Vísir - 30.06.1975, Page 7

Vísir - 30.06.1975, Page 7
Visir. Mánudagur 30. júni 1975. 7 Hvers vegna taka sum mál svona langan tima? Það var Garðar Gislason full- triii, sem reyndi að svara þess- ari erfiðu spurningu. Hann sagðist strax vilja, benda á at- riði, sem mörgum þætti smávægilegt eins og t.d. vélrit- un. Stundum dregst að birta stefnu svo mánuðum skiptir, einfaldlega vegna þess að vél- ritun fæst ekki. Þá væru yfirheyrslur ákaf- lega tfmafrekar. Stundum þyrfti að senda málin út á land vegna vitna, sem væru þar stödd. Þá kæmu oft óvænt dauðsföll til. Siðan eru það sumarleyfi dómara, og úthlutun mála getur dregizt allt að 3 mánuði hjá yfirborgardómara. Þá benti Garðar á það, hversu gífurleg vinna hvert einstakt mál væri fyrir dómarann. Hann þyrfti ekki einungis að semja dóminn.heldur þyrfti hann að gæta hagsmuna beggja málsað- ilja. H j ón a skiln a ðir nir Tröllauknum tölum um gifur- lega fjölgun þeirra er slegið upp alítaf öðru hvoru. Það er yfir- borgardómari, Björn Ingvars- son, sem annast þau sjálfur. Þess má geta, að hann er formaður Dómarafélags íslands og þvi öllum hnútum kunnugur. Hann gerði litið úr þvi, að skilnaðir færðust eitthvað óskaplega i vöxt og sagði, að tal- an breyttist litið þessi árin. Björn taldi, að meginbreytingin væri kannski fólgin i þvi, aðfleiri lögskilnaðir væru nú veittir á grundvelli hjúskapar- brota. Væri það orðið algengt, að hjónin mættu með sinum lög- mönnum og bæru slikt hvort upp á annað og fengju þar með lög- skilnað. Hvað hraða i málsmeðferð snerti sagðist Björn halda, að þau gengju öllu hraðar fyrir sig hjá borgardómaraembættinu en t.d. málin hjá sakadómara. Hann benti á, að fæst af þeim málum, sem á annað borð tækju lengri tima en 3 vikur, væru eldri en eins til tveggja ára. Það virðist reyndar vera nokkuð al- gengt, að mál taki 2 ár með eðli- legum hraða. Þegar Björn var spurður um það, hvort einhverjar nýjungar væru á döfinni, benti hann á Réttarfarsnefnd, sem skilaði væntanlega áliti i haust, væri ætlað að koma með þær. Eftir að vinnuálagið jókst svona mik- ið á dómurunum. sagði hann að þeir hefðu reynt að taka tæknina i þjónustu sina. Þannig er nú t.d. notað segulband við vitnaleiðsl- ur, þ.e.a.s. ef lögmenn sam- þykktu það. Hins vegar hefur Hæstiréttur gagnrýnt notkun segulbands. Þingfest mál i borgardómi: Skriflega flutt 1974 1973 Dæmd 2028 1831 Askorunarmál 1666 1626 Sætt 540 530 Hafin 374 365 4608 4352 Munnlega flutt Dæmd 180 199 Sætt 78 68 Hafin 85 109 Kjörskrármál (kosningaár) 47 0 Munnlega flutt 1974 1973 Vitnamál 12 6 Eiösmál 0 3 5010 4737 Þingfestingar 5137 4621 Hjónavigslur 172 144 Könnunarvottorö 172 97 Leyfisbréf til skiinaöar aö boröi og sæng 198 175 Hjónaskilnaöarmál 550 526 Sjóferöapróf 41 49 Dómkvaöningar matsmanna 130 156 Litið inn hjá Borgardómara Hvernig ganga málin fyrír sig? A Hallveigarstöðum geta þeir látið gifta sig, sem ekki óska eftir blessun kirkjunnar. Hús þetta er raunar haft til margvis- legra nota, þar er t.d. Kven- réttindaféiag isiands tii húsa, sýningarsalur, hárgreiðslu- stofa, og siðast en ekki sizt borgardómaraembættið. Hvað fer eiginlega fram þar og er það satt, að mál séu næst- um svo áratugum skiptir fyrir dómstóium? Biaðamenn VIsis fýsti að fá svör við þessum og þvilikum spurningum og ákvað því að heimsækja dómsvaldið. Húsið sjálft er að utan hiö vinalegasta og þegar komið er inn fyrir, væri allt eins hægt að álíta sig staddan i banka, ef tek- ið er mið af innréttingunum. Dómssalirnir 4 eru kirfilega faldir fyrir