Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 4. júli 1975. vísrn Útgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Ilelgason Auglýsfngastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 llnur Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Indland = Indira? Indland hefur verið sér á parti meðal þróunar- landa heims þann aldarfjórðung, sem landið hefur verið sjálfstætt riki. Þar hefur farið saman á næsta illskiljanlegan hátt efnahagsleg vanþró- un og stjórnmálaleg háþróun. Indverjar eru bláfátæk þjóð, sem hvað eftir annað rambar á barmi viðtæks hungurdauða. At- vinnuvegirnir eru yfirleitt ákaflega frumstæðir og tekjur manna með þvi lægsta, sem þekkist i heiminum. Samkvæmt lögmálum þriðja heimsins ætti þvi að hafa rikt i Indlandi einræði, sósialismi og þjóð- ernisrembingur. í stað þess hafa Indverjar haldið fast við lýðræðislegar hefðir, sem þeir lærðu af Bretum á sinum tima. Kosningar hafa verið frjálsar i Indlandi og fjöldi ólikra stjórnmálaflokka hefur getað tekið þátt i þeim. Prentfrelsi og aðrir þættir skoðana- frelsis hafa verið i heiðri hafðir. Dómsvaldið i landinu hefur verið sjálfstætt að meira eða minna leyti. Dómurinn yfir Indiru Gandhi forsætisráðherra var dæmigerður um þessar lýðræðislegu hefðir. í fáum öðrum rikjum þriðja heimsins hefðu dómarar þorað að reita til reiði sjálfan þjóðar- leiðtogann með herinn og lögregluna að baki sér. Að sjálfsögðu var slikt ástand of gott til að end- ast. Það hefur nú komið i ljós, að lýðræðishefðir Indverja eru byggðar á sama sandinum og i öðr- um rikjum þriðja heimsins. í kjölfar dómsins hefur Indira Gandhi reitt hátt til höggs og greitt lýðræðinu i Indlandi rothögg. Hún hefur látið setja herlög i landinu og fangelsa flesta stjórnmálaandstæðinga sina, mörg þúsund manns. Vera kann, að þessir menn verði aftur leystir úr haldi. En lýðræðið i Indlandi verður aldrei aft- ur samt, þótt svo verði. Fordæmi hefur verið gef- iði Valdhafar, sem óttuðust um stöðu sina, hafa beitt herlögum og fangelsunum til að verja völd sin. Þegar búið er að gera slikt einu sinni, verður það gert aftur og aftur. Gandhi hefur siðan fylgt nákvæmlega forskrift- um annarra einræðisherra þriðja heimsins. Hún ver gerðir sinar sem gagnaðgerðir gegn fyrir- hugaðri morðtilraun við sig og gegn fyrirhugaðri stjórnarbyltingu. Slikur uppspuni er eitt algeng- asta bragð einræðisherra undir slikum kringum- stæðum. Gandhi reynir nú að dreifa huga alþýðunnar með brauði og leikjum. Hvort tveggja er gamal- kunnugt og hefur reynzt öðrum einræðisherrum vel. Annars vegar er lofað lækkun skatta og vöru- verðs og öðrum vinsælum aðgerðum. Hins vegar eru barðar bumbur og talað um, að þjóðin verði að standa saman gegn ásælni Pakistana. Flest virðist benda til þess, að Indland geti hæglega runnið inn i vitahring þriðja heimsins. Sá vitahringur er einhvern veginn á þessa leið: Einræði — skoðanakúgun — fangelsanir — sósial- ismi—þjóðernishroku—strið — meira einræði — meiri skoðanakúgun — fleiri fangelsanir — meiri sósialismi — meiri þjóðernishroki — meira strið — enn meira einræði og svo framvegis. Undarlegast er ef til vill, að Indverjar skyldu geta haldið merki lýðræðis á lofti i aldarfjórðung, unz Indira Gandhi hóf gönguna inn i vitahringinn. — JK RÚSSAR REIKNA MED KJARNORKU- SÓKN (EVRÓPU Bandariskar yfirlýs- ingar um að hugsanlegt sé að Bandarikin gripi til takmarkaðrar beitingar kjarnorku- vopna tiltölulega fljótt, ef til striðs kemur, hefur sett áróðurs- apparat Sovétrikjanna um allan heim i gang. Málgögn þeirra i ýms- um löndum hafa birt stórorðar yfirlýsingar um að nú sé NATO reiðubúið að steypa heiminum út i kjarn- orkustyrjöld. Neyðarúrræði Máliö er ekki alveg svo einfalt. Þaö er aö visu rétt aö skelfingarjafnvægiö svonefnda er oröiö dálltiö valtara en áöur eftir aö breytt var skotmörkum risaflauganna þannig aö þeim var beint aö herstöövum I staö- inn fyrir stórborgum. En bæöi Ford og Schlesinger tóku þaö skýrt fram aö kjarnorkuvopn- um yröi ekki beitt nema allt annaö þryti. Þarf