Vísir - 28.06.1975, Page 14
14
Visir. Laugardagur 28. júni 1975.
Þaö eru fleiri snertingar en meö höndunum.
EIGUM VIÐ AÐ FELA ÞÁ FÓTLUÐU?
„Þjóðfélagið er ekki
bara fyrir heilbrigða,#
— rœtt við Andreu Þórðardóttur forstððukonu sumardvalar-
heimilis lamaðra og fatlaðra í Reykjadal
bregður viö að sjá. Þetta verður
sjálfsagt, eins og hvað annað.
Margt fólk trúir þvl að það sé
ekkert hægt fyrir fötluð börn að
gera. En þetta er mikill mis-
skilningur, eins og allir vita, sem
málunum hafa kynnzt.
Á hvaöa stigi er þessi
greiningarstöö?
Það er ekki byrjað að teikna
hana. Hún er ekki á fjárlögum, en
það er gert ráð fyrir henni 1
grunnskólalögunum nýju og lóðin
er fundin uppi i öskjuhlið. Það er
ekki vitað hve stór hún verður,
þvi það er ekki vitað hve margir
þurfa á henni að halda. Fötluð
börn hafa aldrei verið talin. En
það er vitað að um leið og
greiningarstöðin er komin I gagn-
ið, þá koma fleiri börn i ljós.
Svona greiningarstöðvar eru viða
erlendis og fyrst við erum alltaf
að miða okkur við útlandið, þá má
geta þess, að við erum á algjöru
frumstigi I kennslumálum fyrir
fötluð börn.
Nú er þetta ein af þessum sér-
byggingum, með sérlæröu fólki.
Er þetta ekki mjög kostnaðar-
samt?
Þetta kostar ■ peninga eins og
hvað annað og það mikla. En
þessi börn hafa verið svo lengi út-
undan og svikin af ráðamönnum
þessa lands að ég leyfi mér að
benda fjármálaráðherra á, að við
bryggjur liggja margir togarar
sem við skattgreiðendur eigum.
Ég geri þá kröfu fyrir hönd þess-
ara barna að einn sé seldur og
andvirði hans gangi i greiningar-
stöð. Það hefur hvort sem er eng-
inn áhuga á að gera þá út.
Hvað meö starfsfólk, er áhugi á
aö vinna að málefnum fatlaöra?
Ég er hér með einvalalið. Ég
hef alltaf verið mjög heppin með
starfsfólk og án þess er ekkert
mögulegt af þvi; sem við erum að
gera hér i Reykjadal.
Er þetta fólk hér sérmenntað?
Ég er með tvo menntaða
sjúkraþjálfara. Starfsstúlkurnar
eru ekki sérmenntaðar i þess-
um málum en þær hafa til að bera
mannlega skynsemi og það er oft
bezt. En það er mikil vöntun á
menntuðu fólki. Fyrst og fremst
vantar okkur sjúkraþjálfara.
Þetta er ekki kennt nema erlendis
og þá stúdentum. Meiningin er að
sjúkraliðanám hefjist i Háskóla
íslands haustið 1976, sem þriggja
ára nám. Þá má búast við kipp,
bæði vegna þess, aö þetta er nýtt
og svo eru nokkrir, sem biða, þvi
þeir hafa ekki treyst sér til náms
erlendis. Það vantar bæði sér-
kennara og talkennara. Talkenn-
Barnaheimilið að
Reykjadal i Mosfells-
sveit er rekið að tilhlut-
an Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra.
Rikið tekur þátt i
rekstrarkostnaði, þar
sem það greiðir dag-
gjöld með hverju barni.
Forstöðukona sumar-
dvalarheimilisins er
Andrea Þórðardóttir og
er meðfylgjandi byggt
upp á spjalli við hana.
Nú hefur þú starfaö á ýmsan
hátt aö málefnum fatlaöra. Hver
finnst þérhelzt: agnúinn á viöhorfi
hins opinbera gagnvart þessu
málefni?'