gestsauganu. Það hittist svo vel á þann dag, sem við heimsóttum embættið að svokallaður úthlutunardagur var hjá yfirborgardómara. Þá er öllum þeim málum, sem ekki tekst að sætta i bæjarþinginu, sem haldið er tvisvar i viku, skipt á milli dómaranna. Mál- unum er úthlutað þannig á milli þeirra, að dómararnir draga úr bunkum. En áður hefur yfir- borgardómari sjálfur farið yfir hvert einasta mál og flokkað þau eftir skyldleika. Um leið og dómarinn hefur dregið, er málið komið i hans umsjá og virðist svo sem aðeins dauðsfall geti létt þvi af honum. Þessi grund- vallarregla er þó auðvitað frávikjanleg eins og svo margar aðrar. Og kemur það oft fyrir, að dómarar skiptast á málum, ef þau snerta þá sjálfa. Þennan dag var bæjarþing haldið. Þá má segja að málin verði til i augum borgardómar- anna. Þau eru þá skjalfest, og byrjað er að vinna i þeim. A hverju þingi er fjallað um eitt- hvað 200 mál, oft er þá helming- ur nýr og hitt eru eldri mál. Dómssalirnir eru opnir og þar situr dómarinn i skikkju sinni og lögmennirnir 2eru mættir til að þingfesta. En það vakti strax athygli okkar, að það var engin biðröð af lögmönnum. Svo virt- ist sem aðeins tveir lögmenn væru þarna sem þingfestu öll málin. Siðar fékkst skýring á þessu atriði. Lögmenn hafa gert sér grein fyrir hvers konar timasóun það væri að biða eftir aðkomastað. Hafa þvi ákveðnir lögfræðingar tekjð að sér að koma með málin, svona i.fyrstu atrennu. Sigriöur ólafsdóttir er ein af þremur dómurum i bæjarþing- inu. Hún fræddi okkur um það, að langmestur hluti málanna um 92.5% væri afgreiddur á 2-3 vikum, yfirleitt væru þetta svo- kölluð útivistarmál, þar sem enginn mætir af hálfu aðila. Er þá úrskurðað með hliðsjón af þeim gögnum, sem lögð hafa verið fram. Sigriöur sagði, að dómtaka væri sennilega ódýrasti hluti málarekstursins. Þing- festingargjaldið væri 550 krónur og stefnubirting um 400 krónur. Hvað kostar þá að taka sér lögmann? Grunngjald fyrir skrifleg mál er 6000 krónur og siðan þarf að greiða lögfræðingnum 10% af fjárhæð stefnunnar. Ef málið er flutt munnlega, hækkar tilkostnaðurinn nokkuð. Þá er lágmarksgjaldið 18000+15% af fjárhæð stefnunnar upp i 1.5 milljón og siðan 7% af þvi sem þar er framyfir. Sigriður sagði, að yfirleitt legði lögmaðurinn út fyrir öllum kostnaði þar til málið væri kom- ið 1 heila höfn. IIMIM SÍOAIM Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir Dagar mál einhvern timann uppi? Yfirborgardómari sagði, að sér væri ekki kunnugt um það. Aö visu færi stundum svolitið að slá i málin t.d. væri eitt 9 ára gamalt mál fyrir dómstólnum. En hins vegar gleymdust mál aldrei sem slik. Visismönnum var bent á það, að það tefði ákaflega mikið fyrir afgreiðslu mála, að lögmenn notuðu timann, sem liði frá þingfestingu til réttarhalds, ekki sem skyldi, til gagnaöflun- ar. Það væri allalgengt, að um frest væri beðið til gagnaöflun- ar. Eftir að Björn hafði leyst greiðlega úr spurningum okkar, var úthlutunarfundurinn að hefjast, svo að ekki var vert að tefja hann lengur. Visismenn héldu brott úr Kvenréttindahúsinu öllu visari en þeir inn komu. Þeim hafði orðið ljóst, hversu gifurleg ábyrgð það er, sem hvilir á dómurunum þarna inni. Dómararnir i Borgardómi starfa jafn sjálfstætt og t.d. sýslumenn úti á landi. Krafan, sem gera þarf til þeirra um rétt- sýni og sanngirni, þegar haft er ihuga, að þeir eru aðeins mann- legir, er gifurlega mikill. Frá málflutningi fyrir Borgardómi, Björn Þ. Guömundsson f dómarasæti.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.