ekki að þýða heimsendi Þaö væri auðvitaö strax illa fariö, ef gripiö yröi til kjarn- orkuvopna, en þaö þyrfti þó ekki aö þýöa heimsendi. Ástæöan er sú aö fyrst I staö yröi (vonandi) aöeins beitt litlum sprengjum á sjálfum vígvellinum, en ekki byrjað aö skjóta risasprengjum á milli borga. Þessum vígvalla- sprengjum (stundum kallaðar plnu-bombur) yrði beitt á svipaðan hátt og stórskotaliði er beitt I dag. Eitt af þvl, sem gæti fengið Bandarikin til aö beita slikum sprengjum, er innrás I Evrópu. Rússar miða við „kjarnorkuframsókn” En vegna skarkalans út af þessum bandarisku yfirlýsing- um, er rétt að taka fram aö ef Rússar gera innrás i Evrópu, er óliklegt aö Bandarlkjamenn verði fyrstir til aö beita kjarn- orkuvopnum. 1 slikri innrás verður vigvallasprengjum beitt frá upphafi. Beiting kjarnorkuvopna er rauði þráöurinn I gegnum nær allar hernaöaráætlanir Sovét- rikjanna. Engin „detente” breyt- ing Þrátt fyrir öll þing um aö minnka spennu og takmarka kjarnorkuvigbúnaö er ekkert sem bendir til aö Rússar hyggist breyta þessu grundvallaratriöi. Hernaöaráætianir Sovétrikj- anna eru byggöar á samþykkt- um miöstjórnar kommúnista- flokksins. Áætlunin um miskunnarlausa beitingu kjarn- orkuvopna I nær öllum hugsan- legum átökum, var samþykkt á flokksþinginu 1972. Jafnvel þótt breyting sé fyrirhuguð — og þaö bendir sem fyrr segir ekkert til þess — veröur þaö ekki gert fyrr en á tuttugasta og fimmta flokksþinginu 1976. 100 kilómetra á dag 1 árásaráætlunum rússneska hersins er gert ráö fyrir aö kjarnorkuvopnum veröi beitt tafarlaust og miskunnarlaust um leiö og komiö sé aö vörnum sem valdi venjulegum hersveit- um einhverjum erfiðleikum. í vestur-þýzkri skýrslu um möguleikana á árás Varsjár- bandalagsrikjanna á NATO er sagt aö hálfrar milljónar manna rússneskur her, sem staösettur er I Austur-Þýzkalandi, eigi aö sækja fram um 100 kflómetra á dag eöa meira. Til þess aö geta haldiö þessum hraöa reikna Rússar meö aö nota vlgvalla- sprengjur I hvert skipti sem þeir rekast á „erfiöar” vest- ur-evrópskar varnir. Mörg hundruð skot- pallar 1 Austur-Þýzkalandi eiga iimimm Umsjón: t . Oli Tynes Sovétmenn þegar mörg hundruö skotpalla undir þessar litlu kjarnorkusprengjur slnar. Þar af eru yfir 300 „hreyfanlegir”, þ.e. þaö eru risastórir belta- brynvagnar sem hver um sig getur boriö 2-4 eldflaugar meö kjarnorkuspreng juoddum. Þeim er hægt aö skjóta frá 100 upp I 600 kilómetra og sprengi- krafturinn er frá jafngildi 25 þúsund lesta af TNT upp I 100 þúsund lestir. Fullkomið „kjarnorku- stórskotaiið” Næst æösti yfirmaður leyni- þjónustu NATO, danski hers- höfðinginn Erik Fournais, sagöi á fundi „áætlananefndar” NATO I mái að Sovétrlkin væru búin aö taka I notkun nýja gerö eldflauga og ættu nú nóg af „kjarnorkustórskotaliði” til aö sinna öllum beiönum um aöstoö i framsókn hersins. Nýjar flugvélar Þá hafa flugsveitir Rússa I Austur-Þýzkalandi og Póllandi fengiö hraöfleygari og lang- drægari þotur en þær hafa haft. Þær geta frá flugvöllum stnum náö til mikilvægra skotmarka um aila Evrópu. Það þarf ekki að flytja þær á flugvelli nær landamærunum. Þetta minnkar viövörunar- timann sem vesturlönd hafa, þvi þau yrðu strax vör viö ef Rússar væru aö flytja mikinn fjölda flugvéla nær landamær- unum, og gætu þá gert sinar ráöstafanir. Liklegra með hverju ári Þaö veröur þvi miður liklegra meö hverju árinu sem liöur aö kjarnorkuvopnum veröi beitt I striöi, hvort sem þaö veröur i „minniháttar” átökum þar sem þeim yröi aöeins beitt takmark- aö á sjálfum vigvellinum eða þá I stórum stil gegn milljónaborg- um. Bæði risaveldin gera sér grein fyrir þessu og þess vegna er veriö aö halda ráðstefnur um takmörkun kjarnorkuvig- búnaðar og öryggisráöstefnu Evrópu, svo nokkuö sé nefnt. Gallinn er bara sá að þaö virðist stefna mun hraöar til átaka en til samkomulags. Ara- tuga tortryggni kemur fram i stifni og hræöslu við að and- stæöingurinn nái yfirhöndinni. Og á meðan þvargaö er, fjölgar sprengjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.