Vísir


Vísir - 03.07.1975, Qupperneq 2

Vísir - 03.07.1975, Qupperneq 2
2 Visir. Fimmtudagur 3. júli 1975. risBsm: Hvernig finnst þér rikisstjórnin hafa reynzt? Jón Trausti Harftarson bifvéla- virki: „Ekki nógu vel. Verðbólg- an er of mikil.” Grimur Ragnarsson bilstjóri: „Ágætlega.Hún hefur ekki reynzt verr en hinar.” Bergljót Guöjónsdóttir banka- starfsmaður: „Veit ekki. Annars get ég sagt það, að ég er ekki hrif- in af samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.” Björg Bjarnadóttir nemi: „Með afbrigðum illa. Siðustu samning- ar voru hreint til skammar. Lág- launafólk fékk engar kjarabæt- ur.” Arni Andrésson skrifstofustjóri: „Eins og við var að búast. Hún hefur reynzt hvorki vel né illa.” Friðrik Brekkan nemandi og fleira : „Mér hefur aldrei fundizt rikisst jórnir hér á landi hafa nógu sterkt miðstjórnarvald. Til dæmis hefur engri rikisstjórn tekizt að koma á staðgreiðslu- kerfi skatta, sem er hornsteinn þess að rikisstjórnir geti komið á stöðugleika.” LESENDUR HAFA ORÐIÐ Heimilishundurinn út- móloður sem óargadýr ## ## Við undirritaðir læknar lýsum furðu okkar á greinargerð um hundahald, sem samstarfsnefnd um heilbrigðiseftirlit á höfuð- borgarsvæðinu hefir nýlega lát- ið birta i fjölmiðlum og tekin var upp i fréttaauka útvarpsins 2. júni s.l. Greinargerð þessi virðist vera samin i þeim tilgangi að útmála heimilishundinn sem óargadýr I augum þeirra, sem ekkert til hans þekkja og magna upp of- sóknar- og múgsefjunarherferð gegn þeim borgurum, er fundið hafa þörf hjá sér til að halda hunda á heimilum sinum. t sambandi við innihald þesíj- arar greinargerðar viljum við sérstaklega vekja athygli á eft- irtöldum atriðum: 1. Eftirlitslaust hundahand hef- ir viögengizt i Reykjavik i áratugi, án þess að nokkrir alvarlegir sjúkdómar eða óþægindi hafi af þvi hlotizt. Þar sem nefndin getur ekki lagt fram neinar gildar ástæður fyrir vandkvæðum á hundahaldi i Reykjavik, hefir hún i rökþrotum sinum gripið til samlikingar á hundahaldi i Reykjavik og New York, sem á sér enga stoð I veruleikan- um vegna stærðarmismunar borganna og ólikra lifnaðar- hátta. Sem dæmi um fárán- leik þessa samanburðar má t.d. benda á þá staðreynd, að landsvæði á hvern ibúa i Reykjavik er 15 sinnum stærra en i New York. Ef nefndinni hefði verið umhug- að um réttmætan samanburð við aðrar borgir, hefði verið raunhæft að taka til viðmið- unar einhverja álika stóra borg á Norðurlöndum. 2. í greinargerðinni er vitnað i visindaritið Science, 13. sept. 1974, þar sem taldir eru upp yfir 40 sjúkdómar, er geti bor- izt frá hundi til manns. Upp- talning þessara sjúkdóma hefir einungis fræðilegt gildi og auðvelt væri að telja upp jafnmarga sjúkdóma eða fleiri, sem berast frá öðrum dýrum til manna, t.d. köttum, hestum og fuglum. Algeng- — Tuttugu og tveir lœknar lýsa furðu sinni á greinargerð samstarfsnefndar um heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvœðinu ustu sjúkdóma I hundum, svo sem spóluorma og bandorma er auðvelt að koma i veg fyrir með viðeigandi lyfjum, eins og tlðkast i þeim löndum, þar sem heilbrigðisyfirvöld lita á hlutverk sitt sem þjónustu við andlega og likamlega velferð fólksins, en ekki valdboð um lifnaðarhætti þess. Greinar- gerð nefndarinnar fjallar að mestu leyti um hundahald i Bandarikjunum og er i henni m.a. tekið fram, að þar I landi sé einn hundur á hverja 6 ibúa. Ef hætta af hundahaldi er svo mikil sem nefndar- menn vilja vera láta, ætti meirihluti Bandarikjamanna að vera löngu orðinn heilsu- laus af hundasjúkdómum og sundurtættur af hundsbitum. 3. I greinargerðinni er vitnað i bréf yfirdýralæknis, þar sem hann segir, að á siðustu 20 ár- um hafi fundizt igulsullir á 3 sláturstöðum. Þótt sjálfsagt sé að gæta fyllstu varúðar i þessum efnum, er tiðni igul- sulla svo sáralitil, að engin ástæða er til að magna upp ótta við þennan gamla vágest. Má i þvi sambandi vitna i um- mæli dr. Jóns Sigurðssonar, fyrrv. borgarlæknis, i grein um útbreiðslu og útrýmingu igulsulla á Islandi, er birtist i Nordisk Medicinhistorisk Ar- bok 1970, en þar segir hann orðrétt: „Tilfældene er ikke Lesandi skrifar um bjórinn: ÍSLENDINGAR SETTIR SKÖR LÆGRA EN AÐRAR ÞJÓÐIR... ## „Mikið er nú gasprað um jafnrétti i heiminum. Jafnrétti kynjanna nú á þvi herrans ári 1975, ári KONUNNAR, og ekki er enn séð fyrir endann á þvi hvaða samþykktir verða verðar I Mexikó áður en lýkur. Svo langt er gengið i vitleys- unni, aö menn hafa i alvöru látið sér detta I hug