” Kiddi: „Eða vinstri og hægri hliö.” I þessum svifum er viðtalið truflað af dyrabjölluhringingu, og inn gengur Sven Arve, alveg slituppgefinn eftir að hafa þurft að standa f Breiðholtsvagninum alla leið neðan af Hlemmi. Hann hlammar sér niður í stól, um leið og hann segir: „Þad er nu þad. Seiidi annars eggi alt godt?” Þeir Kiddi og Rabbi ráðast þegar á Sven, og eftir stutta viðureign dregur Kiddi sigri hrósandi eldspýtustokk upp úr vasa hans, — en Sven gat varla verið blankari, þvi að aðeins ein eldspýta er I stokknum. Og nú var gert hlé á viðtalinu, meðan kapparnir létu hina langþráðu nikótinnautn seytla um hverja taug likamans (skáldlegt, ekki satt?) Siðari hálfleikur Eftir reykingapásuna höldum viö áfram, og ég spyr þá félag- ana, hvar bezta ball, sem þeir hafa leikið á, hafi verið haldið. Þeir glotta við tönn góða stund meðan þeir rifja upp i huganum svaðilfarir undanfarinna ára, en loks svarar Gulli: „Ætli það hafi ekki verið Húnaversgleðin i fyrra. Þar var alveg ofboðslegt stuð I tvo daga, og annan daginn fengum við meira en 1000 manns i húsið. Annars ætlum við að endurtaka þessa gleði núna um miðjan júli með Júdasi, sem heldur þetta með okkur!” Rabbi: „Við höldum smáæfingu fyrir þessa gleði i Svartsengi núna um helgina, æfum skiptingar fyrir hljóm- sveitirnar og svoleiðis.” • — En hvar likar ykkur bezt að spila? Gulli: „Tja, i Tjarnarbúð og Klúbbnum sennilega. Þ.e.a.s. þegar þaö mætir nóg af góðu fólki, ekki of mikið af vissu fólki og svoleiðis....’” Rabbi: „Blessaður skrifaðu þetta ekki, þvi að annars fáum við þetta vissa fólk og svoleiðis á móti okkur.” — Hvaðer það, sem þið kallið gott fólk? Kiddi: „Fólk sem kemurtil að skemmta sér með okkur.” — Nú, kemur það fyrir, að fólk mæti á böllin hjá ykkur til að láta sér leiðast? Rabbi: „Auðvitað ekki, asn- inn þinn. Hann Kiddi meinar fólk, sem hlustar, dansar, Kiddi var Bravó-bítill, þegar hann var litill. Blessaöir reyniði svo að redda eldspýtum.” Gulli fer yfir i næstu ibúð og fær lánaðar eldspýtur og hendir stokknum i kjaftinn á Kidda af þvi öryggi, sem sá einn getur sýnt, sem hefur stundað júdó af kappi. Kiddi: „Hvern andskotann ertu að gera, helvftið þitt.” Gulli (falskur): „Æ, meiddi ég þig, Kiddi minn?” Kiddi (sármóðgaður): „Það er nú ekki i fyrsta skipti.” Hann dregur stokkinn út úr sér og gef- ur öllum eld. (Viðtalið virðist nú vera að leysast upp i óeirðir, svo að ég skýt siðustu spurning- unni á þá félaga:) — Hvemig lizt ykkur á is- lenzka poppmarkaðinn i dag? Það slær þögn á Haukana meðan þeir melta þessa spurningu, en Rabbi verður fyrstu til að svara : „Poppið og hljómsveitirnar hafa greinilega breytzt mikið á siðustu tveimur árum og að sjálfsögðu til batnaðar....” Og Gulli tekur af honum orðið: „En sérstaklega hefur framlinan breytzt. Hljóm- sveitirnar hafa aldrei verið eins góðar, — en aldrei átt jafn erfitt uppdráttar og nú. Kaupið hefur ekkert hækkað siðastliðin tvö ár og beztu hljómsveitirnar verða að slita sér út til að geta endur- nýjað tækjakostinn og jafn- framt átt fyrir mat og drykk.” — Og Sven, vildir þú segja nokkuö um málið að lokum? „Nei, blessaður vertu, maöur. Mér er alveg sama, bara ef ég fæ mynd af mér og nabnið midt i bladið.” Og þar með lauk þessu rabbi, Rabbi hjólaði heim til sin með mjólkina, sem hann var sendur til að kaupa um morguninn, Gulli fór á völlinn til að horfa á Færeyinga bursta Islendinga I fótbolta og Kiddi og Sven brun- uðu beint á kvennafar. — AT.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.