Vísir - 03.07.1975, Síða 5

Vísir - 03.07.1975, Síða 5
5 Visir. Fimmtudagur 3. júli 1975. lIKÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón: Óli Tynes KVENNARÁÐSTEFNAN KREFST MEÐAL ANNARS AFNÁMS ÍSRAELSRÍKIS Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna^ lauk i Mexíkó i gær með samþykkt, þar sem meðal annars var krafizt ýmissa efna- hagsúrbóta og afnáms Zionisma. Áður höfðu konur frá rikjum þriðja heimsins samþykkt, að einfaldur meirihluti nægði til að afgreiða mál á ráðstefnunni, en ekki þyrfti 2/3, eins og gert var ráð fyrir i upp- hafi. Þetta var gert til aö fá sam- þykkta klausuna um afnám Zionisma, sem er beint gegn Israel, þvi konurnar óttuöust, að annars næöi þaö ekki fram aö ganga. Þaö var Egyptaland, sem bar fram tillöguna um ein- faldan meirihluta. Þegar Arabaríkin tala um Zionisma, eiga þau við Israelsriki. Auk þess var i samþykktinni ákveöið að stefna aö því að gera fleiri konur læsar og skrifandi, en þær eru 2/3 af ólæsum Ibúum heimsins i dag. Samþykkt var aö stefna aö jafnrétti I aðgangi aö skólum og meiri verkþjálfun fyrir konur. Krafizt var opnunar fleiri starfsgreina fyrir konur og launajafnréttis. Einnig var krafizt lagalegs og pólitísks jafnréttis, þannig aö konur hafi t.d. sama rétt I hjónabandinu og karlar. 40 þúsund tonn of sorpi rotna ó götum N-York Algert ófremdar- ástand er nú i New York vegna verkfalla og mikilla ,,veikindafor- falla” slökkviliðs- manna, sorphreinsunar- manna og umferðar- stjórnenda. Um fjörutiu þúsund lestir af sorpi rotna nú i steikjandi sólarhita á gangstéttum og i húsagörðum borg- arinnar og menn koma mörgum klukkustund- um of seint til vinnu vegna umferðarhnúta. Þá hefur orðið að loka slökkviliðsstöðvum vegna ,,veikinda”. Astæðan fyrir þessu eru fjölda- uppsagnir starfsmanna borgar- innar. 1 fyrradag var 19 þúsund mönnum sagt upp vinnu, þar á meðal lögreglu- og slökkviliös- mönnum. Búizt er við, að alls verði um 40 þúsundum sagt upp. Uppsagnirnar eru til komnar vegna þess, að borgin rambar á barmi gjaldþrots og hefur ekki getað aflað sér fjár til að greiða laun starfsmanna sinna. Það alvarlegasta kann þó að vera eftir, en það er verkfall lög- reglumanna. Glæpir eru tiðari i New York en á flestum stöðum öðrum. Eitrað fyrír Sithole að sögn Kaunda Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, sakaði i gær „út- sendara” lan Smith, for- sætisráðherra Ródesíu, um að hafa eitrað fyrir Edson Sithole, einum af leiðtog- um blökkumanna, sem er í heimsókn í Zambíu. Forsetinn sagði, að Sithole hafi verið borið eitrað kaffi I flugstöð- inni i Salisbury, áður en hann lagði af stað. Sithole var fluttur á sjúkrahús i Zambiu, en er að ná sér. Yfirvöld i Ródesiu segja tóma þvælu að reynt hafi verið að eitra fyrir blökkumannaleiðtoganum, en rannsókn hefur verið fyrirskipuð. Bent er á, að ýmsir ferðafélag- ar Sithole hafi drukkið með hon- um kaffi án þess að verða meint af. Er ekki talið óliklegt, að hann hafi fengið matareitrun af ein- hverju, sem hann neytti i hádeg- isverði skömmu fyrir brottförina. Vopn Carlosar i Lundúnum Vopnabúr, sem tilheyr- ir Carlosi þeim, er franska lögreglan leitar ákaft vegna drápanna á tveim leyniþjónustu- mönnum og fanga þeirra, fannst í London í gær. Þaö var í stórri tösku, sem Carlos haföi fengið að geyma i ibúð spánskrar konu, sem rek- ur veitingahús þar í borg. Konan ákvað að opna tösk- una, þegar hún sá myndir af Carlosi i blöðum, þar sem skýrt var frá drápunum i Frakklandi. Hún fann bæði skotvopn og sprengiefni og einnig lista yfir framámenn Gyðinga i Eng- landi. Meðal þeirra, sem eru á list- anum má nefna fiðlusnillinginn Yehudi Menuhin, leikritahöf- undinn John Osborne og konu hans, leikkonuna Jill Bennett. Einnig var á listanum nafn Josefs Sieff, sem var særður skotsárum fyrir utan heimili sitt i desember 1973. Tilræðismað- urinn fannst aldrei. Franskir leyniþjónustumenn eru nú komnir til London vegna þessa fundar. Leitin að Carlosi þykir minna nokkuð á metsölubók Fredericks Forsyte, „Dagur sjakalans”. Hann er enda kallaður sjakalinn i frönskum blöðum. Franska leyniþjón- ustan hefur nú sent menn til London. -■ Narayan við sömu heilsu J. Narayan er við sömu heilsu og fyrir nokkrum mánuðum og hefur ekki farið í hungur- verkfall, segir í fréttatil- kynningu frá indverskum yfirvöldum. Vinir hins aldna stjórnmálamanns skýrðu fréttamönnum frá því í gær, að hann hefði farið í hungurverkfall, þegar hann var handtek- inn, og væri langt leiddur. Narayan er óopinber leiðtogi hörðustu andstæðinga Indiru Gandhi, forsætisráðherra, og var einn þeirra fyrstu, sem hún lét handtaka. Hann er 72 ára gamall og þekktur á Indlandi fyrir heiðarleik og baráttu gegn spill- ingu. I fréttatilkynningu yfirvalda segir, að Narayan hafi verið færður til læknisskoðunar á sjúkrahúsi, þar sem hann hafi gengizt undir skoðun fyrir nokkr- um mánuðum. Heilsa hans nú væri söm og þá. Hann sé nú kom- inn af sjúkrahúsinu. Það þýðir væntanlega, að hann hafi verið fluttur aftur i fangelsi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.