Vísir - 04.07.1975, Side 1
Trampa niður blómin og upprœta Norðurland og austurhornið sementslaust — bls. 3 Áœtlanir Rússa um innrás í Evrópu byggjast á notkun
limgerðin - bls. 3 Kjarnorkukafbátar í árekstri - bls. 5 kjarnavopna — bls. 6
65. árg. — Föstudagur 4. jiill 1975 —148. tbl.
Unnið að athugun ó
borpallasmíði:
Mögulegt að
Reyðarfjörður
verði vett-
vangur
milljarða-
framkvœmda
— Við fengum hug-
mynd og hófum byrj-
unarathuganir. Siðan
töluðum við við iðn-
aðarráðuneytið og
þeim fannst hugmynd
okkar allra góðra
gjalda verð.
Þetta eru orð Páls Sigurjóns-
sonar, framkvæmdastjóra Is-
taks, og hugmyndin, sem hann
ræðir um, gæti I framtiðinni afl-
aö Islendingum margra
milljarða i gjaldeyri.
Hugmyndin er sú, að oliubor-
pallar verði byggðir á Reyðar-
firði og siöan dregnir þaðan til
oliuborstaða á Norðursjónum.
— Heldur virðist vera aftur-
kippur i borunum á Norðursjón-
um núna. Við viljum þó halda
áfram að safna okkur upplýs-
ingum um smiði oliuborpalla, ef
til þess skyldi koma, að við fær-
um að smiða þá hér. Sérstak-
lega gæti komið til okkar kasta,
ef farið verður að bora norðan
við 62. gráðuna, sagði Páll.
Borpallar kosta um 20
milljarða króna fullbúnir með
vélum. Verðmæti pallanna héð-
an ætti þvi að skipta milljörð-
um. Skilyrði fyrir smiðunum er,
aöþær fari fram i djúpum fjörð-
um og einmitt þess vegna þykir
Reyðarfjörður hentugur, en
hann er 100 metra djúpur allt
inn að bæjarstæðinu sjálfu.
— Ef til þess kæmi, að pall-
arnir yrðu smiðaðir, reiknum
við með, að sá fyrsti verði tilbú-
inn einu og hálfu ári eftir að
framkvæmdir hefjast og siðan
verði einn pallur tilbúinn á ári.
Vitanlega verður þó ekki hægt
að hef ja slikar stórframkvæmd-
ir, nema fyrir liggi samningar
um sölu fyrst, sagði Páll.
Þaðnýjasta,sem gerzt hefur i
þessu máli, er að talað hefur
verið við Norðmenn um smið-
amar, en Norðmenn eiga rétt á
þeirri gerð borpalla, sem hér
kæmi til greina að smiða. Fram
kom, að Norðmönnum leizt vel
á þá hugmynd að byggja hér
slika palla. Eins var Gunnar
Thoroddsen iðnaðarmálaráð-
herra á ferð i Noregi fyrir stuttu
og mun hann þá hafa litið litil-
lega á olfuborpalla, sem þar
voru I smlðum.
— Við fréttum um þessar
hugmyndir i vor, segir sveit'ar-
stjórinn á Reyðarfirði, Hörður
Þórhallsson.
— Okkurhefur litiztvelá það,
sem við höfum fengið að heyra
hingað til. Ég held, að enginn
hér yrði á móti þvi að fá slikar
framkvæmdir hingað. Það yrðu
nú heldur betur sárabætur fyrir
Smyril, sem við misstum af,
sagöi Hörður Þórhallsson.
—JB
Enn megum við I Reykjavlkinni halda að okkur frökkunum, eins og
hann gerir þessi höfuðborgargestur á mynd Bjarnleifs.
Air Viking fœr ekki áœtlunarflug, en
UMSÖGN
HUGRÁÐS
JÁKVÆÐ
hvað snertir leiguflug
Flugráð hefur sent af stað til
samgöngumálaráðuneytis álit
sitt á umsókn Air Viking um far-
þegaflutninga til Kaupmanna-
hafnar. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum, sem Visi tókst að afla
sér i morgun, samþykkti Flugráð
að mæla með þvi að ráðuneytið,
að Air Viking fái hóflegan ferða-
fjöida á flugleiðinni milli tslands
og Kaupmannahafnar.
Var þessi samþykkt gerð á
fundi flugráðs sl. þriðjudag, en
fyrir þeim fundi lágu urpsagnir
Flugleiða og danskra flugmála-
sérfræðinga, sem báðar voru
heldur neikvæðar fyrir Air Vik-
ing. Engu að siður mun flugráð
hafa tekið áðurnefnda afstöðu.
Fari ráðuneytið að ráði flug-
ráðs opnast möguleikar fyrir
Guðna Þórðarsor. á auknu leigu-
flugi til Kaupmannahafnar á lág-
um fargjöldum. Fargjöldum, sem
eru lægri en IATA-fargjöld. Eiga
félagasamtök þá að geta keypt
ferðir til Kaupmannahafnarfyrir
sitt fólk fyrir um 12 til 18 þúsund
krónur, en þá væri hvorki gisting
né fæði innifalið. Einstaklingar
yröu hins vegar að kaupa hvoru-
tveggja af ferðaskrifstofur.ni, en
gætu ekki keypt flugfarið eitt sér.
—ÞJM
Konan fannst
heil á húfí
— var hjó manninum er hún
sóst með við Glœsibœ
Sólveig Friðfinns-
dóttir, þrjátiu og
tveggja ára kona, sem
Hafnarfjarðarlögregl-
an hefur leitað að frá
þvi um helgi, kom i
leitirnar heil á húfi
skömmu fyrir hádegið.
Lögreglan hafði þá haft uppi á
manninum, er hún sást siðast I
fylgd með, og var hún hjá hon-
um. Eitthvert þunglyndi mun
hafa aftrað henni frá þvi að láta
vita af ferðum sinum.
Sólveig á heima I Hafnarfirði
með þrem börnum sinum. Hún
hafði farið að heiman á sunnu-
daginn. Til hennarsástá Naust-
inu og siðan var vitað er hún fór
þaðan i heimahús Leigubil-
stjóri, sem ekið haföi henni i
Glæsibæ um kvöldið, fannst og
þaðan sást hún fara um klukkan
12.30.
Þá var hún i fylgd með manni,
sem lögreglunni tókst að finna i
morgun. Kom i ljós, að Sólveig
var hjá honum heil á húfi.
Sólveig er fráskilin og voru
börn hennar i góðu yfirlæti hjá
ættingjum á meðan hennar var
saknað.
—JB
SAMA VEÐRIÐ ÁFRAM UM HELGINA
— sól og hiti 6 Norður- og Austurlandi
Reykvikingar mega búast við
svipuðu veðri og undanfarið nú
um helgina. Það er að segja vest-
an áttin veröur rikjandi meö
skýjuðu lofti og smáúrkomu öðru
hverju. Hitastigiö mun verða á
bilinu 7-10 stig. Þetta gildir fyrir
ailt Suðvesturland.
Á Austur og Norðurlandi verður
áfram sól og bliða og spáð er upp i
15 stiga hita. — En á Egilsstöðum
varð heitast 20 stig i gærdag. Þá
komst hitinn upp i 17 stig i gær á
Akureyri og Kirkjubæjarklaustri.
Þessar upplýsingar fékk Visir
hjá veðurstofunni i morgun.— HE