Vísir - 30.06.1975, Side 1

Vísir - 30.06.1975, Side 1
65. árg. — Mánudagur. 30. júni 1975 — 144. tbl. íslenzkar auðlindir: Ef miðað er við verðlag á oliu i dag, hefði Seltjarnarnesbær orðið að greiða 80 millljónir og 800 þús kr. á ári fyrir kynding- arkostnað nú. En þar eð hitaveita er komin i öll hús nú eða frá árinu 1972, er Lœkka hitakostnaðinn um rúmlega þrjó fjórðu kyndingarkostnaður nú um 19 milljónir og 123 þús. kr. á ári, eða tæp 24% af þvi sem verið hefði með oliu. Mismunurinn verður þvi tæpar 62 milljónir kr. eöa 24.657 kr á hvern ibúa Sel- tjarnarnessbæjar. Þessar tölur komu fram I rannsókn, sem verkfræðinemar við Háskóla tslands gerðu á dögunum, en rannsóknin var prófverkefni viö skólann. —HE. Björgun- arbótn- um stolið — baksíða Talstöðin bjargaði bótnum — baksíða Svartsengis- hátíðin drukknaði — baksíða Enginn lykill að herstöðinni - Bls. 5 Var tekinn drukkinn við akstur — á dráttarvél — baksíða Ýtti líkum félaga sinna fyrir borð - Bls. 5 íslandsmet á skozka meistaramótinu — Sjá íþróttir í opnu • Fjórir nýir valdir í Olympíuhópinn í knattspyrnu — Sjá íþróttir á bls. 12 ■ Stöðvast blöðin á miðvikudaginn? — lítið þokast í launadeilu blaðamanna og útgefenda Það var mjög þungt hljóðið i samninga- mönnum blaðamanna og útgefenda eftir siðasta fund. Var á báð- um aðilum að heyra, að allt horfði til vinnu- stöðvunar. Fundurinn hafði litið þokað deilu- aðilum i samningaátt og búizt var við, að það kynni að dragast nokk- uð, að boðað yrði til næsta samningafundar. Eina atriðið, sem rætt var um að nokkru marki á siðasta fundi, var inntaka nýrra starfshópa i fé- lag blaðamanna. Tókst sam- komulag um fáein atriði varðandi handritalesara, en prófarkales- arar komu tæpast til umræðu. Voru útgefendur ekki tilbúnir til að samþykkja aðild þessara aðila að Bt og var fallizt á að geyma slika ákvörðunartöku fram til áramóta. Sá útgefenda, sem Visir hafði tal af f morgun, kvað það bjarg- fasta ákvörðun útgefenda að samþykkja ekki hærri launa- hækkanir en ASI tókst að semja um. Blaðamenn fara fram á nokkuð meira og eru jafn óhagganlegir f þeirri ákvörðun sinni. Laun blaðamanna i Blaða- mannafélagi Islands eru nú á bil- inu 55.139 — 95.050 og eru þá laun ritstjóra undanskilin. Eins og skýrt hefur verið frá i fréttum, tilkynntu útgefendur i siðustu viku, að vegna yfirvofandi verkfalls treystu þeir sér ekki til að borga þeim blaðamönnum út laun nú um mánaðamótin, sem fengju laun sin greidd fyrirfram, en þannig er það með flesta blaðamenn. Útborgunardagur er á morgun, þriðjudag, og fái blaða menn ekki greidd laun, hafa þeir ákveðið að leggja niður störf. —ÞJM Það voru Willysarnir, sem áttu keppnina I gær I Sandfelli við Þrengslaveginn. Ljósm. J.G Willys vann tvenn verð- laun Það var hullandi slagveður en töluvert af áhugasömum áhorf- enduin mætti til að sjá torfæru- keppnina”, sagði Guðmundur Halldórsson stjórnandi keppn- innar.sem haldin var I Sandfeili við Þrengslaveg kl. 2 i gær. 11 keppendur voru mættir til leiks og bilgerðirnar voru Bronco, Willys, Range Rover, Rússajeppi og Volkswagon buggy. Keppnin var i tvennu lagi, annað var rallykeppni og var um timaþraut aö ræða. Paul Glasberg á Range Rover 1973 8 strokka hreppti 1. verðlaun 25. þús. kr., Hlöðver Gunnarsson á Willys 1963 8 strokka 2. verð- laun, 10 þús. kr. Hann fékk lika 1. verolaun i torfærukeppninni og 25 þús. kr., en no. 2. varð Hörður Valdemarsson á Willys 8 strokka 1974. Hann fékk 10 þús. i verðlaun. „Þetta land, sem keppt er á, er mjög hentugt. Við erum náttúruverndarmenn og viljum ekki eyðileggja neitt land með þessu”, sagði Guðmundur. —EVI— ma i *■. v wam mmwm mm Slegizt um plássin — segja útgerðirnar Ekkert hefur frétzt af afla þeirra togara, sem fóru út fyrir helgina. Þeir voru Þormóður goði frá Bæjarútgerð Reykja- vikur, Harðbakur EA 3 og Harð- bakur EA 303 frá Útgerðarfélagi Akureyrar. Forsvarsmenn þessara út- gerðarfélaga sögðu, að önnur skip væru að tygja sig til brott- ferðar. IVIannaráðningar gengu mjög vel, 10-20 menn væru um hvert pláss. Hjá Bæjarútgerð Reykjavikur fer Ingólfur Arnarson út i dag, Bjarni Benediktsson á morgun og Snorri Sturluson á miðviku- daginn. Kaldbakurhjá Útgerðarfélagi Akureyrar fer i dag og Svalbak- ur og Sléttbakur næstu daga. Myndin var tekin, er Akureyr- artogararnir héldu úr höfn. —HE

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.