Vísir - 30.06.1975, Síða 20

Vísir - 30.06.1975, Síða 20
VÍSIR Mánudagur 30. júni 1975. Neyðarblys en enginn í nauð Hafnsögumenn við Reykjavíkur- höfn urðu varir við neyðarblys i nött. Virtist neyðarblysinu skotið upp af sundunum. Hafnsögumenn fóru út á báti ásamt lögreglumönnum. Sundin voru könnuð og eins fjaran í kringum Viðey og Engey. Einskis varð vart. —JB Bílvelta í Hvalfirði Bfivelta varð á Ferstikluhálsi i Hvalfirðii gærkvöldi. Tveir voru i bilnum. Sluppu þeir án meiðsla. Billinn var úr Reykjavik. —JB BRUTUST INN í RÍKIÐ Á AKUREYRI Brotizt var inn i áfengisútsöl- una á Akureyri aðfaranótt laugardagsins. Hurðir voru þar brotnar upp og ruslað til, en eins furðulegt og það kann að hljóma var litlu stolið af áfengi. Aðeins þriggja flaskna var saknað. Hefur þjófurinn þvi verið nokkuð hógvær og aðeins tekið það, sem hann nauðsynlega þurfti. —JB Drukkinn ó dróttarvél Drukkinn piltur stal dráttarvél aðfaranótt laugardagsins og fór I ökuferð. Vegfarendur voru ekki vel sáttir við þennan næturakstur og gerðu lögreglunni viövart. Áður en hún kom á vettvang, hafði piltur þó stokkið af dráttar- vélinni, en lögreglan náði honum á flóttanum. Pilturinn hafði veriö að skemmta sér i Sigtúni og gripið dráttarvélina þar skammt frá. —JB Heiðmörk líka opin að vetri? ,,Það er stcfnt að þvi, að Héið- mörk veröi einnig opin að vetri til”, sagði Guðmundur Marteins- son formaður Skógræktarfélags Rvikur, en nú eru liðin 25 ársiðan Heiðmörk var vigð sem útivistar- svæði Reykjavikur. Var þessa minnzt við hátiðlega athöfn i Heiðmörk i gær, þar sem ræður voru fluttar, blásiö I lúðra og tek- ið lagið. Voru þarna samankomin 2-3hundruð manns i heldur óhag- stæðu veðri. Byrjað var f fyrra á þykkum undirstöðuofaniburði i Strýtsveg, sem er eins konar hringvegur i Heiðmörk. Liggur hann yfir Skógarhliðarskriðu suður með Skógarhliðinni til suðvesturs yfir Strýtshraun alla leið að Hjalla- braut fram hjá Hulduklettum. Vonir standa til, að þessi vegur verði að minnsta kosti að hluta til opinn i vetur. —EVI— Síldveiðarnar: Auglýst eftii Auglýst verður eftir umsóknum til sildveiða við island næstu daga að sögn sjávarútvegsráðuneytis- ins. Nefnd, er skipuð var af ráðu- neytinu til að ákvarða, hvernig veiöunum skyldi hagað, skilaði skýrslu sinni á föstudagskvöldiö. Nefndin lagði til, að þau 7500 Björgunarbátnum stolið — „verð að hœtta, fái ég ekki að hafa bátinn í friði," sagði eigandinn „Þegar við ætluðum i róður á laugardeginum, var björgunar- báturinn horfinn. Hann var i kassa uppi á stýrishúsinu, en kassinn var lokaður með hengi- klemmu með splitti i, svo að til- töluléga auðvelt var fyrir þjóf- ana að stela björgunarbátn- um”, sagði Jón Barðdal eigandi bátsins. , ,Ég held að þjófarnir hljóti að hafa verið á hraðbáti og komið af sjó, nema þeir hafi hnýtt landfestarnar alveg eins og ég”, sagði Jón. ,,í dag kostar svona bátur hátt á annað hundrað þúsund. Alfa RE er ekki tryggð, þvl að trygg- ingarnar eru að okkar mati allt of háar, þ.e. 8-10% af andvirði