Það sem okkur vantar fyrst og
fremst, er greiningarstöð, og
hana verður við að fá. Þangað
ættu foreldrar kost á að koma
með börn sin strax og ljóst er að
eitthvað er að. Þar tæki hópur
sérfræðinga að rannsaka máliö
og gæfu foreldrum allar upp-
lýsingar um meðhöndlun á barn-
inu. Siðan gætu foreldrar komið
þar með vissu millibili, fengið
nýja fyrirsögn og árangur barns-
ins væri kannaður. Allt miðaðist
við jiað að gera barnið fært umað
fara inn I hið almenna skólakerfi,
er skyldunám skal hefjast. Þá
þyrftu skólar að vera hannaðir
með tilliti til þessara barna. Þetta
fyrirkomulag myndi lika auð-
velda fólki utan af landi hlaupin
milli sérfræðinga, að ekki sé
minnzt á þau dæmi að fólk af
landsbyggðinni hefur þurft að rifa
sig upp með rótum og flytjast á
höfuðborgarsvæðið til að fatlað
barn þeirra njóti sama réttar og
heilbrigt barn. Allir, sem gætu,
ættu að fara i almennan skóla.
Það er þó hópur, sem þarf að vera
i sérskóla, en sá hópur er ekki
stór. Ég held að þetta sé þrosk-
andi fyrir alla aðila, þau fötluðu
að vera innan um hin, svo ég tali
ekki um fyrir þau heilbrigðu.
Þetta er nauðsynlegt, þvi ef
krakkar kynnast þessu strax, þá
eru þetta ekki hlutir, sem þeim
Gaman væri aö drekka sjálfur úr glasinu.
Stutt í einlœgt bros
Á barnaheimilinu er iitil
stúlka, á aö gizka 10 ára. Hún
vekur strax athygii þina vegna
þess hve falleg augu hún hefur.
Þeir sem til þekkja vita ekki, en
vildu gjarna vita hvers vegna
hún hefur tekiö svo miklum
framförum frá þvi hún kom á
heimiliö í fyrrasumar. Þá var
hún aiveg máttlaus i stólnum
sinum og áhugalaus um um-
hverfi sitt og var alltaf mikiö
veik.
Nú tekur hún eftir öllu I um-
hverfi sinu og þegar einhver
nálgast cr stutt f aö einiægt bros
færist yfir varirnar. Henni er
ekkert vel viö hjóiastólinn sinn
núna, göngugrindin er miklu
meira spennandi. Framfarirnar
eru gffurlegar og gaman er aö
fyigjast meö henni takast á viö
umhverfi sitt.
En litla stúikan er gjörn á aö
fá krampaköst. Viö þvi tekur
hún sterk lyf, sem sföan hafa
þann fyigikvilla aö tennurnar I
munni hennar eyöast smátt og
smátt.
„Ég á ekki einu sinni hest..."
Fyrir stuttu síöan áskotnaöist
mér óásjálegur hnakkur. Hann
er gamall og þykir kjörgripur.
Hann þarfnast nokkurrar viö-
geröar, þaö var m.a. brotin I
honum grindin og ieöriö var
oröiö hart. Ailar fristundir fóru f
gripinn, útvega allt sem til
þurfti, nýjan tvinna i saumana,
feiti og nýja grind, sem þurfti
svo að breyta. En I miöju kafi
álpaðist ég upp f Reykjadal.
Ekki skai gerö bein atrenna tii
aö lýsa áhrifum þess á dagleiöir
minar. En þegar ég fór þaöan
eftir stutta dvöl skildi hann viö
mig ööruvisi. Hvilikt hismi var i
eigin umhverfi. Þessi börn þar
upp frá, sum ósjálfbjarga, önn-
ur ófær um aö tjá sig, höföu fært
mér gjafir, sem ekki láta mig I
friði. Þau áttu til þessa hreinu
gleöi, sem viö leitum svo oft i
eigin skugga. Augu okkar geta
opnazt fyrir þessu „ööru og
hinu”, sem lffiö býöur upp á,
sem Ifta aöeins iengra eigin
fingurgómum. Nú er hnakkur-
inn minn allur fpörtum og ég er
ekkert viss um, aö ég setji hann
saman. Ég á ekki einu sinni
hest.
Evrópuráðssamningur um
verndun mannréttinda og
mannfreisis var undirritaður
hér á landi 19. júni 1953. Hann er
f lagasafni tsiands og er þvi
giidandi lög á íslandi. Þar seg-
ir: „Engum manni skai synjaö
um rétt til menntunar. Hiö opin-
bera skal í öilum ráöstöfunum
sinum, er miöa aö menntun og
fræöslu, viröa rétt foreldra til
þess aö tryggja þaö, aö slík
menntun og fræösia sé I sam-
ræmi viö trúar- og Hfsskoðanir
þeirra.”
Rikið sá fötluðum börnum
ekki fyrir neinum skóla, þar til
fyrir tveimur árum að það yfir-