Vísir - 04.07.1975, Side 7

Vísir - 04.07.1975, Side 7
Vlsir. Föstudagur 4. júli 1875. cTVIenningarmál Satt að segja brá mér nokkuð, þegar ég heyrði þær fréttir að Eyjólfur J. Eyfells ætlaði að halda yfirlits- sýningu á verkum sin- um að Kjarvalsstöðum. Ég hélt reyndar að sá mæti maður væri horfinn á vit feðra sinna fyrir löngu og hér væri einhver að gera aðr a Ra gnheiði biskupsdóttur i málaralistinni. En sem betur fer reynist Eyjólfur vel lifandi, 89' ára gamall og nálgast 90 árin, og hafa afkomendur hans tekið saman þessa sýningu á úrvali verka hans frá upphafi, 125 að tölu. Er þetta ekki sölusýning, og eru verkin öll í einkaeign. landinu, þvi túlkunin er frjálsari en oft áður. Þegar þessi yfirlitssýning er athuguð sem sú heild, sem lifs- starf málara er, kemur I ljós það sem margir vissu, þ.e. að Eyjólfur Eyfells var ekki braut- ryðjandi eða stórbrotinn málari og má e.t.v. segja, að hann og fleiri „bókstaflega málandi” is- lenskir listamenn hafi haft slæm áhrif á islenska áhugamálara. En Eyjólfur hefur i hógværð sinni vart ætlað sér að ryðja nýjar brautir, heldur aðeins að vera sjálfum sér samkvæmur og leyfa öðrum jafnframt að njóta þess sem hann sá á ferðum sinum. Og liklega skaut Helgi Pjéturss. ekki langt fram- hjá marki, er hann sagði 1930 um Eyjólf að hann væri „bliðlyndastur islenskra málara.” Margur málarinn hefur séð fram á verri eftir- mæli. Sýning Eyjólfs J. Eyfells stendur til 6. júli. Elsta málverkið sem hér er til sýnis er frá 1908, af Gaulverja- bæ og gefur það tóninn fyrir vinnubrögð Eyjólfs fram á þennan dag. Er það laust og varfærnislega málað og togast þar á löngunin til að túlka og löngunin til staðlýsingar og verður hið siðarnefnda all- jafnan ofan á i myndum hans. Einnig eru stærð þessarar myndar og litir hennar nokkuð einkennandi fyrir verk Eyjólfs sem heildar, — þau eru yfirleitt smá og er myndfleti skipt all- jafnt milli forgrunns, fjalla og himins, og litir eru aldrei glannalegir. Þótt einkennilegt megi virðast, er túlkun Eyjólfs frjálsari i þessari mynd frá 1908, en þeim sem á eftir fylgja, en það eru að mestu skipa- myndir t.d. af „Jóni forseta” (1917) og „Gullfossi” (1915). Er greinilegt að Eyjólfur hefur þá verið orðinn dús við islenzka náttúru, en hefur átt erfitt með að fella þessa stóru möstruðu dalla inn i skaut hennar. Senni- lega hafa þau höfðað meir til staöarmálarans i Eyjólfi og leggur hann þvi alla áherzlu á nákvæma lýsingu þessara tima- mótaskipa á reykháfa þeirra og kýraugu. Nær barnslega smá- smugulega teiknuð liggja þessi skip eins og útklippt áihafi sem myndast við að bylta sér og þeim. Enda tekur Eyjólfur aftur til við að mála sitt landslag. 1 þvi er enginn ofsi, heldur er yfir þvi rómantiskur rósemis og værðarhjúpur, eins og á eilífu vorkveldi, og einu merkin um landnám eru hús eða kofar sem oft virðast samgróin landinu. Eöli landslagsmálverks Eyjólfs breytist litið með árunum, en sem teiknara fer honum fram. Fram yfir 1930 máfinna klaufa- lega og harða teikningu i verk- um hans, útlinur fjalla leggjast eins og pappirsörk ofan á bak- grunn, en I seinni verkum hans losnar mikið um vinnubrögðin ogpensilför hans verða frjálsari og sneggri Millispil á ferli Eyjólfs er svo dvöl hans i Þýskalandi 1923-24 undir hand- leiðslu prófessors Castelli i A Póstsendum ^ um land allt SPORTlt HLEMMTORGI - SÍMI 14390 DÚS VIÐ NÁTTÚRUNA Dresden. Frá þeim tima eru lik- lega (ég gat ekki komið auga á ártöl) myndirnar nr. 100-104, m.a. myndir af fólki. Merki- legust þeirra er mynd af göml- um manni (nr. 103) þar sem Eyjólfur sýnir sæmilegt vald yfir akademiskri höfuðmálun og athyglisverð er einnig kópía hans af barnshöfði þar við hliöina. Synist mér Eyjólfur vera aö kópera eitt af hinum viðkvæmnisiegu börnum Spán- verjans Murillo úr Dresden listasafninu. Sýnir það nokkuð á hvaða leið list Eyjólfs stefndi. Þennan höfuðlærdóm notaði hann sér ekki er heim kom, 1924, þvi landslagið átti hug hans allan. Eyjólfur málar enn og eru einna nýjustu myndir hans frá Spáni (nr. 78-83) baðaðar sólar- ljósi en lausar við sólroðavæmni og er eins og Eyjólfur telji sig ekki þurfa að lýsa sólarlöndum eins nákvæmlega og föður- I uflleguno Látið okkur aðstoða yður Bjóðum m.a. tjöld í miklu úrvali, svefnpoka, vindsængur, bakpoka, tjaldborð og stóla, kælitöskur, sjónauka og ótal margt fleira. Hvergi betra verð VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dógum. Degi fyrr en önnur dagblöð. *—7 (gerist áskrifendur) Fyrstur meó fréttimar vism Vísir vísar á viðskiptin VEIÐIMENN Hjá okkur fáið þið allt i veiðiferðina m.a. stangir, hjól, línur, flugur, túpur, lúrur, vöðlur, veiðitöskur, léttar ogpægilegar veiðikápur og jafnvel maðkinn. Hvergi meira úrval HVAÐ VANTAR?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.