að snúa sér til Sameinuðu þjóðanna vegna banns við hundahaldi á Islandi, eins og það komi mannréttind- um við. Ein eru samt þau mannrétt- indi, sem nú eru fyrir borö bor- in, og það er frjáls neyzla áfengis I þessu menningarlandi, sem nú virðist vera nokkurs konar sérréttindi þeirra efnuðu. Verðið á þessari munaðarvöru er nú orðið það hátt, að allur al- menningur hefur hreint og beint ekki efni á að kaupa áfengi, sem þó er talin drjúg tekjulind rikisins. Það er annars kostulegt hve lengi búið er að hlusta á þennan fámenna hóp presta og mey- kerlinga og svo gútemplara, sem ekkert sjá annað en bann á bann ofan. Gúttar hafa þó drjúg ar tekjur af áfengissölu til út- breiðslustarfsemi sinnar. Mér finnst að við Islendingar séum settir skör lægra en aðrar þjóðir i sambandi við áfengið, þar sem algert frjáls- ræði rikir I þessum efnum og hefur verið frá ómunatið. tslendingar ferðast mikið til annarra landa, og þvi hafa þeir samanburð á þvi hvernig áfengismálum annarra þjóða er háttað. Taki maður sér far til útlanda með flugvél, stendur t.d. alvöru-BJoR farþegum til boöa eftir að flugvélin er komin út úr islenzkri landhelgi, en eins og allir vita stendur alvöru- BJÓR ekki til boða Islendingum á eigin grund. Þvilik vitleysa. tslendingar bera sig gjarnan saman við Norðurlandabúa i ýmsu, lika i sambandi við áfengisneyzluna, þó aðallega viö Svía, og þykjast geta fært sönnur á að áfengisneyzla þeirra hafi farið vaxandi eftir að bjánalegum höftum i þessum efnum var aflétt. Að sjálfsögðu tekur það þjóð nokkurn tima að jafna sig á þvi, aö búið að létta af ým.sum höft- um, einnig viðskiptalegum, og er þá kannski um að ræða nokk- urs konar ofát i' nokkurn tima, en ef hlutirnir fá að vera i friði, lagast þetta af sjálfu sér. Það er flere end i lande, hvor man næppe skænker sygdommen en tanke” (tilfellin eru ekki fleiri en i löndum þar sem menn gefa sjúkdómnum varla gaum), og i næstu setn- ingu „der er god grund til at tro at infektionfaren i Island praktisk talt er overstaet”. (Gild ástæða er til að ætla, að sýkingarhættan sé i reynd um garð gengin). 4. 1 lok greinargerðarinnar eggja nefndarmenn lögreglu og dómsvald til „samræmdra aðgerða” til útrýmingar á hundunum. Þetta gerræðis- fulla heróp felur i sér árás á viðkvæmustu tilfinningar þúsunda islenzkra borgara og tilræði við heimilislif þeirra. Framkvæmd þessara „sam- ræmdu aðgerða” mundi hafa i för með sér svo alvarlegar andlegar þjáningar hjá fjölda fólks — einkanlega börnum og gamalmennum — að þær taka langt fram þeim óveru- legu éþægindum ,sem hundar Kynnu að valda. Uin aldaraðir hafa borgarbú- ar fundið þörf hjá sér til að halda hunda á heimilum sinum og vinátta mans og hunds aldrei verið þýðingarmeiri en einmitt nú á þessum tæknivæddu tim- um. Heilbrigðisyfirvöldum væri þvi nær að stuðla að skynsam- legri reglugerð um hundahald i þéttbýli en hvetja til tilefnis- lausra hernaðaraðgerða gegn mönnum og dýrum. Reykjavik i júni 1975. Jón G. Stefánsson, Helga Hanncsdóttir, Páll Asgeirsson, Halla Þorbjörnsdóttir, Jakob Jónasson, Gunnar Guömunds- son, ólafur Grimsson, John Benedikz, Eggert ó. Jóhannes- son, Páll Eiriksson, Brynjar Valdimarsson, Brynjólfur Ingv- arsson, Hlédis Guðinundsdóttir, Frosti Sigurjónsson, Guðmund- ur Oddsson, Birgir Guðjónsson, Þórir Helgason, Asgeir Karls- son, Sigurður Þ. Guðmundsson, Haukur Jónasson, Þorvarður Brynjólfsson, Ingólfur Sveins- son. ## ekki svo ýkja langt siðan Sviar leyföu bjórinn, og ég held að þeir séu ennþá I nokkurs konar ofáti hvað þetta snertir. Þeir munu áreiðanlega jafna sig. 011 höft eru til bölvunar hvaða nafni sem nefnast, það hafa Is- lendingar reynt, er við bjuggum við innflutningshöftin, sællar minningar. Við höfum lika búið við alls konar áfengisbönn, áfengisskammtanir og annað sem aðeins hefur leitt til alls konar misnotkunar og ekki komið að haldi nema fyrir sér- staka útvalda hópa manna. Islendingar eru sagðir drekka drjúgum erlendis og fara af þeim ýmsar sögur, sannar, og einnig lognar. Mér finnst þetta ofur eðlilegt, þegar menn sjá og finna frelsi það sem rikir i þess- um efnum annars staðar, að þeir éti að nokkru yfir sig um stund. Og svo er það verðið á dry kkjarf öngunum. Hafið þér, lesendur góðir, nokkurn tima séð BELJUR, hvemig þær láta, þegar þeim er sleppt út á vorin eftir inniver- una allan veturinn. Mér datt þetta (svona) ihug.” 7877 — 8083 Hringið í síma 86611 kl. 15-16

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.