bátsinsá ári. Þetta háa iðgjald er tilkomið vegna þess, að tryggingarfélögin eru svo hrædd um, að verið sé að tryggja bátinn til þess að sökkva honum”. ,,Ég held, að trillurnar séu margar hverjar illa búnar björgunartækjum vegna þess, aö trillueigendur eru ekki að kosta upp á dýr björgunartæki, sem siðan eru allar likur á að verði stolið. Okkar bátur er einn af fáum, sem er með fullkomin björgunartæki. Við erum lika með neyðartalstöð og FR stöð. Sem betur fer voru þessir hlutir látnir í friði, sagði Jón ennfrem- ur. „Við förum aldrei út nema i góðu veðri. En hættan hérna er sú, að við rekumst á reköld og þá er báturinn sokkinn eins og skot”. „Maður hættir skakinu og seíur bátinn, ef maður-fær ekki að vera í friði með hann. En það er einmitt mjög algengt, að trillueigendur gefist upp á þess- ari útgerð vegna sifelldra þjófn- aða eða skemmda á bátunum.” —HE BÁTUR Á REKI — bensíninu stolið „Við fylltuin geyminn af bensíni á fimmtudaginn til að geta farið á veiðarum helgina ef vel viðraði”, sagði Einar Nikulásson : i viðtali við Visi i morgun. Einar lenti við annan mann i nokkrum svaðilför- um um helgina á litlum báti á sundunum. „Við fórum út um klukkan 8 á föstudagskvöldið og er við höfð- um veitt ein 100 kiló af ýsu hér út af sundunum vildum við snúa til baka. Klukkan var þá tæplega tvö um nóttina. Þá kom bara i ljós, að benstngeymirinn var tómur. Hafði bensininu verið stolið af bátnum. Við gripum til farstöðv- arinnar, sem við höfðum i bátn- um og einhver, sem einnig er i Farstöðvaklúbbi Reykjavfkur, heyrði kallið. Hann hringdi siðan i félaga okkar, sem kom okkur til hjálpar,” sagði Einar. Einar og félaga hafði þá rekið i vonzkuveðri upp undir Éngey. „Við komumst i land um klukk- an fimm,eftir að hafa verið á reki I rúma þrjá tima. Það bjargaði okkur sannarlega aðhafa talstöð- ina hjá okkur. Hún hafði gert það gott einu sinni áður, þegar vélin bilaði i bátnum hér úti á flóan- um,” sagði Einar. —JB ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING REYKJAVÍK ,75: Eigandi bátsins, Jón Barðdal, heldur þarna I snúruna, sem tengdi björgunarbátinn við trilluna sjálfa. Kassinn, sem björgunarbátur- inn var i, stendur nú gaitómur. BÚIÐ AÐ LEIGJA 95% AF SÝNINGARSVÆÐINU Alþjóðleg vörusýning verður haldin á islandi, i Laugardals- höllinni, dagana 22. ágúst til 7. september. Mun þar kenna margra grasa. Þar verður allt til skrifstofuhalds og bygginga svo og húsgögn, inn- réttingar, fatnaður, mótorhjól og vélslcðar, meðal annars verður sýndur islcnzkur vélsleði, svo eitthvað sé nefnt Þá verður svokölluð heilbrigðissýning, sem gefur alls konar upplýsingar um áfengis-, tóbaks- og lyfjanotkun. Allmikið verður af electróniskum tækjum á heilbrigðissýningunni, þar sem meðal annars verður hægt að prófa viðbragðsflýti sinn. Einnig verður þar maskina, sem getur prófað menn i liffærafræði. En stjarna sýningarinnar verður glerkona, sem er 3.20 á hæð. Beinagrindin er úr áli, en annars er hún úr plasti. Hún flyt- ur texta um sinn eigin likama 