Vísir - 08.07.1975, Page 1
VALUR FÉKK CELTIC
— Akranes til Kýpur — Keflavík Dundee United
Um hádegið var dregið um,
hvaða lið eigi að mætast I fyrstu
umferð I Evrópumótunum þrem
i knattspyrnu 1975. islenzku lið-
in drógust á móti þessum félög-
um:
Keflavik — Dundee United
Skotlandi i UEFA keppninni.
Valur — Celtic Skotlandi I
Evrópukeppni bikarmeistara.
Akranes — Omonia, Kýpur I
Evrópukeppni deildarmeistara.
Keflavik á heimaleik fyrst, en
hin liðin eiga að leika fyrri leik-
inn á útivelli.
---klp—
mm
NORÐMENN SAMMÁLA
UM DÓMARAHNEYKSU
Landsleikur islands og Noregs I gærkvöldi á Laugardalsvellinum
er enn I sviðsljósinu. Mesta dómarahneyksli i landsleikjasögu
íslands er aðalfyrirsögn Visis á Iþróttasiðunum — sænskur dómari
gaf Norðmönnum jafntefli.
• Þctta er fáránlegasti dómur, sem ég hef orðið vitni aö á 20 ára
ferli sem atvinnumaður, sagöi landsliðsþjálfarinn Tony Knapp.
• Viö Norðmenn höfum ekki yfir neinu að kvarta i sambandi viö
dómgæzluna, sagði Einar Jorum, norski landsliðseinvaldurinn, og
brosti tvlræöu brosi.
• Við getum verið ánægðir meö að hafa sloppið með 1-1 frá islandi,
segir norska fréttastofan NTB.
• Sænskt dómarahneyksli á islandi bjargaði Norðmönnum, simaði
einn norsku blaöamannanna til Norcgs eftir leikinn.
• Sterk raddbönd áhorfenda sögðu allan hug islenzkra á dómar-
anum á Laugardalsvclli.
• Sænski fáninn var dreginn i hálfa stöng á meðan á leiknum stóð
— þetta var sorglegur dagur fyrir Svia á islandi. —hsim.
Deildartunguhver ekki
Sengur sá eini
— Hitaveita Borgarness hugar
að fleiri stöðum
Fundu loft-
varnakúlur
frá stríðs-
árunum
Tæknilegur undirbún-
ingur undir hitaveitu
fyrir Borgarnes, Hvann-
eyri og allmarga bæi á
þeim slóðum stendur nú
yfir og er vonazt til að
hún verði farin að velgja
ibúunum á árinu 1977.
Þrir staðir eru i athugun
sem uppspretta fyrir
hitaveituna. Það eru
Deildartunguhver,
Kleppjárnsreykjahver
og svo hugsanlega ein-
hver staður i Bæjar-
sveit.
Það eru um 30 kilómetrar frá
Borgarnesi til hveranna tveggja,
en ef heppilegur staður finnst i
Bæjarsveit, getur það munað niu
kilómetrum. Þar sem aðfærslu-
æðin verður langstærsti
kostnaðarliðurinn munar það
töluvert miklu, og Orkustofnun
hefur verið skrifað og beðið um
tilraunaboranir.
Húnbogi Þorsteinsson, sveitar-
stjóri i Borgarnesi, tjáði Vísi, að
þessar framkvæmdir yrðu tengd-
ar brúargerðinni yfir Borgar-
fjörð, milli Seleyrar og Borgar-
ness. Værireiknað með að tengja
hitaveituna yfir á árinu 1977, þeg-
ar fyrirhugaðri brúarsmiði væri
lokið.
Gert er ráð fyrir að kostnaður-
inn verði milli 400 og 500 milljón-
ir. Húnbogi kvað vonir bundnar
við að þeir fengju tolla fellda nið-
ur og hugsanlega söluskatt, en
það myndi lækka verðið mikið.
Hann sagði, að i rekstraráætlun
væri reiknað með að neytendur
greiddu i fyrstuum 80af hundraði
þess hitakostnaðar sem þeir
greiddu núna, en það færi svo
stiglækkandi eftir þvi sem skuldir
minnkuðu. óT.
Rudolf Axelsson lögreglu-
maður með kúlurnar sem
fundust á Korpúlfsstöðum.
Ljósm. Bj.Bj.
Viðast hvar um landið er litið farið að slá, þótt komið sé fram i júli.
Kemur þar tvennt til: Léleg spretta viða og votviðrasamt um
vestan- og sunnanvert landið. Einstaka hafa þó ekki staöizt mátið
og eru farnir að slá, svo sem eins og ólafur Helgason, bóndi á
Hamrafelli I Mosfellssveit, sem hóf slátt nú fyrir helgina.þótt enn
hafi ekki gefið þurrkinn. Þó hékk þurrt að kalla I gær, og fólkið á
Ilamrafelli notaði daginn til að huga að heyskapnum. Hér er frúin á
bænum, Jóna Sveinbjarnardóttir, með Htil dótturbörn, en Ólafur
rakar með traktornum.