15- 20 min. i hvert sinn. Þegar er búið að leigja 95% af sýningarsvæðinu, sem verður um 6000 ferm. Þar af er 1000 ferm. skáli, sem reistur verður i tilefni af sýningunni og 2000 ferm. úti- vistarsvæði, þar sem sýndar verða stórvirkar vinnuvélar og bátar. HE Sömdu um baksturinn Bakarar náðu samkomulagi um nýja kjarasamninga hjá sáttasemjara i gærkvöldi og var þá aflýst verkfalli, sem átti að hefjast á miðnætti i nótt. Nýju samningarnir grund- vallast á ASl-samningunum, en stórt hliðaratriði varð að sam- komulagi, nefnilega um stór- stígari launahækkanir samfara starfsaldri. Var samkomulagiö undirritað hjá sáttasemjara klukkan átta i gærkvöldi, en þetta var annar fundur deiluaðila með sátta- semjara. Fundinn sátu fulltrúar frá ASl og vinnuveitendasam- bandinu. Félagsfundir um samkomu- lagið hafa verið boðaðir hjá báðum aðilum i dag. —ÞJM umsóknum nœstu daga tonn, sem veiða má i herpinót, verði söltuð i skipunum eftir regl- um og fyrirmælum sildarútvegs- nefndar. Meðal annars verða sett skilyrði um, að kunnáttumaður um söltun verði um borð i hverju skipi. Nýting þeirra 2500 tonna, sem leyfð eru i reknet, skal aftur á móti vera frjáls. Einn nefndarmanna, Gunnar Flóvenz, skilaði séráliti. Vildi hann, að frjálst yrði, hvort herpi- nótasildin yrði söltuð um borð eða I landi. —JB Svartsengi: Hátíðin drukknaði Svartsengishátlðarhöldin svo að segja drukknuðu i óveðri I gærdag. Hátiðin var því flutt yfir i samkomuhúsið Festi i Grindavlk. Fjölmennast var á Svartsengishátlðinni á laugar- i dagskvöldið, en þá mættu þar / 1200 til 1500 manns þrátt fyrir \ versta veður. Flestir fóru heim til sin um nóttina. Að sögn lögreglunnar fór Svartsengishátiðin vel og slysalaust fram. Aftur á móti var ölvun mikil á dansleiknum, sem fram fór i Festi á föstu- dagskvöldið, og fylltust fanga- geymslur i Keflavik af þeim sökum. _jb Einn áreksturinn enn við Vogavegamótin — Ég sá i speglinum, að billinn fyrir aftan mig ætlaði ekki að stanza. Ég ók þvi af stað til að af- stýra árekstri, sagði leigubilstjóri úr Keflavik, sem lenti i hörðum á- rekstri á Reykjanesveginum við Vogavegamótin. Þarna við vegamótin hafa margir harðir árekstrar orðið á undanförnum árum að sögn lög- reglunnar. Vegamótin sjást illa og eru ómerkt. Að sögn lög- reglunnar væri til mikilla bóta ef brautin yrði breikkuð þarna, þannig, að bilar, sem ætluðu að beygja trufluðu ekki umferðina. — Ég tók ekki eftir að þarna væru vegamót og veitti ekki held- ur athygli bremsu- eða stefnuljós- um á bilnum fyrir framan, sagði ökumaður jéppabilsins, sem lenti aftan á leigubilnum. Áreksturinn varð það harður, að jeppabillinn fór alveg inn að afturhjólum leigubilsins. Við það rifnaði benzintankurinn og benziniö flóði um allt. Mi idi var að ekki skyldi kvikna i leigubilnum, sem i voru auk ökumanns tvær konur og þrjú ungbörn. —emm Mildi var, að ekki kviknaði I, er benzíngeymir leigubifreiðar- innar rifnaði og benzínið flóði um götuna. Ljósm. — emm.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.