-Sjá nánari heyskaparfréttir á baksiðu. Ljósm. Bj. Bj.
Við jarðrask uppi við
Korpúlfsstaði fannst mikið
af hlöðnum skothylkjum,
sem talið er víst að séu frá
striðsárunum.
Skothylki þessi eru ætluð i
loftvarnabyssur og eru
sum með sprengihleðslu en
önnur ekki..Þegar nokkrum
skotunum var varpað á eld,
sprungu þau mcð mikium
hvelli.
Að sögn Rudolfs Axelsson-
ar hjá lögreglunni eru skotin
hættuleg, þrátt fyrir háan
aldur. Við högg eða eld
springa þau auðveldlega.
Lögreglan tók þessi skot i
sina vörzlu og mun gera þau
óvirk.
—JB
Karlmenn voru fil óþurftar:
,KONUR HEFDU NÁÐ
MEIRI ÁRANGRI"
— sagði Sigríður Thorlacius, einn ísl. þótt*
takendanna ó kvennaráðstefnunni s Mexíkó
,,Ég er þeirrar skoðunar að ef
á ráðstefnunni hefðu setið konur
eingöngu, og kannski nokkru
færri, þá hefði hún borið meiri
árangur. Mér fannst það karl-
mennirnir, sem beittu sér fyrir
lúalcgustu og illvigustu árásun-
um”.
Það er Sigriður Thorlacius,
einn af fulltrúum Islands á
kvennaársráðstefnunni i
Mexikó, sem þetta segir. Sigrið-
ur kom heim um helgina og blm.
Visis rabbaði við hana i morg-
un.
„Nei, ég er ekki ánægð með
ráðstefnuna vegna þess að jafn-
réttismál karla og kvenna urðu
undir vegna póljtiskra deilna.
Hins vegar var ýmislegt já-
kvætt við þetta, en maður tók
hittnærfi sér, þar sem þetta var
einstakt tækifæri til þess að ná
samstöðu.
Ég tel það fyrst og fremst já-
kvætt að ráðstefnan skyldi hafa
verið haldin, — að Sameinuðu
þjóðirnar áliti sérstaka ástæðu
til þess að halda sérstaka ráð-
stefnu vegna þessara mála. Það
voru lika gerðar ýmsar góðar
samþykktir, sem ættu að geta
orðið góður stuðningur i ýmsum
rikjum,” sagði Sigriður að lok-
um.
—EA
Sérstœð skilyrði
í hóloftunum:
Töluðu lands-
horna í rrtilli
og norska sjónvarpið
sést hér á landi
Ahugamenn um fjarskipti
duttu heldur betur i lukkupott-
inn i gærkvöldi. Mjög sérstæð-
ar aðstæður i háloftunum ollu
þvi að með litlum biltalstöðv-
um var unnt að tala hvert á
land sem menn vildu, en undir
venjulegum kringumstæðum
nær stöð sem þessi, sem er i
Reykjavík, ekki mikið út fyrir
Faxaflóasvæðið.
Undanfarin ár hafa breiðzt
mjög ört út hér á landi litlar
talstöðvar i bilum, bátum og
heimahúsum. Eru stöðvar
þessar á svokallaðri al-
menningstiðni, 27 MHz og eru
oft kallaðar CB stöðvar.
Sendiorka þessara stöðva er
mjög takmörkuð, og er við
venjuleg skilyrði oft ekki mik-
ið yfir 50 kilómetra, sem
stöðvar þessar ná.
I gærkvöldi brá hins vegar
svo við, að menn á bilum
staddir á Austurlandi, jafnvel
niðri i þröngum fjörðum, svo
sem I Norðfirði og i Berufirði
gátu talað við félaga sina, sem
staddir voru i Reykjavik, i
Mývatnssveit og jafnvel i skipi
20 milur úti á Húnaflóa, og
þeir hverjir við aðra.
Að sögn eins félaga I Fjar-
skiptaklúbbi Reykjavikur
kemur það mjög oft fyrir að
erlendar stöðvar verði það
sterkar hér á landi, að við-
skipti á þeim rásum, sem
klúbburinn hefði til umráða,
væru oft illmöguleg og væri
slikt algengast þegar kvöldar,
en slik fjarskiptaskilyrði sem
voru i gærkvöldi, væru afar
sérstæð, þótt sér virtist vera
áraskipti á þeim.
Þess má einnig geta, að það
var fleira en fjarskipti innan-
lands, sem voru sérstæð i gær-
kvöldi þvi geislar norska
sjónvarpsins villtust hingað til
lands vegna þessarra sér-
stæðu háloftafyrirbrigða og
gátu þeir sem kveikt höfðu á
tækjum sinum i sjónvarps-
leysinu hér á landi, fylgzt með
mynd og tali þess norska all-
nokkra stund i gærkvöldi.
JR